Morgunblaðið - 09.06.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.06.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 ✝ GuðmundurSkúli Krist- jánsson fæddist í þorpinu á Kvía- bryggju við Grund- arfjörð þann 16. desember 1929. Hann lést 21. maí 2020. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu Steinþórsdóttur, f. 12. ágúst 1907, d. 15. nóvember 1980, og Kristjáns Eyfjörðs Guðmundssonar, f. 26. júní 1904, d. 3. apríl 1981. Þau fluttu af Snæfellsnesinu 1931 og settust að í Hafnarfirði. Þar ólst Skúli upp ásamt þeim systk- inum sínum er komust upp. Systkini hans eru Klara, f. 1928, Halldór Eyfjörð, f. 1931, d. 1931, Rakel, f.1939, og Steinþór Diljar, f. 1948. Þann 15. mars 1952 kvæntist Skúli Áslaugu Magnúsdóttur frá Stapaseli í Stafholtstungum, f. 11. janúar 1930, d. 6. apríl 2016. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1891, d. 1982, og Magnús Finns- son, f. 1884, d. 1946, bændur í Stapaseli. Þau eignuðust sex börn en fyrir átti Áslaug þrjú börn sem Skúli leit ávallt á sem maður er Jeffrey Keith Hales. Hún á eina dóttur og eitt barna- barn. Hanna Íris Guðmunds- dóttir, f. 1963. Hennar maður er Guðmundur Hjörtur Einarsson. Börnin urðu þrjú og eitt barna- barn, en sonur þeirra Guð- mundur Skúli (yngri) lést 2014. Ásmundur Orri Guðmundsson, f. 1963. Kona hans er Fjóla Har- aldsdóttir. Börnin eru þrjú. Eru afkomendur Skúla og Áslaugar orðnir 107. Skúli og Áslaug bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Skúli vann hin ýmsu störf bæði til sjós og lands. Síðast hjá Eimskip í Hafnarfirði. Hann var bæði söng- og kvæðamaður. Söng á sínum yngri árum með IOGT- kórnum og um tíma með karla- kórnum Þröstum. Í Kvæða- mannafélagi Hafnarfjarðar var hann einnig. Skúli var mikill hagleiksmaður er kom að smíð- um og báru húsin hans þess merki. Um tuttugu ára skeið voru þau með eyðibýlið Graf- arkot í Borgarfirðinum á leigu og notuðu sem sumarbústað. Þar var húsið gert upp og mikið gróðursett og áttu þau margar góðar stundir þar. Eftir að Skúli settist í helgan stein sinnti hann sínu áhugamáli sem voru smíðar á hinum ýmsu munum og eiga afkomendur hans margan dýr- gripinn sem hann smíðaði. Er heilsunni tók að hraka fluttu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði og þar lést Skúli 21. maí 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. sín. Börnin eru: Hólmfríður Jóhannesdóttir, f. 1947. Hennar mað- ur er Stefán Egg- ertsson. Börnin eru sjö, 23 barnabörn og tíu barnabarna- börn. Jóhanna Jó- hannesdóttir, f. 1948, d. 1990. Hennar maður var Vilhjálmur Reynir Sigurðsson. Þau áttu eina dóttur og tvö barnabörn. Magnús Heimir Jóhannesson, f. 1949. Hans kona er Sigríður Margrét Baldursdóttir. Dæturnar eru fimm og ein uppeldisdóttir, barnabörnin eru sextán. Heimir ólst upp á Króki í Biskups- tungum. Birna Guðmundsdóttir, f. 1953. Hennar maður er Guð- mundur Alfreðsson. Börnin eru fjögur, sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn. Sigríður Diljá Guðmundsdóttir, f. 1955. Henn- ar maður er Kjartan Jósefsson. Börnin eru fjögur og níu barna- börn. Kristján Eyfjörð Guð- mundsson, f. 1959. Hans kona er Lilja Aðalbjörg Þórðardóttir. Dæturnar eru tvær og eitt barnabarn. Margrét Guðmunds- dóttir Hales, f. 1962. Hennar Vertu sæll, pabbi minn, þín verður sárt saknað. Þín dóttir, Margrét. Við leiðarlok finnst mér við- eigandi að minnast hans með nokkrum orðum. Sjálfsagt í því sem Guðmundur Skúli var búinn að benda mér á að margir lendi í þegar skrifaðar eru minningar- greinar „að tala meira um sjálfan sig en hinn látna“. Þegar ég tengdist fjölskyld- unni að Nönnustíg 3 var hús- bóndinn þar sjómaður í.