Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020  Emil Hallfreðsson og samherjar hans í Padova eiga að hefja umspil um sæti í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu 1. júlí. Æfingar hjá liðinu hófust á ný um síðustu helgi en Emil hefur sem kunnugt er æft með FH-ingum undan- farnar vikur og komið hefur til greina að hann leiki með sínu gamla félagi í sumar, eftir því hvernig málin þróast á Ítalíu. Nú hefur verið dregið í umspilið sem er mjög umfangsmikið en þar leika alls 27 lið úr þremur riðlum deild- arinnar um að komast upp. Padova á að mæta Sambenedettese í fyrstu um- ferðinni og sá leikur er settur á 1. júlí, samkvæmt heimasíðu félagsins.  Portúgalinn Fernando Santos hefur verið endurráðinn þjálfari karlalands- liðs Portúgals í knattspyrnu til næstu fjögurra ára. Hann tók við portúgalska landsliðinu árið 2014 og verður því bú- inn að vera með liðið í tíu ár þegar samningurinn rennur út. Hann stýrði því til síns fyrsta stóra titils þegar Portúgalar urðu Evrópumeistarar í Frakklandi árið 2016, eftir að hafa gert jafntefli, 1:1, við Íslendinga í fyrsta leiknum. Þá varð Portúgal fyrsti meist- ari Þjóðadeildar UEFA á síðasta ári og Santos gæti nú stýrt liðinu á EM 2021, HM 2022 og EM 2024.  Alfreð Gíslason stýrir þýska karla- landsliðinu í handknattleik í sínum fyrstu mótsleikjum í nóvember en Þýskaland dróst í gær í riðil með Aust- urríki, Bosníu og Eistlandi í undan- keppni EM 2022. Þýska liðið ætti ekki að vera í teljandi vandræðum með að komast áfram og í lokakeppnina.  Erlingur Richardsson er áfram þjálfari hollenska karlalandsliðsins og það verður í erfiðum riðli með Slóven- íu, Póllandi og Tyrklandi í undankeppn- inni. Hollendingar léku á sínu fyrsta stórmóti í janúar á þessu ári þegar Erlingur stýrði þeim á EM í Noregi.  Sara Björk Gunnarsdóttir lands- liðsfyrirliði í knattspyrnu getur orðið þýskur meistari með Wolfsburg í dag, fjórða árið í röð. Tuttugasta umferðin af 22 er leikin í dag og Wolfsburg tekur á móti Freiburg á heimavelli. Átta stig skilja að lið Wolfsburg og Bayern München og sigur gulltryggir því Wolfsburg meistaratitilinn. Mótherj- arnir frá Freiburg sigla lygnan sjó í sjö- unda sæti deildarinnar. Sandra María Jessen og samherjar í Leverkusen sækja Jena heim í fallslag í dag en Leverkusen er aðeins fyrir ofan fallsæti á markatölu þegar þrem- ur umferðum er ólokið. Eitt ogannað EM 2022 Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland verður í riðli með Portúgal, Litháen og Ísrael í undankeppni EM karla í handknattleik árið 2022 en dregið var í gær. Tvö efstu liðin komast í lokakeppnina í Ungverja- landi og Slóvakíu, og einnig þau fjögur lið af átta sem verða með bestan árangur í þriðja sæti. Segja má að Portúgal sé sterkasta eða eitt allra sterkasta liðið úr öðr- um styrkleikaflokki. Liðin mættust í milliriðli á EM í janúar og hafði Ís- land betur 28:25. Ísland var auk þess með Portúgal í undankeppni HM 2017 og mættust liðin tvisvar í júní 2016. Ísland vann 26:23 og Portúgal vann 21:20 ytra. Portúgalar verða með í forkeppni Ólympíuleikanna eftir góðan árangur á EM. „Portúgalar eru bara með hörku- lið og sýndu það á EM. Síðustu ár hafa þeir orðið betri og betri. U21 árs lið þeirra var mjög gott í fyrra og strákarnir úr því liði eru einnig að bætast við