Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 ÚR BÆJARLÍFINU Margrét Þóra Þórsdóttir Eyjafjörður Þjóðhátíðardagur Íslendinga er runninn upp og Akureyringar fagna honum líkt og aðrir landsmenn. Með óhefðbundnu sniði að þessu sinni. Hefð er fyrir samkomum í Lysti- garði og miðbæ sem ekki verða nú í ár. Viðburðum í tilefni dagsins verð- ur dreift á sex staði víða um bæinn. Tveir þeirra verða við dvalarheimili bæjarins.    Ásthildur Sturludóttir bæjar- stjóri flytur ávarp við dvalarheimilið Lögmannshlíð og Kvennakór Akur- eyrar flytur þjóðsönginn ásamt fleiri atriðum. Dagskrá verður við dval- arheimilið Hlíð og þar verður ávarp fjallkonunnar sem Sigurlína Guðný Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur úr framvarðarsveit Sjúkrahússins á Akureyri í baráttunni gegn veirunni, flytur að þessu sinni. Jafnréttisvið- urkenning Akureyrarbæjar verður afhent við þetta tækifæri. Leikhóp- urinn Lotta kemur sér fyrir á gras- flöt austan Lundarskóla og skemmtir börnum á öllum aldri. Skemmtun verður fyrir börn á Minjasafnsflötinni þar sem m.a. verður skátatívolí og hoppukastalar. Söfnin í Innbænum verða opin og frítt inn. Ljósmyndasýningin Í gegn- um linsuna – Lífríki norðurslóða verður opnuð við Hof síðdegis og þá bjóða skipverjar á eikarbátnum Húna ll upp á ókeypis siglingu um Pollinn. Þá verður sérstakur blóma- bíll á ferð um bæinn frá kl. 13.    Alls bárust 68 athugasemdir frá almenningi og fimm umsagnir, frá hverfisnefnd Oddeyrar, Isavia, Minjastofnun, Norðurorku og Vega- gerðinni vegna breytinga á aðal- skipulagi á Oddeyri. Athugasemdir og umsagnir voru kynntar á síðasta fundi skipulagsráðs Akureyrar- bæjar. Breytingin sem um er að ræða nær til reits sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Kaldbaksgötu, Gránufélagsgötu og Strandgötu og er hluti af stærra þróunarsvæði þar sem gert er ráð fyrir mikilli endur- nýjun. Í tillögunni felst að svæði, sem er að mestu skilgreint sem at- hafnasvæði, verði breytt í íbúðar- svæði og heimilt verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæð. Frá þessu er greint á vef Akur- eyrarbæjar.    Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á liðnu hausti tillögur um breytingu á aðalskipulagi fyrir Odd- eyri vegna hugmynda frá verktaka- fyrirtækinu SS Byggi en þær gengu út á að byggja á svæðinu 6-11 hæða fjölbýlishús. Fyrirhuguð háhýsa- bygging hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa á Akureyri. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi og var sviðs- stjóra skipulagssviðs og formanni skipulagsráðs falið að funda með hagsmunaaðilum um framhald máls- ins.    Mikilvægt þykir að hraða sem kostur er framkvæmdum við tvær nýjar tjaldflatir norðan útilífs- miðstöðvarinnar við Hamra. Aðal- fundur Hamra, sem sjá um rekstur miðstöðvarinnar, ítrekaði í ályktun beiðni til Akureyrarbæjar að hraða vinnu við stækkun svæðisins til norðurs og einnig var skorað á bæj- aryfirvöld að tryggja fjármagn til verksins á þessu ári og næstu ár eft- ir því sem framkvæmdum miðar áfram.    Fjölgun ferðamanna, breyttur ferðamáti og ferðatími tjaldgesta, sem og mikið álag á tjaldflatir á úti- lífsmiðstöðinni að Hömrum við Ak- ureyri, ásamt lokun tjaldsvæðis við Þórunnarstræti, leiðir til þess að brýnt þykir að koma málinu í þenn- an farveg.    