Morgunblaðið - 09.06.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.06.2020, Qupperneq 19
um síðustu orðin sem hún sagði við okkur, að við ættum að passa upp á fólkið okkar og njóta þess að vera til. Við systur hugsum með miklu þakklæti til elsku ömmu, hún átti og mun alltaf eiga stóran hluta í hjarta okkar. Góða ferð elsku amma og skil- aðu kveðju til afa. Takk fyrir allt. Augun mín og augun þín, ó þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. (Vatnsenda-Rósa) Hulda Valdís og Stella Mjöll. Ég treysti þér, máttuga mold. Ég er maður, sem gekk út að sá. (Guðmundur Ingi Kristjánsson) Nú er allt breytt. Það hellir enginn lengur upp á kaffi í kjall- aranum á Austurbrún 39. Það situr enginn í bakgarðinum til að virða fyrir sér blómadýrðina á sólríkum degi. Það þylur enginn vísur við eldhúsborðið. Amma Hulda hefur kvatt þennan heim. Það mun engum takast að fylla skarðið sem hún skilur eftir sig. Amma var yndisleg mannvera og einhver sú stóískasta sem ég hef nokkru sinni kynnst. Hún var lestrarhestur með stálminni, sem var orðinn fluglæs áður en hún hóf skólagöngu sína og gat þulið heilu ljóðabálkana utan að alveg til hins síðasta. Eldklár töffari af guðs náð sem fann yf- irleitt leið til þess að eiga síðasta orðið. Það var alltaf svo gott að koma til hennar og afa Trausta, hvort sem var á meðan þau sinntu vitanum á Sauðanesi, eða síðar í Austurbrún. Þau voru mér á stundum eins og vitinn sem vísaði skipunum áreynslu- laust leiðina í gegnum þokuna. Heima hjá þeim gat maður kjarnað sig og fundið hvað það var sem skipti raunverulegu máli. Ég minnist ömmu á útopnu við heimilisverkin, að elda, þrífa eða vaska upp, að hugsa um alla aðra en sjálfa sig. Hún átti það til að taka sér pásu til að horfa út um eldhúsgluggann, stara á ver- öldina sem var á hreyfingu fyrir utan, áður en hún snéri sér aftur að verki sem virtist engan enda ætla að taka. Eldhúsverkin voru nú aldrei í miklu uppáhaldi, sagði hún mér síðar meir, konur af hennar kynslóð hefðu einfaldlega fæðst í þetta hlutverk. Þrátt fyrir þetta hlutskipti var alls enga beiskju að finna hjá ömmu. Nei, ó nei, svona var þetta bara og lítið annað um það að segja. Hún fann sér enda allt- af tíma til þess að sinna sínu helsta áhugamáli, lestri bóka, og vakti á stundum langt fram eftir nóttu við þá iðju. Hún var alæta á bækur og las hvað sem var. Á afskekktum stað eins og Sauða- nesvita var kjörið að geta opnað á heiminn með höndum tveimur og fljúga af stað á vit nýrra æv- intýra. Núverandi aðstæður í veröld- inni gerðu það að verkum að ég komst því miður ekki til Íslands til að kveðja ömmu en þá er gott til þess að vita að við höfðum átt ófáar stundirnar saman síðast- liðin ár þar sem við brölluðum sko aldeilis ýmislegt, jafnvel með myndavél á lofti. Ég er einstak- lega þakklátur fyrir þennan tíma og veit að mín kveðja er fólgin í því verki sem ég er í þann mund að klára og fjallar um þau afa og ömmu. Ég sakna þín elsku amma, ég sakna þess að geta setið með þér og skeggrætt um heima og geima við eldhúsborðið. Ég sakna þess að heyra smitandi hláturinn þinn. Að heyra ekki fleiri sögur frá þér. Það er óneit- anlega tómlegra hérna án þín. Ég mun gera mitt besta í að leggja rækt við allt það fallega sem þú hefur sáð. Jón Bjarki Magnússon. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 ✝ GuðmundurIngólfsson fæddist 4. júlí 1942 í Reykjavík. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. maí 2020. Foreldrar hans voru Þórey Sigurð- ardóttir húsmóðir og verslunarmað- ur, f. 30.6. 1907, d. 20.1. 1997, og Ingólfur Guð- mundsson, bakarameistari, f. 15.2. 1907, d. 27.8. 1983. Systk- ini hans eru Örn, f. 30.8. 1940, d. 8.11. 