Morgunblaðið - 09.06.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.2020, Blaðsíða 27
SPÁIN 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valsmenn verða Íslandsmeistarar í knattspyrnu í karlaflokki og Breiða- blikskonur í kvennaflokki, sam- kvæmt spá sérfræðinga Árvakurs fyrir Íslandsmótið 2020. Karlalið KR og kvennalið Vals ná því ekki að verja Íslandsmeistaratitlana frá árinu 2019 ef spárnar ganga eftir. Alls tóku 30 sérfræðingar frá Morgunblaðinu, mbl.is og K100 þátt í spánni og nákvæma niðurstöðu í töl- um má sjá í römmunum sem fylgja þessari grein.  Valsmenn þykja afar líklegir til að endurheimta titilinn í karlaflokki en þeir urðu meistarar 2017 og 2018. Á síðasta tímabili gekk hinsvegar nán- ast allt á afturfótunum á Hlíðarenda og liðið sem margir töldu að yrði ekki í vandræðum með að innbyrða þriðja meistaratitilinn í röð hafnaði í sjötta sæti. Valsmenn, sem nú eru komnir með Heimi Guðjónsson við stjórnvölinn, eru í efsta sæti hjá 14 af þeim 29 sem spáðu um lokastöðuna í Pepsi Max- deild karla og aðeins fjórir töldu að þeir yrðu neðar en í þriðja sæti.  Breiðablik verður enn og aftur í 2. sæti, þriðja árið í röð og í fjórða sinn á sex árum, ef spáin gengur eftir. Óskar Hrafn Þorvaldsson þreytir frumraun sína sem þjálfari í efstu deild og sjö sérfræðinganna spáðu hans liði meistaratitlinum en alls 20 töldu að Blikar yrðu í einu þriggja efstu sætanna.  KR ver ekki titilinn en verður skammt á eftir Blikum í þriðja sæti. Sjö spáðu þó Rúnari Kristinssyni og hans mönnum meistaratitlinum en ellefu töldu að meistararnir yrðu ekki á meðal þriggja efstu og einn spáði þeim falli.  FH verður í fjórða sæti samkvæmt þessu en enginn spáði Hafnfirðingum titlinum og aðeins fjórir töldu þá ná öðru sætinu. Flestir reikna með að Ólafur H. Kristjánsson verði með þá í fjórða til sjötta sæti deildarinnar.  Stjarnan verður í fimmta sæti, rétt á eftir FH. Enginn reiknar með titli í Garðabæinn en þrír spáðu liðinu öðru sæti. Langflestir búast við því að Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson verði með liðið í fimmta eða sjötta sæti.  Víkingar eru í sjötta sæti, rétt á eftir Stjörnunni. Langflestir spá þeim fimmta til sjötta sæti, einn spáði þó að Arnar Gunnlaugsson myndi vinna meistaratitilinn með Víkingum, sex spáðu þeim öðru og þriðja sæti, og aðeins einn taldi að Víkingar myndu enda neðri hluta deildarinnar.  KA er óralangt á eftir Víkingi í 7. sætinu og langflestir virðast reikna með því að Akureyrarliðið með Óla Stefán Flóventsson við stjórnvölinn verði best í neðri helmingi deild- arinnar. Enginn spáir KA falli.  Fylkir nær 8. sætinu naumlega Engin titilvörn á þessu ári  Valsmenn ná meistaratitlinum af KR í karlaflokki og Blikar verða enn og aftur í öðru sæti  Breiðablik skákar Val í kvennaflokki og Selfoss í þriðja sæti Morgunblaðið/Eggert Meistarar? Valsmenn unnu Íslandsmót karla 2017 og 2018 og þykja sigurstranglegir á þessu ári. samkvæmt spánni. Enginn setur Árbæingana, sem Atli Sveinn Þór- arinsson og Ólafur Stígsson þjálfa, of- ar en í sjöunda sæti og fjórir spá Fylkismönnum falli.  Skagamenn eru í 9. sæti, einu stigi á eftir Fylki og eru með nánast sams- konar útkomu. ÍA, undir stjórn Jó- hannesar Karls Guðjónssonar, er hvergi ofar en í 7. sæti og tveir spá því að Skagamenn falli úr deildinni.  HK heldur velli í 10. sætinu ef spá- in gengur eftir en flestir reikna með erfiðri fallbaráttu Kópavogsliðsins þar sem Brynjar Björn Gunnarsson þjálfar áfram. HK er best spáð 7. sætinu en sex telja að liðið falli úr deildinni.  Grótta endar í 11. sæti á fyrsta ári sínu í efstu deild og fellur en verður sterkari nýliðinn í deildinni ef spáin gengur eftir. Ágúst Þór Gylfason þjálfar Gróttu sem er þó spáð 4. sæti af einum sérfræðingi og tólf hafa trú á að Seltirningar geti haldið sér í deildinni.  