hópinn hjá þeim. Portú- galar eru bara orðnir firnasterkir og eru erfiður andstæðingur,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður í landsliðinu, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans en Arnór hefur mætt þessum þrem- ur þjóðum sem um ræðir á síðustu árum. „Á sínum tíma fóru sænskir þjálfarar til Portúgals og þeir tóku þátt í uppbyggingunni. Það kemur mér því ekki á óvart að þeir hafi búið til efnilega leikmenn sem séu orðnir góðir. Þeir hafa greinilega gert þetta vel og vinnubrögðin í föstum skorð- um.“ Jafnir leikir gegn Litháum Litháen er í þriðja styrkleika- flokki en Ísland mætti Litháen í undankeppni HM 2019. Leikirnir fóru fram fyrir tveimur árum eða í júní 2018. Ísland komst áfram 61:58 en leiknum í Vilnius lauk með jafn- tefli. Litháa skyldi því ekki vanmeta en hér má rifja upp til gamans að Miglius Astrauskas, fyrrverandi þjálfari HK, var þá í þjálfarateym- inu hjá Litháen. „Við fengum að finna fyrir því síð- ast að þeir eru með gott lið. Þetta voru tveir hörkuleikir og þeir eru ekki auðveldir. Miðjumaðurinn hjá Litháen [Aidenas Malasinkas] er mjög góður og frábær í stöðunni einn á móti einum. Mig minnir að hann spili með Zaporzhye [í Úkra- ínu]. Þeir voru einnig með risa á lín- unni sem erfitt var að eiga við,“ sagði Arnór. Ísrael er í fjórða styrkleikaflokki. Langt ferðalag bíður okkar manna gegn liði sem ekki býr að mikilli handboltahefð. Ísland var með Ísr- ael í riðli fyrir EM 2016. Ísland vann 36:19 í Laugardalshöll og 34:24 í Tel Aviv sumarið 2015. Arnór treystir sér ekki til að fella dóma yfir liði Ísraelsmanna þar sem fimm ár eru liðin frá því þjóðirnar mættust síðast. Stundum geta úti- leikir sem þessir verið snúnir ef ferðalagið er langt og erfitt. Svo ekki sé talað um ef liðin fá góðan stuðning á heimavelli. Arnór sagði það ekki hafa verið þegar landsliðið fór til Tel Aviv. „Við unnum með tíu marka mun. Það voru fáir í höllinni og þeir fengu því lítinn stuðning. Við vorum á flottum stað í Ísrael. Gistum á flottu hóteli og maturinn var geggjaður. Leikurinn reyndist svo ekki vera erfiður fyrir okkur í það skiptið en ég get ekki dæmt þá núna. Of langt er liðið síðan við mættum þeim síð- ast. En þegar við mættum þeim síð- ast áttu þeir alla vega tvo í næst- efstu deild í Þýskalandi. Mig rámar í að annar þeirra hafi verið samherji Fannars Friðgeirssonar hjá Gross- wallstadt.“ Fleiri láta að sér kveða Lokakeppnin verður í Ungverja- landi og Slóvakíu í janúar 2022 og Ís- land á góða möguleika á að vinna sér keppnisrétt í lokakeppninni enda var íslenska liðið í fyrsta styrkleika- flokki þegar dregið var til undan- keppninnar. Undankeppnin mun hefjast 4. og 5. nóvember á þessu ári og lýkur 2. maí á næsta ári. Einhvern tíma hefðum við Íslend- ingar verið góðir með okkur að drag- ast í riðil með Portúgal, Litháen og Ísrael. Þróunin í íþróttinni hefur hins vegar verið sú að fleiri þjóðir hafa náð vopnum sínum í handbolt- anum og bilið á milli liða hefur minnkað. Liða eins og þess íslenska sem þekkir fátt annað en að komast á stórmót og svo hinna sem hafa ver- ið nálægt því að komast þangað. „Jú jú, það má alveg segja það. Slökustu liðin eru reyndar langt á eftir en maður sá til dæmis hjá Litháen að þar er eitthvað að gerast. Ungir leikmenn eru að koma upp. Einnig