þ.m. á vetrarvertíðum. Í fyrsta kvöld- spjalli okkar Skúla man ég að umræðan barst að meðferð á fiski og þá mun á lifandi- eða dauðblóðguðu. Ég var lítillega búinn að vinna við saltfisk í Keflavík og þar fundum við um- ræðuefnið og þetta var ekki vit- lausara en hvað annað til að byrja á. Það var ekki alveg eins fljót- legt fyrir ungan tengdason að vinna sig í álit hjá Guðmundi Skúla eins og hjá blessuninni henni Áslaugu, en það kom, að ég held, og mikið er hann búinn að gera fyrir okkur Hólmfríði og margt búinn að gefa, svo sem listavel smíðaða gripi. Hæfileikar hans lágu víða þó hann hafi ekki verið mikið í skólum, að ég viti, gat hann smíðað bæði smátt og stórt. Ég man að við Kristján Eyfjörð faðir hans stóðum á spjalli vestan við húsið á Nönnu- stíg 3, Skúli hafði nýlega lokið við að klæða húsið upp á nýtt og ég sagði eitthvað um fráganginn. Svaraði þá Kristján, „já, hann Skúli minn er millimetramaður“. Upptalning á því sem við eig- um honum mest að þakka: Haustið 1970 fluttum við inn á þau á Nönnustígnum í nokkrar vikur (sennilega ekkert borgað fyrir það). Haustið 1974 þegar við vorum með allstórt fjárhús í smíðum en illa horfði með að tækist að gera fokhelt fyrir vetur kom Guðmundur Skúli og smíð- aði hér í tvær eða þrjár vikur. Þó var hann búinn að gera sig ómissandi í vöruskemmu Eim- skips og hefði verið lengur hjá okkur hefði skyldan ekki kallað í Hafnarfjörðinn. Ekki er það svo slæmt að ég hafi ekkert borgað fjárhúsasmíðina. Ég man hvað uppgjörið var dásamlega ná- kvæmt, taxtinn sá sem hann hafði í skemmunni. Svo er það fleira en gjafir og greiðar sem við viljum þakka Guðmundi Skúla. Ég man hvað var gaman að fá fjölskylduna í sumarheim- sóknir, fyrst á lélegum Skóda sem þurfti lagfæringu á Húsavík, seinna á Toyota Mark2, alveg úr- vals tæki. Það var í rétta átt og sem betur fer hjá flestum, en endalokin verða ekki flúin. Stefán Eggertsson. Guðmundur Skúli Kristjánsson Með samvistum þínum kenndir þú mér að lifið eins og Homeblest er Lengi vel hélst þú á mér en nú er þá komið að mér að halda á þér Með þakklæti og hjartayl hugsa ég um þig minn allra besta afa vin. Fjóla Hrafnkelsdóttir. Ingólfur Eyjólfsson, eða afi eins og ég kallaði hann, kom inn í líf mitt mjög óvænt fyrir rúmum 10 árum er ég fór að búa með Að- alsteini Inga, dóttursyni hans. Við Aðalsteinn fluttum austur í febrúar 2011 og var Ingólfur önn- ur manneskjan í fjölskyldunni á eftir tengdamömmu sem ég var formlega kynnt fyrir. Þetta væri besti afi í heimi og mjög mikil- vægt að honum litist vel á ráða- haginn. Við eyddum alltaf tölu- verðum tíma á Bogaslóðinni meðan við bjuggum á Höfn og líka þegar við komum austur í heimsókn. Ingólfur var svo aug- ljóslega mjög mikill fjölskyldu- maður og hugsaði alltaf fyrst og fremst um fjölskylduna, alveg fram á síðustu mínútu. Ef við leit- uðum til hans með einhver smá vandamál var hann alltaf boðinn og búinn að hjálpa sama hvað, svo ótrúlega ráðagóður og þolinmóð- ur. Ég mun alla tíð þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast honum, að hafa hann heima hjá okkur fram á síðustu stundu og að njóta hans svona lengi. Að græða auka-afa sem leiðbeinir manni út í lífið er ómet- anlegt og ég get ekki verið annað en þakklát. Elsku Ingólfur afi, þín er gríð- arlega sárt saknað og minning þín lifir í hjörtum okkar að eilífu. Þó sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Eva Kristín Guðmundsdóttir. Elsku afi, kletturinn minn. Afi af lífi og sál. Ég mun alltaf muna hversu ró- legur, þolinmóður og góður þú varst þegar þú kenndir mér á líf- ið. Það var sama hvers ég spurði; alltaf var afi með svörin á hreinu. Þú kenndir mér svo margt, allt frá því að