Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 53

Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Hæglátur og svolítið óræður, virðulegur og við- mótsþýður. Þannig kom Alfreð Þor- steinsson mér fyrir sjónir þegar leiðir okkar lágu fyrst saman síðla árs 1993. Þá hófst vinna við að undirbúa framboð Reykjavíkurlistans fyrir borgar- stjórnarkosningarnar vorið eftir. Það var sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Samtaka um kvennalista. Þessir flokkar lögðu saman krafta sína til að sigrast á Sjálfstæðisflokknum, sem lengst af hafði einn stýrt málum höfuðborgarinnar, og til að vinna að framgangi fé- lagshyggju, jöfnuðar og sam- vinnu. Ég þekkti Alfreð þá bara af afspurn, hann hafði verið áberandi í borgarmálum um langt skeið og einn af forystu- mönnum Framsóknarflokksins í borginni. Ég kom inn í pólitík- ina ungur og hafði ekki mikla pólitíska reynslu nema úr fé- lagsstarfi Alþýðubandalagsins. Það fór svo að við Alfreð vorum báðir kjörnir í borgarstjórn í þessum sögulegu kosningum 1994 og störfuðum saman á vettvangi R-listans í þrjú kjör- tímabil. Það fór ekki á milli mála að Alfreð var þrautreyndur og hafði marga fjöruna sopið í póli- tík. Hann var líka mikill keppn- ismaður og gegndi trúnaðar- störfum fyrir Fram um árabil. Svo það var mikill styrkur fyrir framboðið að hafa Alfreð þar í forystusveit, ekki síst þegar ljóst var að R-listinn hefði unnið meirihluta í kosningunum. Af 8 borgarfulltrúum meirihlutans voru 3 karlar, við Alfreð og Pét- ur Jónsson, og 5 konur, Ingi- björg Sólrún, Guðrún Ág., Sig- rún Magg, Gunna Ö. og Steinunn Valdís. Þetta varð strax samhentur og traustur hópur, þótt við kæmum úr ólík- um áttum með mismunandi bak- grunn og viðhorf. Og það var oft fjör og gleði á fundum og í vinnuferðum borgarstjórnar- flokksins – þar var Alfreð var „the grand old man“, yfirveg- aður og kíminn í senn. Á Reykjavíkurlistaárunum tók Al- freð að sér að stýra orkumálum og innkaupamálum borgarinnar og gerði það með sóma og forsjá, þótt einhverjum þætti kappið fullmikið á köflum. Alfreð var ráðagóður sam- starfsmaður, hann hafði djúpan skilning á stjórnmálum og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra og þar með að finna sameiginlegar lausnir og mála- miðlanir þegar þess þurfti við, bæði innan meirihlutans og við minnihlutann í borgarstjórn. En hann var um leið góður mála- fylgjumaður sem vann eindregið að þeim markmiðum og verk- efnum sem sett höfðu verið og gat verið snarpur í rökræðum við pólitíska mótherja. Hann var ekki alltaf orðmargur en menn lögðu við hlustir þegar hann tók til máls. Við Alfreð áttum allan tímann gott samstarf og milli okkar ríkti traust og virðing. Fyrir kom að við tókumst á um markmið og leiðir eins og geng- ur en hann skipti sjaldan skapi og við gátum alltaf lent málum farsællega. Ekki síst reyndi á það þegar örlítið gaf á bátinn á síðasta kjörtímabili Reykjavík- urlistans. Þá varð samstarf okk- ar hvað nánast. Alfreð Þór Þorsteinsson ✝ Alfreð ÞórÞorsteinsson fæddist 15. febrúar 1944. Hann lést 27. maí 2020. Útför Alfreðs fór fram 16. júní 2020. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst Alfreð Þorsteinssyni og starfað með honum að málefnum borg- arinnar og Reyk- víkinga um tólf ára skeið. Ég votta Guðnýju, dætrum þeirra og fjölskyld- um innilega samúð. Árni Þór Sigurðsson. „Allir vildu Lilju kveðið hafa.