Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 61
eru að fá betra rými á ný. Í sumar er fyrirhuguð ferð á Vestfirði í lok júní og um Norðurlandið í lok júlí.“ Fjölskylda Rakel býr með börnunum sínum, Jóhönnu Guðrúnu Gylfadóttur, f. 21.8. 2003, og Má Gylfasyni, f. 20.4. 2007, á Selfossi. Stjúpsonur Rakel- ar, Konráð Axel Gylfason, f. 3.1. 1997, er búsettur í Reykjavík. Sammæðra systkini Rakelar eru Óðinn Másson, f. 18.5. 1973, smiður og eigandi Alsmíði, búsettur í Reykjavík, og Bryndís Björk Más- dóttir, f. 3.8. 1978, starfsmaður þjónustuíbúða fyrir fatlaða á Sel- fossi, búsett á Selfossi. Samfeðra systkini eru María Sveinsdóttir, f. 6.9. 1970, hjúkrunarfræðingur á fíkniefnadeild Landspítalans, bú- sett í Hafnarfirði; Bjarni Sveins- son, f. 6.12. 1972, kerfisstjóri hjá Landsbankanum, búsettur í Hafn- arfirði, og Einar Logi Sveinsson, f. 12.5. 1978, verkfræðingur, búsettur í Danmörku. Móðir Rakelar er Jóhanna Guð- rún Gissurardóttir, f. 19.10. 1949, vann við afgreiðslu- og þjónustu- störf, búsett á Selfossi, gift Má Hinrikssyni múrarameistara, f. 29.11. 1949, en þau hafa verið gift frá árinu 1973. Faðir Rakelar er Sveinn Bjarnason f. 25.8. 1949, verkefnastjóri, býr í Hafnarfirði með eiginkonu sinni, Öldu Bene- diktsdóttur, f. 13.4. 1946. Rakel Sveinsdóttir Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja á Svalbarðseyri Sigmar Bergvin Benediktsson vélstjóri á Svalbarðseyri Ásta Sigmarsdóttir kaupkona á Akureyri Bjarni Sveinsson múrari á Akureyri Sveinn Bjarnason verkefnastjóri, bús. í Hafnarfirði Björg Jóhanna Vigfúsdóttir kjólameistari á Akureyri Sveinn Bjarnason kennari og framfærslufulltr. á Akureyri Rakel Garðarsdóttir framkvæmda- stjóri í Rvík Halldóra S. issurardóttir verkakona á Suðureyri Ingibjörg Bjarnadóttir (Stúlla) spámiðill á Akureyri Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri á Seltjarnarnesi G Kolbrún Högnadóttir sjúkraliði og fjármálastj. í Rvík Elín Þorbjarnardóttir húsfreyja á Suðureyri Friðbert Guðmundsson hreppstjóri og útgerðarm. á Suðureyri Guðmunda Ingibjörg Friðbertsdóttir húsfreyja á Suðureyri Gissur Guðmundsson húsasmiðameistari á Suðureyri Herdís Þórðardóttir húsfreyja í Ytri-Vatnadal Guðmundur Júlíus Pálsson bóndi í Ytri-Vatnadal í Súgandafirði Úr frændgarði Rakelar Sveinsdóttur Jóhanna Guðrún Gissurardóttir vann við afgreiðslu- og þjónustustörf, bús. á Selfossi DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Fánaprentun „Æ, ÞETTA ER NÚ SVOLÍTIÐ VANDRÆÐALEGT. ÞÚ ÞJÁLFAÐIR MIG OG NÚ ER ÉG ORÐINN YFIRMAÐUR ÞINN.” „EKKI SKIL ÉG HVERS VEGNA FÓLK ER HRÆTT VIÐ HUNDA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hitta réttu manneskjuna á réttum tíma. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann DÆS… HEPPNI EDDI, MISTÖK ÞÍN KOSTUÐU OKKUR SIGURINN Í ORRUSTUNNI VIÐ JARLINN Í DAG! ÉG ER SVO ÞAKKLÁTUR FYRIR ÞAÐ AÐ LÍSA ER KÆRASTAN MÍN ÉG SENDI HENNI ÞAKKARKORT JARLINN BAUÐ MÉR AÐ FAGNA MEÐ MÖNNUM HANS OG FÁ MÉR SIGURPÍTSU MEÐ ÞEIM! ÉG SENDI HENNI SAMÚÐAR- SKEYTI ÞETTA ER EKKI TÓMT TJÓN! Kvæðabók Hannesar Péturssonarkom út þegar ég var í 3. bekk í menntaskóla og var á hvers manns vörum. Við menntskælingarnir skeggræddum bókina og fórum með hendingar eins og: Veistu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi. Síðan hefur Kvæðabók verið sú ljóðabók sem mér þykir vænst um. Og í dag, 17. júní, gríp ég hana og rifja upp „Bláir eru dalir þínir“. Þetta er fyrsta erindið: Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu, heiður er þinn vorhiminn, hljóðar eru nætur þínar, létt falla öldurnar að innskerjum - hvít eru tröf þeirra. Nú í vor kom út lítið kver: „Til Sölva frá Hannesi Péturssyni með hugheilum árnaðaróskum á sjötugs- afmæli, 10. maí 2020.“ Á þessum blöðum er ekkert eldra en frá 2007 og gripið á stangli upp úr syrpu, sem kallast í handriti „Lausakveð- skapur“. Erindin í bókinni eru af ýmsum toga og auðvitað alltaf skemmtilegt þegar Hannes lætur fjúka í kviðling- um og leikur sér. „14.12. 2016“ er yfirskrift þessarar vísu: Gaman er enn að gá til stjarna. Gaman er enn að hlátri barna. Gaman er enn að grúska og skrifa. Já gaman er enn sem fyrr að lifa. Þessi heitir „Skammdegi“: Hvort veitist mér enn að vorsins ilm ég finni og vangann strjúki sunnanblærinn heiti? Ég á að sönnu minna en ekkert inni hjá yfirsmiði heims að þessu leyti. „Umbreyttar húsagötur“ orti Hannes „eftir stutta viðstöðu á Króknum“ og vel skil ég þessar hug- renningar þegar ég renni huganum til Laugavegar, þar sem ég er fædd- ur: Tilfinningin var næsta ný: ég nuggaði augun sitt á hvað og gat ekki fundið fyrir því að fæðzt hefði ég á þessum stað. Heima: Ævi minni uni ég bezt á Álftanesinu smáða.* Þar vil ég faðma hinn fölva gest, ef fæ ég einhverju að ráða. *Sbr. kvæðið um Jörund hunda- dagakóng eftir Þorstein Erlingsson o.fl. gamalt. Að Þrístöpum, 1830: Eggin breiða skal bíta bitur er nakinn háls. Enginn má undan líta er öxin tekur til máls. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bláir eru dalir þínir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.