Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 29
www.tilfyrirmyndar.is | #tilfyrirmyndar | @tilfyrirmyndar
Takk fyrir að vera til fyrirmyndar er hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur
og íslensku þjóðinni.
Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsvísu og vorum til fyrirmyndar
með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum,
frú Vigdísi Finnbogadóttur. Á þessum tímamótum er vert að staldra við, huga að því sem
vel er gert og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
Í dag, á þjóðhátíðardegi okkar, fylgir Morgunblaðinu bréf með yfirskriftinni
„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“.
Hvetjum við alla landsmenn til að senda þessi bréf til fjölskyldu, vina, vinnustaða
og annarra sem bréfritarar vilja þakka fyrir að vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
Fleiri eintök af bréfinu má nálgast víða um land, á pósthúsum, í útibúum Landsbankans
og í verslunum Nettó.
Rafræn eintök af bréfinu á fjölmörgum tungumálum má nálgast á heimasíðunni
tilfyrirmyndar.is. ,,TAKK veggir” verða málaðir víða um land.
Skemmtilegt er að taka myndir af sér og sínum og deila á samfélagsmiðlum.
Fylgstu með og taktu þátt!