Morgunblaðið - 10.06.2020, Side 16

Morgunblaðið - 10.06.2020, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020 ✝ Jón JóhannVigfússon, vél- fræðingur og org- anisti, fæddist 2. nóvember 1931 á Gimli á Hellissandi. Hann lést 29. maí 2020 á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jensdóttir húsmóð- ir, f. 5.11. 1989, d. 4.9. 1953, og Vigfús Jónsson húsasmíðameist- ari, f. 27.6. 1883, d. 11.3. 1889. Jón var næstyngstur í hópi þrettán systkina. Bróður sinn lifa Vigfús, Iðunn og Ragna. Látin eru Jóhanna, Jens, Hauk- ur, Guðný, Svava, Guðbjörg, Auður, Gyða og Erlingur. Auk þeirra áttu systkinin uppeldis- systur, Helgu Níelsdóttur, sem er látin. Eiginkona Jóns var Svanhild- ur Stefánsdóttir, f. 21. febrúar 1938, d. 6. október 2016. Þau giftu sig 4.10. 1958. Börn þeirra Elísabet Anna. 3) Sævar Þór, f. 1989, móðir Laufey Finnboga- dóttir. Sonur Sævars Þórs er Ragnar Ingi. 4) Vigfús Blær, f. 1994, sambýliskona hans er Christine Rae. 5) Aldís Björk, f. 1998, sambýlismaður hennar er Brynjar Eiríksson. Jón var fæddur og uppalinn á Hellissandi. Hann fór rúmlega tvítugur til náms í Reykjavík, í Iðnskólann, Vélskólann og bætti við sig rafmagnsdeild og lauk námi 1958. Um fimmtugt hóf hann nám í orgelleik við Tónlist- arskóla Árnessýslu og lauk 5. stigi. Fyrstu árin eftir að námi lauk starfaði hann tímabundið m.a. hjá vélsmiðjunni Héðni, Sementsverksmiðjunni á Akra- nesi, Andakílsárvirkjun, á skip- um og síðast á Gróttu RE þar til hann réðst til starfa hjá Lands- virkjun við Sogsvirkjanir 1966. Hjá Landsvirkjun vann Jón þar til hann fór á eftirlaun. Meðfram þessu gerðist hann organisti í Grímsnesi og Grafningi. Jón var virkur í kórastarfi frá unga aldri, lengst í Karlakórnum Fóstbræðrum og nú síðast hjá Söngsveit Hveragerðis. Útför Jóns fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 10. júní 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. eru: 1) Steinunn Kristín, f. 26.6. 1959, maki Sig- urður Jakob Hall- dórsson, f. 1953. 2) Vigfús f. 15.9. 1961, d. 18.11. 1984. 3) Ingi Þór, f. 4.10. 1966, maki Dalla Rannveig Jóns- dóttir f. 1964. Börn Steinunnar og El- ísar Reynarssonar eru: 1) Ástrós, f. 1982, maki hennar er Valtýr Sigurðsson, f. 1982. Þeirra börn eru Steinunn Kristín, Súsanna og Elís. 2) Jón, f. 1984. 3) Svana Kristín, f. 1989. Börn hennar og Hermanns H. Bridde eru Sigrún Hrafnhildur og Hákon Hrafn. Börn Inga og Döllu eru: 1) Regína Diljá, f. 1983, faðir Jón Pétur Guðjóns- son. Maki Regínu er Árni Krist- inn Gunnarsson, f. 1980, og eiga þau Róbert Elí, Birki Ísak og Gunnar Bergvin. 2) Jón Birkir, f. 1985, faðir Jón Pétur Guð- jónsson. Dóttir Jóns Birkis er Elsku pabbi minn er fallinn frá, einungis nokkrar vikur síðan hann var að plana ferð um landið og spá í hvort við gætum ekki skotist vestur eða norður á litla jeppanum hans. Hann var ótrú- lega duglegur alla tíð og ekki síst núna síðustu árin, mjög ákveðinn og sjálfstæður í öllum athöfnum og sá um öll sín mál sjálfur. Sam- band okkar var gott og núna síð- ustu árin spjölluðum við saman daglega. Oft komu sögur að vest- an en hann var mjög stoltur af sínu fólki, öllum systkinahópnum og lífinu á Hellissandi. Góðar eru einnig minningarnar úr Gríms- nesinu og ég segi oft að það voru forréttindi að fá að alast upp á Ljósafossi og Írafossi. Það var örlítill bóndi í pabba enda vorum við með hesthús og hænsnakofa, matjurtagarða, það var traktor