“ Heiðursmaður og leiðtogi fell- ur frá – Alfreðs Þorsteinssonar verður lengi minnst. Það er mér ljúft og skylt að minnast hér mikils heiðurs- manns, leiðtoga, keppnismanns og einstaklega heilsteyptrar persónu sem Alfreð Þorsteins- son var. Kynni mín af Alfreð Þor- steinssyni hófust þegar leitað var að framkvæmdastjóra fyrir nýtt félag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sem átti að leggja afkastamikið ljósleiðaranet á höfuðborgarsvæðinu, Lína.Net. Undirritaður var ráðinn og þar með hófust hin daglegu sam- skipti okkar Alfreðs sem stóðu í mörg ár. Á þessum tíma kom vel í ljós hversu framúrskarandi leiðtogi Alfreð var og hversu úr- ræðagóður hann var í öllum þeim erfiðleikum sem félagið þurfti að glíma við. Landsíminn hafði setið einn að öllum gagnaflutningnum á landinu og með þessu verkefni var verið að hefja samkeppni í gagnaflutningum sem áttu eftir að valda verðhruni og opna leið- ina fyrir ný símafyrirtæki og hinar ýmsu fjarskiptaþjónustur yfir farsíma. Það var því mikil mótspyrna á móti þessu verk- efni frá ýmsum aðilum, ekki hvað síst pólitísk andstaða. Aldrei hvarflaði að Alfreð að gefa eftir eina tommu á þessari leið og hélt hann margar ógleymanlegar þrumuræður þar sem hann stappaði stálinu í alla þá sem unnu að verkefninu og lýsti veginn fram á við. Hann fór þar yfir mikilvægi þessa verkefnis fyrir komandi kyn- slóðir og endaði á því að segja að það myndi koma í ljós hversu mikilvægt þetta verkefni væri og að þá myndu „allir vilja Lilju kveðið hafa“. Það fór að lokum þannig að hin pólitíska andstaða fjaraði út, enda augljóst að verkefnið var öllum landsmönnum til mikilla hagsbóta. Ekki var minni andstaðan við uppbyggingu á öryggiskerfi neyðaraðila, Tetra-kerfinu, sem hefur nýst þjóðinni frábærlega og vekur hvarvetna heimsat- hygli. Orkuveitan tók virkan þátt í þessu verkefni, einnig í mikilli andstöðu við fjarskipta- félög ríkisins. Þegar horft er til baka þá er hreint ótrúlegt til þess að hugsa hversu hatrömm barátta hinna pólitísku andstæð- inga var við þetta verkefni. Hér hefur einnig komið í ljós hversu mikilvægt þetta verkefni var fyrir landsmenn. Loks vil ég minnast á Hellis- heiðarvirkjun sem er stærsta jarðhitavirkjun á heimsvísu og vekur hvarvetna mikla aðdáun fagfólks á þessu sviði. Alfreð var formaður Orkuveitu Reykjavík- ur á þessum tíma og formaður stýrihóps Hellisheiðarvirkjunar. Alfreð varð tíðrætt um þá „gull- námu“ sem Hengilssvæði er fyr- ir höfuðborgarsvæðið og mik- ilvægi þess að Reykjavík verði til framtíðar tryggð hrein raf- orka, heitt og kalt vatn. Virkj- unin ber stórhug hans og fram- sýni vitni um alla framtíð. Fyrst og fremst var Alfreð þó heiðursmaður og hlý persóna sem verður sárt saknað. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, dætrum og öðrum fjölskyldu- meðlimum innilega samúð. Eiríkur Bragason, fyrrv. framkvæmda- stjóri Línu.Nets, fyrrv. staðarverkfræðingur Hellisheiðarvirkjunar. Leiðir okkar Alfreðs lágu fyrst saman þegar hann tók við sem formaður veitustjórnar borgarinnar og ég var nýbak- aður og óreyndur vatnsveitu- stjóri. Með okkur tókst fljótt gott samstarf og var það svo alla tíð. Hann hvatti mig síðar til að sækja um starf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það samstarf lagði grunninn að sterkri vináttu sem varði