Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Heimilisofbeldi er því miðurallt of algengt, það er oftfalið og erfitt að átta sig á því. Heimilið nýtur friðhelgi og inn- an veggja þess geta gerst hlutir sem fara algjörlega framhjá öðrum. Heimildisofbeldi getur aukist við erfiðar aðstæður eins og eru í sam- félaginu nú. Tökum eftir og bjóðum fram aðstoð. Leyfum börnum að njóta vafans. Tilkynnum til barna- verndar. Fram hefur komið að í ár fjölgaði tilkynningum um heimilis- ofbeldi þar sem börn koma við sögu hlutfallslega mjög mikið milli mán- aða og hafa ekki verið fleiri í upp- hafi árs í rúman áratug. Mikilvægt að leita aðstoðar Leitaðu aðstoðar ef þú óttast að verða fyrir ofbeldi eða ef þig grun- ar ofbeldi einhvers staðar. Leitaðu aðstoðar ef þú óttast að missa stjórn eða að þú beitir ofbeldi. Eng- inn hefur rétt á að meiða á nokkurn hátt, að bregðast við slíku er mikil- vægt. Ofbeldi getur verið margs konar, andlegt, líkamlegt, fjárhags- legt, kynferðislegt og félagslegt. Sjá nánar á www.heilsuvera.is. Hjá heilsugæslunni eru starfandi hjúkr- unarfræðingar, ljósmæður, sálfræð- ingar og læknar sem geta aðstoðað og veitt stuðning. Koma með áverka annan hvern dag Rannsóknir sýna að á Landspít- alann kemur kona með áverka eftir heimilisofbeldi annan hvern dag. Heimilisofbeldi hefur gríðarleg áhrif á heilsufar viðkomandi, bæði líkamlegt og sálrænt. Skömm og sektarkennd eru algengar tilfinn- ingar sem geta hindrað þolendur í að leita sér aðstoðar. Eftir því sem heimilisofbeldið er alvarlegra og því lengur sem það stendur yfir hefur það meiri áhrif á þolandann. Því skiptir miklu máli að leita hjálpar sem fyrst. Áhrif á sálræna heilsu eru mikil og langvinn og geta verið kvíðaraskanir, þunglyndi, fíkn, mikil þreyta og orkuleysi, Saman gegn heimilisofbeldi Morgunblaðið/Eggert Sársauki Afar mikilvægt er að bregðast tafarlast við ef okkur grunar að börn búi við vanrækslu eða ofbeldi. Heilsuráð Ástþóra Kristinsdóttir sérfræðiljósmóðir, Þróun- armiðstöð íslenskrar heilsugæslu geta leitað til, til dæmis góðan ætt- ingja, skólahjúkrunarfræðing eða vin. Heimilisofbeldi getur haft lang- vinnar og alvarlegar afleiðingar langt fram á fullorðinsár. Dæmi um afleiðingar ofbeldis gagnvart börn- um eru lágt sjálfsmat, kvíði, þung- lyndi, aukin hætta á langvinnum sjúkdómum, sjálfsvígshugleiðingar og áfengis- og fíkniefnanotkun. Þó svo að heimilisofbeldi beinist ekki að barninu sjálfu hefur það áhrif á líðan þess og þroska, því börn eru sérfræðingar í að finna hvernig andrúmsloftið er á heimilinu. Við berum öll ábyrgð Öll þurfum við að taka ábyrgð og leggja okkar af mörkum til að gera samfélagið okkar betra. Verum góðir grannar og tilkynnum til barnaverndar, ekki bíða og sjá til. Ekki líta fram hjá ofbeldi, láttu vita að hegðunin er ekki í lagi. Hjálpum viðkomandi að leita sér aðstoðar. Nánari upplýsingar má finna á www.heilsuvera.is. Morgunblaðið/Sverrir Hnefinn Heimilisofbeldi hefur sterk áhrif á heilsufar, líkamleg og sálræn. svefntruflanir. Líkamleg einkenni geta verið höfuðverkjaköst, bak- verkir, brjóstverkir, kynsjúkdómar og fleira. Heimilisofbeldi getur haft mikil áhrif á börn og þar með talin börn sem eru enn í móðurkviði. Sýnt hef- ur verið fram á að áföll í móður- kviði geta haft áhrif á heilaþroska barns. Ofbeldi á meðgöngu getur aukið tíðni á mörgum meðgöngu- kvillum, þar á meðal eru: hækkaður blóðþrýstingur, bjúgur, blæðingar, sýkingar, ógleði og