Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020
✝ Sveinn PéturKjartansson
fæddist 17. júní
1941 á Landspít-
alanum. Hann lést
5. apríl 2020 á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
Móðir: Borghild-
ur Pétursdóttir
húsfreyja, f. 2. nóv.
1917, d. 22. feb.
1995. Faðir: Kjart-
an Sveinsson skjalavörður, f.
16. mars 1901, d. 1. júlí 1977.
Stjúpfaðir: Guðmundur Guð-
laugsson verslunarmaður, f.
24. okt. 1900, d. 23. apríl 1989.
Uppeldismóðir/ráðskona
Kjartans: Jóhanna Sigríður
Sigurgeirsdóttir, f. 5. des.
1903, d. 27. des. 1993.
Fannar Kára. Seinni eigin-
kona: Helga Stefánsdóttir, f. 1.
mars 1955. Þeirra synir: 4.
Magnús Sveinsson, f. 2. maí
1979, maki Sólveig Krista
Einarsdóttir, þau eiga 4 börn,
Einar Erni, Tómas Vigur,
Viðju Elísabetu og Silvíu
Helgu. 5. Stefán Sveinsson, f.
3. júní 1982, maki Ragnhildur
Sigurbjartsdóttir, þau eiga 3
börn, Bjart Inga, Arnar Helga
og Emblu Marín. 6. Guð-
mundur Sveinsson, f. 29. okt.
1984, maki Vala Hrönn Guð-
mundsdóttir, þau eiga 2 syni,
Alexander Sölva og Elmar
Orra.
Sveinn gekk í Vesturbæjar-
barnaskólann og Verzlun-
arskóla Íslands. Starfaði sem
framkvæmdastjóri fyrst hjá
Pappírsvörum og síðar sam-
einað hjá Pappírsvörum og
Kjörís um árabil. Eftir það
starfaði hann sjálfstætt að
rekstri og innflutningi.
Jarðarförin fór fram frá
Víðistaðakirkju 16. júní 2020.
Fyrri eig-
inkona: Áróra Ás-
geirsdóttir, f. 14.
maí 1942, d. 5. feb
1989, þau skildu.
Þeirra börn: 1.
Kjartan Sveins-
son, f. 14. okt.
1965, maki Anna
María Elíasdóttir,
þau eiga 2 dætur,
Kolbrúnu Láru,
Lilju Karen og eitt
barnabarn, Kjartan Óla. 2. Ás-
geir Sveinsson, f. 23. jan 1967,
maki Helga Sævarsdóttir, þau
eiga 3 börn, Elvar, Hilmar,
Ásu Maríu og eitt barnabarn
Brynjar Leó. 3. Hanna Lára
Sveinsdóttir, f. 29. sept. 1968,
hún á eina dóttur, Áróru Lind,
og tvö barnabörn, Snædísi og
Foringinn er fallinn!
Vinur minn til margra ára,
Sveinn Kjartansson eða Svenni
eins og hann var jafnan kallaður,
varð bráðkvaddur þ. 5. apríl síð-
astliðinn á öldrunarheimili
Hrafnistu í Hafnarfirði. Ekki
voru nema örfáir dagar síðan ég
heimsótti hann, fórum við í bíltúr,
eins og við gerðum svo oft, brugð-
um okkur í vertshús, fengum okk-
ur kaffi og skiptumst á sögum en
skemmtilegri sögumaður en
Sveinn Kjartansson var vand-
fundinn.
Fyrstu kynni okkar Svenna
voru í Verslunarskóla Íslands
veturinn 1959-60, en áður hafði ég
oft séð hann í Vesturbænum þar
sem við bjuggum báðir, hann á
Ásvallagötu og ég vestarlega á
Víðimel. Með okkur tókust ágæt
kynni. Svenni var maður ófeim-
inn við ræðupúlt, hélt oft ræður á
skólasamkomum auk þess að
vera formaður bindindisfélags
skólans. Svenni var mikill íþrótta-
maður á þessum árum, keppti
með KR bæði í handbolta og fót-
bolta og var í keppnisliði
Verslunarskólans. Framtakssemi
Svenna, djörfung og dáð skapaði
honum virðingu skólafélaga og
vina.
