Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn
fimmtudaginn 25. júní 2020, kl. 16:00
í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ.
Dagskrá
1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein
samþykkta félagsins.
2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á
eigin hlutabréfum.
3. Þróunarmál og hönnun.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofunni í
Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis.
Ársreikningur er sendur hverjum þeim hlutahafa sem
þess óskar.
Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma
stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður fyllstu varúðar
gætt. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða
í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt.
Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt
umboð.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu
félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag.
Mosfellsbæ, júní 2020.
Stjórn ÍSTEX hf.
Alls voru um 150 kíló í poka þegar
Símon Sturluson í Stykkishólmi vitj-
aði í fyrsta sinn á þessu vori um
eftirtekjuna í bláskeljarækt sinni á
Breiðafirði. „Þetta er fín uppskera
sem veit á gott sumar,“ segir Símon,
sem byrjaði í búskap þessum árið
2007. Þá setti hann í sjó nærri Kiðey,
rétt utan við Stykkishólm, kaðla sem
bláskelin sprettur á. Þeir eru svo
færðir í sérstakar trosur sem dregn-
ar eru úr sjó, en ræktunin er alls
þriggja ára ferli.
Eftir að hafa náð fyrstu bláskel-
inni á þessu sumri úr sjó sendi Sím-
on sýni af uppskerunni á rann-
sóknarstofu í Írlandi. Fylgjast þarf
vel með öllu, svo sem með tilliti til
þörungablóma í Breiðafirði og
hugsanlegra eitrandi áhrifa hans á
annað í lífríkinu. „Ég á samt ekki
von á öðru en að þetta verði allt í fín-
asta lagi,“ segir Símon, sem með
Hermanni Bragasyni félaga sínum
var að pakka bláskelinni þegar
Morgunblaðið hitti þá vestur í
Stykkishólmi. Skelin er að stærstum
hluta seld á veitingahús á Snæfells-
nesi, þar boðin sem matur úr héraði
og þykir lostæti. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjávarfang Holdfylling í skelinni er góð, segir Símon Sturluson, sem hér er t.h., og með honum Hermann Bragason.
Bláskel sumarsins senn á
veitingahús á Snæfellsnesi
Er borin fram sem matur úr héraði og þykir lostæti
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Skimað var fyrir kórónuveirunni hjá
um 80 farþegum sem komu til Seyð-
isfjarðar með Norrænu í gær. Ekki
þurfti að taka sýni frá 70 farþegum,
en þeir voru ýmist Færeyingar eða
Íslendingar að koma frá Færeyjum.
Hóparnir héldu að mestu til hvor á
sínu dekkinu á siglingunni og var
þeim haldið í sundur eins og hægt
var.
„Þetta gekk nú bara ágætlega,“
segir Kristján Ólafur Guðnason,
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
Austurlandi, um skimunina. „Þetta
tók tvo og hálfan tíma allt í allt, en
það skýrist af mestu af því að það
voru mjög margir sem ekki höfðu
skráð sig rafrænt inn í grunninn.
Það er nokkuð sem þarf að skoða og
ráða bót á.“
Sýni úr farþegunum voru send
með flugi til Reykjavíkur og vonir
stóðu til að niðurstöður rannsókna
fengjust í gærkvöldi.
Farþegum ferjunnar var ekki sagt
að fara í sóttkví en þeir hafa þó verið
beðnir að hafa hægt um sig þar til
niðurstöður fást. Þess vegna ríður á
að ekki líði langur tími frá komu
þeirra til landsins og þar til niður-
stöðurnar eru ljósar, segir Kristján.
Í fyrstu var fyrirhugað að sýni
yrðu tekin úr farþegum um borð í
ferjunni á leið hennar til Seyðisfjarð-
ar til að athuga hvort nokkur bæri
með sér kórónuveirusmit, og að
sýnatökunni yrði lokið við komuna
hingað til lands.
Áform um að senda sýnatöku-
teymi með aðstoð Landhelgisgæslu
frá Reykjavík og Egilsstöðum til
móts við Norrænu í á mánudags-
morgun gengu þó ekki eftir sökum
slæmra skilyrða til lendingar í Fær-
eyjum.
Skimuðu fyrir veirunni á Seyðisfirði
Norræna kom til landsins með um 150 farþega Hóparnir héldu sig fjarri hvor öðrum á siglingunni
Margir ekki skráð sig fyrirfram í gagnagrunn Beðnir að hafa hægt um sig þar til niðurstöður fást
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Beðið átekta Heilbrigðisstarfsfólk beið í landganginum eftir að geta hafið prófanir á farþegum ferjunnar í gær.
Þorgrímur Guðmundsson er vél-
stjóri á Hoffelli SU-80. Hann tók
mótorhjólið með sér þegar skipið
sigldi í slipp til Færeyja, sigldi svo
aftur til Íslands með Norrænu í gær
og er nú kominn heim í frí.
Hann þurfti ekki að fara í skimun
við komuna til landsins og segist
hafa komist fljótt frá borði.
„Það var reynt eftir bestu getu,“
segir Þorgrímur spurður hvort
hópunum hafi verið haldið að-
skildum. „Þeir voru hvorir á sínu
dekkinu; þeir sem þurftu að láta
taka sýni og þeir sem bara þurftu
að skrá sig.“
Tók mótorhjólið með
í slippinn til Færeyja
Kominn heim Þorgrímur sigldi aft-
ur frá Færeyjum til Íslands í gær.