Morgunblaðið - 10.06.2020, Síða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI.
JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN
ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR
KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA.
Stjórnendur sinfóníuhljómsveita og
tónleikahalla á Bretlandseyjum hafa
þungar áhyggjur af margra mánaða
lokun vegna veirufaraldursins og
segja, að því er fram kemur í The
Guardian, klassíska tónlistar-
heiminn eiga í dýpstu krísu í manna
minnum. Stjórnandi Wigmore Hall
segir hljómsveitir horfa fram á
lausafjárþurrð á næstu tólf vikum
og stjórnendur Royal Albert Hall og
South Bank segjast horfa fram á
hrun.
Ástandið vegna lokananna er sagt
hafa áhrif á alla sem koma að klass-
ísku tónlistinni; flestir meðlimir sin-
fóníuhljómsveita séu til að mynda
lausráðnir og fyrst ekkert sé leikið
opinberlega þá fái þeir engin laun.
Þá séu engir erlendir nemendur í
virtum tónlistarháskólum, sem fari
á mis við skólagjöld, og fólkið á bak
við tjöldin, frá umboðsmönnum til
útgefenda, líði sökum ástandsins.
Stjórnandi Royal Opera House segir
þau geta þraukað „í nokkra mán-
uði“ en þegar listformið byggist á
því að hafa hundruð listamanna á
sviði, hundrað í hljómsveitargryfj-
unni og 2.700 gesti í sal, og þegar
viðskiptamódelið byggist á því að
selja 95 prósent miða til að koma út
á sléttu, þá sé augljóst hvað ástandið
sé slæmt. Hann ber stöðu breskra
menningarstofnana, þar sem hið op-
inbera veitir 20 prósenta stuðning,
saman við það sem þekkist í Þýska-
landi, þar sem hið opinbera styrkir
listirnar um allt að 80 prósent. Enda
er hljóðið annað í stjórnanda Elb-
philharmonie í Hamborg sem segist
ekki óttast ástandið, „því menningin
er svo mikilvæg í þýsku samfélagi
að við getum ekki látið hana verða
fyrir áfalli“.
AFP
Einn Píanóleikarinn Stephen Hough æfði á
dögunum í tómum sal Wigmore Hall fyrir
röð tónleika sem var streymt á netinu.
Klassíski geirinn
á Bretlandseyjum
í vandræðum
»Leikskólabörn fylgdust glaðbeitt og einbeitt með þegar
Brúðubíllinn frumsýndi sumarsýningu ársins í Hallargarð-
inum í gær. Þau létu smá vætu ekki trufla sig enda klædd í
pollagalla í öllum regnbogans litum. Áhorfendur nutu þess að
hlusta á Lilla, Dúsk og fleiri félaga úr smiðju Helgu Steffensen
segja sér sögur og syngja. Brúðubíllinn sýnir alla virka daga kl.
14 á gömlum gæsluvöllum og ýmsum útivistarsvæðum víðs
vegar um borgina í júní og júlí. Aðgangur er sem fyrr ókeypis.
Brúðubíllinn frumsýndi sumarsýningu ársins í Hallargarðinum í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg