Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 50

Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Skoðaðu glæsilegu sumartilboðin okkar á hotelork.is/tilbod Gisting í superior herbergi 3ja rétta kvöldverður á HVER Restaurant Morgunverðarhlaðborð 19.900 kr. fyrir tvo á virkum dögum 29.900 kr. fyrir tvo um helgar Hér færðu öll verkfærin sem þú þarft í eldhúsið – allt frá mæliskeið upp í eldavél. Kokka selur vandaðar og endingargóðar vörur sem duga þér ævina út, eða svo til. Verslunin býður einnig upp á heimsendingar og birtir einstaka sinnum uppskriftir fyrir þá sem vilja spreyta sig á græjunum í eldhúsinu. Kokka – Laugavegi 47 – 101 Reykjavík. Vefslóð: kokka.is Franska sælkeraverslunin Hyalin er ein sinnar tegundar hér á landi. Fyrir utan hversu falleg verslunin er, þá finnur þú allt sem þig dreymir um úr franskri matargerð – olíur, ólífur, andapaté, sinnep, pasta, jafnvel sard- ínur og edik í allskyns útgáfum er á boðstólum. Sannkallaður sælkera- matur í dós! HYALIN – Hverfisgötu 35 – 101 Reykjavík. Vefslóð: hyalin-reykjavik.com/ Vandað kjötborð og glæsilegt úrval af ferskum fiski er að finna í útvöld- um verslunum Hagkaupa. Þú þarft því ekki að leita langt yfir skammt eftir hágæða hráefni þegar þú stend- ur í innkaupum fyrir heimilið – því Hagkaup bjóða einnig upp á girnileg- an salatbar, ásamt nýbökuðu brauði og bakkelsi. Hagkaupsverslanir eru víða um land. Vefslóð: hagkaup.is Margverðlaunuðu kokkarnir í nýopn- aðri Sælkerabúð leggja áherslu á fyrsta flokks hráefni, persónulega þjónustu og heildarlausnir í sælkera- matargerð. Hér snýst allt um fyrsta flokks kjötvörur og lúxusmeðlæti, en Sælkerabúðin býður einnig upp á glæsilega matarpakka, líka fyrir grænkera. Sælkerabúðin – Bitruhálsi 2 – 110 Reykjavík Vefslóð: saelkerabudin.is Í rótgróinni kaupmannsbúð finnur þú glæsilegt kjöt- og fiskborð sem mikl- um sögum fer af. Í Melabúðina sækja ekki bara Vesturbæingar því vin- sældir verslunarinnar ná langt út fyr- ir póstnúmerið 107 – hjá þeim sem vilja persónulega þjónustu og breitt vöruúrval. Melabúðin – Hagamel 39 – 107 Reykjavík Vefslóð: melabudin.is Það þarf vart að kynna Ostabúðina sem hefur fylgt okkur síðustu 20 árin með afburðahráefni. Verslunin er úti á Granda og býður upp á breitt úrval af afbragðsostum. Hér getur þú einn- ig sest niður í hádegismat eða pantað veislumat af bestu gerð. Hið sí- vinsæla grafna og reykta kjöt þeirra er sannarlega þess virði að smakka, ásamt hinni margrómuðu og heit- reyktu gæsabringu, villibráðarpaté, sósum, dressingum og svo ótal mörgu fleira sem kætir bragðlaukana. Ostabúðin – Fiskislóð 26 – 101 Reykjavík Vefslóð: ostabudin.is Hér er brakandi ferskt og íslenskt grænmeti í fyrirrúmi. Frú Lauga leit- ar einnig uppi spennandi matvörur fyrir viðskiptavini sína sem sumir hverjir koma langt að til að versla. Hér færðu einnig glútenfríar vörur og kombucha af krana, sem er það allra vinsælasta í dag hjá þeim sem kjósa heilbrigðan lífsstíl. Frú Lauga, Laugalæk 6. Vefslóð: frulauga.is/ Ein af elstu sælkeraverslunum landsins er Vínberið, sem upphaflega var matvöruverslun en breyttist árið 1995 í sælkeraverslun sem sérhæfir sig í súkkulaði. Hér finnur þú mesta úrval landsins af súkkulaði, konfekti, súkkulaðiplötum og öðrum sætindum – fullkomið fyrir nýliða og þá sem eru lengra komnir og búnir að þróa sinn smekk í súkkulaðiáti. Vínberið – Laugavegi 43 – 101 Reykjavík Vefslóð: vinberid.is/ Grillpakkar, veislur, smáréttir og úr- val af allskyns meðlæti er það sem þú finnur hjá sérfræðingunum í Kjöt- kompaníinu. Hér starfa fagmenn á bak við borðið þar sem áhersla er lögð á gæði og vönduð vinnubrögð. Það fer enginn sælkeri tómhentur út úr þessari verslun – sem er eins og sælgætisverslun fyrir matgæðinga. Kjötkompaníið, Dalshrauni 13 og Grandagarði 29. Vefslóð: kjotkompani.is/ Ferskasti fiskur landsins liggur í borðinu hjá Fúsa! Fiskbúð Fúsa er fiskverslun af gamla skólanum með gríðarlegt úrval fiskrétta sem og meðlæti og frosið sjávarfang. Hér færðu uppáhaldsfiskinn þinn á grillið, pönnuna, í pottinn eða í ofninn. Fiskbúð Fúsa – Skipholti 70 – 105 Reykjavík. Vefslóð: fiskbudfusa.com/ Fiskbúðin Vegamót er lítið fjöl- skyldurekið fyrirtæki sem hóf rekst- ur árið 2009 og hefur stimplað sig vel inn í hjörtu landsmanna sem elska góðan fisk. Laxaréttir, humar eða þorskur í reyktri papriku – úrvalið er endalaust hjá Fiskbúðinni Vega- mótum. Fiskbúðin Vegamót – Nesvegi 100 – 170 Seltjarnarnesi Vefslóð: fiskbuinvegamot. business.site/ Veganbúðin er verslun fyrir alla veganista þarna úti, sem býður upp á spennandi vörur sem auðvelda grænkeralífið og ábyrgan lífsstíl. Hér finnur þú bætiefni, matvörur, sætindi og drykkjarvörur í gríðar- legu úrvali. Veganbúðin – Faxafeni 14 – 108 Reykjavík Vefslóð: veganbudin.is/ Þegar þig þyrstir í extra góðan kaffi- bolla þá er Kaffibrugghúsið staður til að sækja sér gott nýmalað kaffi. Staðurinn er einnig heildsala og heldur námskeið af ýmsum toga fyr- ir sanna áhugamenn um kaffi. Kaffibrugghúsið – Fiskislóð 59 – 101 Reykjavík Vefslóð: kaffibrugghusid.is/ Súkkulaði beint frá býli! Hjá Om- nom úti á Granda kemstu í nálægð við framleiðsluna á einu bragðmesta súkkulaði landsins. Hér er regnbogann að finna í súkkulaði – þar sem úrvalið af hand- gerðu súkkulaði lætur ekki á sér standa. Omnom – Hólmaslóð 4 – 101 Reykjavík Vefslóð: omnomchocolate.com/ Á Akranesi er að finna verslunina Matbúr Kaju sem rekin er af hug- sjónakonunni Karenu Jónsdóttur. Karen trúir því staðfastlega að þú sért það sem þú borðar og því er allt hráefni í versluninni eins lífrænt og vandað hugsast getur. Gæði umfram allt og kökurnar sem hægt er að fá á kaffihúsinu (sem er í sama húsnæði) eru með þeim betri sem bakaðar hafa verið. Matbúr Kaju – Stillholti 23 – 300 Akranesi. Vefslóð: facebook.com/mat arburkaju/ Uppáhaldsverslanir matgæðinganna Víða er hægt að gera góð kaup og komast í hráefni sem eru betri en gengur og gerist. Hér er listi yfir þær verslanir sem eru sérlega vinsæl- ar meðal matgæðinga og þeirra sem vilja að- eins það besta. Morgunblaðið/Eggert Fiskurinn klikkar ekki Fiskbúð Fúsa þykir mikil sælkeraverslun og ekki spillir fyrir að Fúsi sjálfur er svo skemmtilegur. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Mekka matgæðinganna Í Kokku er hægt að fá allt sem tengist matargerð. Verslunin er sannkallað ævintýraland fyrir gourmet-fólk. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verslun fyrir sælkera Vöruúrvalið í Hagkaupum er með því betra sem þekkist hér á landi og kjöt- og fiskborðið er í sérflokki. Morgunblaðið/Golli Vinsæl Kaupmennirnir Pétur Alan og Friðrik Ármann Guðmundssynir standa vaktina í Melabúðinni alla daga vikunnar. Þeim finnst mikil- vægt að vera í nánum tengslum við viðskiptavini sína og vilja þjónusta þá sem best. Morgunblaðið/Hanna Fjársjóður Franska sælkeraversl- unin býður upp á franskt góðgæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.