Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 62
Ljósmynd/Skagafréttir
Glæsimark Andri Fannar Stefánsson, Almarr Ormarsson, Stefán Teitur Þórðarson og Pétur Guðmundsson dómari
horfa á eftir boltanum þegar Stefán skoraði annað mark sitt og Skagamanna gegn KA með glæsilegu skoti.
1. UMFERÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórð-
arson fór á kostum fyrir ÍA og skor-
aði tvö glæsileg mörk þegar liðið
vann 3:1-sigur gegn KA í 1. umferð
úrvalsdeildar karla í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildarinnar, á Akranes-
velli á sunnudaginn.
Miðjumaðurinn er 21 árs gamall
en hann er uppalinn hjá ÍA og er af
miklum knattspyrnuættum. Stefán
á að baki 41 leik í efstu deild þar
sem hann hefur skorað fimm mörk.
„Þessi sigur gegn KA kom hvorki
mér né liðinu á óvart,“ sagði Stefán
Teitur í samtali við Morgunblaðið
en hann er sá leikmaður sem þótti
standa sig best í 1. umferðinni og
fékk tvö M fyrir frammistöðu sína.
„Við erum búnir að æfa virkilega
vel síðan við komum allir saman eft-
ir samkomubann og við vorum með-
vitaðir um það að við gætum vel
unnið KA ef við færum eftir leik-
planinu.
Þeir byrjuðu leikinn betur og
voru sterkari en við fyrstu tuttugu
mínúturnar, en svo fannst mér við
vera með þá eftir það. Við spiluðum
virkilega vel og sköpuðum okkur
góð marktækifæri líka. Það eru
mikil gæði í okkar leikmannahóp,
við höfðum allan tímann trú á verk-
efninu og uppskárum sanngjarnan
sigur,“ sagði Stefán Teitur sem á að
baki 2 A-landsleiki fyrir Ísland og
12 leiki fyrir U21 árs landsliðið þar
sem hann hefur skorað eitt mark.
Fótbolti á Skipaskaga
Skagamenn höfnuðu í tíunda sæti
á síðustu leiktíð en liðinu var spáð
níunda sæti deildarinnar í spá
mbl.is, Morgunblaðsins og K100.
„Við ætlum okkur ekki að vera í
einhverri fallbaráttu í sumar, það er
alveg á hreinu. Við viljum gera bet-
ur en á síðustu leiktíð og svo auðvit-
að spila okkar leik. Í fyrra vorum
við mikið að sparka boltanum langt
og vona það besta en markmiðið í
sumar er að spila alvöru fótbolta.
Við erum með fullt af góðum leik-
mönnum í hópnum. Það vita allir að
Árni [Snær Ólafsson] er frábær
spyrnumaður en hann er líka mjög
góður í fótbolta og getur spilað bolt-
anum stutt.
Tryggvi Hrafn [Haraldsson] og
Bjarki Steinn [Bjarkason] eru mjög
hættulegir fram á við þannig að
gæðin eru svo sannarlega til staðar í
okkar liði. Þá hafa ungu strákarnir
verið að koma vel inn í þetta og þeir
eru flestir búnir að bæta sig mikið
undanfarna mánuði. Brynjar Snær
[Pálsson] var sem dæmi í byrjunar-
liðinu gegn KA en hann er fæddur
árið 2001 og er enn í 2. flokki. Hann
stóð sig virkilega vel og hann á bara
eftir að vaxa, ásamt Jóni Gísla [Ey-
land] sem er líka gjaldgengur í 2.
flokkinn.“
Stefán Teitur lék alla deildarleiki
ÍA síðasta sumar þar sem hann
skoraði eitt mark en hann setur
stefnuna á að gera betur í ár.
„Miðjuspil liðsins fer mikið í
gegnum mig og ég þarf þess vegna
að stíga upp í sumar. Ég tel mig vel
í stakk búinn til þess að gera það.
Ég er þroskaðari núna en á síðustu
leiktíð og kann stöðuna betur.
Byrjunin á tímabilinu hjá mér
persónulega lofar góðu og vonandi
get ég byggt ofan á það. Ég vil
virkilega sýna hvað ég get í hverjum
einasta leik, ekki bara í einhverjum
fimm til sex leikjum, eins og á síð-
ustu leiktíð. Við sjáum svo bara
hvert það mun skila mér og það er
það eina sem ég er að hugsa um,
ásamt því að gera vel fyrir ÍA auð-
vitað. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu
sér og fótboltinn í dag virkar þannig
að ef maður stendur sig þá mun eitt-
hvað gott gerast. Ég hef sett stefn-
una á atvinnumennsku í framtíðinni
og vonandi gengur það eftir á ein-
hverjum tímapunkti á ferlinum.“
Hrósað þegar vel gengur
Faðir Stefáns Teits er Þórður
Þórðarson, fyrrverandi markmaður
ÍA og núverandi þjálfari U19 ára
landsliðs kvenna, en hann varð þrí-
vegis Íslandsmeistari með ÍA á ár-
unum 1994-1996. Þá er Ólafur Þórð-
arson, fyrrverandi landsliðs- og
atvinnumaður, leikmaður og síðan
þjálfari ÍA, afabróðir Stefáns en
þeir starfa saman hjá fjölskyldu-
fyrirtækinu Bifreiðastöð ÞÞÞ á
Akranesi.
„Þeir sem eru af eldri kynslóðinni
hérna uppi á Skaga pikka alveg í
mann og minna á hvað þeir voru að
afreka á sínum tíma. Þeir átta sig
nú samt flestir á því að þetta hefur
aðeins breyst og hlutirnir eru öðru-
vísi í dag en í þá gömlu góðu daga.
Okkur er hrósað þegar vel geng-
ur og svo fáum við að heyra það líka
þegar við stöndum okkur ekki. Ég
var til dæmis mættur í vinnuna
klukkan sjö í morgun [gær] með Óla
Þórðar og hann var strax byrjaður
að leggja mér lífsreglurnar.
Ég og pabbi tölum svo mikið sam-
an um leikina, bæði fyrir og eftir þá.
Eftir síðasta tímabil ræddum við
það mikið að ég þyrfti að vera dug-
legri að koma mér inn í teiginn og
það skilaði sér svo sannarlega gegn
KA.“
Hlutirnir gerast ekki af
sjálfu sér í fótboltanum
Skagamaðurinn Stefán Teitur segir að ÍA ætli að spila alvörufótbolta í sumar
1. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2020
3-4-3
Hákon Rafn Valdimarsson
Gróttu
Björn Daníel
Sverrisson
FH
Sölvi Snær Guðbjargarson
Stjörnunni
Stefán Teitur
Þórðarson
ÍA
Andri Rafn Yeoman
Breiðabliki
Brynjar Snær
Pálsson
ÍA
Steven Lennon
FH
Kennie Chopart
KR
Brynjar Gauti
Guðjónsson
Stjörnunni
Óskar Örn Hauksson
KR
Sigurpáll Melberg
Pálsson
Fjölni
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020
Noregur
Aalesund – Molde .................................... 1:4
Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund og Hólmbert Aron Friðjóns-
son kom inn á fyrir Daníel Leó Grétarsson
á 58. mínútu.
Stabæk – Mjöndalen................................ 0:0
Dagur Dan Þórhallsson var ekki í leik-
mannahópi Mjöndalen.
Odd – Sandefjord..................................... 1:2
Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson léku
allan leikinn með Sandefjord.
Sarpsborg – Vålerenga........................... 0:1
Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn
með Vålerenga og lagði upp markið.
Viking – Bodö/Glimt............................... 2:4
Axel ÓskarAndrésson var ekki í leik-
mannahópi Viking.
Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Þýskaland
Union Berlín – Paderborn...................... 1:0
Samúel Kári Friðjónsson var varamaður
hjá Paderborn og kom ekki við sögu.
