Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) TILBOÐ Sparaðu 10.000 Verð nú 55.000 www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi Í JÚNÍ kr. kr. LauraStar Lift Red Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Fjöldi ríkja í Evrópu hefur opnað landamæri sín fyrir öðrum Evr- ópuríkjum, eftir margra mánaða ein- angrun vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Á sama tíma takast Kínverjar á við það sem óttast er að sé upphaf nýrrar veirubylgju. Á undanförnum vikum hefur dregið verulega úr veirusmiti. Marg- ir telja að veiran hafi verið knésett. Ráðamenn í Evrópu hafa um skeið verið áfram um að draga úr tak- mörkunum sem settar voru á mann- líf og athafnalíf í stríðinu gegn kór- ónuveirunni. Aðgerðirnar hafa bjargað mörgu mannslífinu, segja yfirvöld, en komið harkalega niður á efnahags- og athafnalífinu og verið almenningi lýjandi. Hömlum sem aflétt var frá og með mánudeginum og afnámi takmark- ana við ferðalögum er ætlað að örva athafnalífið, sérstaklega ferðaþjón- ustuna. Á vettvangi Evrópusam- bandsins (ESB) mistókust tilraunir til að stíga í takt og tilraunir til sam- ræmingar fóru út um þúfur. Vildi ESB að landamærin innbyrðis yrðu opnuð upp á gátt. Þeir sem aldrei lokuðu Einna harðast hefur kórónuveiran komið við kaunin á Ítölum. Opnaði Ítalía landamæri sín 3. júní og nam úr gildi allar hömlur sem settar höfðu verið á ferðamenn frá öðrum Evrópuríkjum. Búlgaría, Króatía, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Eistland, Slóv- akía og Slóvenía hafa einnig hafist handa við að létta takmörkunum sem gilt hafa gagnvart útlendingum. Áfram gildir þó bann við komu fólks frá löndum þar sem verulega smit- hætta er enn talin vera fyrir hendi. Í mörgum tilfellum útiloka viðkom- andi lönd enn um sinn ferðalanga frá Svíþjóð og Bretlandi auk annarra. Pólland opnaði landamæri sín gagnvart öllum öðrum ESB-ríkjum og Bretlandi síðastliðinn laugardag, 13. júní. Svíþjóð lokaði aldrei sínum landa- mærum gegnvart öðrum sam- bandsríkjum. Sama háttinn hafði Lúxemborg á en fyrr en varði var smáríkið innilokað er grannríkin öll skelltu landamærum sínum í lás. Samkvæmt áætlun Í samræmi við þá stefnu ESB að opna landamæri sín á ný um miðjan júní stigu Belgía, Frakkland og Grikkland það skref í vikubyrjun. Felldu þau úr gildi takmarkanir við ferðalögum innan Evrópu. Frakkar hafa krafist gagnvirkni í aðgerðum og gætu því átt eftir að reisa múra gagnvart löndum sem enn girða fyrir ferðalög fólks frá Frakklandi. Grikkir gengu lengra en ESB vildi og heimilaði komur ferða- manna frá fjarlægum löndum, svo sem Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Japan, Suður-Kóreu, Kína, Ísrael og Líb- anon. Þjóðverjar hættu eftirliti með landamærum á láði í fyrradag og stjórnvöld í Hollandi ákváðu að draga úr viðvörunum við ónauðsyn- legum ferðalögum til og frá land- inu. Austurríki var áður búið að opna landamæri gagnvart flestum grann- ríkjum sínum og aflétti ráðstöfunum gegn samtals 31 landi í fyrradag. Áfram banna Austurríkismenn ferðalög til og frá Portúgal, Spáni, Svíþjóð og Bretlandi. Tékkland leyfir nú óheft ferðalög til og frá fjölda ESB-landa en áfram gildir bann við ferðum til og frá löndum sem enn er talin stafa tals- verð ógn af kórónuveirunni. Seinir á sér Spánverjar ætla ekki að nema ferðabönn gagnvart ESB-löndunum úr gildi fyrr en 21. júní, næstkomandi mánudag. Áfram verða landamærin við Portúgal þó lokuð til 1. júlí en mun færri hafa dáið af völdum kór- ónuveirunnar í Portúgal en á Spáni. Spænsku Baleareyjarnar í Miðjarð- arhafi fengu forskot á gleðina í fyrra- dag er sérstakt tilraunaverkefni skil- aði alls 11.000 Þjóðverjum frá og með í fyrradag. Var því ætlað að blása lífi í ferðaþjónustuna, sem gegnir lykil- hlutverki í spænsku efnahags- og at- vinnulífi. Rúmenar hafa ekki enn skýrt frá því hvenær þeir ætla að opna landa- mæri sín takmarkalaust gagnvart erlendum ferðamönnum. Meðal landa sem létta kvöðum á ferðalögum jafnt og rólega næstu daga eru Danmörk, sem opnað hefur einungis á ferðalög til og frá Þýska- landi, Noregi og Íslandi. Hafa Danir hætt við að krefjast að túristar frá þessum löndum kaupi sér gistingu í minnst sex nætur í röð utan höfuð- borgarinnar, Kaupmannahafnar. Verulegar breytingar urðu á dag- legu lífi í Evrópu sl. mánudag. Versl- anir og staðir með aðdráttarafl í Bretlandi fengu sína fyrstu við- skiptavini og gesti frá í mars. Sömu- leiðis voru barir og kaffihús í París opnuð til fulls á ný við mikla gleði eigenda og starfsfólks. Skyndileg aukning veirusmits síð- ustu daga skýtur fólki skelk í bringu. Ótti um að grípa þurfi að nýju til ráðstafana til að stöðva framgang kórónuveirunnar setti mark sitt á fjármálamarkaði í fyrradag. Hluta- bréf féllu í verði og gætti ótta við að ekkert yrði úr langþráðri uppsveiflu í hagkerfinu færi veiran aftur á flug. Verst er ástandið í Mið-Austur- löndum og létust yfir 100 manns af völdum kórónuveirunnar í Íran sl. sunnudag. Sýkingum hefur fjölgað mjög í Indlandi en þar er heilbrigðiskerfið komið að fótum fram í glímunni við veiruna. Slaki ekki á Líkhús í Nýju-Delhí eru yfirfull og starfsmenn líkbrennsla segjast ekki halda í við dauðsföllin; hafa ekki undan við brennsluna. Þá komu ný tilfelli sýkinga upp í Róm síðustu daga og Ranieri Gu- erra, forstjóri alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar (WHO), segir allt þetta sýna að kórónuveiran sé ekki dauð úr öllum æðum og hafi ekki misst sýkingarmátt sinn „Við meg- um ekki slaka á verðinum.“ Evrópa opnast á nýjan leik  Landamæri milli ríkja Evrópusambandsins hafa verið opnuð á ný  Bjartsýni ríkir meðal ráðamanna um að tekist hafi að halda kórónuveirunni illræmdu í skefjum AFP AFP Baðströnd Gestir og heimamenn njóta sólarinnar á strönd Palma á Mallorca. Fámennt í fyrstu en síðan verður sandfjaran undirlögð af túristum. Sund Þýskir túristar mættu til leiks á Mallorca strax sl. mánudag, er opnað var fyrir ferðalög til eyjunnar, viku fyrr en til annarra áfangastaða á Spáni. Hér slaka nokkrir þeirra af við sundlaug RIU Concordia-hótelsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.