alla tíð. Tími okkar hjá þessum tveim- ur fyrirtækjum var litríkur, mikil áhersla var lögð á margs konar nýsköpun og hagræðingu sem flest bar góðan árangur og leiddi til bættrar þjónustu og hagstæðari reksturs. Við hóf- umst strax handa við að gera Orkuveituna að raforkuframleið- anda með uppbyggingu á Nesja- völlum og Hellisheiði ásamt því að skoða frekari kosti. Á örfáum árum varð Orkuveitan að næst- stærsta raforkuframleiðanda landsins og einum stærsta jarð- hitanotanda í heimi. Annað stór- verkefni sem ekki hefði orðið nema með öflugri forystu Al- freðs var Gagnaveita Reykjavík- ur sem færði svæði Orkuveit- unnar frá því að vera með dýrar og hægvirkar gagnaflutnings- leiðir í að vera með fremstu tengimöguleika í heiminum. Forsaga var að Síminn hækkaði stórlega verð á fastlínutenging- um sem hann gat einn boðið upp á. Náðist samstaða um það í stjórn Orkuveitunnar undir for- ystu Alfreðs að leggja ljósleið- aranet um borgina til að bjóða keppinautum Símans upp á val- kost gegn afarkostum Símans sem var djörf ákvörðun en okk- ur öllum til hagsbóta þegar litið er til baka. Þessi ákvörðun var mikið deiluefni með harkalegum árásum sjálfstæðismanna sem studdu Símann dyggilega og héldu uppi nánast daglegum fjölmiðlasirkus og þá sýndi Al- freð hvað í honum bjó, gaf aldr- ei eftir og stóð með okkur sem að framkvæmdinni stóðum hvort sem hans var ákvörðunin eður ei. Á þessum ríflega áratug sem við störfuðum saman man ég aldrei eftir því að Alfreð kæmi í bakið á mér þótt oft væri erfið pólitísk mál við að eiga og ef hann kom málum ekki í gegn í pólitíkinni varaði hann alltaf við. Stækkun orkuveitunnar undir forystu Alfreðs var ævintýraleg, bæði að bæta við vatns- og frá- veitum auk þess að þjóna ná- grannasveitarfélögum um allt suðvesturhornið. Þetta var mik- ið verkefni og voru yfir tuttugu rekstrareiningar sameinaðar undir merkjum Orkuveitunnar á þessum tíma. Alfreð var lærifaðir minn í mörgu og þá sérstaklega í að ör- vænta ekki eða festast í nei- kvæðni þegar á móti blés heldur leita að jákvæðum punktum og leiðum til sátta og árangurs. Það var sterkur eiginleiki hjá Alfreð að sjá tækifæri í stöðum og festast ekki í þeim hættum og ógnunum sem að steðjuðu. Þá var hans ótrúlega fjölbreytta lífsreynsla mikill lærdómur fyrir ungan mann. Við ferðuðumst nokkuð sam- an og veiddum og er margs að minnast frá þeim stundum. Sér- staklega er mér minnisstæð sér- viskan í honum hvað mat varð- ar, hann var ekki mjög hrifinn af gourmet-veitingastöðum en hafði mikinn veikleika fyrir pulsum og laðaðist að veitinga- stöðum sem voru með mynda- matseðla í gluggum. Við Halldóra þökkum Alfreð samfylgdina og sendum Guð- nýju, dætrunum og fjölskyldum þeirra hlýjar samúðarkveðjur. Guðmundur Þóroddsson. Alfreðs Þorsteinssonar, fyrr- verandi borgarfulltrúi, er látinn. Það er sjónarsviptir. Alfreð var einn af forystumönnum Reykja- víkurlistans frá upphafi. Við kynntumst þegar ég fór í fram- boð í þriðju og síðustu kosn- ingum hans 2002. Alfreð var bæði umtalaður og umdeildur. Ég fann aldrei annað en að því kynni hann vel. Það er óhætt að segja að við höfum verið hvor af sinni kynslóðinni. Alfreð tók fyrst sæti í borgarstjórn áður en ég fæddist. Ég var lengi að kynnast honum. Alfreð gat verið hægur og dulur og sinnti sínu. Ég minnist hans þó ekki síður fyrir húmor, þessa