skipta um dekk yfir í að flagga fána. Þú varst alla tíð tilbúinn að taka mig með í alls konar verkefni, skemmtiferðir, gönguferðir í náttúrunni og að leita að fallegum steinum. Það var alltaf gaman að fara með þér í hesthúsið og þá sér- staklega þegar heyrúllurnar voru skornar í sundur og hey tekið inn í hús. Við barnabörnin vorum oft öll með í för og svo var farið heim til ömmu í kakó og vöfflur. Þegar ég var yngri varð alltaf að passa upp á að garðurinn heima væri eins og skrúðgarður og gekkst þú í öll verk þótt garð- urinn væri kannski meira fyrir ömmu. En útkoman varð góð sem sýndi sig í því að ferðamenn og aðrir tóku óteljandi myndir af garðinum. Nú finnst mér ég vera orðinn alveg týndur að geta ekki leitað til þín lengur. Þú varst skilnings- ríkasti maður sem ég veit um og þótt það væri ekkert sérstakt að frétta komstu alltaf með góða sögu um sjóinn, sveitina (og þá helst Suðursveit), vörubíla, Stokksnes eða frá vinnu þinni hjá bænum. Þú hafðir líka þann góða hæfileika að kunna að sitja í þögn án þess að það væri óþægilegt. Ég tel mig einstaklega hepp- inn að hafa átt 27 ár með þér, við áttum fallegt og einstakt sam- band sem er mér svo mikilvægt, þín er og verður sárt saknað en minning þín mun lifa um alla tíð í hjarta mínu. Elsku afi, besti vinur minn, ég segi bara eins við gerðum alltaf á kvöldin: Góða nótt og Guð geymi þig. Nú hefur það því miður gerst, að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær, afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman, á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár. Æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst. Að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt, hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann, afi minn góði sem ég ann. Í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt, svo við getum sofið vært og rótt. Hann mun ávallt okkur vernda, vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma, yfir okkur muntu sveima. En eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. Aðalsteinn Ingi Helgason. það erfa frá þér að uppskeran er þeirra sem umhyggju ber Oft stigum við dans um stofunnar gólf þau kvöld var gleðin við völd ferðalögin fórum við mörg leiddumst um landið með hönd í hönd Mitt happ var það að hafa þig hér svona lengi samferða mér Um lífsins mál ræddum við og gafstu mér þá auka byr Elsku pabbi, það er svo margs að minnast. Þú hefur alltaf verið mín stoð og stytta. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir Olga. Marga gullmola geymi ég um þær góðu stundir sem ég hef átt með þér Í útreiðatúrum lifðum við og slepptum taumnum er hún amma sá ei til Að rækta garð þú kenndir mér og drengirnir mínir ✝ Ingólfur Eyj-ólfsson fædd- ist11. október 1925 á Reynivöllum í Suðursveit. Hann lést 28. maí 2020. Foreldrar hans voru Eyjólfur Ingv- ar Runólfsson, f. 21. ágúst 1897 á Eskifirði, d. 25. desember 1991, og Matthildur Gísla- dóttir, f. 31. október 1889 á Kálfafelli í Suðursveit, d. 27. september 1975. Syskini Ingólfs voru Her- mann, f. 11. janúar 1916, d. 15. febrúar 2003, Olgeir, f. 13. nóv- ember 1928, d. 15. september 1961, og Hulda, f. 14. apríl 1931, d. 15. mars 1947. Ingólfur kvæntist Fjólu Raf- nkelsdóttur 1. október 1955. Foreldrar hennar voru Rafnkell Þorleifsson, f. 18. desember 1904, d. 7. mars 1992, og Aðal- Ingólfur flutti með foreldrum sínum á Höfn þegar hann var á fjórða ári. Foreldrar hans byggðu húsið Hlíð árið 1929 og fluttu í það sama ár. Hann fór oft til sumardvalar í Suðursveit strax frá sjö ára aldri m.a. hjá Eyjólfi Stefáns- syni á Kálfafelli og lét mjög vel af vistinni hjá honum. Hann var einnig hjá Hermanni