Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 6

Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Framhaldsskólar bjóða nú margir hverjir upp á sértækt sumarnám vegna aðstæðna á vinnumarkaði í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Stjórnvöld hafa veitt framhaldsskól- um allt að 300 milljónir króna í verk- efnið. Magnús Ingvason, skóla- meistari Fjöl- brautaskólans við Ármúla, segir úr- ræðin hugsuð fyr- ir einstaklinga sem ekki fái vinnu og vilji komast í nám. „Aðsóknin er að- eins hæg þar sem margir eru ef- laust að bíða eftir að fá svör um at- vinnu,“ segir Magnús. „En við erum samt að fara af stað með fjóra flotta áfanga og það er alveg dálítið af fólki í hverjum áfanga,“ segir Magnús en áfangarnir eru í íslensku fyrir er- lenda nemendur, kvikmyndum, inn- gangi að heilsunuddi og listgreinum. Mikill fjöldi í fjarnámi Magnús segir að í heildina bjóði skólar upp á 83 úrræði af þessu tagi. Hann segir FÁ stefna að því að bjóða upp á átta námskeið, en að verið gæti að fjögur þeirra falli niður. Þá býður skólinn einnig upp á fjarnám og hafa óvenju margir skráð sig þetta árið. „Það eru yfir 1.000 nemendur skráð- ir fyrir sumarið, vanalega eru þetta um 700 til 800 nemendur,“ segir Magnús. Alls hafa rúmlega 40 manns skráð sig í fjóra áfanga í staðbundnu sumarnámi við FÁ. „Maður vissi svo sem ekki hvernig ásóknin yrði. Við erum að prófa þetta í fyrsta sinn og eflaust bíða margir enn eftir að fá að vita hvort þeir fái vinnu. Tímasetn- ingarnar virðast stangast eitthvað á.“ liljahrund@mbl.is Aðsóknin fer hægt af stað  Alls 83 sértæk sumarnámsúrræði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Menntun Nemendur við Fjölbrauta- skólann við Ármúla á kynningu. Magnús Ingvason Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélög sem ekki hafa notið þess að hafa nægilegt viðbótarafl til að taka við litlum eða miðlungsstórum fyrirtækjum sitja eftir í atvinnu- þróun. Það kemur fram í lægri laun- um íbúanna þar en á svæðum sem hafa haft aðgang að nægu raf- magni. Landsnet fékk alþjóðlega ráð- gjafarfyrirtækið Frontier Econo- mics til að greina áhrif aðgengis að raforku á laun íbúa sveitarfélaga. Tekið var fyrir 25 ára tímabil, frá 1992 til 2016. „Okkur ber skylda til að reka fyrirtækið á þjóðhagslega hag- kvæman hátt og einnig að stuðla að jöfnun tækifærum um allt land,“ segir Jón Skafti Gestsson, hagfræð- ingur í fjármáladeild Landsnets, spurður um ástæðu þessarar grein- ingar. „Við tökum eftir því, þegar við skoðum einstök sveitarfélög út frá því hversu miklu viðbótarafli þau hafa aðgang að, að þau sveitarfélög sem ekki hafa haft aðgang að miklu viðbótarafli hafa setið eftir.“ Jón bendir á að til þess að eiga möguleika á atvinnuþróun þurfi að hafa rétta fólkið og staðsetningu en ekkert gerist án þess að rafmagnið fáist strax, en ekki eftir einhver ár á meðan verið er að styrkja flutnings- kerfið. Stóriðju er haldið utan við þessa útreikninga enda segir Jón Skafti að langur undirbúningstími sé vegna þeirra fyrirtækja og því nægur tími til að virkja og leggja flutnings- línur sérstaklega fyrir þau. Í úttektinni er þróun meðaltekna í sveitarfélögunum skoðuð með tilliti til þess viðbótarafls sem til reiðu hef- ur verið á viðkomandi svæði. Kom í ljós að laun aukast að meðaltali um 1,3% á ári í sveitarfélögum sem hafa aðgang að minna en tvöföldu við- bótarafli en um 1,7% hjá þeim sveitarfélögum sem hafa tvöfalt við- bótarafl eða meira. Launin vaxa lítið til viðbótar þótt þau eigi aðgang að þreföldu viðbótarafli eða meira. Spurður hvort tvöfalt viðbótarafl sé ekki ríflegt segir Jón Skafti það ekki vera. Tiltölulega lítil raforkunotkun sé í mörgum sveitarfélögum og eitt nýtt fyrirtæki geti þurft mikið raf- magn, í hlutfalli við notkunina