Það var á þessum árum að
hann fékk viðurnefnið „Foring-
inn“ í sínum nánasta vinahópi.
Hann stóð vel undir því enda
maður hugmynda og fyrstur til
allra verka. Líklega hefur honum
þótt það við hæfi að sá sem deildi
afmælisdegi með Jóni Sigurðs-
syni forseta ætti nú viðlíka titil
skilið, skuldlaust.
Við vinirnir áttum margar góð-
ar stundir í sumarhúsi föður
Svenna í Stakkavík í Selvogi.
Þangað brugðum við okkur oft,
allan ársins hring, spiluðum
bridge, stunduðum veiðar, feng-
um okkur í tána en Svenni var þá
hættur öllu bindindi og naut hann
sín best góðglaður við sagn-
astund. Seinna meir tókum við
ásamt þremur öðrum félögum
laxveiðiá á leigu í Hrútafirði, sem
var svona frekar vatnslítil á en
gat gefið nokkra tugi laxa á
sumri. Við komum fyrir litlum
kofa við ána með frumstæðri
eldunaraðstöðu en það kom ekki
að sök því hæfileikar Svenna í
matseld voru töfrum líkastir og
hann eldaði fínustu máltíðir og
nutum við félagarnir þeirra kosta
hans í ríkum mæli í gegnum árin.
Ferðirnar norður í Hrútafjörð
voru líka bráðskemmtilegar, því
Svenni gat rutt upp úr sér kvæð-
um, gamansögum og vísum við-
stöðulaust í þá rúmu þrjá tíma
sem leiðin tók. Það var margt svo
snjallt og bráðskemmtilegt í sel-
skap „Foringjans“.
Svenni var tvígiftur og eignað-
ist sex myndarbörn, þrjú í hvor-
um hálfleik eins og hann sagði
jafnan sjálfur. Fyrri kona Svenna
var Áróra Ásgeirsdóttir, eignuð-
ust þau tvo syni og eina dóttur.
Seinni kona Svenna var Helga
Stefánsdóttir. Þau eignuðust þrjá
syni. Helga reyndist Svenna ein-
staklega vel í hans veikindum.
Aðstandendum votta ég samúð
mína.
Kjartan Norðfjörð.
Kynni okkar á Syðra-Velli af
Sveini Kjartanssyni og fjölskyldu
hans hófust vorið 1993 er Magnús
sonur Sveins og Helgu réðst til
okkar sem kaupamaður, fólkið
þekktum við ekkert fyrir, en
þarna varð til vinátta sem enst
hefur til þessa dags.
Sveinn var enginn venjulegur
maður, hvernig sem á hann var
litið. Auk þess að vera stór á
flesta kanta sagði hann tröllaukn-
ar og oft mergjaðar sögur af sér
og vinum sínum og samferða-
mönnum, en sögur kunni hann
margar og sagði skemmtilega frá.
Mörg haust kom Sveinn hingað
að Syðra-Velli til að skjóta gæs,
voru þá vinir hans eða frændur
með í för og var oft glatt á hjalla.
Komu þeir ávallt síðdegis degin-
um áður og Sveinn var alltaf jafn
spenntur hvað ég myndi nú elda
handa þeim, enda var hann mat-
maður af Guðs náð og hafði mikla
nautn af að borða góðan mat.
Þessar kvöldstundir eru afar
minnisstæðar og voru alltaf
skemmtilegar, aðeins var kíkt í
vískíflösku eða eitthvað annað
sem flaut og svo voru sagðar sög-
ur langt fram eftir kvöldi. Það var
því ekki alltaf langur svefninn
sem þeir félagar fengu áður en
þeir lögðust út í skurð um miðja
nótt til að sitja fyrir gæsinni. En
það gerði ekkert til og ekki fengu
þeir oft fugl, en það gerði heldur
ekkert til, ferðin var skemmtileg
eftir sem áður og samveran eft-
irminnileg. Áhugi Sveins á gæsa-
veiðum náði svo langt að hann
fékk í félagi við Hallgrím frænda
sinn að sá korni í lítinn blett hér í
högunum. Gæsin lét nú ekki svo
lítið að setjast þar, en frændurnir
höfðu ánægju af stússinu og
bletturinn er nú kenndur við
Svein og heitir Sveinsakur.