Hörgársveit fagnaði 10 ára af- mæli sínu í liðinni viku, 12. júní síð- astliðinn. Fundur var í sveitarstjórn þann dag og í tilefni afmælisins sam- þykkti hún að sveitarfélagið hæfi þegar undirbúning að því að gerður yrði göngu- og hjólastígur frá Lóns- bakka að Þelamerkurskóla, með samvinnu við Vegagerðina og Norð- urorku. Þá þarf að gera breytingu á skipulagi og ýmislegt fleira. „Verkið hefur ekki verið hannað og kostnaðarreiknað, en sá undir- búningur fer nú í gang, segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit. Hann sagði að óskað yrði eftir samvinnu við Vegagerðina varðandi framkvæmd og fjár- mögnun á öllum stigum. „Við mun- um nú hið fyrsta leita eftir slíkri samvinnu,“ segir hann.    Þá hefur verið óskað eftir sam- vinnu við Norðurorku varðandi þann kafla á stígunum sem fer um svæði þar sem félagið mun leggja nýja Hjalteyrarlögn í Kræklingahlíðinni þegar þar að kemur. „Það er ljóst að þessi stígur er ekki að koma á morgun, en undir- búningur er að hefjast, það er byrj- unin,“ segir Snorri.    Íbúar Hörgársveitar voru 620 talsins þann 1. janúar 2020. Sveitar- félagamörkin við Akureyri eru við Lónið, á móti Akrahreppi við Grjótá á Öxnadalsheiði og á móti Dalvík- urbyggð eru mörkin skammt norðan við Fagraskóg. Hörgársveit varð til við sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 12. júní 2010. Nokkru fyrr eða 1. janúar 2001 varð sveitarfélagið Hörgárbyggð til með sameiningu Glæsibæjarhrepps, Öxnadalshrepps og Skriðuhrepps.    Ferðafólk streymdi út í Hrísey um liðna helgi og var mikið líf og fjör í eyjunni. Stjórn Akureyrarstofu sam- þykkti fyrr í þessum mánuði að veita tvær milljónir króna í styrk til Ferða- málafélags Hríseyjar til að gera því kleift að fella niður fargjöld í Hríseyj- arferjuna Sævar í samstarfi við rekstraraðila hennar. Enginn þarf því að greiða fargjald það sem eftir lifir júnímánaðar og er skemmt frá því að segja að það hefur mælst vel fyrir. Óvenjumargir voru á ferðinni um liðna helgi, þá fyrstu sem ókeyp- is er í ferjuna. Og engu líkara en stórviðburður væri þar í gangi miðað við umferðina. Ákvörðunin var hugsuð til að styðja ferðaþjónustu í eyjunni og einnig til að kveikja áhuga lands- manna á að heimsækja Hrísey. Ný- leg könnun leiddi nefnilega í ljós að tæpur helmingur þjóðarinnar, 46%, hefur aldrei komið til Hríseyjar. Nú er um að gera að grípa tækifærið þegar hægt er að spara sér fargjaldið og njóta lífsins í perlu Eyjafjarðar. Þjóðhátíð á víð og dreif um bæinn  Óhefðbundinn 17. júní á Akureyri  Hörgársveit 10 ára  Straumur ferðamanna til Hríseyjar Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Hjartað í miðbænum dregur að vegfarendur, stóra sem smáa. Verktaki vinnur að síðasta áfanga Dettifossvegar. Verkinu á að ljúka á næsta ári. Lengi hefur verið unnið að lagn- ingu nýs vegar að Dettifossi og teng- ingum við þjóðvegakerfið. Hluti hans var lagður í tveimur áföngum. Syðsti hlutinn, frá Hringvegi að Dettifossi, var lagður eftir árið 2008 auk bíla- plans og vegar að fossinum. Á árinu 2014 var lagður kafli nyrst á Detti- fossvegi. Eftir er um 13 km kafli sem unnið hefur verið að. Gunnar H. Guðmundsson, svæðisstjóri Vega- gerðarinnar á Akureyri, segir að öll áhersla sé lögð á að leggja þennan kafla bundnu slitlagi á þessu ári. Þá verði eftir nýr vegur niður í Hólmatungur og Vesturdal og stæði fyrir bíla. Verkinu á að ljúka á næsta ári. Heildarkostnaður, samkvæmt út- boði, er um 1,5 milljarðar króna. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dettifoss Ferðamannaleiðin meðfram Jökulsá að vestanverðu verður áhugaverðari valkostur fyrir fólk með endurbættum vegi. Slitlag á Dettifoss- veg fyrir haustið  Ferðamannaleið loks í röð góðvega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.