2017, Sigþór, f. 27.1. 1944, Jósef Gunnar, f. 19.12. 1947, og Ingibjörg Þóra, f. 2.6. 1954. Hinn 11. desember 1965 kvæntist Guðmundur Kristínu Júlíusdóttur verslunarmanni og húsmóður, f. 16.10. 1943. For- eldrar Kristínar voru Guðríður 2) Júlíus Ágúst, sölumaður, fæddur 27. ágúst 1967. Kona hans er Jóhanna Jóna Gunn- laugsdóttir. Sonur þeirra er Jón Ágúst. Synir Júlíusar úr fyrri sambúð með Kristínu E. Reynisdóttur eru Atli Freyr, en hann á eina dóttur, Þráinn, sem er í sambúð með Elísu Hafþórs- dóttur og Úlfar, en fósturbörn- in eru Sigríður Jóna og Þráinn Freyr. Guðmundur hóf nám í hús- gagnabólstrun árið 1958 hjá Samúel Valberg og lauk sveins- prófi frá Iðnskólanum í Reykja- vík fjórum árum síðar. Í fram- haldi af námi sínu starfaði hann í nokkur ár hjá húsgagna- versluninni Sedrus, eða þar til hann hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur, ásamt vini sínum Bjarna Guðmundssyni, í hús- gagnabólstrun, sem þeir ráku saman á Laugarnesvegi 52 allt til ársins 1980. Hóf Guðmundur þá störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, en þar starfaði hann til ársins 2012, er hann fór á eftirlaun. Útförin fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 9. júní 2020, klukkan 13. Hansdóttir, f. 15.8. 1903, d. 15.7. 1971, og Júlíus Ágúst Jónsson, f. 19.7. 1908, d. 13.9. 1982. Synir Guðmundar og Kristínar eru tveir: 1) Ingólfur, prentsmiður, fædd- ur 9. ágúst 1965. Kona hans er Nína María Reynisdóttir. Dóttir Ingólfs er Harpa Ósk. Hún er í sambúð með Guð- mundi Jónssyni og eiga þau þrjú börn. Barnsmóðir er Sig- rún Wiencke. Sonur Ingólfs úr fyrri sambúð er Betúel með Önnu B. Sigurðardóttir. Sam- býliskona hans er Laufey Halls- dóttir og eiga þau þrjú börn. Fósturbörn Ingólfs eru Birgitta Lind, en hún er gift Finni Pind og eiga þau tvö börn, og Þór- ólfur Hersir. Elsku afi Gummi. Mér þykir svo vænt um allar góðu stundirnar sem ég átti með þér og ömmu. Mér þótti alltaf einstaklega vænt um hvað þú og amma tókuð mér og Þórólfi bróður opnum örmum frá fyrstu stundu. Það þótti ekkert endilega sjálfsagt þegar um stjúp- barnabörn var að ræða, eða það þótti mér að minnsta kosti fyrst, en þið kennduð mér svo sannar- lega í verki að það ætti ekki að vera neinn munur þar á. Svo opin og hjartahlý voruð þið alltaf. Ég man svo margar góðar stundir, hvort sem þær tengjast Kirkju- teignum, Dofraborgum, sumarbú- staðnum ykkar eða nú síðast þeg- ar þið komuð og heimsóttuð okkur litlu fjölskylduna, mig, Finn og Jörgen Vilja, til Kaupmannahafn- ar. Það var einstaklega skemmti- legt að fá ykkur hingað til okkar og sýna ykkur borgina sem við höfum búið í meira og minna síð- ustu sjö árin. Það var margt sem við náðum að skoða hér auk þess að við skelltum okkur líka yfir Öresundsbrúna góðu, yfir til Malmö, til að litast aðeins um. Það voru allt saman góðir dagar og þessi ferð verður lengi í minnum höfð. Ég gleymi líka seint öllum hinu skemmtilegu minningunum og mun alltaf muna eftir þér sem blístrandi, jákvæðum og orku- miklum afa sem knúsaði mann alltaf innilega þegar maður hitti hann, spjallaði alltaf um daginn og veginn og hlustaði á mann af ein- lægum áhuga. Meira að segja var oft á tíðum erfitt að sjá að þú vær- ir að berjast við krabbamein síð- ustu átta árin, því svo jákvæður og brosmildur varstu ætíð, þó svo ég viti að margir hafi dagarnir verið erfiðir. En þú tókst veikindunum samt með ákveðinni stóískri ró og varst stór fyrirmynd að mínu mati varðandi það. Og þrátt fyrir allar ótalmörgu minningarnar við Þing- vallavatn, um garðyrkju, jólin og jólaboðin, morgunleikfimi, spjall og sólbað á pöllunum og hopp og fjör í görðunum, kíkinn í glugga- kistunni uppi í bústað til að skoða alla fuglana