Morgunblaðið - 09.06.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 09.06.2020, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Elsku amma Ásta. Ef til væri lýsing á fullkom- inni ömmu, þá er það amma Ásta. Amma Ásta gat gert allt sem ömmur eiga gera, bakað, eldað, prjónað og allra fremst elskað barnabörnin sín. Það voru allir velkomnir í mat eða kaffi, hvort sem það voru vinkonur okkar eða kannski einn páfagaukur. Sunnudagar voru ömmudagar en þá kom öll fjölskyldan saman í kaffi þar sem amma hafði bakað alls konar kræsingar. Skúffukakan, rækjusalatið og alvöru sand- kaka úr alvöru sandi er það sem við munum sakna að fá frá elsku ömmu Ástu. Í lok hverrar heimsóknar var maður leystur út með smágot- teríi úr búrinu eins og kara- mellusúkkulaðikúlum eða sleikjóum og fram á síðasta dag var alltaf til eitthvað smágott fyrir þau yngstu og passað að allir fengju örugglega einn ef ekki tvo mola fyrir brottför. Við erum svo lánsamar að Ásta Arnórsdóttir ✝ Ásta Arnórs-dóttir fæddist 17. apríl 1928. Hún lést 2. júní 2020. Útför Ástu fór 8. júní 2020. hafa erft hvor sinn hæfileikann frá ömmu, en Auður Björt erfði handa- vinnuna. Amma var alltaf með prjónana til staðar, sem mátti sjá um allt hús. Útsaum- aðar myndir og klukkustrengir sem héngu á veggjum, þrír ró- kókóstólar, púðar, dúkar og flíkur sem barnabarnabörnin hennar fá að nýta í framtíðinni. Seinasta jólagjöfin frá okkur systrum mun fá að fylgja henni áfram, en það er sjal sem Auð- ur Björt sérhannaði og prjónaði handa ömmu. Ásta Steina fékk svo bök- unargenin, sem byrjuðu reynd- ar á því að hún hringdi í ömmu sína og spurði hana hvernig ætti að búa til hafragraut, en í framhaldinu hefur hún bakað helstu kökurnar frá ömmu og gerir enn í dag. Eins erfitt og það er að kveðja þig erum við þakklátar að þú færð loks að hitta afa á ný. Við munum sakna þín en höldum í hæfileikana sem þú hefur gefið okkur og biðjum að heilsa afa. Þín barnabörn, Auður Björt og Ásta Steina. ✝ Grétar Guð-mundsson fædd- ist 3. desember 1944 á Kambi í Árnes- hreppi á Ströndum. Hann lést á Land- spítalanum 27. maí 2020. Eftirlifandi móðir Grétars er Marta Sæmundsdóttir, f. 1. apríl 1923. Faðir hans var Guð- mundur Ólafsson, f. 7. nóvember 1921, d. 2. janúar 1995. Systur Grétars sammæðra eru Ragn- hildur og Auður Einarsdætur en systkini hans samfeðra eru Val- gerður, Ólafur, Arnór, Magnús, Guðmundur og Sigurborg. Fyrri eiginkona Grétars var Ásdís H. Hafstað, f. 4. júlí 1952. Þau skildu. Eftirlifandi eiginkona Grét- 1) Arngunnur Ýr, f. 28. október 1962. Maki: Larry Andrews, f. 7. maí 1964. Börn: Daría Sól og Dyami. 2) Bryndís Halla, f. 19. nóvember 1964. Maki: Þórður Magnússon, f. 25. febrúar 1973. Börn: Gunnhildur Halla Carr, Arnaldur Gylfi, Breki, Kolfinna Þöll og Ísold Hekla. 3) Gunn- hildur Sif, f. 30.8. 1967, d. 26.11. 1987. 4) Baldur. Barn: Sif. 5) Yrsa Þöll, f. 25. ágúst 1982. Maki: Gunnar Theodór Eggerts- son, f. 9. janúar 1982. Börn: Þór- hildur Elín, Laufey Edda og Gylfi Þór. Grétar fæddist á Kambi í Ár- neshreppi en ólst upp í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Laugarvatni 1964 og nam svo læknisfræði við Háskóla Íslands. Árið 1980 lauk hann framhaldsnámi í tauga- lækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Hann hóf síðan störf við taugalækn- ingadeild Landspítalans sem hann helgaði nánast alla sína starfskrafta þar til hann lét af störfum á síðasta ári. Útförin fór fram í kyrrþey. ars er Þuríður Rúrí Jónsdóttir, f. 13. desember 1941. Grétar eign- aðist þrjár dætur: 1) Árdís, f. 3. maí 1972. Móðir: Sól- rún Björnsdóttir. Maki: Guðjón Sig- urður Arinbjarn- arson, f. 4. október 1967. Börn: Bóas, Grétar Ari og Jökull. Dætur Grétars og Ásdísar eru: 2) Áslaug Salka, f. 19. apríl 1974. Maki: Júlíus Fjeldsted, f. 3. júlí 1974. Börn: Logi Sigurjón, Freyr og Ásdís. 