bróður sín- um og Ólafi Gíslasyni móð- urbróður á Hestgerði. Ingólfur byrjaði í skútuvinnu fermingarárið sitt og var í henni tvær vertíðir og var í annari vinnu þegar hana var að fá, en á þeim tíma var ekki mikið um vinnu utan heimilis. Hann var í Bretavinnu þegar braggarnir voru byggðir í landi Hafnar. Hann fór til sjós þegar hann var 17 ára. Hann keypti sér vörubíl þegar hann var 22 ára sem hann átti hann í tvö ár. Ingólfur tók minna mótorvél- stjórapróf í Reykjavík árið 1948. Hann var vélstjóri hjá Borgey hf. 1948-1954, vélgæslumaður hjá Sameinuðum verktökum 1954-1958 á Stokksnesi þegar verið var að byggja ratsjárstöð- ina þar. Hann var verkstjóri hjá Hafnarhreppi 1961-1976. Hann vann við bílviðgerðir hjá varn- arliðinu á Stokksnesi 1976-1986 en síðustu ár starfsævi sinnar vann hann sem vélstjóri á dælu- skipinu Soffíu og hætti störfum sökum aldurs á 72 ári. Ingólfur og Fjóla byggðu húsið Hamar að Bogaslóð 15 á Höfn og fluttu þangað árið 1959 og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau byggðu sér sumarbústað í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þau hjónin voru samhent og sinntu saman í flestum áhugamálum sínum. Þau voru í skógrækt- arfélagi Austur-Skaftafellssýslu í árdaga þess. Þau stunduðu hestamennsku og Ingólfur átti enn tvo hesta, þótt hann væri fyrir nokkrum árum búinn að selja hesthúsið sitt sem hann byggði á Ægissíðu. Ingólfur missti marga sér ná- komna þar á meðal tvö syskini. Huldu þegar hún var aðeins 15 ára og Olgeir, en hann drukkn- aði í Helgaslysinu árið 1961 þá frá konu og þremur ungum börnum en þeir bræður voru miklir félagar. Þá missti Ing- ólfur einnig son sinn Aðalstein 17 ára að aldri. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 9. júní 2020, kl. 14. björg Guðmunds- dóttir f. 16. sept- ember 1902, d. 12. desember 1980. Ingólfur og Fjóla eignuðust þrjú börn. 1) Sævar Hrafnkell, kvæntur Ingibjörgu Ólafs- dóttur. Þau eiga fjórar dætur. a) Ragnheiður gift Gunnlaugi Rúnari Sigurðssyni og þau eiga synina Sævar Rafn, Sigurð og Þór. b) Fjóla gift Vigfúsi Ásbjörnssyni, þau eiga þrjá syni þá Ingólf, Ás- kel og Vilhelm. c) Aðalbjörg, maki hennar er Andreas Pisani. d) Ólöf Inga gift Magnúsi Frey Heimissyni og þau eiga börnin Hildi Björgu og Björn Búa. 2) Aðalsteinn, f. 1959, d. 15. maí 1976. 3) Olga Matthildur, sonur hennar er Aðalsteinn Ingi Helgason og unnusta hans er Eva K. Guðmundsóttir. Ingólfur Eyjólfsson Ástkær móðursystir okkar, ANNA PÁLÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á HSN á Sauðárkróki miðvikudaginn 3. júní. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 12. júní klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðu Sauðárkrókskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg í Skagafirði banki 0310-13-300424 kt. 570269-0389. Sigurður Sigfússon Stefanía Sigfúsdóttir Ingvi Þór Sigfússon og fjölskyldur þeirra Elskulegur eiginmaður minn, GISSUR ÞÓR SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Fífusundi 1, Hvammstanga, verður jarðsettur frá Hvammstangakirkju laugardaginn 13. júní klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Valgerður Árnadóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR KRISTJÁN INGIMUNDARSON skipstjóri, Mánatúni 4, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 7. júní. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 19. júní klukkan 15. Hafdís Ingimundardóttir Þórir B. Guðmundsson Ólöf Ingimundardóttir Þorvaldur G. Geirsson Ingimundur Þ. Ingimundars. Sigríður Á. Sigurðardóttir S. María Ingimundardóttir Friðgeir Halldórsson Þorvaldur Ingimundarson Rós Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.