Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020
Emil Hallfreðsson og samherjar
hans í Padova eiga að hefja umspil um
sæti í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu
1. júlí. Æfingar hjá liðinu hófust á ný
um síðustu helgi en Emil hefur sem
kunnugt er æft með FH-ingum undan-
farnar vikur og komið hefur til greina
að hann leiki með sínu gamla félagi í
sumar, eftir því hvernig málin þróast á
Ítalíu. Nú hefur verið dregið í umspilið
sem er mjög umfangsmikið en þar
leika alls 27 lið úr þremur riðlum deild-
arinnar um að komast upp. Padova á
að mæta Sambenedettese í fyrstu um-
ferðinni og sá leikur er settur á 1. júlí,
samkvæmt heimasíðu félagsins.
Portúgalinn Fernando Santos hefur
verið endurráðinn þjálfari karlalands-
liðs Portúgals í knattspyrnu til næstu
fjögurra ára. Hann tók við portúgalska
landsliðinu árið 2014 og verður því bú-
inn að vera með liðið í tíu ár þegar
samningurinn rennur út. Hann stýrði
því til síns fyrsta stóra titils þegar
Portúgalar urðu Evrópumeistarar í
Frakklandi árið 2016, eftir að hafa gert
jafntefli, 1:1, við Íslendinga í fyrsta
leiknum. Þá varð Portúgal fyrsti meist-
ari Þjóðadeildar UEFA á síðasta ári og
Santos gæti nú stýrt liðinu á EM 2021,
HM 2022 og EM 2024.
Alfreð Gíslason stýrir þýska karla-
landsliðinu í handknattleik í sínum
fyrstu mótsleikjum í nóvember en
Þýskaland dróst í gær í riðil með Aust-
urríki, Bosníu og Eistlandi í undan-
keppni EM 2022. Þýska liðið ætti ekki
að vera í teljandi vandræðum með að
komast áfram og í lokakeppnina.
Erlingur Richardsson er áfram
þjálfari hollenska karlalandsliðsins og
það verður í erfiðum riðli með Slóven-
íu, Póllandi og Tyrklandi í undankeppn-
inni. Hollendingar léku á sínu fyrsta
stórmóti í janúar á þessu ári þegar
Erlingur stýrði þeim á EM í Noregi.
Sara Björk Gunnarsdóttir lands-
liðsfyrirliði í knattspyrnu getur orðið
þýskur meistari með Wolfsburg í dag,
fjórða árið í röð. Tuttugasta umferðin
af 22 er leikin í dag og Wolfsburg tekur
á móti Freiburg á heimavelli. Átta stig
skilja að lið Wolfsburg og Bayern
München og sigur gulltryggir því
Wolfsburg meistaratitilinn. Mótherj-
arnir frá Freiburg sigla lygnan sjó í sjö-
unda sæti deildarinnar. Sandra María
Jessen og samherjar í Leverkusen
sækja Jena heim í fallslag í dag en
Leverkusen er
aðeins fyrir
ofan fallsæti
á markatölu
þegar þrem-
ur umferðum
er ólokið.
Eitt
ogannað
EM 2022
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ísland verður í riðli með Portúgal,
Litháen og Ísrael í undankeppni EM
karla í handknattleik árið 2022 en
dregið var í gær. Tvö efstu liðin
komast í lokakeppnina í Ungverja-
landi og Slóvakíu, og einnig þau
fjögur lið af átta sem verða með
bestan árangur í þriðja sæti.
Segja má að Portúgal sé sterkasta
eða eitt allra sterkasta liðið úr öðr-
um styrkleikaflokki. Liðin mættust í
milliriðli á EM í janúar og hafði Ís-
land betur 28:25. Ísland var auk þess
með Portúgal í undankeppni HM
2017 og mættust liðin tvisvar í júní
2016. Ísland vann 26:23 og Portúgal
vann 21:20 ytra. Portúgalar verða
með í forkeppni Ólympíuleikanna
eftir góðan árangur á EM.