á heimilinu enda heyjað á sumrin o.s.frv. Bæði mamma og pabbi voru virk í sveitasamfélaginu, mamma kenndi í skólanum, var í kvenfélaginu, pabbi í hestunum, spilaði í messum og á þorrablót- um o.fl. enda var tónlist mjög stór þáttur alla tíð í hans lífi. Það var mikið sungið og spilað á heimilinu og við tókum meira að segja lagið á sjúkrahúsinu nokkr- um dögum áður en hann kvaddi. Söngsveit Hveragerðis tók hon- um fagnandi núna síðustu árin og það kunni hann að meta, talaði mikið um hve gott fólk væri í þeim hópi. Síðustu ár bjó pabbi stutt frá heimili okkar Döllu, kom oft í mat og vildi vita klukkan hvað mat- urinn væri tilbúinn og svo kom hann askvaðandi á mínútunni. Það var ekki að sjá að hann væri að verða 89 ára þegar hann var greindur með lungnakrabba fyrir örfáum vikum. „Já svona er þetta Ingi minn,“ sagði hann við mig og svo fór hann í baráttuna algjör- lega æðrulaus og einbeittur, og sagði við mig að hann væri sáttur, hefði átt gott líf og væri í raun tilbúinn að kveðja. „Ég er nú ekki fimmtugur,“ sagði hann. Við pabbi vorum mjög miklir vinir og þess vegna er sárt að kveðja en sáttur fer hann yfir í drauma- landið og fyrir það er ég þakk- látur. Góða ferð pabbi. Ingi Þór Jónsson. Kær tengdafaðir minn, Jón Vigfússon, er fallinn frá. Jón var á áttugasta og níunda aldurári. Gagnvart Jóni kom samt svo sterkt í huga mér að rita „langt um aldur fram“. Ég hafði oft gantast með að Jón yrði að minnsta kosti 120 ára gamall, því svo var hans atgervi, líkamlegt og andlegt, að þar væri um korn- ungan mann að ræða. Hann háði stutta baráttu við krabbameinið sem tók aðeins fáar vikur að leggja hann að velli. Jón var vel á sig kominn, stundaði alhliða lík- amsrækt, hjólaði gjarnan nokkra kílómetra á dag, var virkur í gönguferðum, mætti gjarnan í líkamsræktarstöðina og spilaði golf. Fyrir tæpum fjórum árum gekk hann með mér og Steinunni á Úlfarsfell, blés ekki úr nös og taldi Úlfarsfellið ekki mikla fjall- göngu. Viku síðar tjáði hann mér að hann væri kominn upp að Steini í Esjuhlíðum, sem sýnir hans fantaform, þá kominn á miðjan níræðisaldur. Hann var liðtækur í heimilisstörfum, tölvu- maður til síðasta dags, notaði snjallsíma og ók Cherokee-jeppa sínum hvert sem var. Framan- greint skýrir hvers vegna ég montaði mig gjarnan af ótrúlegri getu og færni tengdapabba. Jón var mikill áhugamaður um hesta og hafði um langa tíð átt hesta sjálfur. Fyrir nokkrum ár- um fórum við norður í Húna- vatnssýslu í hrossarétt ásamt því að heimsækja fjölskyldumeðlimi. Við fylgdumst með rekstri hrossa um langan veg á leið í hina í hina kunnu Skrapatungurétt. Þarna var Jón í essinu sínu og hafði mikið gaman af. Við gistum svo á gamla hótelinu á Blönduósi. Þá er mér ljóslifandi minningin hinn næsta morgun er við biðum í af- greiðslunni að Jón settist niður við píanó sem þar var og hóf að spila létt ættjarðarlög. Eftir örfá- ar mínútur var allt starfsfólk hót- elsins komið svo og nokkrir gest- ir sem á hótelinu dvöldu. Myndaði fólk hring í kringum Jón og var hann klappaður upp hvað eftir annað og mér leið sem ég væri umboðsmaður Bítlanna. Tónlistin hefur alltaf verið stór hluti af lífi Jóns og hans fjöl- skyldu eins og flestir þekkja. Jón fæddist í heimskreppunni miklu og lifði því margar kreppur og þá síðustu nú er kórónuveiran leiddi af sér. Jón var menntaður vélfræðingur og hafði um dagana unnið margvísleg störf. Hann kom að byggingu