Morgunblaðið - 17.06.2020, Síða 46

Morgunblaðið - 17.06.2020, Síða 46
VESTMANNAEYJAR46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Berglind Sigmarsdóttir segir að með nýrri ferju og tíðari ferðum á milli Landeyjahafnar og Vest- mannaeyja sé engin afsökun leng- ur fyrir því að heimsækja ekki Vestmannaeyjar. „Er upplagt að koma hingað í dagsferð og enn betra ef tími gefst til að gista og dvelja lengur svo að ráðrúm gefist til að upplifa allt það sem Vest- mannaeyjar hafa upp á að bjóða. Á þessu tiltölulega litla svæði er svo ótalmargt til að sjá og gera, og raunar ætti að vera óhætt að skilja bílinn eftir við Landeyjahöfn því þegar komið er út í Eyjar er stutt á milli staða og hægt að ganga eða hjóla um alla Heimaey á stuttum tíma.“ Berglind er formaður Ferða- málasamtaka Vestmannaeyja en einnig veitingafrömuður því hún og eiginmaður hennar Sigurður Gísla- son landsliðskokkur reka heilsu- veitingastaðinn Gott og flatböku- staðinn Pítsugerðina. Ugglaust eiga margir lesendur mat- reiðslubók Berglindar og Sigurðar uppi í hillu í eldhúsinu því þau gáfu á sínum tíma út metsölubók- ina Heilsuréttir fjölskyldunnar. Gott hóf starfsemi fyrir sex árum og voru móttökurnar svo góðar að hjónin ákváðu að opna útibú með sama nafni í miðbæ Reykjavíkur. „Sonur okkar veiktist og þurfti á sérstöku mataræði að halda en við rákum okkur á að oft virtist heilsusamlegur matur frekar bragðlítill og óspennandi. Ég sökkti mér ofan í þessi fræði og rýndi í hvaða hráefni væri best að nota, og Sigurður nýtti bakgrunn sinn sem meistarakokkur til að gera ljúffenga rétti úr þessu holla hráefni,“ segir Berglind söguna. „Bókin fékk afskaplega góðar við- tökur og í framhaldinu ákváðum við að opna veitingastað byggðan á sömu hugmyndafræði og rann- sóknum.“ Gott er einn af fjölmörgum framúrskarandi veitingastöðum í Vestmannaeyjum og segir Berg- lind veitingageira bæjarfélagsins miklu öflugri en ætla mætti að íbúafjöldinn gæfi tilefni til. „Veit- ingastaðirnir hérna eru reknir af miklu metnaði og birtist árang- urinn m.a. í því að þegar leitað er að bestu veitingastöðum Suður- lands á Tripadvisor þá eru a.m.k. tveir eða þrír staðir úr Vest- mannaeyjum í hópi þeirra allra bestu.“ Berglind fæst ekki til að gera upp á milli veitingastaðanna í bæn- um, en þeir sem til þekkja vita að matgæðingar sem staldra stutt við standa oft frammi fyrir miklum valkvíða þegar stigið er á land í Vestmannaeyjum. Fyrir áhuga- sama má nefna staði á borð við handverksbrugghúsið Brother‘s Brewery, Slippinn og Einsa Kalda. Nýir staðir bætast reglulega við og var t.d. skyndibitastaðurinn Éta opnaður á vordögum við góðar við- tökur. Jafnast á við að fara í golfferðalag til Spánar Svo margt er í boði í Vest- mannaeyjum að ekki væri hægt að telja það allt upp í einu viðtali. Berglind nefnir þó sérstaklega á söfn bæjarins: Eldheima, Sagn- heima og Sea Life Trust sem hýsir núna tvo káta mjaldra sem senn verða fluttir í rúmgóða sjókví. „Áhugafólk um golf hefur líka upp- götvað að heimsókn til Vest- mannaeyja jafnast alveg á við það að fara í golfferðalag til Spánar. Þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið því að ekki er lengur hægt að skjótast til Islantilla eða La Manga þarf að leita uppi bestu vellina á Íslandi. Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum hefur oft lent á topplista virtustu vefsíðna og tíma- rita yfir fallegustu náttúrulegu golfvelli heims og leitun að golf- velli í öðru eins umhverfi. Er auð- velt að komast þar að og taka nokkra hringi, og upplagt að ljúka ánægjulegum degi á golfvellinum með heimsókn á góðan veitinga- stað og gista síðan á notalegu hót- eli yfir nóttina.“ Á vefsíðunni VisitVestmannaeyj- ar.is má finna ágætis yfirlit yfir þá þjónustu og afþreyingu sem er í boði á svæðinu og segir Berglind að allir eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það má skoða Heimaey á tveimur jafnfljótum og njóta kyrrðarinnar og náttúrunnar, eða leyfa adrenalíninu að streyma á fjórhjóli ellegar sjókajak. Alls kyns ferðir eru í boði, bæði á landi og á sjó, og sundlaugin í miklu uppáhaldi hjá barnafjölskyldum.