Morgunblaðið - 17.06.2020, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 17.06.2020, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Tveimur styrkjum úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara var úthlutað í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar síðdegis í gær. Venjan er að einum styrk sé úthlutað en úthlut- unin var höfð tvöföld að þessu sinni vegna aðstæðna í tónlistarheiminum. Þessi tvöföldun er framlag sjóðsins til starfsstéttar tónlistarfólks, sem hefur komið illa út úr samkomubann- inu. Að þessu sinni hlutu styrkina Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari og Sóley Stefánsdóttir, söngkona og tónskáld, sem er betur þekkt einfald- lega undir listamannsnafninu Sóley. „Það er vægast sagt mjög óvænt ánægja að fá þennan styrk,“ segir Benedikt. „Ég er auðvitað búinn að vera heima hjá mér í þrjá mánuði, eins og kannski flestir aðrir tónlistar- flytjendur.“ Hann segir tekjutapið sem skapast hefur vegna ástandsins „alveg sturlað“. Styrkurinn kemur sér því vel. Eitthvað sem tengist Íslandi Benedikt segist vera búinn að hugsa mikið um í hvað styrkurinn eigi að nýtast en að hann sé ekki enn kominn að niðurstöðu. „Mig langar mjög mikið að nýta styrkinn í eitt- hvað sem tengist Íslandi á einhvern hátt.“ Hann býr í Berlín og hefur bú- ið erlendis síðustu 13 ár. „Svo það væri gaman að gera eitthvað tengt Íslandi.“ segir Benedikt. Hann segir frá því að upp hafi meðal annars komið sú hugmynd að vinna með verk Þórarins Eldjárns, föður Kristjáns Eldjárns heitins. „Þórarinn er frábært skáld og það væri kannski hægt að búa til ný tón- verk við ljóð hans og taka upp. Eitt- hvað slíkt kemur upp í hugann.“ Benedikt hefur að mestu leyti verið atvinnulaus í kófinu en hann segir það aðeins vera að breytast. „Núna er fólk að byrja að plana eitt- hvað, þótt það sé líklega langt í land að maður geti haldið tónleika þar sem setið er í hverju sæti.“ Fram undan hjá Benedikt eru æf- ingar á óperunni Così fan tutte eftir Mozart. „Það verður sviðsetning sem byggist mjög mikið á Covid-19. Söngvararnir verða langt hver frá öðrum, eins og einhverjar strengja- brúður og færa sig ekki úr stað.“ Verkið verður svo flutt í næsta mán- uði fyrir myndavélar og uppsetningin er hugsuð fyrir netið. Benedikt nefn- ir að í framhaldinu væri svo hægt að selja þessa uppsetningu til óperu- húsa þegar tónleikalíf kemst aftur í eðlilegt horf. Leikstjóri og söngvarar, sem eru atvinnulausir vegna ástandsins, standa að óperunni með Benedikt. Hann segir uppfærsluna verða á mjög háu gæðaplani. „Það góða er að allir hafa tíma núna, það er enginn að gera neitt. Það býr svo mikið af frá- bærum listamönnum í Berlín og það var tiltölulega auðvelt að sannfæra fólk um að vera með. Þetta er mjög spennandi og eiginlega í eina skiptið sem hægt er að gera eitthvað svona alveg fyrirvaralaust.“ Benedikt er, eins og áður sagði, búsettur í Berlín og gat því ekki verið viðstaddur afhendinguna. Hann sendi þó myndband með þakklætis- votti. Þar flutti hann lag fyrir við- stadda; söng við eigin gítarleik. Kristján Eldjárn var gítarleikari og Benedikt þótti því vel við hæfi að leika á gítar í þakkarkveðju sinni. Hann getur þess einnig að fyrsti tón- listarmaðurinn til að hljóta styrk úr minningarsjóðnum hafi verið gítar- kennari hans, Kristinn H. Árnason. Gítarleikur átti því vel við. Nýtir tímann til að semja „Styrkurinn kemur sér alveg ótrú- lega vel og er mikill heiður,“ segir Sóley Stefánsdóttir, hinn styrkþeg- inn. Hún segir styrkinn koma sér sérstaklega vel á þessum tímum, í ljósi þess að nánast öllum viðburðum hennar hefur verið aflýst út árið, eins og hjá flestum tónlistarmönnum. Sóley á bókað tónleikaferðalag í nóv- ember en hún segir að enn sé verið að kanna hvort það muni ganga eftir. Aðaltekjur Sóleyjar hafa verið af tón- leikaferðum en hún nefnir þó að fólk í hennar sporum sé vant því að inn- koman sé misjöfn eftir tímabilum. „Svona er lífið,“ segir hún. Sóley segist nýta tímann í kófinu til þess að semja tónlist. „Ég er að klára plötu núna sem á að koma út í haust. Tónleikaferðalagið í lok nóv- ember ætti að vera til að fylgja þeirri plötu eftir, en það er allt óljóst enn hvernig það verður, hjá bókara og á tónleikastöðum úti í heimi.“ Sóley segist ætla að nýta tímann, og styrkinn, til þess að byrja á næstu plötu. Hugmyndin að plötunni er komin. Það verður að hennar sögn framhald af því sem hún hefur verið að gera, en verður þó fyrsta plata hennar án söngs. „Ég ætla bara að halda áfram að semja, semja og semja.“ Sóley segist heyra það á vinum sín- um og samstarfsfélögum að tónlist- arfólk nýti þennan tíma til þess að semja mikið, eins og hún sjálf. „Fólk er mikið að finna upp á nýjum hug- myndum og að framkvæma hug- myndir sem það hefur gengið lengi með í kollinum. Þessi plata sem mig langar að byrja á er nokkuð sem mig hefur lengi langað að gera.“ Morgunblaði/Arnþór Birkisson Styrkhafi Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir tók við styrk úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar sídegis í gær. Hún nýtir tímann í kófinu til þess að vinna að plötum og semja nýtt efni. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Rafrænt Tenórsöngvarinn Benedikt Kristjánsson nýtti tæknina til þess að birtast viðstöddum á myndbandi og syngja lag til þakklætis. Kemur sér vel á þessum tímum  Benedikt Kristjánsson og Sóley Stefánsdóttir hlutu styrki úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns  Tvöföld úthlutun er framlag sjóðsins til tónlistarfólks í kófinu  „Vægast sagt óvænt ánægja“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.