Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð
og framleidd í Svíþjóð.
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
TILBOÐ
Sparaðu 10.000
Verð nú 55.000
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
Í JÚNÍ
kr.
kr.
LauraStar Lift Red
Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Fjöldi ríkja í Evrópu hefur opnað
landamæri sín fyrir öðrum Evr-
ópuríkjum, eftir margra mánaða ein-
angrun vegna kórónuveirufaraldurs-
ins. Á sama tíma takast Kínverjar á
við það sem óttast er að sé upphaf
nýrrar veirubylgju.
Á undanförnum vikum hefur
dregið verulega úr veirusmiti. Marg-
ir telja að veiran hafi verið knésett.
Ráðamenn í Evrópu hafa um skeið
verið áfram um að draga úr tak-
mörkunum sem settar voru á mann-
líf og athafnalíf í stríðinu gegn kór-
ónuveirunni. Aðgerðirnar hafa
bjargað mörgu mannslífinu, segja
yfirvöld, en komið harkalega niður á
efnahags- og athafnalífinu og verið
almenningi lýjandi.
Hömlum sem aflétt var frá og með
mánudeginum og afnámi takmark-
ana við ferðalögum er ætlað að örva
athafnalífið, sérstaklega ferðaþjón-
ustuna. Á vettvangi Evrópusam-
bandsins (ESB) mistókust tilraunir
til að stíga í takt og tilraunir til sam-
ræmingar fóru út um þúfur. Vildi
ESB að landamærin innbyrðis yrðu
opnuð upp á gátt.
Þeir sem aldrei lokuðu
Einna harðast hefur kórónuveiran
komið við kaunin á Ítölum. Opnaði
Ítalía landamæri sín 3. júní og nam
úr gildi allar hömlur sem settar
höfðu verið á ferðamenn frá öðrum
Evrópuríkjum.
Búlgaría, Króatía, Ungverjaland,
Lettland, Litháen, Eistland, Slóv-
akía og Slóvenía hafa einnig hafist
handa við að létta takmörkunum
sem gilt hafa gagnvart útlendingum.
Áfram gildir þó bann við komu fólks
frá löndum þar sem verulega smit-
hætta er enn talin vera fyrir hendi. Í
mörgum tilfellum útiloka viðkom-
andi lönd enn um sinn ferðalanga frá
Svíþjóð og Bretlandi auk annarra.
Pólland opnaði landamæri sín
gagnvart öllum öðrum ESB-ríkjum
og Bretlandi síðastliðinn laugardag,
13. júní.
Svíþjóð lokaði aldrei sínum landa-
mærum gegnvart öðrum sam-
bandsríkjum. Sama háttinn hafði
Lúxemborg á en fyrr en varði var
smáríkið innilokað er grannríkin öll
skelltu landamærum sínum í lás.
Samkvæmt áætlun
Í samræmi við þá stefnu ESB að
opna landamæri sín á ný um miðjan
júní stigu Belgía, Frakkland og
Grikkland það skref í vikubyrjun.
Felldu þau úr gildi takmarkanir við
ferðalögum innan Evrópu.
Frakkar hafa krafist gagnvirkni í
aðgerðum og gætu því átt eftir að
reisa múra gagnvart löndum sem
enn girða fyrir ferðalög fólks frá
Frakklandi. Grikkir gengu lengra en
ESB vildi og heimilaði komur ferða-
manna frá fjarlægum löndum, svo
sem Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Japan,
Suður-Kóreu, Kína, Ísrael og Líb-
anon.
Þjóðverjar hættu eftirliti með
landamærum á láði í fyrradag og
stjórnvöld í Hollandi ákváðu að
draga úr viðvörunum við ónauðsyn-
legum ferðalögum til og frá land-
inu.
Austurríki var áður búið að opna
landamæri gagnvart flestum grann-
ríkjum sínum og aflétti ráðstöfunum
gegn samtals 31 landi í fyrradag.
Áfram banna Austurríkismenn
ferðalög til og frá Portúgal, Spáni,
Svíþjóð og Bretlandi.
