Morgunblaðið - 10.06.2020, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÁkvörðunNorður-Kór-
eumanna, sem til-
kynnt var um í gær-
morgun, um að
hætta öllum sam-
skiptum við Suður-
Kóreu, er einungis enn eitt
óheillamerkið um þróunina á
Kóreuskaga. Í þessu samhengi er
athyglisvert að á morgun verða
liðin tvö ár frá því að Donald
Trump Bandaríkjaforseti og Kim
Jong-un, einræðisherra Norður-
Kóreu, hittust í fyrsta sinn á
sögulegum fundi og hétu því að
miða að afvopnun Kóreuskagans
og að draga úr spennu milli
ríkjanna.
Fátt eimir eftir af þeim vonar-
neista, hvað þá að einhver von sé
til þess enn að einræðisstjórnin í
Norður-Kóreu láti kjarnorku-
vopn sín af hendi. Nær engar við-
ræður hafa farið fram milli
Bandaríkjanna og Norður-Kóreu
síðan síðasti leiðtogafundur
Trumps og Kim í Hanoi fór út um
þúfur, og ekkert útlit er um við-
ræður.
Þá má telja líklegt að ákvörð-
unin tengist því að systir Kims
Jong-un, Kim Yo-jong, er nú rís-
andi stjarna innan norðurkóreska
kommúnistaflokksins, og líklegur
eftirmaður hans, falli hann frá.
Kim Yo-jong er sögð bera ábyrgð-
ina á samskiptaleysinu nú, en hún
kvartaði hástöfum í síðustu viku
undan bæklingum sem reglulega
væru sendir með loftbelgjum yfir
landamærin við
Suður-Kóreu, en í
þeim eru tíunduð
mannréttindabrot
ógnarstjórnar Kim-
fjölskyldunnar.
Þessi iðja, sem
flóttamenn frá
norðri hafa einkum staðið á bak
við til að upplýsa kúgaða landa
sína, hefur lengi verið við lýði, en
suðurkóresk stjórnvöld hétu því
eftir kvartanirnar í síðustu viku
að þau vildu binda enda á hana.
Slík undanlátssemi við harð-
stjórnina er ekki til fyrirmyndar
og sendir mjög röng skilaboð.
Nú, þegar Norður-Kóreumenn
eru fallnir aftur í sama farið og
fyrir 2018, virðist ljóst að til lítils
sé að reyna að hefja viðræður við
þá á ný án þess að nokkur annar
hvati komi til. Það flækir hins
vegar stöðuna mjög að ríki ör-
yggisráðs SÞ virðast ekki lengur
samstiga um hvaða refsiaðgerðir
eigi að beita Norður-Kóreu vegna
kjarnorkuvopna, og vaknar þá
spurningin hvaðan sá hvati eigi
að koma.
Líklegt er að enginn árangur
náist í samskiptunum við Norður-
Kóreu nema full festa verði sýnd
áfram, samhliða því að reynt
verði að koma upplýsingum til al-
mennings í Norður-Kóreu í þeirri
von að það geri stjórnvöldum erf-
iðara fyrir að stjórna með blekk-
ingum og lygum. Þetta getur
vissulega tekið tíma, en hvaða
önnur leið er líklegri til árang-
urs?
Norður-Kóreumenn
virðast ekki ætla að
skipta um kúrs og
þurfa að mæta festu}
Vonarneistinn kulnaður
Síðustu 10 árinhafa tvö mikil
áföll dunið yfir
drjúgan hluta heims-
byggðar og ekki síst
farið sérlega illa með
margar þjóðir í hin-
um vestræna heimi.
Það fyrra var banka-
áfallið fyrir rúmum
áratug sem sumum mörlanda
hentar að láta eins og hafi verið
séríslenskt fyrirbæri. Hitt var
kórónuveiran sem sigldi fyrir full-
um seglum og sýndist ósigrandi
en reyndist ekki vera það.
Ýmsir hafa réttlætt Evrópu-
sambandið með fullyrðingum um
að heimurinn sé orðinn svo flók-
inn og snúinn að ríkin á því svæði
þar sem ESB er fyrirferðarmikið,
ráði ekki lengur við að bregðast
við stærri málefnum. En nú blasir
við öllum að búrókratar sam-
bandsins voru til trafala í báðum
málum, uns þjóðirnar sópuðu
þeim til hliðar og fóru sínu fram.
Því miður höfðu margar þjóðir á
þeim klafa hikað við í byrjun og
beðið leiðsagnar ESB sem kom
aldrei. Dýrmætur tími fór því í
súginn. Það hjálpaði ekki að Al-
þjóðlega heilbrigðsstofnunin,
WHO, sem er mikill peninga-
gleypir á vegum SÞ, dró lappir
sínar af annarlegum ástæðum, því
að byltingarmarxistinn sem sett-
ur var yfir þessa risastofnun taldi
brýnast að bregða
skildi yfir hug-
sjónabræður sína í
austri.
Töluverð umræða
á sér stað innan
sambandsins um
hverjar afleiðingar
aumingjadóms þess
í síðara stórmálinu
verði.
Forsætisráðherra Bæverja,
Markus Söder, lýsti nýlega veru-
legum áhyggjum sínum yfir
kraumandi reiði á Ítalíu vegna
meintra svika ESB við þetta
stofnríki sitt á ögurstundu, þegar
Ítalía fékk ekki við neitt ráðið í
upphafi faraldurs af völdum kór-
ónuveiru. Söder minnti á að Bret-
land væri í raun farið úr ESB og
stífni og mistök búrókrata í
Brussel í samningaviðræðum
ættu nokkra sök á því. Yrði niður-
staðan sú að Ítalía færi að for-
dæmi Breta þá teldi hann að for-
sendur fyrir ESB í núverandi
mynd væru í rauninni brostnar.
Það er vissulega rétt að kann-
anir sýna að andstaða Ítala við
veru í ESB hefur aukist verulega.
En Ítalía er í laskaðri stöðu bæði
móralskt og fjárhagslega og það
er alls ekki víst að landið telji sig
hafa afl eða getu til að rífa sig
laust úr þeim félagsskap sem
meirihluti þjóðarinnar er orðinn
svo ókátur með.
Það er óvenjulegt af
þýskum leiðtoga, en
þeir gæta jafnan
fyllsta stjórnmála-
legs rétttrúnaðar, að
tjá sig svona}
Þýskur leiðtogi ræðir veikleika
Þ
að var mjög ánægjulegt að fá nýver-
ið fréttir þess efnis að réttindi
barna séu hvergi betur tryggð í
heiminum en á Íslandi. Það er
niðurstaða KidsRights index, sem
er mælikvarði á það hvernig aðildarríki Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna virða réttindi
barna. Þetta er annað árið í röð sem Ísland
vermir toppsæti listans. Við verðum hins vegar
að passa okkur á því að sofna ekki á verðinum
heldur halda áfram að hlúa að börnum og um-
hverfi þeirra. Til þess að halda áfram að vera
efst á listum af þessum toga þurfum við að vinna
að því markvisst.
Við höfum nú sett drög að stefnu um Barn-
vænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna, í samráðsgátt stjórn-
valda þar sem almenningur getur komið á
framfæri ábendingum og tillögum. Það er fagn-
aðarefni að geta kynnt þessi frumvarpsdrög opinberlega.
Ein ástæða þess að ég vildi verða barnamálaráðherra var að
ég vildi gera stórtækar breytingar í málefnum barna og
fjölskyldna og er stefnan hluti af þeirri vinnu sem hefur far-
ið fram undanfarin ár við að endurskoða og efla þjónustu og
stuðning við börn og fjölskyldur.
Við mótun stefnunnar var áhersla lögð á að hagsmunir
barna yrðu ávallt hafðir í fyrirrúmi og að við stefnumótun í
málaflokknum væri mótuð heildarsýn, sem tæki mið af
sjónarhorni allra aðila sem koma að málefnum barna og
fjölskyldna, ekki síst barnanna sjálfra.
