Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 60 ára Dóra Gerður er fædd og uppalin í Nes- kaupstað en býr á Sel- tjarnarnesi. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og vinnur hjá Corpus Medica í Kópa- vogi. Maki: Bjarni Valtýsson, f. 1957, læknir. Börn: Sigríður Ósk, f. 1983, Kristín Jóna, f. 1985, Stefán, f. 1991, og Valtýr, f. 1993. Barnabörnin eru fjögur. Foreldrar: Stefán Halldórsson, f. 1918, d. 1993, netagerðarmaður, og Pálína Páls- dóttir, f. 1917, d. 2002, húsmóðir. Þau voru búsett í Neskaupstað. Dóra Gerður Stefánsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Óvænt tækifæri berst þér upp í hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er allt í sómanum hjá þér um þessar mundir í vinnunni svo þú getur leyft þér að slaka svolítið á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur nóg á þinni könnu þessa dagana og skalt ekki taka meira að þér í félagsstarfinu en þú ert fær um að standa við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Jákvæðni þín og nærverukraftur er svo mikill að allir vildu vera í þínum sporum. Aðeins þannig öðlastu virðingu annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Erfiðleikarnir eru bara til að sigrast á þeim og þú ert nú betur í stakk búinn en oft áður. Notaðu innsæi þitt til þess að stjórna og beina tilfinningunum í þá átt að skapa betri framtíð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur ástæðu til þess að vera fullur sjálfstrausts og ert í raun tilbúinn til þess að stíga stórt skref fram á við. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur lagt hart að þér og átt nú skilið að lyfta þér aðeins upp og njóta ávaxta erfiðis þíns. Einnig er mögulegt að þú reynir að fá einhvern til þess að breyta lífi sínu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að koma lagi á fjár- málin og þarft því að beita þig aga og sleppa öllu sem kallar á óþarfa eyðslu. Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn svo þú getir sofið rólegur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lífið brosir við þér annaðhvort í einkalífinu eða fjármálunum. Hugsaðu þig því vandlega um áður en þú lætur ljós þitt skína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta verður spennandi dagur og þú ert að springa úr krafti. Farðu í göngutúr úti í náttúrunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það þarf ekki svo mikið til þess að gleðja aðra. Fátt er betra en góður næt- ursvefn svo gakktu snemma til náða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samstarfsfólkið er bæði sam- vinnuþýtt og hvetjandi þessa dagana. Treystu því að það sé regla og réttlæti í al- heiminum. „Ég minnist þess sérstaklega þeg- ar við vorum nokkur send til út- landa strax í kjölfar hrunsins til að reyna að halda greiðslutrygging- arlínum fyrir íslenskt atvinnulíf opnum. Þessar greiðslutryggingar liðka fyrir pöntunum og innflutn- ingi á vörum að utan. Í sendinefnd- inni voru auk mín fulltrúi frá Utan- ríkisráðuneytinu, Seðlabanka Íslands, Viðskiptaráði og Svavar Gestsson, sem þá var sendiherra í Danmörku. Við tókum maraþon- fundi en allt kom fyrir ekki, það lokuðu allir á Ísland. Það var bæði sárt og erfitt að upplifa það hvern- ig Evrópa talaði til okkar þá. Það skemmtilega í dag er að nú er ég komin aftur til baka á minn gamla vinnustað, sem nú heitir Sýn. Þar starfa ég með 60 manna teymi á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi og ritstýri um- fjöllun um Atvinnulífið á Vísi, sem er nýjung því til viðbótar við við- skiptafréttir beinum við sjónum okkar að öllu því mannlega sem lýtur að vinnunni okkar.“ Rakel hefur setið í fjölda stjórna, svo sem Viðskiptaráðs Ís- lands og Félags kvenna í atvinnu- lífinu, þar sem hún var formaður. Um tíma var hún formaður bæj- Endurmenntun Háskóla Íslands. Frá Morgunblaðinu fór hún til Norðurljósa sem þá hét, þ.e. Stöð 2, Bylgjan o.s.frv. „Það er gaman að segja frá því að við sem sátum í framkvæmdastjórn Norðurljósa á þessum tíma hittumst enn reglu- lega og með okkur ríkir mikill vin- skapur.