Fjölni er spáð 12. og neðsta sætinu en aðeins einn sérfræðingur af 29 tel- ur að Ásmundur Arnarsson nái að halda Grafarvogsliðinu í deildinni. Sextán telja að Fjölnir hafni í botn- sætinu. Meirihluti spáir Blikum meistaratitlinum  Breiðablik snýr við blaðinu og verð- ur Íslandsmeistari kvenna í þriðja sinn á sex árum undir stjórn Þor- steins Halldórssonar, ef spá 24 sér- fræðinga okkar gengur eftir. Fjórtán þeirra reikna með sigri Kópavogsliðs- ins og aðeins þrír telja að það verði ekki annað tveggja efstu liðanna.  Valur, sem á titil að verja undir stjórn Péturs Péturssonar, er þó að- eins níu stigum á eftir Blikum í spánni. Sex spá Valskonum meist- aratitlinum og átján telja að þær verði í öðru tveggja efstu sætanna.  Selfoss verður samkvæmt spánni eina liðið sem fylgir Blikum og Val eftir en Alfreð Elías Jóhannsson og hans stúlkur eru ekki langt undan í þriðja sætinu og þrír spá þeim meist- aratitlinum. Enginn gerir ráð fyrir að bikarmeistararnir verði neðar en í fjórða sæti.  Fylkir nær fjórða sætinu eftir jafna miðjubaráttu og einn sérfræð- ingur spáir því að Kjartan Stef- ánsson innbyrði meistaratitilinn með Árbæjarliðinu. Fylkir er þó það lið sem flestir áttu erfiðast með að stað- setja og m.a. spáðu tveir því falli.  Stjarnan, með Kristján Guð- mundsson við stjórnvölinn, heldur fimmta sætinu og nánast allir telja að liðið verði á þeim slóðum. Tveir spá því þriðja sæti og einn áttunda sæt- inu.  KR, undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar, er í sjötta sæti og er spáð þægilegri miðjusiglingu af nær öllum. Tveir spá þó KR falli en einn að Vesturbæingar nái þriðja sætinu.  Þór/KA verður í sjöunda sæti, með Andra Hjörvar Albertsson við stjórn- völinn. Tveir spáðu þó Akureyrar- liðinu þriðja sæti en flestir búast við því í 7. til 8. sæti og tveir spá Þór/KA falli úr deildinni.  FH heldur velli í deildinni og nær 8. sætinu ef spáin gengur eftir. Nýlið- arnir, með Guðna Eiríksson sem þjálfara, voru settir í 5. sætið af tveimur en annars af flestum í eitt þriggja neðstu sætanna og 12 af 24 spáðu FH falli.  ÍBV fellur eftir harðan slag við FH, samkvæmt spánni. Enginn spáir Eyjakonum, undir stjórn Andra Ólafssonar, ofar en sjötta sæti og níu spá þeim falli úr deildinni.  Þróttur hafnar á botninum en að- eins þrír af 24 spá því að nýliðarnir úr Laugardalnum, undir stjórn Niks Chamberlains, haldi sér í deildinni. Morgunblaðið/Hari Meistarar? Breiðablik vann bæði deild og bikar árið 2018 en missti af báðum titlunum í fyrra. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Ég hef sjaldan verið jafn spenntur fyrir fótboltasumrinu og nákvæmlega núna. Tímabilið byrjaði að rúlla eftir allt of langt hlé um síðustu helgi þegar Meistarakeppni karla og kvenna fór fram. Spár eru alltaf til gam- ans gerðar en engu að síður er oftast eitthvað sem býr að baki þeim. Það er sérstaklega erfitt að spá fyrir um efstu deildirnar í ár enda hefur maður ekki séð meirihluta liðanna spila í nokkra mánuði enda ekki verið spilaður fótbolti hér af landi, af viti, síðan í mars. Í karlaflokki eru nokkur lið sem ætla sér Íslandsmeistara- titilinn eins og alltaf. Það er hins vegar þannig í ár í fyrsta sinn í langan tíma, að mínu mati í það minnsta, að nokkur lið eiga al- vöru möguleika á því að verða meistarar. Þrjú þeirra eru í Reykjavík og þrjú á höfuðborg- arsvæðinu en öll eiga liðin það sameiginlegt að væntingarnar þar á bæ eru ansi miklar. Það mun skipta sköpum í ár hvernig liðin mæta til leiks og byrja mót- ið því góð byrjun gæti ráðið úr- slitum í ár. Í kvennaflokki má líka búast við mikilli spennu, líkt og í fyrra, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni. Breiðablik og Valur háðu þá harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en að lokum voru það Valskonur sem höfðu betur. Í ár gera fleiri lið til- kall til þess að verða Íslands- meistarar að mínu mati, eitt þeirra er á landsbyggðinni, og því fylgir alltaf ákveðin fegurð. Ég hef fylgst mjög vel með ís- lensku efstu deildunum undan- farin 20 ár en í fyrsta sinn er ég í talsverðum vandræðum með að átta mig á styrkleika liðanna. Það er erfitt að spá fyrir um úr- slit sumarsins og íþróttaveislan mun svo halda áfram í haust þegar handboltinn og körfubolt- inn byrja að rúlla líka, samhliða fótboltanum, út október í það minnsta. Í dag er gaman að vera íþróttafréttamaður og það eru bjartir tímar fram undan. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og liðsfélagar hans í ítalska C-deildarliðinu Padova munu að öllum líkindum fá úr því skorið á næstu dögum hvernig ljúka skuli tímabilinu. Samkvæmt fréttum Gazetta Di Reggio munu Reggina, Monza og Vicenza fara upp um deild og þá er eitt sæti eftir í b-deild að ári. Sigurvegari umspils mun fá sætið en ekki er ljóst hversu mörg lið komast í umspilið. Padova er í 6. sæti B-riðils C-deildar og óljóst hvort það dugi til að komast í umspil. Nánar á mbl.is. sport@mbl.is Emil þarf að bíða frekari frétta Morgunblaðið/Árni Sæberg Bið Emil Hallfreðsson bíður átekta og æfir í Hafnarfirðinum. Ekki er sömu úrræðum beitt hjá konum og körlum í knattspyrnu- heiminum varðandi keppnis- tímabilið 2019-2020. Ítalska knatt- spyrnusambandið tilkynnti í gær að keppni í efstu deild kvenna hefði verið aflýst en þar lék Berglind Björg Þorvaldsdóttir um tíma í vet- ur með AC Mílanó. Áður hafði verið tilkynnt að efsta deild karla myndi hefjast 20. júní og er því það sama uppi á teningnum og í Portúgal þar sem liðin í efstu deild karla munu útkljá málin en kvennadeildinni af- lýst. Þar leikur Cloé Lacasse. Keppni aflýst í efstu deild Ljósmynd/@acmilan Ítalía Berglind Björg Þorvalds- dóttir fagnar marki í Mílanó. Niðurstaðan í spá Árvakurs fyrir Pepsi Max-deild karla 2020: 1 – Valur ............................ 322 2 – Breiðablik.................... 292 3 – KR................................. 285 4 – FH................................. 256 5 – Stjarnan ....................... 246 6 – Víkingur R................... 237 7 – KA................................. 155 8 – Fylkir ........................... 126 9 – ÍA .................................. 125 10 – HK ................................ 108 11 – Grótta............................. 67 12 – Fjölnir ............................ 43  Atkvæði greiddu 29 sér- fræðingar frá Morgunblaðinu, mbl.is og K100. Gefin eru 12 stig fyrir efsta sæti, 11 fyrir annað sæti o.s.frv. Spáin 2020 Karlar Niðurstaðan í spá Árvakurs fyrir Pepsi Max-deild kvenna 2020: 1 – Breiðablik.................... 226 2 – Valur ............................ 215 3 – Selfoss .......................... 197 4 – Fylkir ........................... 135 5 – Stjarnan ....................... 132 6 – KR................................. 125 7 – Þór/KA ........................ 118 8 – FH................................... 70 9 – ÍBV ................................. 67 10 – Þróttur R. ...................... 35  Atkvæði greiddu 24 sér- fræðingar frá Morgunblaðinu, mbl.is og K100. Gefin eru 10 stig fyrir efsta sæti, 9 fyrir annað sæti o.s.frv. Konur Mjólkurbikar kvenna 1. umferð: Afturelding – HK ..................................... 3:0 Fjölnir – Augnablik.................................. 0:5 Grótta – Víkingur R ................................. 3:5 Fram – Grindavík..................................... 0:5 Í 2. umferð mætast: 13.6. ÍR – ÍA 13.6. Tindastóll – Völsungur 13.6. Fjarð/Hött/Leiknir – Sindri 14.6. Keflavík – Afturelding 14.6. Haukar – Víkingur R. 14.6. Augnablik – Grindavík  Sigurliðin fara í 16-liða úrslit ásamt lið- um Pepsi Max-deildar kvenna. Mjólkurbikar karla 1. umferð: ÍH – Berserkir.......................................... 3:1 Í 2. umferð mætast: 12.6. Kórdrengir – Hamar 12.6. Ýmir – ÍR 12.6. Keflavík – Björninn 12.6. Leiknir R. – Kári 12.6. Völsungur – Þór 12.6. Hvíti riddarinn – Selfoss 13.6. Tindastóll – Samherjar 13.6. KF – Magni 13.6. KFG – Afturelding 13.6. Stokkseyri – Reynir S. 13.6. Þróttur R. – Vestri 13.6. Vængir Júpíters – Víðir 13.6. Haukar – Fram 13.6. Leiknir F. – Einherji 13.6. ÍH – GG 13.6. Grindavík – ÍBV 13.6. Þróttur V. – Víkingur Ó. 14.6. Njarðvík – Árborg 14.6. Mídas – SR 14.6. Höttur/Huginn – Fjarðabyggð  Sigurliðin fara í 32ja liða úrslit ásamt lið- unum í Pepsi Max-deild karla. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.