Markmið stefnunnar er að innleiða verklag
og ferla sem tryggja jafnræði og markvissa
þátttöku barna og ungmenna innan stjórnsýsl-
unnar, aukið samstarf milli opinberra aðila með
velferð barna að leiðarljósi, tryggja markvisst
verklag við hagsmunamat út frá réttindum og
velferð barna, auk heildstæðrar framkvæmdar
réttinda barna. Smíðuð verður aðgerðaáætlun
þar sem tillögurnar verða útfærðar nánar, skýr
rammi settur utan um framkvæmd aðgerða,
með tímasettum, kostnaðarmetnum og afmörk-
uðum markmiðum. Stefnt er að birtingu að-
gerðaáætlunarinnar undir árslok 2020.
Tillögurnar sem kynntar eru í stefnunni
varða alla aðila er fara með stefnumótun, fram-
kvæmdaaðila þjónustu og aðra aðila sem taka
ákvarðanir er varða börn, hvort sem er innan
ráðuneyta, stofnana eða sveitarfélaga.
Það er mikið fagnaðarefni að stefnan um
Barnvænt Ísland sé nú komin í samráðsgáttina. Stefnan er
mikilvægur áfangi í þeirri góðu vinnu sem nú er unnin í mál-
efnum barna en við erum að gera miklar breytingar í mál-
efnum barna og fjölskyldna, þar sem markmiðið er að gera
Ísland að enn betri stað fyrir börn.
Stefnan verður í samráðsgátt stjórnvalda til og með 26.
júní nk. og ég hvet alla til að kynna sér stefnuna, koma á
framfæri ábendingum og tillögum og taka áfram þátt í að
móta framtíðina fyrir börnin okkar!
Ásmundur
Einar
Daðason
Pistill
Börn í forgang
Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Smitsjúkdómar meðal barnahér á landi virðast hafasnarminnkað á tímum kór-ónuveirufaraldursins ef
marka má fjölda greindra tilfella af
öndunarfærasýkingum hjá fjögurra
ára börnum og yngri frá því um
miðjan mars og fram eftir maí-
mánuði. Notkun sýklalyfja skrapp
að sama skapi mikið saman.
Um tíma minnkaði tíðni
öndunarfærasýkinga allt niður í um
20% af meðaltíðni slíkra sýkinga
meðal barna eins og hún hefur jafn-
an verið á umliðnum fimm árum.
Þetta má lesa út úr grein eftir Védísi
Helgu Eiríksdóttur, Agnesi Gísla-
dóttur og Guðrúnu Aspelund um
smitsjúkdóma og sýklalyfjanotkun
barna á tímum faraldursins, sem
birt er í Talnabrunni Landlæknis-
embættisins sem kom út í gær.
Fram kemur að öndunarfæra-
sýkingar eru algengastar hjá börn-
um og sýkjast þau að meðaltali sex
til átta sinnum á ári á meðan full-
orðnir einstaklingar sýkjast að jafn-
aði tvisvar á ári. Á þessu varð mikil
breyting á tímum faraldursins og
takmarkana á leikskólahaldi. Höf-
undarnir greina tíðni öndunarfæra-
sýkinga í börnum sem eru fjögurra
ára og yngri eftir vikum og var þró-
un sýkinga á fyrstu tíu vikum ársins
svipuð því sem verið hefur á umliðn-
um árum. „Í viku 12, sem jafnframt
var fyrsta vikan með takmörkun á
leikskólahaldi, var tíðni öndunar-
færasýkinga um 65% af meðaltíðni
áranna 2015-2019. Í viku 17, þegar
leikskólastarf hafði verið takmarkað
í um 6 vikur, hafði tíðni öndunar-
færasýkinga dregist enn frekar
saman og var um 20% af meðaltíðni
undangenginna fimm ára. Leik-
skólar voru opnaðir aftur án tak-
markana (en þó með hvatningu um
sérstaka áherslu á hreinlæti og
handþvott) þann 4. maí 2020, í viku
18. Í viku 20 var tíðni skráðra önd-
unarfærasýkinga um 60% af með-
altali síðustu 5 ára,“ segir í grein-
inni.