og allan leikinn og úti- veruna með öllum hundum stór- fjölskyldunnar, þá man ég einmitt núna svo vel eftir þegar ég upp- lifði fyrstu sorgina mína sem ung- lingur við að missa fyrsta páfa- gaukinn minn (sem var mér allt á þeim tíma) að þá keyrðuð þið amma mig upp í bústað með ykk- ur til þess að jarða hann þar. Það var eitthvað svo sjálfsagt og ég man það eins og að það hafi gerst nánast samdægurs og þar fenguð þið að hafa grátandi unglinginn með í aftursætinu alla leið upp á Þingvelli. Ég man bara eftir að hafa grátið alla leiðina án þess að segja við ykkur orð og mætti svo miklum skilningi hjá ykkur. Síðan fékk ég að jarða hann á sumarbú- staðarlóðinni þar sem gæludýrin okkar fengu sérstakan minningar- reit. Tárin eru langt í frá færri núna þegar þú ert búinn að kveðja og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þig og ömmu inn í mitt líf og fyrir allar góðu minningarnar. Hvíl í friði, elsku afi. Blessuð sé minning þín. Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir. Kær frændi og fjölskylduvinur Guðmundur Ingólfsson, hús- gagnabólstrari/meistari er látinn eftir langvinn veikindi. Það er skammt á milli fráfalls þeirra bræðra, Guðmundar og Arnars, og frænda þeirra Hlöð- vers, allir á besta aldri eins og sagt er í dag. Blessuð sé minning þeirra. Hógværari og prúðari manni hef ég vart kynnst eins og Gumma, eins og hann var oftast kallaður í daglegu tali, hallaði aldrei orði á nokkurn mann að ég heyrði, gerði gott úr hlutunum ef eitthvað fór úrskeiðis. Gummi var afar vandvirkur í fagi sínu sem og í öðrum verkum sem hann tók sér fyrir hendur og iðinn mjög til verka. Á unglingsárum dvaldi hann nokkur sumur í sveitinni okkar eystra, þ.e. á Nesjavöllum, við gróðrarstöðina Hraunprýði við Hengil, á Stóra-Hálsi sem og á Villingavatni inn á milli ásamt bræðrum sínum og frændum við heyskap og fleira. Gummi var alltaf í góðum sam- skiptum við Nesjavallafjölskyld- una, kom gjarnan við í kaffi og spjall á bæ ásamt eiginkonu sinni Kristínu þegar þau voru á leið í sumarbústað sinn á Villingavatni við Þingvallavatn. Þar byggðu þau sér sumarhús og ræktuðu upp unaðsreit og áttu þar góðar stundir til fjölda ára á fallegum sumarkvöldum sem oft- ar ásamt fjölskyldu sinni og ná- grönnunum, Hlöðver, Birnu og fleirum. Gummi kom oft austur til veiða á sínum yngri árum með foreldr- um sínum, Þóreyju Sigurðardótt- ur og Ingólfi Guðmundssyni. Blessuð sé minning þeirra heið- urshjóna. Einnig stöku sinnum þegar árin liðu ásamt frændum sínum til rjúpnaveiða. Oftast var eftirtekjan ekki mikil til rjúpna, en þess meira spjallað og hlegið yfir kaffibolla og fræknu meðlæti móður minnar að lokinni fjall- göngu. Eitt sinn var Gummi við vorveiðar eystra og fékk tvo mis- stóra urriða á færið. Þessi minn- ing lifði með Gumma alla tíð en eitthvað var stærðin á öðrum fisk- inum á reiki milli Gumma og Sig- urðar frænda hans á Nesjavöllum. Stærðin/pundin aðeins höfð á reiki, að ég held til að hleypa meira fjöri í umræðuna um þá stóru í Þingvallavatni. Eitt vorið kom Gummi austur um páska ásamt Sigþóri bróður sínum á for- láta Honda-skellinöðrum sem þóttu mikil tæki, þræddu slæman vorveg með akstursleikni niður stíga Grafnings. Gummi var mikill náttúruunn- andi og unni sveitinni eystra mjög og var gaman að fylgjast með samheldni þeirra bræðra og frænda þegar þær voru á ferð gangangi eða með öðrum hætti um Grafninginn sem víðar. Um Gumma væri hægt að skrifa langa minningargrein, þ.e. um skemmtilegar samverustundir eystra sem víðar en ritplássið leyf- ir það ekki hér. Guðmundar verður sárt sakn- að, en minning um ljúfan og kær- an frænda og heiðursmann mun lifa um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt kæri frændi. Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró. Í flötinn mæna fjöllin há með fannir, klappir, skóg. Þar líða álftir langt í geim með ljúfum söngva klið, og lindir ótal ljóða glatt í ljósrar næturfrið. (Hulda) Megi Guð vernda Guðmund Ingólfsson og minningu hans og gefa eiginkonu, börnum, fjöl- skyldu, systkinum og vinum ljós og styrk til framtíðar. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Elsku Gummi frændi er fallinn frá og hefur fengið hvíldina. Gummi var hlýr og skemmti- legur, heilsaði manni með þéttu handabandi og sagði „sæl frænka“. Hann var mikill grínari og gat verið stríðinn. Hann hafði þægilega nærveru og börnin í fjöl- skyldunni hændust að honum. Það var mikill samgangur á milli fjöl- skyldnanna og áttu foreldrar mín- ir og Gummi og Dídí frænka mín bústað nánast hlið við hlið. Það var partur af bústaðaferð að kíkja í heimsókn til Gumma og Dídíar og spjalla um hin ýmsu málefni. Svo fengu hundarnir þeirra að sjálf- sögðu klapp. Við fjölskyldurnar ferðuðumst þó nokkuð saman um landið og á ég margar góðar minn- ingar úr þeim ferðalögum. Gummi var mikill göngugarpur og naut þess að fara í göngutúra í sveitinni með hundana. Þá var stefnan tekinn á Einbúa í næsta nágrenni við bústaðinn Það skipti ekki máli hvernig veðrið var og það var gengið rösklega. Mér er minnisstætt í einhverju afmælinu á Kirkjuteignum að hann leyfði okkur krökkunum að hanga á upphandleggnum á sér og sveifla okkur. Það þótti okkur gaman. Gummi tókst með æðruleysi á við sjúkdóminn sem að lokum hafði betur. Nú er stríðið búið og Gummi frændi hefur fengið lausn frá þjáningum. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við fjölskyldu og vinum. Við þökkum fyrir allar sam- verustundirnar elsku frændi og hvíl í friði. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Lifi lífið! (Sigurbjörn Þorkelsson) Guðríður og fjölskylda. Við minnumst Gumma frænda og allra góðu samverustundanna okkar með þakklæti í hug. Það var fastur liður hjá okkur fjölskyld- unni að koma við í bústaðnum hjá Gumma og Dídí þegar við vorum fyrir austan og alltaf var tekið vel á móti okkur, hellt upp á kaffi og meðlætið drifið á borðið. Hlölli og Gummi voru skemmtilega sam- rýndir og ef annar tók upp á nýju áhugamáli fylgdi hinn fljótt eftir, fyrir vikið urðu samverustundir okkar enn skemmtilegri. Á upp- vaxtarárum okkar feðga dvöldum við reglulega hjá þeim, sér í lagi í bústaðnum, og lékum við alla strákana þeirra og hafði hann merkilega góða þolinmæði fyrir uppátækjum okkar. Hann hafði þægilega nærveru, skipti sjaldan skapi, og mætti manni ávallt með góðu brosi og innilegu handa- bandi. Hans verður sárt saknað. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Kristján, Þórdís, Hjalti og Hildur Björg. Guðmundur Ingólfsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Móðursystir okkar og fóstra, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Lækjarbrekku, lést sunnudaginn 7. júní. Einar Ólafsson Þorsteinn Ólafsson Einar Aagestad Sævar Aagestad Hlédís Guðmundsdóttir Helga Óladóttir Okkar ástkæri INGÓLFUR SKAGFJÖRÐ HÁKONARSON lést 3. júni á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 11. júní klukkan 14. Jarðsett verður að Kotstrandarkirkju. F.h. aðstandenda, Hreinn S. Hákonarson Jóhann Hákonarson Emil Ingi Hákonarson Hákon Varmar Önnuson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN GESTSSON, Stekkholti 30, Selfossi, lést mánudaginn 1. júní. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 11. júní klukkan 14. Rannveig J. Einarsdóttir Rúnar Guðjónsson Ingunn Guðjónsdóttir Gestur Guðjónsson Aðalbjörg Eggertsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.