Tékkland leyfir nú óheft ferðalög
til og frá fjölda ESB-landa en áfram
gildir bann við ferðum til og frá
löndum sem enn er talin stafa tals-
verð ógn af kórónuveirunni.
Seinir á sér
Spánverjar ætla ekki að nema
ferðabönn gagnvart ESB-löndunum
úr gildi fyrr en 21. júní, næstkomandi
mánudag. Áfram verða landamærin
við Portúgal þó lokuð til 1. júlí en
mun færri hafa dáið af völdum kór-
ónuveirunnar í Portúgal en á Spáni.
Spænsku Baleareyjarnar í Miðjarð-
arhafi fengu forskot á gleðina í fyrra-
dag er sérstakt tilraunaverkefni skil-
aði alls 11.000 Þjóðverjum frá og með
í fyrradag. Var því ætlað að blása lífi
í ferðaþjónustuna, sem gegnir lykil-
hlutverki í spænsku efnahags- og at-
vinnulífi.
Rúmenar hafa ekki enn skýrt frá
því hvenær þeir ætla að opna landa-
mæri sín takmarkalaust gagnvart
erlendum ferðamönnum.
Meðal landa sem létta kvöðum á
ferðalögum jafnt og rólega næstu
daga eru Danmörk, sem opnað hefur
einungis á ferðalög til og frá Þýska-
landi, Noregi og Íslandi. Hafa Danir
hætt við að krefjast að túristar frá
þessum löndum kaupi sér gistingu í
minnst sex nætur í röð utan höfuð-
borgarinnar, Kaupmannahafnar.
Verulegar breytingar urðu á dag-
legu lífi í Evrópu sl. mánudag. Versl-
anir og staðir með aðdráttarafl í
Bretlandi fengu sína fyrstu við-
skiptavini og gesti frá í mars. Sömu-
leiðis voru barir og kaffihús í París
opnuð til fulls á ný við mikla gleði
eigenda og starfsfólks.
Skyndileg aukning veirusmits síð-
ustu daga skýtur fólki skelk í bringu.
Ótti um að grípa þurfi að nýju til
ráðstafana til að stöðva framgang
kórónuveirunnar setti mark sitt á
fjármálamarkaði í fyrradag. Hluta-
bréf féllu í verði og gætti ótta við að
ekkert yrði úr langþráðri uppsveiflu
í hagkerfinu færi veiran aftur á flug.
Verst er ástandið í Mið-Austur-
löndum og létust yfir 100 manns af
völdum kórónuveirunnar í Íran sl.
sunnudag. Sýkingum hefur fjölgað
mjög í Indlandi en þar er
heilbrigðiskerfið komið að fótum
fram í glímunni við veiruna.
Slaki ekki á
Líkhús í Nýju-Delhí eru yfirfull
og starfsmenn líkbrennsla segjast
ekki halda í við dauðsföllin; hafa ekki
undan við brennsluna.
Þá komu ný tilfelli sýkinga upp í
Róm síðustu daga og Ranieri Gu-
erra, forstjóri alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar (WHO), segir allt
þetta sýna að kórónuveiran sé ekki
dauð úr öllum æðum og hafi ekki
misst sýkingarmátt sinn „Við meg-
um ekki slaka á verðinum.“
Evrópa opnast á nýjan leik
Landamæri milli ríkja Evrópusambandsins hafa verið opnuð á ný Bjartsýni ríkir
meðal ráðamanna um að tekist hafi að halda kórónuveirunni illræmdu í skefjum
AFP
AFP
Baðströnd Gestir og heimamenn njóta sólarinnar
á strönd Palma á Mallorca. Fámennt í fyrstu en
síðan verður sandfjaran undirlögð af túristum.
Sund Þýskir túristar mættu til leiks á Mallorca strax sl.
mánudag, er opnað var fyrir ferðalög til eyjunnar, viku
fyrr en til annarra áfangastaða á Spáni. Hér slaka nokkrir
þeirra af við sundlaug RIU Concordia-hótelsins.