3) Tinna, f. 14. júní 1977. Maki: Einar G. Kvar- an, f. 6. júní 1975. Börn: Gunnar og Hjörtur. Stjúpbörn Grétars, börn Rúrí- ar og Gylfa Baldurssonar, eru: Mætur maður er fallinn frá, alltof snemma. Við sem höfum starfað með Grétari Guðmunds- syni taugalækni fyrst á tauga- lækningadeild Lsh og síðustu ár á göngudeild taugalækninga minn- umst Grétars með þakklæti í huga. Telja árin nú hátt í 30 síðan við þríeykið, þ.e. Jónínurnar tvær og Thea, hófum störf á taugalækningadeildinni og kynntumst Grétari. Hans viljum við minnast í nokkrum orðum og þakka fyrir frábært samstarf. Grétar var frábær læknir og mik- ið ljúfmenni. Hann var hógvær og auðmjúkur með rólegt yfirbragð og lét ekki mikið á sér bera. Hann var tryggur sjúklingum sínum og átti gott með að setja sig í spor þeirra sem þjáðust og hafði enda- laust tíma fyrir þá og aðstand- endur þeirra. Hann gaf veikum von og hafði óþrjótandi þolin- mæði til þess að reyna allt hvað hægt var að gera með lyfjabreyt- ingum eða öðrum úrræðum. Hann þreyttist ekki á að setjast endurtekið niður með skjólstæð- ingunum og fara yfir stöðuna. Grétar fylgdist vel með sínum skjólstæðingum og mætti iðulega eldsnemma inn á legudeildina til þess að líta eftir þeim sem hann hafði umsjón með. Grétar var snöggur í hreyfingum og grínuð- umst við oft með það að við hefð- um heyrt þytinn þegar lækna- sloppurinn flaksaðist til í þessum eftirlitsferðum, svo fljótur var hann. Grétar var algjör frum- kvöðull í teymisvinnu. Hann stofnaði MND-teymi Lsh og mót- aði það eftir erlendri fyrirmynd. Þetta var þverfaglegt teymi með níu mismunandi starfsstéttum og hafði hann einstakan hæfileika til að leyfa öðrum í teyminu að njóta sín og fara sínar leiðir í faginu þannig að besta útkoman væri sjúklingnum í hag. Grétar hafði mikinn hug á því að stofna Park- insonsteymi en aðstæður leyfðu það ekki. Hann hafði trú á hjúkrunarfræðingunum, hrósaði þeim og sýndi þeim alltaf stuðn- ing í krefjandi aðstæðum. Grétar hafði mikinn áhuga á útivist og áttum við þrjár því láni að fagna að fara með Grétari og mökum okkar í göngu um Sela- tangaveg. Hann var greinilega mjög fróður um svæðið, sem var afar fallegt. Til stóð að fara í fleiri gönguferðir með Grétari sem því miður aldrei varð af. Okkur lang- ar til þess að þakka Grétari fyrir frábært og farsælt samstarf og mun minning hans lifa í hjarta okkar sem vorum svo lánsöm að starfa með honum. Hjúkrunarfræðingar í göngu- deild taugalækninga votta Rúrí eiginkonu hans, dætrum hans, barnabörnum og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Jónína Hólmfríður Hafliðadóttir. Kveðja frá Taugalækna- félagi Íslands Það er traustvekjandi og gef- andi að kynnast samstarfsmönn- um sem leggja allan sinn metnað í að sinna sjúklingum sínum og láta sér annt um velferð þeirra. Grétar Guðmundson tauga- læknir var einn af þessum öðling- um. Hann lét lítið fyrir sér fara, var hógvær, fámáll og hlédrægur. Í fámennum hópi kom í ljós haf- sjór af fróðleik og visku sem ásamt húmor leyndist bak við hógværðina. Að loknu stúdentsprófi 1964, embættisprófi 1971, kandídatsári og læknisstörfum hér heima tók við sérnám í taugalækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi, elstu, stærstu og, að mati flestra, virtustu taugalækninga- deild Svíþjóðar. Þar starfaði hann frá 1976 til 1980 og öðlaðist breiðan klínískan grunn sem nýttist honum alla