“ Rakel starfaði síðan um árabil sem framkvæmdastjóri Creditinfo. R akel Sveinsdóttir er fædd 17. júní 1970 á sjúkrahúsinu á Ísa- firði. Fram á annað ár bjó Rakel á Suður- eyri, eða þar til hún og móðir hennar fluttust til Stykkishólms, þaðan sem stjúpfaðir hennar er. „Í Stykkishólmi hófst skólagangan hjá kaþólsku nunnunum í St. Franciskusreglunni sem ráku leik- skólann í bænum í áratugi. Stykk- ishólmur var frekar hægrisinnaður bær á æskuárum mínum en ég var orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að fyrir þær sakir að nafna mín, Rakel Olsen, var forstjóri stærsta fyrirtæki bæjarins var mér það eðlislægt sem barn að hugsa tækifæri aldrei öðruvísi en að þau væru jöfn fyrir konur og karla. Í raun er það því umhverfið í Hólm- inum sem hafði mest um það að segja í hvaða félagsstörf ég leiddist síðar meir á ævinni, bæði á sviði jafnréttismála og í pólitík. Sem barn naut ég líka þeirra forrétt- inda að geta farið í sveit til ömmu og afa á Akurtröðum í Eyrarsveit við Grundarfjörð.“ Eftir grunnskóla fór Rakel til Bandaríkjanna sem skiptinemi og bjó í Ocean City í New Jersey-ríki. „Óhætt er að segja að enskunámið hafi nýst mér vel því þegar heim var komið var verið að filma sjón- varpsseríuna Nonna og Manna fyr- ir vestan og ég strax kölluð til í einhverja vinnu kringum það.“ Rakel varð stúdent af fjölmiðla- braut FB og hélt áfram fjölmiðla- námi í Los Angeles í Bandaríkj- unum. „Það var á sama tíma og ofbeldi lögreglunnar á blökku- manninum Rodney King skapaði óeirðir og mótmæli sem endaði með útgöngubanni í borginni og herinn var kallaður til. Í raun var þetta smærri útgáfa af þeim óeirð- um sem við erum að sjá núna vegna George Floyd-málsins og mér þykir afar miður að sjá að baráttan gegn rasisma sé ekki lengra komin.“ Í sjö ár starfaði Rakel á Morgunblaðinu og fór samhliða því starfi í viðskipta- og rekstrarnám í arráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Ölfusi. „Þaðan fluttist ég á Selfoss og hætti þá í pólitík. Úr félags- starfi minnist ég þess sérstaklega þegar við Þorsteinn Víglundsson, þáverandi jafnréttisráðherra, hringdum inn bjöllunni í Kauphöll- inni 8. mars 2017. Það var í fyrsta sinn sem karl og kona gerðu það saman, en þetta ár tók Kauphöll Íslands upp það samstarf við Nas- daq erlendis að á alþjóðadegi kvenna ár hvert yrði minnt á mik- ilvægi kynjajafnræðis með viðhöfn sem þessari.“ Helblá gen í Hólminum „Ræturnar liggja á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Snæfellsnesi því móðir mín er ættuð frá Súganda- firði, pabbi minn frá Akureyri og stjúppabbi minn frá Stykkishólmi. Í þessum fjölskyldulegg er alls konar fjölbreytileiki. Til dæmis er dóttirin að fara að leika í jarðarfar- aratriði hjá Gísla Erni Garðarssyni leikstjóra sem nú er í tökum á sjónvarpsþáttaseríunni Verbúðin. Föðursystur mína Stúllu heitna þekktu síðan margir enda var hún andlegur leiðtogi margra þekktra einstaklinga, ekki síst fólks í fjöl- miðlum, íþróttum og í viðskiptalíf- inu. Stjúppabba mínum má síðan þakka fyrir þessi helbláu pólitísku gen enda var Hólmurinn mjög blár í pólitík á æskuárum mínum. Ég held líka sambandi við skiptinema- fjölskylduna mína frá Bandaríkj- unum 1986, hef heimsótt þau út og þau komið hingað. Skiptinemabróð- ir minn dvaldist síðan eitt sumar hjá mér þegar hann var tvítugur og í hittifyrra fór dóttirin og dvaldi hjá fjölskyldunni hans. Ég les mikið og hef haft ástríðu fyrir því að skrifa frá því að ég man eftir mér,“ segir Rakel, spurð út í áhugamálin. „Ég er sérfræð- ingur í skandinavískum spennu- þáttum, elska rökræður um helstu þjóðmál í góðra vina hópi og er svo heppin að hafa ferðast vítt og breitt um heiminn. Auðvitað breyttist þetta aðeins eftir að börn- in fæddust en nú eru þau orðin svo stór að alls kyns gömul áhugamál Rakel Sveinsdóttir, ritstjóri Atvinnulífsins á Vísi – 50 ára Í Kauphöllinni Rakel og Þorsteinn Víglundsson hringja inn í kauphöllinni á alþjóðadegi kvenna 8. mars 2017. Elskar rökræður um þjóðmál Fjölskyldan Rakel ásamt Jóhönnu Guðrúnu og Má á ferðalagi. 30 ára Ásdís ólst upp á Staðastað í Staðar- sveit en býr í Reykja- vík. Hún er læknir að mennt frá Háskóla Ís- lands en er í fæðingar- orlofi. Maki: Þorgeir Orri Harðarson, f. 1988, læknir á Heilsugæsl- unni á Seltjarnarnesi. Börn: Kristrún, f. 2016, og Már, f. 2019. Foreldrar: Guðjón Skarphéðinsson, 1943, fyrrverandi prestur á Staðastað, og Klara Bragadóttir, f. 1955, sálfræð- ingur á Reykjalundi. Þau eru búsett í Reykjavík. Ásdís Braga Guðjónsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Már Þorgeirs- son er fæddur 14. sept- ember 2019 kl. 10.38. Hann vó 3.608 g og var 50 cm að lengd. For- eldrar hans eru Ásdís Braga Guðjónsdóttir og Þorgeir Orri Harðarson. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.