Sementsverk- smiðunnar á Akranesi og milli bekkja í Vélskólanum var Jón á varðskipinu Þór, með Eiríki Kristóferssyni, þeim frækna skipherra. Skömmu fyrir lok síld- aráranna var Jón vélstjóri á Gróttu RE-128, norsksmíðuðu síldarskipi, við mikla veiði og mæddi oft mikið á vélstjórum að keyra „dallana“ eins og hægt væri í kappi við að forðast lönd- unarbið. Jón var einn af þessum lykilvélstjórum sem áttu oft „trikk“ uppi í erminni við að fá meira út úr skipsvélinni en ætlað var í kapphlaupinu um löndun. Jón átti svo farsælan langan tíma með Svanhildi konu sinni og börnum við Sogsvirkjanir þar sem hann gegndi vélstjórastöðu og starfaði hjá Landsvirkjun uns eftirlaun tóku við. Með virðingu vil ég þakka þessum heiðursmanni samleið- ina, þótt ekki hafi verið ýkja löng, hlýhug og vinskap, sem hefur verið mér gleðileg, lærdómsrík og fróðleg. Sigurður Jakob Halldórsson. Í dag kveð ég mætan mann, Jón Jóhann Vigfússon tengdaföð- ur minn. Þegar ég læt hugann reika og hugsa um okkar tíma saman sem spannar um 30 ár fyllist ég hlýju og þakklæti yfir því að hafa haft hann sem reglulegan þátttak- anda í okkar lífi. Hann bjó stutt frá og ekki var það óalgengt að heyra fagra tóna hljóma út um stofugluggann hjá honum, þar sem hann sat og spilaði ýmist á harmónikku eða píanó. Hann var duglegur að hjóla til okkar og oft- ar en ekki var guðað á gluggann til að kanna hvort það væri kaffi á könnunni. Við borðuðum saman reglu- lega, drukkum kaffi og ræddum um heima og geima. Við vorum ekki alltaf sammála um málefni líðandi stundar og höfðum gaman af því að skiptast á skoðunum. Minningar um þennan mæta mann ylja og veit ég að Svana og Vigfús hafa tekið vel á móti hon- um. Takk fyrir allt elsku tengda- pabbi. Þín tengdadóttir, Dalla. Elsku Jón afi er lagður af stað í hinsta sinn. Það er sérstakt að þurfa að kveðja svo sviplega afa sem manni þótti svo hress, svo kvikur og frár á fæti, eiturskarp- ur og orkumikill. Kannski er huggun harmi gegn að hann þurfti ekki að heyja langa baráttu við krabbameinið, heldur fékk tækifæri til að melta fréttirnar og kvaddi svo með reisn. Þegar ég hugsa um afa sé ég fyrir mér hendurnar hans. Í höndum afa mátti ef vel var að gáð sjá spegilbrot úr lífi hans. Harðduglegur og vinnusamur alla tíð átti hann líka til listfengi og blíðu. Hrammarnir sem skenktu mér með hraði kúffullar skeiðar af sykri út á skyrið þangað til varla glitti í skyr lengur. Stuttir, breiðir fingur – og höggvið framan af nokkrum – sem samt gátu töfrað tóna fram úr orgelum og píanóum með slíku næmi að undrum sætti. Þegar ég var í söngnámi kom hann til að hlusta á mig syngja og ég man hvað ég óttaðist dóm eyrnanna hans afa, sem voru eins tónviss og hugsast gat – og hvað ég varð því fegin þegar afi sagði að þetta hefði bara verið fínt. Betra hrós var ekki hægt að biðja um. Afi tvínónaði aldrei við hlutina, hann var rokinn af stað áður en maður vissi af eitthvað út, til að sinna hestunum og fara í skreppitúra. Hann spjallaði aldrei lengi, en átti það til að hringja stutt símtöl til að heyra hvernig gengi, til dæmis þegar við vorum með Dídí okkar úti í Noregi á spítala. Það þótti okkur óendanlega vænt um. Nú er hann stokkinn af stað enn einu sinni, en við fáum hann ekki óvænt í heimsókn aftur. Hann er kominn til Svönu ömmu og mikið held ég að þau séu bæði ham- ingjusöm með það. Ég sé þau fyr- ir mér; afa við píanóið og þau bæði syngjandi gamla