Mun minni sýklalyfjanotkun
Bakteríusýkingar eru iðulega
meðhöndlaðar með sýklalyfjum þó
kappkostað sé að draga úr notkun
þeirra. Bent er á það í Talnabrunni
að sýklalyfjanotkun hér á landi hafi
lengi verið hlutfallslega mest á
fyrstu fjórum æviárunum en hún
hefur þó dregist saman í þessum
aldurshópi á undanförnum árum. Í
fyrra var notkun sýklalyfja raunar
mest á meðal fólks sem náð hafði 65
ára aldri en ekki meðal yngstu ald-
urshópanna.
Á tímum kórónuveirunnar hef-
ur notkunin svo tekið miklum breyt-
ingum meðal barna. Í greininni kem-
ur fram að í elleftu viku ársins mátti
greina umtalsverðan samdrátt í
ávísunum sýklalyfja miðað við með-
alfjölda þeirra á sama árstíma á ár-
unum 2015-2019. „Mestur var mun-
urinn í vikum 15-18 þegar sýklalyfja-
ávísanir voru aðeins 30% af meðal-
fjölda ávísana undangenginna 5
ára,“ segir í greininni.
Höfundar greinarinnar í Talna-
brunni segja í samantekt að ljóst sé
að þær fordæmalausu aðstæður sem
upp komu í faraldri kórónuveir-
unnar hafi haft margvíslegar afleið-
ingar sem voru þó ekki allar slæmar.
„Færri greind tilfelli af smitsjúk-
dómum og minnkuð notkun sýkla-
lyfja á meðal barna verður að teljast
jákvæð afleiðing faraldursins og
styður mikilvægi smitgátar í barátt-
unni við útbreiðslu sýklalyfja-
ónæmis. Áhugavert verður að fylgj-
ast með þróuninni til að sjá hvort um
er að ræða viðvarandi samdrátt eða
hvort tíðni smitsjúkdóma hjá börn-
um og sýklalyfjanotkunar muni fara
aftur í sama horf og verið hefur und-
anfarin ár.“
Sýkingum hjá börn-
um fækkaði mikið
Öndunarfærasýkingar* hjá 4 ára og yngri
Fjöldi greindra tilfella á hverja 1.000 íbúa í viku 1 til 21
1,8
1,6
1,4
1,2
1,0
0,8
0,6
0,4
0,2
0,0
2015-2019 2020
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21
1. tilfelli COVID-19
greinist á Íslandi
Takmarkanir á sam-
komum og skólastarfi
* Miðeyrnabólga, lungnabólga, háls- og
hálskirtlabólga, berkjubólga og skútabólga
Heimild: Embætti landlæknis
Fleiri en ein skýring virðast vera
á því að greindum tilfellum önd-
unarfærasýkinga fækkaði hjá
börnum á leikskólaaldri á tím-
um kórónuveirufaraldursins og
að sýklalyfjanotkun meðal
barna á þessum aldri minnkaði
verulega.
Höfundar greinarinnar í
Talnabrunni benda á að svo
virðist sem aðgerðir sem stjórn-
völd gripu til með banni við
samkomum þar sem fleiri en 20
komu saman og takmarkanir á
skóla- og leikskólastarfi hafi
leitt til þessa samdráttar sýk-
inga meðal barna.
Önnur hugsanleg skýring geti
verið aukin vitund um smitgát
og varkárni meðal foreldra og
starfsfólks leikskóla.
Einnig geti það haft sitt að
setja að í ljósi tilmæla um að
koma ekki á heilsugæsluna ef
minnsti grunur var um smit hafi
foreldrar mögulega beðið leng-
ur með leita til læknis með börn
sín og þeim hafi batnað án inn-
gripa starfsfólks á heilsugæslu-
stöðvunum.
Smitgát og
varkárni
ÓVENJULEGIR TÍMAR