á staðnum. Þessi raforka þurfi að vera til reiðu til þess að fyrirtækið stað- setji sig þar. Nefnir hann Blönduós sem dæmi. Ef ekki hefði verið nægur aðgangur að raforku hefði gagna- verið verið byggt annars staðar. Ísafjarðarbær er tekinn sem dæmi í skýrslunni. Þar er lítið viðbótarafl til reiðu. Í upphafi tímabilsins voru launatekjur á mann næsthæstar á landinu. Fall varð í atvinnutekjum þegar kvóti var seldur í burtu en bærinn náði sér aftur á skrið með uppbyggingu smábátaútgerðar. Eigi að síður hafa launatekjur á mann hækkað minnst þar af öllum sveitar- félögum sem könnuð voru. Á árinu 2016 var Ísafjarðarbær kominn niður í 9. sætið yfir hæstu meðallaun. Geta ekki bætt við viðskiptum Á þessu 25 ára tímabili hefur það viðbótarafl í rafmagni sem til reiðu er á landinu minnkað stórlega og nær í fæstum tilvikum því að vera tvöfalt það magn sem notað er. Jón Skafti telur rétt að stefna að því marki. „Við þurfum að halda áfram með þær framkvæmdir sem áætlaðar eru í kerfisáætlun Landsnets. Samkvæmt raforkulögum ber okkur að stuðla að atvinnuuppbyggingu um allt land. Eins og staðan er núna getum við ekki tekið við nýjum viðskiptavinum um allt land,“ segir Jón. Hann bendir á að ef framkvæmdir samkvæmt þriggja ára fram- kvæmdaáætlun gangi eftir lagist ástandið á nokkrum stöðum en fullur árangur um tvöfalt afl um nánast allt land náist ekki fyrr en framkvæmd- um sem áætlaðar eru á tíu árum er lokið. Þeir sitja eftir sem ekki hafa næga orku  Laun í sveitarfélögum sem ekki hafa viðbótarorku að leita í hækka minna en laun í sveitarfélögum sem hafa næga orku  Ísafjarðarbær er dæmi um hnignandi bæ  Þarf að bæta flutningskerfið Tvöfalt viðbótarafl eykur launatekjur 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0% <1 1-2 2+ Mögulegt viðbótarafl (stuðull) H ei m ild : F ro nt ie r E co no m ic s Árleg tekjuaukning 1992-2016 Laun hafa hækkað minnst í Ísafjarðarbæ Vísitala launatekna á hvern íbúa 1992-2016 175 150 125 100 75 Heimild: Frontier Economics 1992=100 Landsmeðaltal Ísafjarðarbær 1992 1995 1998 2001 2004 2007 2010 2013 2016Jón Skafti Gestsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flóaáveitan er enn í notkun, öld eftir að hún var gerð, en er raunar ekki lengur notuð til að veita vatni á flæðiengjar til heyskapar. Bændur nota vatnið til að brynna skepnum sínum í þurrkasumrum. Þá vilja margir halda í þessa gömlu hefð, að veita vatni á engjar. Markús Ívarsson, bóndi á Vorsa- bæjarhóli, hleypti vatni inn á engjar sínar sl. föstudag. Það gerði hann með því að lagfæra innrás úr austur- álmu veitunnar um innrás að bæj- unum sem kenndir eru við Vorsabæ. „Hann er aðeins farinn að gróa, þessi skurður. Við náðum að hreinsa dálít- ið upp úr honum og laga stífluna. Þessi skurður liggur langa leið, meira en kílómetra inn á engjar hjá okkur,“ segir Markús. Hann segist nota vatnið til að hafa fyrir gripi sína, aðallega hesta. Ekki hafi tekist að ná vatni síðustu tvö sumur en honum leist svo á í gær að vatnið næði alla leið í ár. Þá segist hann hafa áhuga á að þessi hefð, að veita vatni um Flóann, deyi ekki al- veg út. 300 kílómetra skurðir Flóaáveitan er kerfi áveituskurða, alls um 300 km að lengd, sem veita vatni úr Hvítá inn á flæðiengjar um allan Flóann. Skurðirnir voru að mestu grafnir með handafli, á árun- um 1918 til 1927. Áveitan varð til þess að grasspretta jókst og hún var grundvöllur mjólkurbús og stórauk- innar mjólkurframleiðslu á svæðinu. Ljósmynd/Jason Ívarsson Flóaáveitan Markús Ívarsson, bóndi á Vorsabæjarhóli, lagfærir grjótstíflu við inntakið úr austurálmunni til að fá vatnið til að flæða inn á engjar. Veitir vatni til hestanna  Flóaáveitan enn í notkun en í öðrum tilgangi en áður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.