“ Þar sem matgæðingar fá valkvíða  Veitingastaðirnir í Vestmannaeyjum þykja hver öðrum betri og golfvöllurinn einn sá fallegasti í heimi Ljósmynd/Óskar Friðriksson Hraði Berglind segir bæði hægt að upplifa ró eða leyfa adrenalíninu að streyma í ferðalagi til Vestmannaeyja. Ljósmynd/Óskar Friðriksson Innlifun Safnið Eldheimar gerir sögu eldgossins mjög góð skil. Ljósmynd/Óskar Friðriksson Öflug Berglind við afgreiðsluborðið. Veitingastaðir í Eyjum þykja bera af. Það styttist í að ár verði liðið frá því nýr Herjólfur var tekinn í notkun. „Ferjan kom til landsins 15. júní en þá tók við undirbúnings- og þjálf- unartímabil og var nýr Herjólfur settur í rekstur þann 25. júlí,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmda- stjóri Vest- mannaeyjaferj- unnar Herjólfs ohf. Fyrsta rekstr- arár nýju ferj- unnar hefur gengið lygilega vel, að sögn Guðbjarts. „Við fengum afskap- lega gott veður sem gerði okkur lífið léttara og hafa aldrei verið jafn tíðar siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.“ Nýja ferjan er með tvinn-aflrás og getur siglt til og frá Landeyjahöfn á raforkunni einni saman. Fullkomnir rafhleðsluturnar voru reistir í landi og úti í Eyjum í september og októ- ber síðastliðnum en bilun kom upp í turninum í Landeyjahöfn. „Bilunin snýr að því að þrívíddarauga er notað til að greina staðsetningu rafmagns- klóarinnar á skipinu og tengja saman turn og skip með sjálfvirkum hætti. Þrívíddaraugað í Landeyjahöfn hætti að virka sem skyldi en töf varð á að erlendir tæknimenn gætu komið til landsins að laga bilunina enda rask- aði kórónuveiran ferðum til og frá landinu,“ útskýrir Guðbjartur. Tengiturninn í Vestmannaeyjum hefur hins vegar virkað fullkomlega og siglir Herjólfur nær hljóðlaust aðra leiðina, knúinn áfram af raforku. Guðbjartur segir það sérstaka upp- lifun að ferðast með ferjunni og heyra ekki drunur í skipsvél. „Hljóð- vistin um borð er allt önnur og him- inn og haf á milli nýja og gamla Herj- ólfs. Þá er nýja ferjan þannig hönnuð að siglingin er mýkri og fer betur um farþega. Þá er dekkið á nýja skipinu þannig hannað að farþegar geta gengið allan hringinn og notið allrar þeirrar náttúrufegurðar sem fyrir augu ber á siglingunni.“ Stefnir í ágætan júní Það er rúmt um farþega í nýju ferjunni og í dag þarf ekki að gera sérstakar ráðstafanir vegna smit- varna. Á tímabili þurfti þó að virkja neyðaráætlun þar sem daglegum siglingum var fækkað úr sjö niður í þrjár og aðeins ein áhöfn að störfum hvern dag til að lágmarka líkurnar á að smit gæti breiðst út á meðal starfsmanna. „Við komum upp sér- stakri aðstöðu fyrir farþega sem halda þurfti aðskildum frá öðrum og útbjuggum skipið þannig að sem minnstur samgangur væri á milli far- og gangi reksturinn betur í dag en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. „Í maí var farþegafjöldinn þó ekki nema 58% af því sem hann var á sama tíma- bili í fyrra. Stefnir í að júní verði ágætur og greinilegt af samsetningu farþega að Íslendingar eru byrjaðir að ferðast um landið og margir sem skjótast í dagsferð til Vestmanna- eyja.“ Þegar hann er beðinn um góð ráð handa ferðalöngum sem hyggjast heimsækja Vestmanaeyjar í sumar minnir Guðbjartur á að siglingin frá Landeyjahöfn taki aðeins 35 til 40 mínútur og taki því ekki nokkra stund að skjótast út í Eyjar. „Gestir ættu að gera annað tveggja: annars vegar að nota tækifærið og slaka á og vera ekki á harðahlaupum heldur gefa sér nægan tíma til að skoða sig um, og helst gista eina nótt í Vest- mannaeyjum; eða hins vegar að koma einfaldlega tvisvar til Eyja, því hér er svo margt að gera og sjá að það er fjarri því nóg að ætla bara að staldra við í fjórar eða fimm klukku- stundir.“ ai@mbl.is Tekur enga stund að skjótast til Eyja  Það fer vel um farþega í nýjum Herjólfi og mun betri hljóðvist um borð en í gömlu ferjunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hraðferð Siglingin tekur 35-40 mínútur og ekki amalegt útsýni á leiðinni. þega. Af öryggisástæðum þarf bíla- dekkið að vera mannlaust á meðan siglt er en við brugðum út af þeirri reglu í örfáum tilvikum þegar smitin voru hvað mest og aðstæður til sigl- inga nógu góðar og biðu farþegar þá í bílum sínum á leiðinni á milli lands og Eyja.“ Eins og gefur að skilja olli farald- urinn töluverðu tekjutapi en Guð- bjartur segir að með hækkandi sól hafi farþegum fjölgað nokkuð hratt Guðbjartur Ellert Jónsson MVið elskum Ísland »51

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.