„Portúgalar eru bara með hörku-
lið og sýndu það á EM. Síðustu ár
hafa þeir orðið betri og betri. U21
árs lið þeirra var mjög gott í fyrra og
strákarnir úr því liði eru einnig að
bætast við hópinn hjá þeim. Portú-
galar eru bara orðnir firnasterkir og
eru erfiður andstæðingur,“ sagði
Arnór Þór Gunnarsson, hægri
hornamaður í landsliðinu, þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til hans
en Arnór hefur mætt þessum þrem-
ur þjóðum sem um ræðir á síðustu
árum. „Á sínum tíma fóru sænskir
þjálfarar til Portúgals og þeir tóku
þátt í uppbyggingunni. Það kemur
mér því ekki á óvart að þeir hafi búið
til efnilega leikmenn sem séu orðnir
góðir. Þeir hafa greinilega gert þetta
vel og vinnubrögðin í föstum skorð-
um.“
Jafnir leikir gegn Litháum
Litháen er í þriðja styrkleika-
flokki en Ísland mætti Litháen í
undankeppni HM 2019. Leikirnir
fóru fram fyrir tveimur árum eða í
júní 2018. Ísland komst áfram 61:58
en leiknum í Vilnius lauk með jafn-
tefli. Litháa skyldi því ekki vanmeta
en hér má rifja upp til gamans að
Miglius Astrauskas, fyrrverandi
þjálfari HK, var þá í þjálfarateym-
inu hjá Litháen.
„Við fengum að finna fyrir því síð-
ast að þeir eru með gott lið. Þetta
voru tveir hörkuleikir og þeir eru
ekki auðveldir. Miðjumaðurinn hjá
Litháen [Aidenas Malasinkas] er
mjög góður og frábær í stöðunni
einn á móti einum. Mig minnir að
hann spili með Zaporzhye [í Úkra-
ínu]. Þeir voru einnig með risa á lín-
unni sem erfitt var að eiga við,“
sagði Arnór.
Ísrael er í fjórða styrkleikaflokki.
Langt ferðalag bíður okkar manna
gegn liði sem ekki býr að mikilli
handboltahefð. Ísland var með Ísr-
ael í riðli fyrir EM 2016. Ísland vann
36:19 í Laugardalshöll og 34:24 í Tel
Aviv sumarið 2015.
Arnór treystir sér ekki til að fella
dóma yfir liði Ísraelsmanna þar sem
fimm ár eru liðin frá því þjóðirnar
mættust síðast. Stundum geta úti-
leikir sem þessir verið snúnir ef
ferðalagið er langt og erfitt. Svo
ekki sé talað um ef liðin fá góðan
stuðning á heimavelli. Arnór sagði
það ekki hafa verið þegar landsliðið
fór til Tel Aviv.
„Við unnum með tíu marka mun.
Það voru fáir í höllinni og þeir fengu
því lítinn stuðning. Við vorum á
flottum stað í Ísrael. Gistum á flottu
hóteli og maturinn var geggjaður.
Leikurinn reyndist svo ekki vera
erfiður fyrir okkur í það skiptið en
ég get ekki dæmt þá núna. Of langt
er liðið síðan við mættum þeim síð-
ast. En þegar við mættum þeim síð-
ast áttu þeir alla vega tvo í næst-
efstu deild í Þýskalandi. Mig rámar í
að annar þeirra hafi verið samherji
Fannars Friðgeirssonar hjá Gross-
wallstadt.“
Fleiri láta að sér kveða
Lokakeppnin verður í Ungverja-
landi og Slóvakíu í janúar 2022 og Ís-
land á góða möguleika á að vinna sér
keppnisrétt í lokakeppninni enda
var íslenska liðið í fyrsta styrkleika-
flokki þegar dregið var til undan-
keppninnar. Undankeppnin mun
hefjast 4. og 5. nóvember á þessu ári
og lýkur 2. maí á næsta ári.
Einhvern tíma hefðum við Íslend-
ingar verið góðir með okkur að drag-
ast í riðil með Portúgal, Litháen og
Ísrael. Þróunin í íþróttinni hefur
hins vegar verið sú að fleiri þjóðir
hafa náð vopnum sínum í handbolt-
anum og bilið á milli liða hefur
minnkað. Liða eins og þess íslenska
sem þekkir fátt annað en að komast
á stórmót og svo hinna sem hafa ver-
ið nálægt því að komast þangað.
„Jú jú, það má alveg segja það.
Slökustu liðin eru reyndar langt á
eftir en maður sá til dæmis hjá
Litháen að þar er eitthvað að gerast.
Ungir leikmenn eru að koma upp.
