Morgunblaðið - 10.06.2020, Side 1

Morgunblaðið - 10.06.2020, Side 1
Morgunblaðið/Hari MAX Icelandair vill losna undan kaupskyldu á tegundinni frá Boeing. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Meðal þess sem stjórnendur Ice- landair Group skoða nú af fullri al- vöru er hvort mögulegt sé að kom- ast undan kaupskyldu á þeim 10 Boeing 737-MAX-flugvélum sem fé- lagið á pantaðar hjá flugvélafram- leiðandanum en ekki hafa verið af- hentar. Nú þegar hefur félagið veitt viðtöku sex vélum sem kyrrsettar hafa verið frá því í mars í fyrra. Líkt og greint var frá í Viðskipta- Mogganum í liðnum mánuði tryggja samningar Icelandair við Boeing að félagið er ekki bundið af því að veita viðtöku þeim þremur vélum sem félagið átti að fá afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2019. Hins veg- ar virðast stjórnendur félagsins nú telja að þeir hafi gilda ástæðu til þess að ganga út úr samningunum um þær sjö vélar sem afhenda átti í ár og á næsta ári. Heimildir Morgunblaðsins herma að Icelandair telji vænlegra á þess- um tímapunkti að notast áfram við 757-200-vélar og lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þær séu hagkvæm- ar í rekstri meðan eldsneytisverð helst jafn lágt og verið hefur und- anfarnar vikur. Með því myndi fjár- mögnunarkostnaður félagsins minnka til muna en listaverð á Bo- eing 737-MAX-vélum frá verksmiðj- unum er í kringum 16 milljarðar króna. Í fyrirhuguðu útboði Ice- landair þar sem ætlunin er að afla allt að 200 milljóna dollara í nýju hlutafé er gengið út frá því að PAR Capital Management, annar stærsti hluthafi félagsins, muni ekki taka þátt og að hlutur sjóðsins verði óverulegur að útboði loknu. Vilja losna við 10 MAX-vélar  Ekki er talið að PAR Capital komi með meiri fjármuni inn í Icelandair Group Framkvæmdir standa nú yfir við breikkun Reykjanesbrautar á 3,2 kílómetra kafla í Hafnarfirði. Í gær var umferð beint yfir á ný- lagðan vegarkafla svo hægt væri að endur- bæta þann eldri á móts við íþróttasvæði Hauka á Ásvöllum. Áætlað var að breikkun Reykjanesbraut- arinnar á þessum kafla lyki 1. nóvember en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni gæti það tafist um tvær vikur eða svo. Ástæð- an er sú að flókið reyndist að eiga við jarð- vegslagnir. Ístak sér um framkvæmdina. Umferð um Reykjanesbraut beint á nýja veginn Morgunblaðið/Árni Sæberg M I Ð V I K U D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  135. tölublað  108. árgangur  EINSTÖK UPP- LIFUN Á SUÐUR- LANDI Í SUMAR GLEÐIN ALLSRÁÐANDI SÓTTU FRAM Á NETINU Í FARALDRINUM BRÚÐUBÍLLINN 25 VIÐSKIPTAMOGGINNFERÐABLAÐ 16 SÍÐUR Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Gera má ráð fyrir að landsmenn ráðstafi um 3-4 milljörðum króna ár hvert á veðmálasíðum erlendis. Sökum þessa verður íslensk íþróttahreyfing árlega af um 600 milljónum króna. Þetta segir Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. Félagið er í eigu íslenskra íþróttafélaga og rennur allur ágóði þess beint til hreyfingarinnar. Nemur árlegt framlag þess nú um 120 milljónum króna, en að sögn Péturs myndi það ríflega fimmfaldast ef fram- angreind verðmæti héldust innan- lands. „Ef stjórnvöld myndu koma í veg fyrir starfsemi ólöglegra er- lendra vefsíðna og tippað væri hjá Íslenskum getraunum þá værum við að tala um kannski 600 milljónir aukalega inn í íþróttahreyfinguna árlega. Það er um fimmfalt meira en við leggjum nú þegar inn í hreyfinguna,“ segir Pétur sem kveðst hafa áhyggjur af vinsældum ólöglegra erlendra veðmálasíðna. Hafa vinsældir slíkra vefsíðna aukist umtalsvert síðustu ár og ljóst er að íþróttahreyfingin hefur af þeim sökum orðið af milljörðum króna undanfarin ár. 600 milljónir tapast árlega  Íþróttafélög hafa orðið af milljörðum króna vegna vinsælda erlendra veðmálasíðna M Íþróttafélögin missa milljarða »4 „Þetta eru áföll sem bændur þurfa að takast á við og ekkert annað í boði en að halda áfram og leita eftir hey- feng annars staðar í sumar,“ segir Ævar Marinósson, bóndi í Tungu- seli, innsta býlinu á Langanesi. Tún hans koma mjög illa undan vetri og segir Ævar að hátt í 90 prósent þeirra séu svo kalin að þau megi heita ónýt. Svipuð staða er á bænum Syðra- Álandi í Þistilfirði og líklega fleiri bæjum. Segir bóndinn þar, Ólafur Birgir Vigfússon, að þeir bændurnir skoði nú í sameiningu möguleika á landnýtingu annars staðar því þeirra tún séu nánast gagnslaus þetta sumar. »6 Túnin eru nær ónýt  Mesta kal í áratugi  Áföll fyrir bændur Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Kal Tún Ævars Marinóssonar í Tunguseli koma illa undan vetri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.