launkímni og blik í auga. Hann ræskti sig á einkennandi hátt, og svo kom kúnstpása, áður en hann botnaði setninguna og glotti út í annað um leið og hann strauk hægri hendi niður eftir bindinu og lag- aði svo ermina á skyrtunni. Reykjavíkurlistinn lagði sig niður ósigraður eftir þrjú kjör- tímabil. Þetta var magnað stjórnmálaafl sem sótti styrk í fjölbreytileikann og forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur. Hún vann allar kosning- arnar með sjarma sínum og yf- irsýn. Mér var teflt nokkuð fram en Alfreð hélt sig heldur til baka. Honum fannst líklega helst til mikill breytingarandi yfir mér. Eða kunni hann kannski að meta það? Ég var aldrei alveg viss. En í gegnum kynni okkar tókst gott traust og vinskapur. Alfreð var trúr Reykjavíkur- listanum í gegnum þunnt og þykkt. Sjálfstæðisflokkurinn lá í honum þegar færi gafst. En hann gaf sig ekki. Hann átti hins vegar nokkurn hlut að máli við að undirbúa jarðveginn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks vorið 2006. Þá sögu kann ég. Þetta var skammlífur meirihluti sem endaði með því að Sjálfstæð- isflokkurinn ætlaði að forða klofningi í eigin hópi með því að selja hluta Orkuveitunnar. Þar var stigið á strik. Ekki síst hjá Alfreð, sem þá var þó hættur formlegum afskiptum af pólitík. Eftir að Ólafur F. Magnússon hafði samband við mig og hvatti til myndunar nýs meirihluta réðum við Svandís Svavarsdóttir ráðum okkar – og svo heyrði ég í Alfreð. Við Björn Ingi Hrafns- son hittumst í kjölfarið heima hjá honum í Breiðholtinu til að binda um þá hnúta. Hundrað daga meirihlutinn svonefndi varð til. Það þurfti ekki að koma á óvart að Orkuveitan stæði Al- freð nærri. Hann leiddi samein- ingu Hitaveitunnar og Rafveit- unnar í eitt fyrirtæki og svo bættist Vatnsveitan við. Gagna- veitan fylgdi í kjölfarið, fyrst í smáum skrefum en svo í krafti þeirrar framtíðarsýnar og tengja öll hús og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu við ljósleið- ara. Það reyndist mikil fram- sýni. Alfreð glímdi við erfið veik- indi mörg síðustu ár. Í gegnum það allt saman fylgdist hann ótrúlega vel með og af áhuga þegar borgarpólitíkin var annar vegar. Hann lá ekki á ráðum sínum eða ábendingum ef svo bar undir, sérstaklega ef það snerist um Fram eða Orkuveit- una. Ég held þó að stjórnmála- þátttaka Lilju dóttur hans hafi átt hug hann allan síðustu árin. Ég minnist Alfreðs Þorsteins- sonar af hlýhug. Hann var hluti af mögnuðum hópi fólks sem færði borgina inn í nútímann. Blessuð sé minning hans. Dagur B. Eggertsson. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is ✝ Hans LórentsÓskarsson fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1937. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri hinn 30. maí 2020. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 16. apríl 1914, d. 12. apríl 1999, og Óskar Hansson raf- virkjameistari, f. 8. nóvember 1909, d. 24. júlí 2007. Bróðir hans er Guð- mundur Auðun, f. 19. apríl 1943. Hans Lórents vann að landbúnaðarstörfum framan af ævinni, en settist síðan að á Akureyri og síðustu árin dvaldist hann á dvalarheimilinu Hlíð. Útförin fór fram í kyrrþey í kapellunni í Akureyr- arkirkjugarði hinn 5. júní 2020. Hans Lórents var sonur Ingi- bjargar föðursystur minnar og var elstur barnabarna Kristínar Gunn- arsdóttur og Guðmundar Jóhann- essonar