Mönchengladbach – Wolfsburg .............. 3:0
Freiburg – Hertha Berlín........................ 2:1
Werder Bremen – Bayern München...... 0:1
Staðan:
Bayern M. 32 24 4 4 93:31 76
Dortmund 31 20 6 5 82:35 66
RB Leipzig 31 17 11 3 77:32 62
Mönchengladb. 32 18 5 9 61:38 59
Leverkusen 31 17 6 8 57:41 57
Wolfsburg 32 12 10 10 44:41 46
Freiburg 32 12 9 11 43:44 45
Hoffenheim 31 12 7 12 42:52 43
Schalke 31 9 12 10 36:48 39
E.Frankfurt 31 11 5 15 53:56 38
Hertha Berlín 32 10 8 14 45:57 38
Union Berlin 32 11 5 16 38:54 38
Köln 31 10 5 16 48:59 35
Augsburg 31 9 8 14 42:57 35
Mainz 31 9 4 18 39:63 31
Düsseldorf 31 6 10 15 33:61 28
Werder Bremen 32 7 7 18 35:65 28
Paderborn 32 4 8 20 34:68 20
Bayern er meistari, Paderborn er fallið.
Bayern München tryggði sér í gær-
kvöld sinn áttunda meistaratitil í
röð í þýsku knattspyrnunni með því
að sigra Werder Bremen 1:0 á úti-
velli.
Rétt einn ganginn var Robert
Lewandowski á ferðinni og skoraði
sigurmarkið á 43. mínútu eftir
sendingu frá Jeróme Boateng en
þetta var 46. mark Pólverjans fyrir
Bayern á tímabilinu.
Bakvörðurinn Alphonso Davies
var rekinn af velli á 79. mínútu en
tíu Bæjarar héldu fengnum hlut.
Bayern er nú komið með 76 stig og
er tíu stigum á undan Dortmund
sem á leik til góða gegn Mainz í
dag. Tveimur umferðum er ólokið í
1. deildinni.
Samúel Kári Friðjónsson og sam-
herjar hans í Paderborn féllu end-
anlega úr deildinni í gærkvöld þeg-
ar þeir töpuðu fyrir Union Berlín á
útivelli, 1:0. Þeir eru nú átta stigum
á eftir Fortuna Düsseldorf og
Werder Bremen.
Tryggði titilinn með 46.
markinu á tímabilinu
AFP
Meistarar Robert Lewandowski skorar sigurmarkið í Bremen.
Matthías Vilhjálmsson og sam-
herjar í Óslóarliðinu Vålerenga fengu
óskabyrjun á keppnistímabilinu í
norsku knattspyrnunni í gærkvöld
þegar þeir lögðu Sarpsborg að velli,
1:0, á útivelli í fyrstu umferð úrvals-
deildarinnar. Matthías lék allan leikinn
í framlínunni hjá Vålerenga og lagði
upp sigurmarkið fyrir Aron Leonard
Dönnum á 41. mínútu.
Golfsamband Evrópu tilkynnti í gær
að tvær stærstu mótaraðirnar í karla-
flokki færu aftur af stað í júlímánuði.
Haraldur Franklín Magnús og Guð-
mundur Ágúst Kristjánsson úr GR eru
á meðal þeirra sem eru með keppnis-
rétt á næststerkasta mótinu, Áskor-
endamótaröðinni, og gefið hefur verið
út að fyrsta mótið þar verði Opna
austurríska mótið dagana 9. til 12. júlí.
Evrópumótaröðin i kvennaflokki, þar
sem Valdís Þóra Jónsdóttir og Guð-
rún Brá Björgvinsdóttir spila, fer
væntanlega af stað í ágúst.
Tveir öflugir knattspyrnumenn eru
orðaðir við enska félagið Tottenham
sem er sagt hafa rætt við umboðs-
menn þeirra beggja. Það eru belgíski
bakvörðurinn Thomas Muenier sem
verður laus allra mála hjá París SG í
sumar og króatíski sóknartengilið-
urinn Ivan Perisic sem Bayern Münch-
en er með í láni frá Inter Mílanó.
Framkvæmdastjórn Knattspyrnu-
sambands Evrópu kemur saman í dag
til að ræða hvernig staðið verði að
lokaspretti Evrópumótanna. Reiknað
er með að staðfest verði að keppni í
Meistaradeild karla verði haldin í
Portúgal og keppni í Evrópudeildinni í
Þýskalandi í ágústmánuði.
Eitt
ogannað