Morgunblaðið - 10.06.2020, Síða 22
Erfiðara en áður að toga
í persónulega spotta
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Persónuleg tengsl skýra meirihluta
þeirra styrkja sem fyrirtæki láta af
hendi rakna til knattspyrnufélaga hér-
lendis fremur en von um ávinning af
markaðssetningu. Svo virðist sem erf-
iðara sé að sækja styrki frá fyrir-
tækjum til knattspyrnuliða eftir því
sem ferlarnir innan fyrirtækjanna
hafa orðið faglegri. Er þetta á meðal
þess sem Björn Berg Gunnarsson
komst að þegar hann vann að meist-
araritgerð sinni í markaðsfræði og al-
þjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands.
Ritgerðin ber heitið Kostun knatt-
spyrnuliða, upplifun beggja vegna
borðsins. Morgunblaðið hafði sam-
band við Björn og ræddi við hann um
viðfangsefnið og helstu niðurstöður.
„Ég hafði á tilfinningunni að þeir
sem styrkja knattspyrnufélög á
stórum mörkuðum erlendis gerðu það
vegna þess að þar væru viðskiptalegir
hagsmunir en hér
heima væri meira
um að þetta væru
bara styrkir. Ein
helsta niður-
staðan í verkefn-
inu er að hjá fyr-
irtækjum er þetta
frekar flokkað
sem samfélagsleg
ábyrgð en hefð-
bundin markaðs-
setning. Á sama tíma eru fulltrúar fé-
laganna þeirrar skoðunar að
samstarfsaðilarnir græði á samstarf-
inu. Stuðningur við knattspyrnu-
félögin sé því góð markaðssetning fyr-
ir fyrirtækin.
Þarna er því meiningarmunur á því
hvað knattspyrnufélögin hafa fram að
færa. Ef þeir aðilar sem eru í sam-
starfi hafa gerólíka skoðun á ávinningi
þess þá býður það þeirri hættu heim
að annar hvor aðilinn verði ekki sér-
staklega ánægður með samstarfið.
Enda hefur það gerst að fyrirtæki
dragi úr þessum styrkjum og sjái ekki
neinn sérstakan hag í því að halda
áfram,“ segir Björn.
Margir viðmælendur
Eins og jafnan í meistararitgerðum
býr mikil vinna að baki og Björn
ræddi við fjölda fólks til að fá mynd af
stöðunni.
„Verkefnið snýst um að svara þeirri
spurningu hvort þeir sem styrkja/
kosta helstu knattspyrnufélögin, og
fulltrúar þeirra félaga, líti á viðkom-
andi samstarf með sama hætti. Er
upplifunin sú sama á því hvers eðlis
styrkurinn er beggja vegna samnings-
borðsins? Ástæðan fyrir forvitninni
var sú tilfinning mín að þarna væri
munur á. Ég vildi svala þeirri forvitni
með því að skoða þetta vandlega. Til
að svara því reyni ég að svara nokkr-
um spurningum. Ég reyndi að skoða
hvernig væri hægt að styrkja félögin
með faglegri hætti og ræddi við ein-
staklinga hjá knattspyrnufélögunum
og fulltrúa frá fyrirtækjum sem hafa
verið að styrkja stór knattspyrnu-
félög. Ég gat rætt við einstaklinga
sem hafa mikla reynslu af þessu. Við-
mælendur komu bæði frá fyrirtækjum
sem eru að styrkja félögin og einnig
frá fyrirtækjum sem eru að hætta því
eða eru hætt því. Þá var forvitnilegt að
spyrja hvers vegna þau væru hætt
því.“
Styrkir en ekki markaðssetning
Spurður um hvort fyrirtækin
eyrnamerki styrkina vissum hluta
starfseminnar, til dæmis barna- og
unglingastarfi, segir Björn svo vera en
eftirfylgnin sé lítil.
„Já já, eitthvað er um það og ég
held að það sé að færast í aukana. Sem
styður enn frekar að um sé að ræða
samfélagslega ábyrgð en ekki mark-
aðslegar ástæður. Þegar skilyrði
fylgja styrknum. Hins vegar er því lít-
ið sem ekkert fylgt eftir. Styrkurinn
er veittur og því ekki fylgt eftir hvern-
ig hann er nýttur. Ekkert er heldur
verið að mæla þetta, sem er svolítið
sérstakt.
Þegar peningar eru notaðir hjá
markaðsdeildum í stórum fyrir-
Yfirgnæfandi meirihluti styrkja knattspyrnufélaga tilkominn vegna persónu-
legra tengsla við fyrirtækin, samkvæmt niðurstöðum í nýrri meistararitgerð
Björn Berg
Gunnarsson
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
Búlgaría
Bikarinn, undanúrslit, fyrri leikur:
Lokomotiv Plovdiv – Levski................... 2:0
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Levski.
Danmörk
B-deild:
Vejle – Skive............................................. 1:2
Kjartan Henry Finnbogason lék fyrstu
71 mínútuna hjá Vejle.
Efstu lið: Vejle 48, Viborg 38, Fredericia
38, Kolding 35, Vendsyssel 32.
Þýskaland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Saarbrücken – Leverkusen..................... 0:3
Leverkusen mætir Bayern München eða
Eintracht Frankfurt í úrslitaleiknum.
KNATTSPYRNA
Þýskaland
Úrslitakeppnin, B-riðill:
Alba Berlín – Bamberg....................... 98:91
Martin Hermannsson skoraði 9 stig, gaf
7 stoðsendingar, tók 2 fráköst og stal bolt-
anum einu sinni fyrir Alba.
Ludwigsburg – Frankfurt ................... 80:77
Staðan: Alba Berlín 4, Ludwigsburg 4,
Bamberg 0, Vechta 0, Frankfurt 0.
KÖRFUBOLTI
Alba Berlín fer nokkuð örugglega af
stað í þýska körfuboltanum eftir hlé
og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína. Í
gær lagði liðið Bamberg að velli 98:91 í
München en þar verður öll úrslita-
keppnin spiluð í júní. Martin Her-
mannsson kom að mörgum stigum hjá
Alba Berlín eins og svo oft áður í vetur.
Hann gaf 7 stoðsendingar á samherja
sína og skoraði auk þess 9 stig sjálfur
á þeim 25 mínútum sem hann lék.
Enn fjölgar liðum í b-deild kvenna í
körfuknattleik fyrir næsta tímabil en
Vestri hefur nú ákveðið að senda lið til
keppni. Er það í fyrsta skipti í fimm ár
sem kvennaliði er teflt fram í meist-
araflokki fyrir vestan í körfunni og í
fyrsta skipti eftir að liðin á svæðinu
sameinuðust undir nafni Vestra. Níu
lið eru nú skráð til leiks í 1. deild
kvenna.
Þór/KA hefur samið við Madeline
Gotta frá Bandaríkjunum um að leika
með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna í
knattspyrnu í sumar. Fram kemur á
heimasíðu Þórs að félagaskiptin eigi
eftir að ganga í gegn og þar séu
formsatriði eftir. Gotta spilaði fyrir
Gonzaga-háskólann í Washingtonríki
og skoraði 7 mörk í 19 leikjum á loka-
ári sínu í NCAA.
Levski Sofía, lið Hólmars Arnar Eyj-
ólfssonar, er í erfiðri stöðu eftir fyrri
leik sinn gegn Lokomotiv Plovdiv í
undanúrslitum bik-
arkeppninnar í
knattspyrnu í Búlg-
aríu. Lokomotiv
Plovdiv hafði betur
2:0 í gær en
Hólmar lék all-
an leikinn fyr-
ir Levski. Þó
er bót í máli
fyrir Hólmar
að fyrri leik-
urinn var
útileikur og
Levski á heima-
leikinn eftir í
höfuðborginni.
Eitt
ogannað
KARLARNIR 2020
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Verður úrvalsdeild karla í fótbolta,
sem áfram er kennd við Pepsi Max,
algjörlega tvískipt eins og flestar
spár virðast gefa til kynna?
Sérfræðingar Árvakurs telja að
KA, Fylkir, ÍA, HK, Grótta og Fjöln-
ir verði í sætum sjö til tólf, eins og
fram kom í Morgunblaðinu í gær þar
sem spáin fyrir Íslandsmótið var birt
og það sama hefur komið fram í
vangaveltum annarra um komandi
keppnistímabil.
Ef tekið er fullt mark á niður-
stöðum spárinnar ætti KA að sigla
lygnan sjó um miðja deild, Fylkir og
ÍA þurfa að passa sig á fallbaráttunni
og HK þarf að hafa fyrir því að halda
nýliðum Gróttu og Fjölnis fyrir neð-
an sig en eins og svo oft áður er ekki
reiknað með því að nýju liðin í deild-
inni vinni stór afrek. Sem þau síðan
afsanna oft og iðulega!
Endasprettur KA framlengdur?
Ef KA-menn halda áfram á sömu
braut og þeir luku Íslandsmótinu
2019 verða þeir í góðum málum í ár.
Akureyrarliðið virtist vera á leið nið-
ur í 1. deildina í ágúst þegar það sat í
næstneðsta sætinu en með góðum
endaspretti þar sem það var taplaust
í síðustu sjö leikjunum komst það alla
leið í fimmta sætið áður en yfir lauk.
Sat þó enn í því tíunda þegar tveimur
umferðum var ólokið.
En þótt flestir virðist reikna með
átakalitlu tímabili KA-manna á lygn-
um sjó um miðja deild er ýmsum
spurningum ósvarað. Hvernig reyn-
ast nýju mennirnir, miðvörðurinn há-
vaxni Mikkel Qvist og hinn ungi níg-
eríski framherji Jibril Abubakar?
Fyllir Guðmundur Steinn Haf-
steinsson skarð Elfars Árna Aðal-
steinssonar? Elfar er úr leik eftir að
hafa meiðst illa í vetur en Guð-
mundur Steinn er reyndur sóknar-
maður sem gæti nýst KA vel. Hall-
grímur Mar Bergmann hefur skorað
jafnt og þétt og verið jafnbesti maður
liðsins, og KA þarf á svipuðu fram-
lagi og áður frá honum.
Þá er ljóst að Rodrigo Gómez á að
styrkja miðjuna, enda þekkt stærð
eftir að hafa spilað með Grindavík
undanfarin ár. KA er með reynda
menn eins og Hallgrím Jónasson, Al-
marr Ormarsson, Hauk Heiðar
Hauksson, Andra Fannar Stefánsson
og Steinþór Frey Þorsteinsson og
ætti að öllu eðlilegu að vera í ágætum
málum hvað mannskapinn varðar.
Sennilega er sjöunda sætið mjög
raunhæf spá fyrir Akureyrarliðið.
Castillion breytir miklu
Fylkir teflir fram nánast sama liði
og á síðasta tímabili en aðalbreyting-
arnar eru á þjálfarateyminu. Helgi
Sigurðsson fór til Eyja en Atli Sveinn
Þórarinsson og Ólafur Stígsson tóku
við sem þjálfarar með Ólaf Inga
Skúlason sér við hlið sem spilandi að-
stoðarþjálfara.
Miðvörðurinn öflugi Ari Leifsson
fór til Strömsgodset í Noregi og Emil
Ásmundsson, sem lék lítið í fyrra
vegna meiðsla, fór í KR. Nýr maður í
hópnum er Djair Parfitt-Williams,
kantmaður frá Bermúda sem á að
baki Evrópuleiki með West Ham og
slóvenska liðinu Rudar Velenje.
Stærsta spurningin er með fram-
línuna og hvort Geoffrey Castillion
mætir aftur til leiks í Árbæinn. Með
hann innanborðs er liðið líklegt til að
gera usla í efri hluta deildarinnar en
komi Castillion ekki bendir margt til
þess að sóknarleikurinn verði höfuð-
verkur Árbæinga.
Þeir búa að því að vera með stóran
kjarna af uppöldum Fylkismönnum,
innan vallar og í þjálfarateyminu, og
gríðarlega reynslu í Ólafi Inga, Helga
Val Daníelssyni og Sam Hewson. Ef
Fylkisliðið smellur saman í sumar
hefur það fulla burði til að enda ofar
en spáin segir til um og jafnvel ná svo
langt að slást um Evrópusæti.
Minni breidd á Akranesi
Skagamenn mæta með heldur
þynnri hóp til leiks en á síðasta tíma-
bili. Fjórir leikmenn sem spiluðu
mikið í fyrra eru horfnir á braut, þeir
Einar Logi Einarsson, Hörður Ingi
Gunnarsson, Albert Hafsteinsson og
Gonzalo Zamorano. Til viðbótar sleit
Arnar Már Guðjónsson krossband
síðsumars í fyrra og verður ekki með
fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta móts-
ins.
Vörnin tekur mestum breytingum
því þar voru bæði Einar Logi og
Hörður Ingi fastamenn og ljóst að
það var Skagamönnum nokkurt áfall
að missa Hörð, en FH-ingar keyptu
hann af þeim í vor. ÍA tókst hins veg-
ar að halda besta manni sínum,
Tryggva Hrafni Haraldssyni, en
hann var talsvert orðaður við brott-
för frá félaginu í vetur.
Engir leikmenn með reynslu eru
komnir í staðinn og Jóhannes Karl
Guðjónsson treystir á að ungir piltar
fylli í skörðin. Breiddin er því ekki
mikil en ljóst að efnilegir strákar fá
tækifæri til að sýna sig og sanna í
Skagabúningnum í sumar. Nokkrir
þeirra léku sem lánsmenn með
Skallagrími og Kára í neðri deild-
unum í fyrra.
ÍA endaði í tíunda sæti í fyrra eftir
að hafa farið vel af stað en liðið vann
síðan aðeins einn leik í síðari umferð
mótsins. Viðbúið er að Skagamenn
þurfi að hafa talsvert fyrir því að
lenda ekki í botnbaráttu í sumar.
Annað árið oft erfiðara
HK kom allra liða mest á óvart á
síðasta tímabili, þegar nær allir
gerðu ráð fyrir því að það færi beint
aftur niður í 1. deildina. HK hélt hins
vegar sæti sínu af miklu öryggi og að-
eins slæmur lokakafli í deildinni kom
í veg fyrir að það endaði í fimmta til
sjötta sætinu.
Nú reynir virkilega á liðið því úti-
lokað er að koma á óvart tvö ár í röð.
Mótherjarnir þekkja HK-inga betur
og ættu að vera farnir að venjast því
að spila gegn liðinu í Kórnum. Sagan
segir að annað árið sé nýliðum erfið-
ara en það fyrsta og á því fékk HK
einmitt að kenna þegar það hélt sér í
deildinni 2007 en féll 2008 þegar von-
ast var eftir meiru.
Lið HK er lítið breytt þegar horft
er á þann 15 manna hóp sem spilaði
mest á síðasta ári og útlit er fyrir að
byrjunarliðið verði að stærstum
hluta það sama. Björn Berg Bryde
fór aftur til Stjörnunnar eftir láns-
dvöl og framherjinn Emil Atlason
hélt einnig í Garðabæinn. Þá fóru
nokkrir þeirra sem minna fengu að
Skiptist deildin
alveg í tvo hluta?
Eða ná KA og Fylkir að brjóta sér leið í efri helming deildarinnar? Geta
Skagamenn og HK-ingar haldið nýliðum Gróttu og Fjölnis fyrir neðan sig?