Allir strákarnir hans Sveins úr
seinna hjónabandi, Maggi, Stebbi
og Gumbó, voru hér í sveit, góðir
strákar sem bera Sveini og Helgu
fagurt vitni. Sveinn og Þorsteinn
heitinn bóndi á Syðra-Velli urðu
miklir mátar og þótti þeim báðum
mjög vænt um þá vináttu. Það er
skrýtið að þeir skulu nú báðir
vera horfnir yfir móðuna miklu
og vafalítið eru nú sagðar
skemmtilegar sögur í Sumar-
landinu fyrst Sveinn er farinn
þangað.
Það er mikils virði að eignast
góða vini í lífinu og var Sveinn í
þeim hópi. Minningar mínar um
hann eru bjartar, hann var góður
vinur og undir oft hrjúfu yfir-
borðinu sló hlýtt hjarta. Ég
þakka Sveini fyrir samfylgdina
og allar góðu stundirnar. Helgu
og börnunum hans öllum og fjöl-
skyldum þeirra votta ég einlæga
samúð mína við fráfall hans.
Minningin um eftirminnilegan
mann mun lifa áfram. Far í friði
kæri vinur.
Margrét Jónsdóttir.
Við Sveinn vorum jafn skyldir
og hálfbræður, mæður okkar
systur og feður okkar bræður.
Hann fæddist á þjóðhátíðardag-
inn 17. júní 1941 þegar Ísland var
ennþá konungsríki og bjó fjöl-
skyldan á Ásvallagötu 69 í Vest-
urbænum. Foreldrar hans skildu,
sem á þeim tíma þótti mikið
hneyksli (innan ættarinnar) og
mátti helst ekki tala um. Með úr-
skurði þáverandi dómsmálaráð-
herra fékk faðirinn forræði yfir
Sveininum, sem þótti og þykir
enn sérstakt þar sem móðir hans
var heilbrigð og með sterkt bak-
land. Sveinn, uppalinn í Vestur-
bænum, varð eðlilega káerringur,
markmaður í handbolta. Eitt sinn
þegar leikið var í Hálogalandi
festist boltinn milli rima í einum
þakbita hússins. Á þeim tíma áttu
lið aðeins einn bolta. Sveinn var
hraustur ungur maður, klifraði
upp undir þak og handstyrkti sig
að boltanum og sló hann niður við
mikil fagnaðarlæti áhorfenda,
mestu fagnaðarlæti sem hann
upplifði við íþróttaiðkun. Sveinn
var gleðimaður og hrókur alls
fagnaðar í samkvæmum framan
af ævi, og góður ræðumaður.
Veiðimaður á fugla og fiska. Ég
kynntist honum meir á seinni ár-
um og fórum við í margar ferðir
saman. Þegar við eitt sinn sigld-
um skemmtibáti frá Reykjavík til
Fáskrúðsfjarðar kom í ljós að sjó-
mennska vafðist ekki fyrir Sveini,
hann las á siglingatækin með full-
um skilningi og stýrði fleyinu af
öryggi. Hann útskýrði hæfileik-
ann með því að afi okkar Sveinn
hefði róið yfir tuttugu vertíðir frá
Herdísarvík. Þá erum við að tala
um útgerð á gamla mátann, róðra
á árabátum, átján hundruð og
súrkál. Sveinn var tvígiftur og
tvískilinn. Átti miklu barnaláni að
fagna, myndarbörn og barnabörn
með báðum. Sveinn talaði ætíð
hlýlega um eiginkonur sínar
Helgu og Áróru, sem er látin.
Helga var ætíð góð og rækt-
arleg við Svein eftir skilnað
þeirra. Við sendum fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðju.
Hallgrímur Axelsson.
Sveinn Pétur
Kjartansson
Afi Siggi hefur nú
kvatt okkur og þótt
hann hafi verið
löngu tilbúinn þá
eru þeir sem eftir eru aldrei alveg
undir þetta búnir.
