Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 64

Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Velkomin aftur w w w. i t r. i s L augarnar í Reykjaví k Höldumbilinu S ý n u m hve r t ö ð r u t i l l i t s s e m i o g v i rð u m 2 m e t r a f j a r l æ g ð a r m ö r k i n a l l s s t a ð a r þ a r s e m m ö g u l e g t e r G e s t i r e r u á e i g i n á by r g ð Við erum öll almannavarnir 2m VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Vinalegri og afslappaðri mann en Daða Frey Pétursson er varla að finna; manninn sem margir telja ókrýndan sigurvegara Eurovision 2020, keppninnar sem aldrei var haldin. Lag Daða og Gagnamagns- ins, „Think About Things“, sló eft- irminnilega í gegn bæði hér á landi sem erlendis og með hjálp nets og samfélagsmiðla er Daði nú orðinn ofboðslega frægur. Frægðin hefur þó ekki stigið honum til höfuðs enda má vinsældir hans að miklu leyti þakka hlýlegu viðmóti hans, húmor og grallaraskap. Daði býr með eiginkonu og barni í Berlín og sendir reglulega frá sér skemmtilega glúrin vídeó þar sem hann ýmist tekur fyrir eigin lög eða annarra, nú síðast lag úr væntan- legri grínmynd Wills Ferrells um Eurovisionkeppnina. Myndbönd Daða við eigin lög einkennast oftar en ekki af dásamlegum einfaldleika, spaugilegum danssporum og hug- myndum og sem dæmi um vinsældir hans má nefna að horft hefur verið á myndbandið við Eurovisionlagið fyrrnefnda um 11,2 milljón sinnum á YouTube. Árlega á Airwaves frá 2017 Daði kom seinast fram á Airwav- es í fyrra og segist hann hafa komið fram á hátíðinni árlega allt frá árinu 2017. Og nú er hann orðinn heims- frægur, eða hvað? „Nú er ég orðinn svakalegur, sko,“ svarar Daði sposkur og er í framhaldi spurður að því hvort fleiri en hann verði á sviðinu. „Við verðum þrjú, ég er bú- inn að bæta við gítarleikara, Pétri Karli sem spilaði á gítar í „Think About Things“ og svo er ég með trommuleikara frá Noregi, hún heit- ir Ylva. Við verðum líka með ein- hvern ljósamann og svona, ætlum að reyna að gera þetta almenni- legt.“ – Gagnamagnið verður þá ekki með þér á Iceland Airwaves? „Nei, Gagnamagnið er ekki alvöruhljómsveit, kemur bara fram þegar Eurovision er, þá tökum við skóna af hillunni.“ Evróputúr er fram undan hjá Daða í árslok og verður komið víða við. Að auki verður hann með tón- leika í Dublin og London í apríl á næsta ári og heyra má að það er heldur betur nóg að gera hjá hon- um. Sömu hljóðfæraleikarar verða með í för og koma fram með Daða á Airwaves. – Kannski er of snemmt að spyrja en ætlarðu að taka þátt aftur í Söngvakeppninni? „Ég veit það ekki alveg ennþá, er opinn fyrir því að skoða það en það er ekki komið á hreint.“ – Þetta hefur líka verið ansi mikil óheppni, fyrst lendið þið í öðru sæti og svo er keppnin slegin af út af Covid-19-farsóttinni. „Já, en það hefur spilast ágætlega úr þessu þannig að ég er ekkert allt- of svekktur,“ svarar Daði og bætir við að helsta svekkelsið hafi verið að geta ekki farið til Hollands með hinu skemmtilega Gagnamagni. Rússland, Finnland eða Írland? – Þú fékkst rosalega mikla at- hygli eftir að Eurovisionkeppnin var blásin af og margir voru á því að þið hefðuð unnið hefði keppnin verið haldin. Þú fórst í alls konar viðtöl í þáttum og fjölmiðlum, þetta hlýtur að hafa breytt mjög miklu fyrir þig og þú hlýtur að hafa fengið fjölda tilboða um hitt og þetta, ekki satt? „Jú, jú, þetta er orðinn allt annar leikur fyrir mig núna. Fyrir tíu mín- útum var ég í viðtali í írska útvarp- inu og ég er í svo mörgum viðtölum núna að ég veit ekki endilega hvaða viðtöl ég er að fara í þegar þau byrja. Ég hef alveg lent í því að vera að tala við Rússland og halda að ég sé að tala við Finnland og áð- an þegar ég svaraði Írlandi í símann vissi ég að ég væri að fara tala við útvarpsstöð en hafði ekki hugmynd um í hvaða landi,“ segir Daði og hlær við. – Hvernig lagðist í þig þetta æði sem myndaðist í kringum ykkur í Eurovision? „Ef allt þetta hefði gerst fyrir þremur árum þegar við kepptum held ég að ég hefði ekki getað höndlað það. Það er fínt að hafa þá náð að verða heimsfrægur á Íslandi og upplifa að fólk kannaðist við mann áður en þetta fór út fyrir Ís- land. Ég er mjög feginn að þetta er að gerast núna en ekki þá,“ svarar Daði. Sigraði með RetRoBot – Þú varst býsna sjóaður sem tón- listarmaður áður en þú tókst fyrst þátt í Söngvakeppninni og allt þetta eurovisionstúss byrjaði, búinn að vera lengi að í tónlist, ekki satt? „Jú, ég held ég hafi sett fyrsta lagið mitt á netið fyrir 15 árum,“ svarar Daði en hann keppti fyrst í Músíktilraunum árið 2008 með hljómsveitinni Sendibíl, fjórum ár- um áður en hann sigraði í tilraun- unum með hljómsveitinni RetRo- Bot. Í þeirri sveit gegndi hann stöðu söngvara og rafheila. Daði segist hafa verið að leika sér að búa til lög og setja á netið allt frá árinu 2006 og spila með bílskúrs- hljómsveitum. „Þá var ég bara að læra á upptökuforrit, meira það en að búa til listræna músík,“ segir Daði þegar hann er spurður hvort tónlistin hans hafi ekki tekið mikl- um breytingum á þessum tíma. Avol sér um dreifinguna – Varstu að semja á fullu og taka upp í samkomubanninu? „Ég náði að semja eitt lag og gaf það út fyrir þremur vikum og er kominn með nokkra grunna að ein- hverju sem ég get haldið áfram með. Annars er ég búinn að vera í viðtölum og bissnesspartinum af tónlistinni, var að semja við dreifingarfyrirtæki og er að tala við útgáfufyrirtæki núna,“ svarar Daði og segist sjaldan hafa haft eins lít- inn tíma til að vinna að eigin tónlist og einmitt nú. Dreifingarfyrirtækið nefnist Avol og er breskt og segir Daði það teygja anga sína víða, sé með skrifstofur í Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar um lönd. – Vonandi fer enginn að fikta við ímynd þína? „Nei og ég passa mig á því, er ekki að semja við plötufyrirtæki og ræð hvaða tónlist ég gef út og hve- nær. Ég hef alltaf ákvörðunarvaldið og vildi þess vegna ekki semja við plötufyrirtæki þótt ég hefði mögu- lega getað fengið meiri pening,“ svarar Daði. Hann muni áfram gefa út tónlist í eigin nafni og því verði ekki breytt. Hann vilji hafa stjórn á því sem hann geri. Hljóðgervlapopp og „alternative“ dansmúsík Tónlist Daða einkennist öðru fremur af notkun hljóðgervla og dúnmjúkum söng. Hún er tilvalin til að dilla sér við, líkt og Daði gerir oftar en ekki í myndböndum sínum og myndi falla í flokk hljóðgervla- popps, að hans sögn. „Alternative dansmúsík líka stundum,“ bætir hann við sposkur. „Ef maður segir bara poppmúsík er það ekki nógu fínt.“ – Kannski er fullsnemmt að spyrja að því en hvað verða þetta langir tónleikar á Airwaves? „Ég veit ekki hversu langan tíma ég fæ, ætli það verði ekki 40 mín- útur. Mér finnst það eðlilegt á þess- um stað í Airwaves en ég get alveg spilað lengur,“ svarar Daði. Honum þyki ekkert skemmtilegra en leika og syngja fyrir gesti á tónleikum. Tónleikahald og meiri músík – Þú átt þér orðið ótrúlega marga aðdáendur, hefurðu eitthvað velt framtíðinni fyrir þér, hvert þú stefnir? Er eitthvert plan komið? „Ég er í rauninni bara að halda áfram núna að plana þennan túr í lok árs og síðan er ég aðeins farinn að skoða tónleikahald á næsta ári. Ég veit nokkurn veginn hvenær ég ætla að gefa út meiri músík, þótt hún sé ekki tilbúin veit ég hvenær ég ætla að vera tilbúinn með hana. Ég ætla ekki að segja neitt um það núna því þá á það eftir að breytast.“ Brátt verður gamanmynd banda- ríska leikarans og grínistans Wills Ferrells um Eurovision frumsýnd og blaðamaður veltir vöngum yfir því hvort hún muni opna eurovision- dyr fyrir Daða í Bandaríkjunum. „Það væri ekki leiðinlegt og ég er líka með teymi í Bandaríkjunum, það er fullt af fólki að vinna í mús- íkinni minni núna og það er alls konar sem maður getur gert,“ segir Daði að lokum og kveður blaðamann með þeim orðum að hann hlakki til að sjá hann meðal gesta á Airwaves. Möguleikar „Það er fullt af fólki að vinna í músíkinni minni núna og það er alls konar sem maður getur gert,“ segir poppstjarnan Daði Freyr sem hefur í nógu að snúast og sést hér súpa úr fagurlega skreyttum Daða-bolla. „Nú er ég orðinn svakalegur“  Daði Freyr kemur fram á Iceland Airwaves  „Ef allt þetta hefði gerst fyrir þremur árum þegar við kepptum held ég að ég hefði ekki getað höndlað það,“ segir hann um Eurovisionfrægðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.