Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn fimmtudaginn 25. júní 2020, kl. 16:00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Þróunarmál og hönnun. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofunni í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Ársreikningur er sendur hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar. Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður fyllstu varúðar gætt. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt. Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag. Mosfellsbæ, júní 2020. Stjórn ÍSTEX hf. Alls voru um 150 kíló í poka þegar Símon Sturluson í Stykkishólmi vitj- aði í fyrsta sinn á þessu vori um eftirtekjuna í bláskeljarækt sinni á Breiðafirði. „Þetta er fín uppskera sem veit á gott sumar,“ segir Símon, sem byrjaði í búskap þessum árið 2007. Þá setti hann í sjó nærri Kiðey, rétt utan við Stykkishólm, kaðla sem bláskelin sprettur á. Þeir eru svo færðir í sérstakar trosur sem dregn- ar eru úr sjó, en ræktunin er alls þriggja ára ferli. Eftir að hafa náð fyrstu bláskel- inni á þessu sumri úr sjó sendi Sím- on sýni af uppskerunni á rann- sóknarstofu í Írlandi. Fylgjast þarf vel með öllu, svo sem með tilliti til þörungablóma í Breiðafirði og hugsanlegra eitrandi áhrifa hans á annað í lífríkinu. „Ég á samt ekki von á öðru en að þetta verði allt í fín- asta lagi,“ segir Símon, sem með Hermanni Bragasyni félaga sínum var að pakka bláskelinni þegar Morgunblaðið hitti þá vestur í Stykkishólmi. Skelin er að stærstum hluta seld á veitingahús á Snæfells- nesi, þar boðin sem matur úr héraði og þykir lostæti. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjávarfang Holdfylling í skelinni er góð, segir Símon Sturluson, sem hér er t.h., og með honum Hermann Bragason. Bláskel sumarsins senn á veitingahús á Snæfellsnesi  Er borin fram sem matur úr héraði og þykir lostæti Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Skimað var fyrir kórónuveirunni hjá um 80 farþegum sem komu til Seyð- isfjarðar með Norrænu í gær. Ekki þurfti að taka sýni frá 70 farþegum, en þeir voru ýmist Færeyingar eða Íslendingar að koma frá Færeyjum. Hóparnir héldu að mestu til hvor á sínu dekkinu á siglingunni og var þeim haldið í sundur eins og hægt var. „Þetta gekk nú bara ágætlega,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, um skimunina. „Þetta tók tvo og hálfan tíma allt í allt, en það skýrist af mestu af því að það voru mjög margir sem ekki höfðu skráð sig rafrænt inn í grunninn. Það er nokkuð sem þarf að skoða og ráða bót á.“ Sýni úr farþegunum voru send með flugi til Reykjavíkur og vonir stóðu til að niðurstöður rannsókna fengjust í gærkvöldi. Farþegum ferjunnar var ekki sagt að fara í sóttkví en þeir hafa þó verið beðnir að hafa hægt um sig þar til niðurstöður fást. Þess vegna ríður á að ekki líði langur tími frá komu þeirra til landsins og þar til niður- stöðurnar eru ljósar, segir Kristján. Í fyrstu var fyrirhugað að sýni yrðu tekin úr farþegum um borð í ferjunni á leið hennar til Seyðisfjarð- ar til að athuga hvort nokkur bæri með sér kórónuveirusmit, og að sýnatökunni yrði lokið við komuna hingað til lands. Áform um að senda sýnatöku- teymi með aðstoð Landhelgisgæslu frá Reykjavík og Egilsstöðum til móts við Norrænu í á mánudags- morgun gengu þó ekki eftir sökum slæmra skilyrða til lendingar í Fær- eyjum. Skimuðu fyrir veirunni á Seyðisfirði  Norræna kom til landsins með um 150 farþega  Hóparnir héldu sig fjarri hvor öðrum á siglingunni  Margir ekki skráð sig fyrirfram í gagnagrunn  Beðnir að hafa hægt um sig þar til niðurstöður fást Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Beðið átekta Heilbrigðisstarfsfólk beið í landganginum eftir að geta hafið prófanir á farþegum ferjunnar í gær. Þorgrímur Guðmundsson er vél- stjóri á Hoffelli SU-80. Hann tók mótorhjólið með sér þegar skipið sigldi í slipp til Færeyja, sigldi svo aftur til Íslands með Norrænu í gær og er nú kominn heim í frí. Hann þurfti ekki að fara í skimun við komuna til landsins og segist hafa komist fljótt frá borði. „Það var reynt eftir bestu getu,“ segir Þorgrímur spurður hvort hópunum hafi verið haldið að- skildum. „Þeir voru hvorir á sínu dekkinu; þeir sem þurftu að láta taka sýni og þeir sem bara þurftu að skrá sig.“ Tók mótorhjólið með í slippinn til Færeyja Kominn heim Þorgrímur sigldi aft- ur frá Færeyjum til Íslands í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.