Einnig hefur maður séð á stórmót-
um að lið koma upp sem maður bjóst
ekki alveg við og á móti duttu Pól-
verjarnir niður. Allt í einu getur orð-
ið til góður árgangur, eins og við
þekkjum í fótboltanum, hjá liðum
sem hafa kannski verið með þeim
lakari í mörg ár. Þá hjálpar auðvitað
að fá alvöruþjálfara til að hjálpa
hæfileikaríkum mönnum hjá lands-
liðum sem hafa litla hefð. Til dæmis
er hollenskur landsliðsmaður liðs-
félagi minn hjá Bergischer. Hann
segir Erling [Richardsson þjálfara
Hollands] hafa breytt vinnubrögðum
hjá þeim og fagmennskan hafi orðið
meiri,“ sagði Arnór Þór ennfremur.
Portúgalar og Litháar hafa
reynst okkar liði erfiðir
Sæti á EM 2022 ekki meitlað í stein þótt Ísland sé í fyrsta styrkleikaflokki
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Mótherjar Janus Daði Smárason í dauðafæri í sigurleiknum gegn Portúgal á Evrópumótinu í Malmö í janúar.
Haukur Helgi Pálsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, hefur feng-
ið tvö tilboð frá frönskum félögum
og hefur einnig rætt við tvö spænsk
félög. Hann er laus undan samningi
við UNICS Kazan í Rússlandi eins
og áður hefur komið fram. Haukur
sagði í ítarlegu viðtali við mbl.is í
gær að málin gagnvart spænsku fé-
lögunum væru í bið þar til tíma-
bilinu þar verður lokið síðar í sum-
ar. Þá hefðu Stjarnan, Haukar og
ÍR boðið honum að æfa þar til mál
hans skýrist en ekki væri í mynd-
inni að spila á Íslandi næsta vetur.
Ætlar ekki að
spila á Íslandi
Morgunblaðið/Hari
Laus Haukur Helgi Pálsson ætlar
að leika áfram erlendis næsta vetur.
Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í nákvæmlega eitt
hundrað daga fara fram í dag og
kvöld. Síðast var leikið 9. mars þeg-
ar Leicester og Aston Villa mættust
og það er líka Aston Villa sem hefur
lokasprettinn með leik við Sheffield
United klukkan 17. Í kvöld mætast
síðan Manchester City og Arsenal
klukkan 19.15. Leikið er án áhorf-
enda til loka tímabilsins en þegar
þessum tveimur leikjum er lokið
verða níu umferðir eftir af deildinni.
Liverpool er með 25 stiga forskot á
Manchester City á toppnum.
Aftur af stað eftir
hundrað daga hlé
AFP
Byrjað Sergio Agüero og félagar í
Manchester City mæta Arsenal.
KNATTSPYRNA
2. deild karla:
Akraneshöll: Kári – Selfoss ...................... 16
Enski boltinn á Síminn Sport
17.00 Aston Villa – Sheffield United
19.15 Manchester City – Arsenal
Í DAG!
1. RIÐILL:
Frakkland, Serbía, Belgía og Grikkland.
2. RIÐILL:
Þýskaland, Austurríki, Bosnía og Eistland.
3. RIÐILL:
Tékkland, Rússland, Úkraína og Færeyjar.
4. RIÐILL:
Ísland, Portúgal, Litháen og Ísrael.
5. RIÐILL:
Slóvenía, Holland, Pólland og Tyrkland.
6. RIÐILL:
Noregur, Hvíta-Rússland, Lettland og Ítalía.
7. RIÐILL:
Danmörk, Norður-Makedónía, Sviss og Finn-
land.
8. RIÐILL:
Svíþjóð, Svartfjallaland, Rúmenía og Kósóvó.
Tvö efstu lið í hverjum
riðli fara á EM og einnig
fjögur lið með bestan ár-
angur í þriðja sæti.
Gestgjafar Ungverja-
lands og Slóvakíu, Evr-
ópumeistarar Spánar og
silfurlið Króatíu fara
beint á EM.
Ísland leikur við Lithá-
en og Ísrael 5.og 8. nóv-
ember 2020, báða leik-
ina við Portúgal 6. og 10.
janúar 2021 og mætir
Litháen og Ísrael aftur
29. apríl og 2. maí 2021.
Tuttugu sæti eru í boði á EM
UNDANKEPPNI EM KARLA Í HANDKNATTLEIK 2022