lagið sem afi samdi og amma orti textann við. Hvíl í friði, elsku afi minn. Í kvöld mig langar ástin mín að klappa á dyr hjá þér. Kannski þú viljir koma í ökuferð með mér. Við leggjum okkar leið þar sem enginn okkur sér, sitjum hlið við hlið, kyssumst við og við. Óskir okkar verða á einn og sama veg, tilveran er dásamleg. Það skal verða indælt okkur kvöldið hjá, unaðsstundu þeirri ekkert spilla má. Ótal skýjaborgir byggjum okkur þá. Sitjum hlið við hlið, kyssumst við og við. Áfram síðan ökum okkar æviveg. Alltaf saman þú og ég. Þín Ástrós. Elsku besti afi minn. Mikið varstu að drífa þig að fara til ömmu. En ég bjóst svo sem ekki við öðru frá þér sem alltaf dreifst allt af. Ég er líka alveg jafn hvatvís og þú, það er fínt. Þegar ég var lítil skildi ég ekki hvað þú sagðir. Þú rumdir bara og amma svaraði kannski: „Já, hún er kort- er í þrjú.“ Þú varst ekkert mikið að spjalla við mig, enda hafði ég ekki hugmynd hvað þú værir að segja, en þú brostir til mín og hélst í höndina mína með risa- stóru höndunum þínum. Svo starði ég á þig spila á orgelið með þessum höndum og furðaði mig á hvernig þú gætir hitt á rétta tóna. Á unglingsárum mínum flutt- uð þið amma til Reykjavíkur og þegar hún tók að veikjast af alz- heimer tókst þú að þér að elda alltaf matinn. Þvílíkur dýrðarkokkur, eins og þú hefðir aldrei gert annað. Þá neyddistu líka til að tala meira og þá fékk ég að heyra allt um sigra Sjálfstæðisflokksins. Að horfa á þig hjálpa ömmu gegnum veik- indin, dúlla við hana og sinna henni var ómetanlegt. Ég sá ást þína í verki. Ég veit að þú varst 88 ára, en þú ert yngsti 88 ára maður sem ég hef hitt. Svo hraustur og hress og með þykka glæsilega hárið þitt hent- istu um, gekkst í öll verk. Ég var ekki tilbúin að þú myndir deyja eftir svona stutt veikindi. Ég hélt ég ætti nokkur ár eftir til að hangsa með þér á spítalanum og rífast við þig um pólitík og sam- mælast um góða tónlist. Ég var ekki tilbúin, en ég sé hversu ósanngjarnt það var af mér að ætlast til að þú myndir lifa í þess- um sársauka. Hvíldu í friði, ég elska þig. Þín Svana Kristín Elísdóttir. Jón Jóhann Vigfússon Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR RÖGNU PÁLSDÓTTUR, Lautasmára 1, Kópavogi. Gunnar Páll Guðbjörnsson Björgvin Jens Guðbjörnsson Steinunn G. Jónsdóttir Rafnar Þór Guðbjörnsson Guðrún Á. Eðvarðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR frá Hvammi í Langadal, lést laugardaginn 6. júní. Hún verður jarðsungin frá Blönduóskirkju 13. júní klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Blönduóskirkju, reikningsnúmer 307-13-300040 kt. 550914-0340. Hafsteinn Runólfsson Sigrún Dúna Karlsdóttir Rannveig Runólfsdóttir Gauti Jónsson Njáll Runólfsson Ásta Þórisdóttir Bjarni Runólfsson Auður Elfa Hauksdóttir Svala Runólfsdóttir Benedikt Blöndal Lárusson barnabörn og langömmubörn ✝ Steinar Lúð-víksson fæddist í Neskaupstað 2.6. 1936. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 8.5. 2020. For- eldrar hans voru Lúðvík Jósepsson, f. 16.6. 1914, d. 18.11. 1994 og Fjóla Steinsdóttir, f. 15.10. 1916, d. 12.12. 1997. Stein- ar kvæntist Guðrúnu Helgadótt- ur 31.12. 1956, dóttir þeirra er Elín Sólveig Steinarsdóttir, f. 29.10. 1959. Maður hennar var Kristinn Már Vestmann Magn- ússon, f. 2.6. 1953, d. 14.7. 1993. Börn þeirra eru 1. Sunna, maki Bergmundur Elv- arsson, börn a. Sindri Már, b. Darri, c. Máni. 2. Dagur. 3. Lúðvík. 