hefur maður séð á stórmót- um að lið koma upp sem maður bjóst ekki alveg við og á móti duttu Pól- verjarnir niður. Allt í einu getur orð- ið til góður árgangur, eins og við þekkjum í fótboltanum, hjá liðum sem hafa kannski verið með þeim lakari í mörg ár. Þá hjálpar auðvitað að fá alvöruþjálfara til að hjálpa hæfileikaríkum mönnum hjá lands- liðum sem hafa litla hefð. Til dæmis er hollenskur landsliðsmaður liðs- félagi minn hjá Bergischer. Hann segir Erling [Richardsson þjálfara Hollands] hafa breytt vinnubrögðum hjá þeim og fagmennskan hafi orðið meiri,“ sagði Arnór Þór ennfremur. Portúgalar og Litháar hafa reynst okkar liði erfiðir  Sæti á EM 2022 ekki meitlað í stein þótt Ísland sé í fyrsta styrkleikaflokki Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Mótherjar Janus Daði Smárason í dauðafæri í sigurleiknum gegn Portúgal á Evrópumótinu í Malmö í janúar. Haukur Helgi Pálsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, hefur feng- ið tvö tilboð frá frönskum félögum og hefur einnig rætt við tvö spænsk félög. Hann er laus undan samningi við UNICS Kazan í Rússlandi eins og áður hefur komið fram. Haukur sagði í ítarlegu viðtali við mbl.is í gær að málin gagnvart spænsku fé- lögunum væru í bið þar til tíma- bilinu þar verður lokið síðar í sum- ar. Þá hefðu Stjarnan, Haukar og ÍR boðið honum að æfa þar til mál hans skýrist en ekki væri í mynd- inni að spila á Íslandi næsta vetur. Ætlar ekki að spila á Íslandi Morgunblaðið/Hari Laus Haukur Helgi Pálsson ætlar að leika áfram erlendis næsta vetur. Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í nákvæmlega eitt hundrað daga fara fram í dag og kvöld. Síðast var leikið 9. mars þeg- ar Leicester og Aston Villa mættust og það er líka Aston Villa sem hefur lokasprettinn með leik við Sheffield United klukkan 17. Í kvöld mætast síðan Manchester City og Arsenal klukkan 19.15. Leikið er án áhorf- enda til loka tímabilsins en þegar þessum tveimur leikjum er lokið verða níu umferðir eftir af deildinni. Liverpool er með 25 stiga forskot á Manchester City á toppnum. Aftur af stað eftir hundrað daga hlé AFP Byrjað Sergio Agüero og félagar í Manchester City mæta Arsenal. KNATTSPYRNA 2. deild karla: Akraneshöll: Kári – Selfoss ...................... 16 Enski boltinn á Síminn Sport 17.00 Aston Villa – Sheffield United 19.15 Manchester City – Arsenal Í DAG! 1. RIÐILL: Frakkland, Serbía, Belgía og Grikkland. 2. RIÐILL: Þýskaland, Austurríki, Bosnía og Eistland. 3. RIÐILL: Tékkland, Rússland, Úkraína og Færeyjar. 4. RIÐILL: Ísland, Portúgal, Litháen og Ísrael. 5. RIÐILL: Slóvenía, Holland, Pólland og Tyrkland. 6. RIÐILL: Noregur, Hvíta-Rússland, Lettland og Ítalía. 7. RIÐILL: Danmörk, Norður-Makedónía, Sviss og Finn- land. 8. RIÐILL: Svíþjóð, Svartfjallaland, Rúmenía og Kósóvó.  Tvö efstu lið í hverjum riðli fara á EM og einnig fjögur lið með bestan ár- angur í þriðja sæti.  Gestgjafar Ungverja- lands og Slóvakíu, Evr- ópumeistarar Spánar og silfurlið Króatíu fara beint á EM.  Ísland leikur við Lithá- en og Ísrael 5.og 8. nóv- ember 2020, báða leik- ina við Portúgal 6. og 10. janúar 2021 og mætir Litháen og Ísrael aftur 29. apríl og 2. maí 2021. Tuttugu sæti eru í boði á EM UNDANKEPPNI EM KARLA Í HANDKNATTLEIK 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.