Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Varðskipið Óðinn mun sigla frá Reykjavík til Akraness nk. föstu- dag. Þar verður skipið til sýnis al- menningi. Er þetta einskonar heið- ursferð fyrir hollvini Óðins sem Faxaflóahafnir standa fyrir í sam- vinnu við Akraneskaupstað. Varðskipið Óðinn sigldi út úr Reykjavíkurhöfn í fyrsta skipti í meira en áratug 11. maí síðastliðinn en þá hafði verið unnið að því að gera við vélar skipsins sem ekki höfðu verið notaðar í 15 ár. „Ég stakk upp á því að siglt yrði upp á Skaga þegar vélarnar yrðu ræstar og var áhugi fyrir því. Þá var kórónuveirufaraldurinn í gangi og fáir máttu vera um borð,“ segir Gísli Gísla- son, hafnarstjóri Faxaflóahafna, þegar hann er spurður um til- drög þess að skipinu er nú siglt upp á Akra- nes. Hugmyndin er nú að komast í framkvæmd. Heiðursferð fyrir hollvini Óðinn er hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík og varðveitt í því ástandi sem það var þegar þangað var komið. Hollvinir Óðins hafa lagt mikla vinnu í björgun skipsins á sínum tíma, varðveislu þess, viðhald og umhirðu. Nú síðast hefur verið unnið að standsetningu véla skips- ins. Gísli segir að ferðin upp á Akra- nes sé einskonar heiðursferð fyrir hollvini skipsins. Þeim verður boðið upp á skoðunarferð um Akranes og í hádegisverð og skipið verður al- menningi til sýnis milli klukkan 12.30 og 14.30. Á meðan Óðinn var í þjónustu þjóðarinnar sem varðskip átti hann oft leið framhjá Akranesi en Gísli segir að ekki sé vissa fyrir því að skipið hafi lagst þar að bryggju. „Heimsókn Óðins er því fagnaðar- efni og heiður að fá þetta sögu- fræga skip á Akranes, en ekki síður ánægjulegt að taka á móti holl- vinum Óðins, sem hafa af elju og þrautseigju unnið mikið þjóðþrifa- verk með sjálfboðaliðsvinnu og ómetanlegu framlagi,“ segir í til- kynningu frá Faxaflóahöfnum. Í þorskastríðum og björgun Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríð- unum á 20. öld. Öflugasta vopn skipsins er 57 mm fallbyssa, stað- sett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopn- ið í þorskastríðunum var þó tog- víraklippurnar sem sjá má á aftur- dekki skipsins. Óðinn reyndist sérstaklega vel sem björgunarskip. Hann dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einn- ig dró hann flutninga- og fiskiskip 14 sinnum úr strandi. Þá bjargaði áhöfn Óðins áhöfnum strandaðra skipa þrisvar og tvisvar bjargaði hún áhöfnum sökkvandi skipa. Óð- inn sinnti alla tíð almennu veiðieft- irliti. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öldungur Athygli vakti þegar varðskipið Óðinn sigldi út úr Reykjavíkurhöfn í síðasta mánuði eftir langa hvíld við Sjóminjasafnið. Þá var siglt út á sundin en nú er stefnan sett á Akranes. Siglir með hollvini til Akraness  Talin fyrsta ferð varðskipsins Óðins á Skagann  Verður til sýnis fyrir almenning á föstudag Gísli Gíslason GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ Í HAFNARFIRÐI FÖGNUM Í GARÐINUM HEIMAOG NJÓTUM NÆRUMHVERFISINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.