4. Eygló. Steinar og Guðrún skildu. Seinni kona hans var Sigurbjörg Helgadóttir, henn- ar börn eru 1. Stef- anía, börn a. Andr- ea, b. Kolbeinn Ari, c. Steinunn Björg og 2. Ágúst Guðmundsson, börn a. Freyr, b. Guðmundur Ágúst. Steinar og Sigurbjörg skildu. Útför Stein- ars fór fram frá Kapellunni í Fossvogi 14. maí sl. í kyrrþey að ósk hins látna. Steinar Lúðvíksson er dáinn tæplega áttatíu og fjögurra ára. Hann var sonur Lúðvíks Jóseps- sonar sem náði því að vera for- maður Kommúnistafélagsins í Neskaupstað, varaformaður Sósíalistaflokksins og formaður Alþýðubandalagsins. Í honum var öll þessi saga. Baráttan fyrir útfærslu landhelginnar, meiri- hlutinn í Neskaupstað í hálfa öld. Steinar var eina barn Lúðvíks og Fjólu. Hann varð auðvitað rót- pólitískur. Hvað annað? Það var gaman að tala við hann um póli- tík. Hann hringdi stundum. Þeg- ar Steinar flutti sín pólitísku er- indi varð hann svo undarlega líkur pabba sínum að það var næstum því fyndið. Góður dreng- ur. Fjóla mamma hans var höfnin og húsmóðirin. Eina dóttur átti Steinar, hana Ellu sem á fjögur börn. Það er erfitt að finna hlýrra samband en var á milli þeirra allra. Lúðvík fór á þing 1942. Steinar þá 6 ára. Pólitíkin varð yfir og allt um kring. „Skólagangan fór öll í vitleysu,“ sagði Steinar mér í við- tali sem ég tók við hann og fleiri og birtist í Andvara 2014 í tilefni af 100 árum frá fæðingu Lúðvíks. „Við komum ekki suður á haustin fyrr en þingið var sett; þá var skólinn löngu byrjaður og ég kom því mikið seinna en hinir krakk- arnir. Svo þurfti kannski að fara aftur um áramót austur í skólann þar.“ Þingmenn utan af landi fengu eitt herbergi á Hótel Borg. Þar voru þau öll þrjú í nokkra mánuði á ári. Einn veturinn var Steinar fyrir austan hjá Gunnari Ólafssyni skólastjóra. En Steinar stóð af sér sviptingar yngri ár- anna og mikið meira en það. Var íþróttakennari að mennt. Starf- aði sem slíkur lengi, var íþrótta- fulltrúi Kópavogsbæjar, síðar yf- irmaður sundlauga Kópavogs og seinna skíðasvæðastjóri í Blá- fjöllunum. Steinar var sviptur því starfi þegar íhaldið komst til valda í Kópavogi. Hættulegt að hafa rauðan skíðasvæðavörð. Segir sig sjálft. Kalt stríð. Hann var sundkappi á yngri árum og tók þátt í frjálsum íþróttum. Steinar tók virkan þátt í pólitísk- um félögum á Norðfirði og í Kópavogi. Var í Æskulýðsfylk- ingunni, Félagi óháðra kjósenda í Kópavogi, þar oft á listum, í Al- þýðubandalaginu og loks í Eldri vinstri grænum. Síðast hittumst við Steinar á kosningaskrifstof- um. En við hittumst almennilega vorið 2016. Þá var hann svo bratt- ur að komast austur þegar minnst var afmælis Lúðvíks Jós- epssonar frá árinu 2014. Þar tal- aði sagnfræðingurinn Guðni Jó- hannesson um landhelgisbaráttu Lúðvíks og ég talaði um sögu Lúðvíks. Á eftir ókum við saman upp að Norðfjarðargöngunum og þar voru teknar myndir að kemp- unni við gangamunnann. Með Steinari og félögum hans er gengin björt og falleg saga. En sú saga lifir. Ekkert getur lýst mannkyni og okkar litlu þjóð fremur út úr vandanum sem við blasir um þessar mundir en fé- lagsleg sjónarmið, sósíalísk rót- tæk viðhorf sem taka allar ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar. Það hefði Steinar sagt. Við Guðrún flytjum með þess- um línum Ellu og stórfjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Svavar Gestsson. Steinar Lúðvíksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.