Ég var svo heppin að vera
elsta barnabarn hans og hann
bara rétt fertugur þegar hann
varð afi. Við áttum því langan
tíma saman, margar góðar stund-
ir og fyrir það er ég gríðarlega
þakklát.
Ég var sett í leikskóla nálægt
ömmu og afa svo betra væri fyrir
þau að sækja mig, afi sýndi mér
ómælda þolinmæði og sérstak-
lega þegar hann var að kenna
mér.
Hann afi var ótrúlega fróður
maður og margar stundir sem við
áttum, þar sem hann var að
kenna mér, fræða mig eða spyrja
mig út úr. Rétt áður en hann
Sigurður
Richardsson
✝ Sigurður Rich-ardsson fædd-
ist 17. júní 1932.
Hann lést 27. maí
2020.
Útför Sigurðar
fór fram 5. júní
2020.
kvaddi var hann
spurður hvað tutt-
ugu og fjórir sinnum
tvö hundruð og
fimmtíu væri og án
þess að hugsa svar-
aði hann „sex þús-
und“. Þannig var
hann, stálminnugur,
hafsjór af fróðleik
um allt milli himins
og jarðar og mikill
stærðfræðingur.
Mjög skemmtilegt þótti mér þeg-
ar hann sagði sögur af sér frá
yngri árum, t.d. þegar herinn
kom til Reykjavíkur, hann bara
lítill strákur og hvernig það hafði
áhrif á hann. Það var líka ótrú-
lega gaman þegar hann sagði
sögur af sér sem hæfilega mikl-
um villingi á unglingsárum og
námsárunum erlendis. Þetta
voru ótrúlegar sögur og töluðum
við Hjölli, maðurinn minn, oft um
að ná þeim á upptöku til að geta
haft þær eftir.
Ég trúi því að afi sé nú kominn
til ömmu.
Hvíldu í friði, elsku afi, ég mun
sakna þín um ókomna framtíð.
Þín
Hildur Pétursdóttir.
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Sigurður Bjarni Jónsson
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Minningarathöfn og jarðsetning okkar
ástkæra föður, tengdaföður, stjúpföður, afa
og langafa,
VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR
bifreiðastjóra,
Vogatungu 89, Kópavogi,
sem lést 30. mars á krabbameinsdeild LSH við Hringbraut, fer
fram frá Digraneskirkju föstudaginn 19. júní klukkan 13.
Kistulagning og bálför hefur farið fram.
Lára G. Vilhjálmsdóttir Pálmi Aðalbjörnsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson Elsa Kristín Helgadóttir
Hjördís Vilhjálmsdóttir Anton Sigurðsson
Klara Sveinbjörnsdóttir Helgi Valgeirsson
Sigríður Sveinbjörnsdóttir
Kim Sorning Guðmundur Baldursson
barnabörn og barnabarnabörn
Frænka okkar og fóstra,
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
Lækjarbrekku,
sem lést sunnudaginn 7. júní, verður
jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju föstudaginn
19. júní klukkan 14.
Einar Ólafsson
Þorsteinn Ólafsson
Einar Aagestad
Sævar Aagestad
Hlédís Guðmundsdóttir
Helga Óladóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR INGÓLFSSONAR
húsgagnabólstrara,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 30. maí.
Kristín Júlíusdóttir
Ingólfur Guðmundsson Nína María Reynisdóttir
Júlíus Ágúst Guðmundsson Jóhanna J. Gunnlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
VIGDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
áður Álftamýri 4,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. júní. Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju föstudaginn 3. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
Hrafnistu.
Baldur J. Guðmundsson
Sigríður I. Baldursdóttir Karl S. Sigurðsson
Guðmundur H. Baldursson Harpa Gunnarsdóttir
Sævar B. Baldursson Sigríður O. Marinósdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SÆBJÖRN REYNIR GUÐMUNDSSON,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
9. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði föstudaginn 19. júní klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra
umönnun og hlýhug.
Sveinbjörg Sæbjörns Gunnarsd., S. Arnar Jóhannesson
Atli H. Sæbjörnsson Helena Drífa Þorleifsdóttir
Ingvar Sæbjörnsson María Kristín Rúnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn