Morgunblaðið - 10.06.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.06.2020, Qupperneq 21
ferðast með fjölskyldunni en stund- um kem ég mér fyrir einhvers staðar þar sem ég get skrifað í friði og ró. Bráðum held ég á Strandir þaðan sem ég er ættuð í móðurætt. Þar er ég viss um að bálkur bíði mín.“ Fjölskylda Eiginmaður Gerðar er Kristján B. Jónasson, f. 23.11. 1967, fram- kvæmdastjóri Heimaksturs. For- eldrar Kristjáns eru hjónin Val- gerður Kristjánsdóttir, f. 28.12. 1948, og Jónas Sigurjónsson, f. 30.10. 1944, frístundabændur í Einholti í Skaga- firði. Börn Gerðar og Kristjáns eru Kristján Skírnir Kristjánsson, f. 29.12. 2004, og Hjalti Kristinn Krist- jánsson, f. 14.1. 2008. Systkini Gerðar eru Gunnur Vil- borg Guðjónsdóttir, f. 7.11. 1974, við- skiptafræðingur og skrifstofustjóri hjá Bókaútgáfunni Bjarti og Veröld, búsett í Reykjavík; Guðjón Ingi Guð- jónsson, f. 18.7. 1976, framhalds- námsstjóri Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Gerðar eru hjónin Ing- unn Þórðardóttir, f. 31.5. 1935, hjúkr- unarfræðingur og húsmóðir, og Guð- jón Sigurbjörnsson, f. 7.7. 1933, læknir. Þau eru búsett í Reykjavík. Gerður Kristný Sigríður Helgadóttir húsfreyja á Akranesi og í Reykjavík Ásbjörn Sigurðsson sjómaður á Akranesi og í Rvík Sigurbjörn Ásbjörnsson sjómaður, matsveinn og fiskkaupmaður í Rvík Margrét Vilborg Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðjón Sigurbjörnsson læknir í Reykjavík Guðjón Þorkelsson bóndi á Haugi Valgerður Gestsdóttir húsfreyja á Haugi í Gaulverjabæjarhr. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Benedikt K. Franklínsson starfsmaður Mjólkurbús Flóamanna Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir kennari í Rvík Jónína Benediktsdóttir skrifstofum. í Reykjavík Andrea Jónsdóttir útvarpskona og plötusnúður Nanna Franklínsdóttir húsfr. og fv. fiskverkak. á Siglufirði, er 104 ára Jón Líndal Franklínsson bifreiðarstjóri á Selfossi Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona Bjarni Guðlaugsson bóndi, síðast á Litla-Fjarðarhorni Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja á Litla-Fjarðarhorni en lengst af vinnukona Þórður Franklínsson bóndi á Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði á Ströndum Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja á Litla-Fjarðarhorni Franklín Þórðarson bóndi á Litla-Fjarðarhorni Andrea Jónsdóttir húsfreyja á Litla-Fjarðarhorni Úr frændgarði Gerðar Kristnýjar Ingunn Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020 „HVERNIG GENGUR ÞÉR AÐ MYNDA TENGSLANET?” „MÉR SKILST AÐ ÞIG VANTI ÁKVEÐINN SÖLUFULLTRÚA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finnast lífð fullkomið. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HA HA! SJÁ LÚÐANN LESANDI BÓK! HVÍLÍKUR AUMINGI! MÆTTI ÉG LESA BÓKINA Á EFTIR ÞÉR ? ÉG MUN ALLTAF VERNDA ÞIG, ELÍN GEGN HVERJU? KLEINU- HRINGJUM GLEÐILEGAN VINADAG! BARDAGA- ÍÞRÓTTIR Ámánudag bauð SigmundurBenediktsson lesendum Leirs- ins „góðan regndag“ og sagði „móður Jörð fagna“: Betur vegnar feðra fold, frjósemd stýrir lagin. Drýpur regn og mýkist mold, mynda spíru fræin. Döggin baðar grös og grein, gefur eigu nýja. Græðir skaða, mildar mein meður veigum skýja. Pétur Stefánsson hefur orð á því, að á árum áður hafi hann verið með veiðidellu, farið við hvert tækifæri í vötn og ár og sveiflað stöng: Sífellt þegar sá ég smugu, svala mátti veiðiþrá. Kunni vel að kasta flugu þó kæmi sjaldan fiskur á. Vötnin lygn og lækjarbakkar lokkað gátu mig til sín. Flugur, púpur, bláar, blakkar, batt á línufærin mín. Óð ég gjarnan ána miðja ofurhress með flugustöng. Að setja í fisk var sælleg iðja sumardaga og kvöldin löng. Jón Atli Játvarðarson skrifaði á Boðnarmjöð á mánudag: „Mikill fögnuður hjá sumum með gróðr- arskúrir á Reykhólum. Einhvern veginn svona var þetta í morgun“: Á regnvotri flötinni fuglatraðk og fölnandi páskalaukur. Togast þar á við ánamaðk árrisull hrossagaukur. Verja má réttinn rigningar í ritgerð á menntagrunni. Þrístökkið æfir þrastapar og þrekhlaup á girðingunni. Bjarni frá Gröf orti og kallaði „Áhyggjuleysi“: Þröstur syngur þarna á grein sín þúsund kvæði um dásemdir og dagsins gæði. Drottinn sendir honum fæði. „Umbreyting“ heitir þessi staka Bjarna: Oft hafa blómin orðið hey, ágæt tuska gömul flík, einhverntíma, ef ég dey, ætla ég að verða lík. Kristján Karlsson orti: Ein kerling frá Kolviðarhól var komin í járnsmiðsins ból. Hann bað ekki um vægð en vék burt með hægð og sín viðráðanlegustu tól. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Góður regndagur í gróðrartíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.