fyrirbura- og léttburafæðingar. Fæðingar- þunglyndi er mun algengara hjá konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi á meðgöngu. Sum börn hljóta mikinn skaða Afleiðingar heimilisofbeldis á börn eru einstaklingsbundnar og sum hljóta mikinn skaða af meðan önnur spjara sig betur. Það sem skiptir mestu máli er að börnin hafi stuðningsaðila sem þau treysta og Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Hátíðarhöld á Akureyri í dag, 17. júní, verða með öðru sniði en venju- lega. Ekki verður safnast saman í Lystigarðinum eða miðbænum. Þess í stað verður sérstakur blómabíll á ferð um bæinn frá kl. 13 og kl. 15 hefst skemmtidagskrá fyrir yngri kynslóðina á flötinni við Minjasafn- ið. Dagskrá hefst kl. 13 við dval- arheimilið Lögmannshlíð í Síðu- hverfi, þar sem Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri flytur ávarp, Kvennakór Akureyrar flytur þjóð- sönginn og sr. Sindri Geir Óskarsson fer með bænagjörð og blessun. Ávarp fjallkonunnar verður flutt við dvalarheimili Hlíð um kl. 14.30 og við Minjasafnið í Innbænum hefst kl. 15 fjölskyldudagskrá og frítt er inn á söfn og sýningar. Þar má nefna Minjasafnið, Iðn- aðarsafnið, Leikfangasýninguna í Friðbjarnarhúsi og Nonnahús, en þessi menningarsetur eru öll í Inn- bænum. Þá verður í menningarhúsinu Hofi opnuð kl. 16 ljósmyndasýning sem ber yfirskriftina Í gegnum linsuna og þar er sýndar myndir af lífríki norðurslóða. Þá bjóða skipverjar á eikarbátnum Húna II upp á ókeypis siglingu um Pollinn kl. 16, 17 og 18. Þjóðhátíð á Akureyri Víða skemmt- anir og blóma- bíll fer um bæ Akureyri Höfuðstaður Norðurlands. Hverfishátíðir verða við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn í Kópavogi milli kl. 14 og 16 í dag, þjóðhátíðardainn 17. júní. Alls stað- ar er rúmt um gesti þannig að hægt er að tryggja tveggja metra reglu fyrir þá sem það kjósa. Á þessum stöðum verða kynnar og skemmtifól þau Saga Garðarsdóttir, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Vilhelm Neto og Vilhelm Anton Jónsson. Listamenn- irnir sem koma fram eru: GDRN, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og fleiri. Listamennirnir koma allir fram á tveimur stöðum þannig að dagskráin er ólík á milli svæða. Ekki verða hefðbundin hátíðar- höld á Rútstúni, eins og venjan er, heldur eru umfangsminni skemmt- anir víða um bæinn, eins og að framan er lýst. Bílalestir verða á ferð um bæinn frá kl. 12 til 14, upp- taktur að hátíðarhöldunum. „Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti. Hins veg- ar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn og lofa ég mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá,“ segir Ár- mann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Við Menningarhúsin í Kópavogi verður dagskrá milli kl. 13-16, hvar Valgerður Guðnadóttir syngur á tvennum tónleikum í Salnum og söfn bæjarins verða opin. Svonefnt 17. júní hlaup Breiðabliks verður haldið klukkan 10 um morguninn en það er ætlað börnum í 1. til 6. bekk grunnskóla. Sundlaug Kópavogs verður opin frá kl. 10 til 18. Krakkar fá frítt í hoppukastala og leiktæki og allar hendur verða sprittaðar. Hvatt er til þess að börn og ungmenni séu í forgangi á hátíð- unum þannig að þau fái svæðin fyr- ir sig. Kátt verður í öllum Kópavogi á þjóðhátíðardeginum Hverfishátíðir verða haldnar á fjórum stöðum í bænum í dag Ljósmynd/Aðsend Kópavogur Falleg er fánaborgin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.