starfsævina. Hann hafði ávallt sérstakan áhuga á og lagði sig eftir að sinna sjúklingum með parkinsonsjúk- dóm og aðrar hreyfitruflanir. Eftir heimkomu tóku við störf við taugalækningadeild Land- spítalans, þar sem hann starfaði sleitulaust til ársins 2007 þegar veikindi vegna alvarlegs sjúk- dóms gerðu vart við sig. Þrátt fyrir veikindin sinnti Grétar áfram fullu starfi í mörg ár. Hann annaðist og leiðbeindi sjúklingum sínum fram til síðustu áramóta. Það sem einkenndi viðhorf Grétars var að sjúklingarnir voru ávallt í fyrirrúmi. Alvarlegir, erf- iðir, ólæknandi sjúkdómar sem reynast okkur sérfræðingum þungir í skauti voru engin hindr- un. Grétar stóð ávallt með sjúk- lingum sínum, ósérhlífinn og með einstakt vinnuþrek. Hann fór iðu- lega á taugdeildina um kvöld og helgar til að fylgjast með rann- sóknaniðurstöðum og líta til skjólstæðinga sinna. Það var því í samræmi við við- horf Grétars að hann stofnaði MND-teymið sem greinir og heldur utan um sjúklingahóp sem hafði nánast verið á vergangi fram að því. Teymið sinnir sjúk- lingum með hreyfitaugunga- hrörnun (motor neurone di- sease), alvarlegan ólæknandi sjúkdóm. Tilkoma teymisins gjörbreytti lífi þessara einstak- linga og jók lífsgæði þeirra. Grét- ar var í forsvari fyrir MND- teymið frá stofnun þess 1997 nán- ast samfellt til 2018, ávallt til staðar, með velferð sjúklinga sinna í fyrirrúmi. Þetta gerði hann fyrir utan þunga klíníska starfsbyrði sem hann aldrei nokkurn tímann kvartaði undan. Góðs vinar og vandaðs sam- starfsmanns verður minnst með hlýleika, þakklæti og söknuði. Taugalæknafélag Íslands vottar aðstandendum Grétars Guð- mundssonar innilega samúð. Fyrir hönd Taugalæknafélags Íslands, Guðrún Rósa Sigurðardóttir formaður. Grétar Guðmundsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTMUNDAR INGIMARSSONAR bifreiðastjóra sem lést á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Ásta Valsdóttir Helga Jóna Kristmundsd. Bjarni H. Halldórsson Valur Freyr Ástuson Karl Ingimar Vilhjálmsson Guðrún Kristmundsdóttir Elísabet Ingimarsdóttir Björgólfur Hávarðsson Vilhjálmur Ingimarsson Erla Ösp Ingvarsdóttir Kamilla Ásta Valsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæri STEFÁN H. JÓNSSON Gráhellu 6, pípulagningameistari og fyrrum bóndi Kálfhóli 1, lést á Landspítalanum 31. maí. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 13. júní klukkan 11. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Krabbameinsfélagsins. Bára Leifsdóttir Jón Gunnar Stefánsson Elín S. Gísladóttir Leifur Stefánsson Þóra Gylfadóttir Þórhildur U. Stefánsdóttir Jón Bogason barnabörn og barnabarnabörn ✝ VilhjálmurKnudsen fædd- ist á Bíldudal 14. maí 1944. Hann andaðist á Land- spítalanum Foss- vogi 14. maí 2020. Foreldrar hans voru Ósvaldur Knudsen, mál- arameistari og kvikmyndagerð- armaður, f. 19. okt. 1899, d. 13. mars 1975, og María H. Ólafsdóttir listmálari, f. 6. maí 1921, d. 24. júlí 1979. Hálf- systur Vilhjálms, sammæðra, eru Johanne Maria Jensen, f. 1953, og Valdis Elsebet Jensen, f. 1957. Hinn 18. nóv. 1973 kvæntist Eva Þórunn, f. 29. maí 2015. 3) Vilhjálmur Louis Knudsen, f. 15. nóv. 1984. Vilhjálmur ólst upp í Reykja- vík, til heimilis í Hellusundi 6a. Hann dvaldi í Kaupmannahöfn með móður sinni frá sex til tólf ára aldurs þar sem hún var í list- námi. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og stundaði síðar nám við London Film School. Vilhjálmur hóf snemma feril sinn við kvik- myndagerð og var aðeins þrett- án ára þegar hann hóf að kvik- mynda með föður sínum. Hann myndaði eldsumbrot á Íslandi og sýndi myndir þeirra feðga í sal í Hellusundi frá árinu 1974. Árið 2012 hlaut Vilhjálmur heiðursverðlaun Eddunnar fyrir framlag sitt til kvikmyndagerð- ar og ómetanlega söfnun og varðveislu heimildarmynda um íslenska náttúru og lifn- aðarhætti. Útför Vilhjálms fór fram frá Fossvogskapellu 25. maí 2020. Vilhjálmur Lynn Costello frá Phila- delphiu, f. 15. ágúst 1951. Foreldrar hennar voru Louis Costello og Elaine Gilbride Costello. Börn Vilhjálms og Lynn eru: 1) Ós- valdur Knudsen, f. 3. jan. 1974, maki Brynhildur Lilja Björnsdóttir, f. 22. des. 1977. Börn þeirra eru Alex- ander Óðinn, f. 5. apríl 2003, og Brynja Rán, f. 8. apríl 2007. 2) Elín Louise Knudsen, f. 24. des. 1976, maki Eiríkur Dór Jónsson, f. 14. apríl 1975. Börn þeirra eru Kristófer, f. 12. nóv. 2005, El- ísabet Unnur, f. 14. feb. 2012, og Fallinn er frá Vilhjálmur Knudsen kvikmyndagerðarmað- ur. Við bekkjarbræður Vilhjálms í 6-Z MR 1964 kynntumst honum fyrst í skólastofunni og svo betur í tómstundum, félagsstarfi og við íþróttaiðkun í leikfimisalnum. Eitt mark og svo í bað, sagði Valdimar Sveinbjörnsson kenn- ari, einn af frumkvöðlum hand- boltans á Íslandi. Við reyndum að stökkva yfir hest og taka glímutökin undir stjórn allra þriggja leikfimikennara Mennta- skólans. Árangurinn var rétt í meðallagi því handboltinn átti hug okkar allan. Zetuliðar töldu sig eiga gott handboltalið og kepptu við aðra bekki MR. Vilhjálmur, sem jafn- an var yfirvegaður og drengileg- ur í framkomu, tók að sér mark- vörzlu liðsins og reyndist vel þegar mikið lá við. Svo fór að Zetan varð sigurvegari skóla- mótsins 1963. Markvarzlan var frábær sagði skólablaðið í pistli íþróttafélagsins. Flestir liðs- menn fengu þá sína fyrstu og kannski einu gullmedalíu. Vil- hjálmur lék líka með Fram á gamla Hálogalandi. Hann stóð í marki þegar íslenzku meistar- arnir unnu þá norsku. Markmað- urinn fékk góða dóma íþrótta- fréttamanns Vísis 24. apríl 1964 skömmu fyrir stúdentsprófið í MR, þá aðeins 19 ára. Hinn efnilegi handboltamark- maður valdi sér þó aðra frama- braut en áhugi hans á kvik- myndagerð varð boltanum yfirsterkari. Í kvikmyndagerð varð hann afreksmaður ásamt Ósvaldi Knudsen föður sínum. Þolinmæði, elja og listræn tök á viðfangsefninu voru aðalsmerki þeirra feðga og hafa þeir hlotið mikla viðurkenningu hér heima sem erlendis fyrir störf sín. Vil- hjálmur var jafnframt ötull ljós- myndari og tók hann ævinlega ljósmyndir þegar bekkjarbræður komu saman af ýmsu tilefni utan skóla. Þær myndir verða seint ofmetnar sem heimildir um fé- lagslíf okkar og margvísleg uppátæki á skólaárunum. Bekkjarbræðrum í 6-Z 64 er ljúft að minnast kvikmyndar Vil- hjálms sem hann gerði á náms- árum sínum erlendis í kvik- myndagerð. Hann átti nokkra kvikmyndabúta frá mennta- skólaárunum og bætti svo um betur með leiknum þáttum okkar bekkjarbræðranna. Hann skeytti síðan myndbútana saman í her- bergi sínu í London og hljóðsetti. Loks sendi hann verkið heim í Hellusund. Það kom í hlut tveggja Zetuliða að horfa á kvik- myndina í myndveri og semja texta og veitti Ósvaldur leiðsögn um framsögn. Þetta var mikið ævintýri fyrir rúmri hálfri öld. Kvikmyndin Zetan þykir ein- stök heimild um félagslífið í MR á þessum árum, tolleringar, akstur á heyvögnum um borgina á leið í upplestrarfrí o.fl. Fræðslumyndasafnið eignaðist fyrstu útgáfu myndarinnar sem talin var á þeim tíma athyglis- vert byrjandaverk. Við bekkjarfélagar minnumst Vilhjálms með hlýhug og vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Gunnar S. Óskarsson, Jón Guðmundsson og Tómas Tómasson. Vilhjálmur Knudsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.