á Auðunarstöðum í Víði- dal. Óskar faðir hans var sonur Kristínar Hjálmsdóttur og Hans Karels Hannessonar landpósts. Lolli eins og hann var jafnan kallaður meðal frændfólksins var ekki eins og fólk er flest. Í erfiðri fæðingu blæddi inn á heilann og alla ævi bar hann þess merki. Fimmtán ára gamlan fóru foreldr- ar hans með hann til Kaupmanna- hafnar til dr. E.A.V. Busch, sem talinn var einn fremsti heila- og taugaskurðlæknir í heimi og margir Íslendingar kannast við. Hann fékk nokkurn bata, en lærði hvorki að lesa né skrifa. Á unglingsárunum dvaldi hann mestmegnis hjá Jóhannesi, móð- urbróður sínum, og Ingibjörgu konu hans á Auðunarstöðum. Við vorum þar samtímis nokkur sum- ur við alls konar sveitastörf og deildum herbergi um tíma. Að Lolla látnum koma í hugann æskuminningar frá Auðunarstöð- um. Ekki er rúm hér til að rifja þær upp, en ég vil þó minnast þess sérstaklega, þegar við frændurnir vorum að stinga út úr fjárhúsun- um á rigningardögum eitt haustið, hann átján ára og ég tólf. Þá kom í ljós hve góður sögumaður Lolli var og að auki stálminnugur. Hann hafði samið sögu um Maríu bónda, búfénað hennar og búalið, sem lentu í alls kyns ævintýrum. Dag eftir dag gat hann haldið áfram sögunni án þess að ruglast í söguþræðinum. Fyrir mig var þetta mikil upplifun í ljósi þess að hann gat hvorki lesið né skrifað. Eftir að Lolli fór frá Auðunar- stöðum dvaldist hann á ýmsum bæjum hjá góðu fólki. Á sumrum var hann oft á faraldsfæti og kom við á bæjum, þar sem hann átti frændfólk og vini. Þegar líða tók á ævina settist hann að á Akureyri og leigði húsnæði á vegum bæj- arins. Á vorin hélt hann af stað með rútunni eða fékk far með flutningabílstjórum sem þekktu hann af ferðum sínum. Kunningi minn á Akureyri sagði mér að Lolli hefði stundum verið kallaður vorboðinn vegna þessa árlega háttalags. Árið 2004 varð Lolli alvarlega veikur. Læknar töldu þá að hann ætti aðeins fáeinar vikur eftir, en hann lifði í 16 ár eftir það. Veik- indin háðu honum alla tíð og ekki bætti úr skák að hann slasaðist í bílslysi árið 2011 og lá í nokkurn tíma á spítala áður en hann fluttist á dvalarheimilið Hlíð, þar sem hann bjó til æviloka. Samband hans við nánustu ætt- ingja var stundum brösótt. Hann var sérvitur og gat verið duttl- ungafullur og fyrirtektarsamur og forðaðist sumt fólk án nokkurs augljóss tilefnis. Á sama hátt hændist hann að öðrum. Síðustu áratugina átti hann því láni að fagna að hjónin Sveinbirna Helga- dóttir frænka hans frá Þórorm- stungu og Valdemar Friðgeirsson, sem búa á Akureyri, hugsuðu um hann eins og hann væri einn úr nánustu fjölskyldu þeirra. Þau hjónin buðu Lolla m.a. með sér í fjórar utanlandsferðir á síðustu árum. Nærri má geta hve mikið var fyrir þessu haft því að hann var bundinn við hjólastól. Lolli naut þess út í ystu æsar að ferðast með Sveinbirnu og Valdemar og þegar þau komu til Kaupmanna- hafnar, þar sem Lolli, foreldrar hans og bróðir bjuggu í fjóra mán- uði meðan hann var til lækninga hjá dr. Busch árið 1952, mundi hann nákvæmlega hvernig þar hafði verið umhorfs. Sveinbirnu og Valdemar verður seint full- þakkað hvernig þau reyndust Lolla síðustu árin. Ég sendi Guðmundi Auðuni, bróður Lolla, og fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Friðrik Sophusson. Hans Lórents Óskarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.