Morgunblaðið - 17.06.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 17.06.2020, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  141. tölublað  108. árgangur  FULLKOMIN ÓVISSA UM LÍFEYRISSJÓÐI SENDUM HVERT ÖÐRU KVEÐJU SVAKALEGUR DAÐI FREYR Á AIRWAVES HVATNINGARÁTAK 2 OG 12 EUROVISIONSTJARNA 64VIÐSKIPTAMOGGINN Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sælgætisgerðin Nói Síríus telur full- reynt að ná samningum við stjórn- völd um að rétta samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda við erlendar sælgætisgerðir. Því sé aðeins fær sú leið að stefna ríkinu vegna „blygð- unarlausrar mismununar“. Þetta segir Finnur Geirsson, for- stjóri fyrirtækisins. Vísar hann til þeirrar staðreyndar að háir tollar á innflutt mjólkurduft valdi því að fyrirtækið verði að kaupa íslenskt mjólkurduft sem kosti í flestum til- vikum að minnsta kosti tvöfalt meira en mjólkurduft að utan. Tollarnir valdi því að hráefnis- kostnaður fyrirtækisins hækki um allt að sextíu milljónir króna á ári hverju og það veiki samkeppnisstöðu fyrirtækisins gagnvart erlendum keppinautum sem flytji vörur sínar fullunnar, með mjólkurdufti í, inn til landsins án þess að á þær leggist tollar á borð við mjólkurduftið óblandað. „Við höfum reynt að fara samn- ingaleiðina að því að rétta þessa stöðu en það hefur ekki borið árang- ur. Samtök iðnaðarins hafa verið að vinna að þessu með okkur, þ.e. að jafna þessi skilyrði, en það hefur gengið brösuglega. Nú held ég að við verðum að taka þetta mál í eigin hendur,“ segir Finnur um málið. Nói Síríus fagnar 100 ára afmæli nú í júnímánuði. »Viðskiptamogginn Nói hyggst leita atbeina dómstóla  Segir ofurtolla á mjólkurduft draga úr samkeppnishæfni Framboð viðskipta- og hagfræðings- ins Guðmundar Franklíns Jónssonar til embættis forseta Íslands kom sitjandi forseta, Guðna Th. Jó- hannessyni, ekki á óvart. Segir Guðni að út frá þróun síðustu ára hafi mátt gera ráð fyrir að annar að- ili myndi bera víurnar í embættið. Sjálfur kveðst hann lengst ætla að gegna embætti forseta Íslands næstu átta árin. Að þeim tíma lokn- um muni hann hverfa á ný inn í heim sagnfræðinnar. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag er sömuleiðis rætt við Guðmund Franklín, sem er gagnrýninn á störf sitjandi forseta. Telur hann Guðna hafa brugðist í veigamiklum málum á borð við orkupakka þrjú. Þá undr- ast hann afstöðu Fréttablaðsins, Sýnar og Hringbrautar til framboðs hans. Segir hann umrædda fjölmiðla ásamt „ESB-klíkunni“ hafa unnið markvisst gegn sér. Þrátt fyrir það kveðst Guðmundur bjartsýnn á sig- ur í kosningunum 27. júní. »36-37 Berjast um embætti for- seta Íslands Fánar blöktu í leikskólanum Sólborg í Reykjavík í gær í aðdraganda 17. júní þegar útskrift fór fram. Kolfinna og Helga Júlía, sem er í rólunni, voru að kveðja Sólborg, í sínu fínasta pússi, og systir Helgu, Sigrún Björk, lengst til hægri, mætti að sjálfsögðu á athöfnina. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleðilega þjóðhátíð! Guðmundur Franklín Jónsson Guðni Th. Jóhannesson  Mótframboð kom ekki á óvart „Þetta er framtíð verslana við Laugaveg. Með þessum gjörningi erum við fyrst og fremst að reyna að ná til almennings. Það þýðir ekki að tala við meirihlutann í Reykja- vík,“ segir Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins í Reykjavík, við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að stór hópur kaupmanna við Lauga- veg hefur nú hengt upp svarta ruslapoka í búðargluggum sínum til að mótmæla götulokunum. Eru pokarnir sagðir tákna það sem að óbreyttu kemur; rekstrarstöðvun. Hátt í 30 verslunarmenn taka þátt í þessum mótmælum í dag. »2 Táknræn mótmæli kaupmanna í miðbæ A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is GERÐU GÓÐ KAUP Í NETTÓ UM HELGINA! Bláber 125 gr 229KR/PK ÁÐUR: 458 KR/PK Nautalund 3.299KR/KG ÁÐUR: 5.998 KR/KG -50% -40% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 18. - 21. júní -45% Lambalærissneiðar Blandaðar, kryddaðar 1.559KR/KG ÁÐUR: 2.599 KR/KG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.