Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 AF LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Nýliðið leikár varð sökum kórónu- veirufaraldursins heldur stutt í ann- an endann. Sýningum var snögglega hætt hérlendis 16. mars þegar samkomubannið var sett á. Stóru atvinnuleikhúsin tvö í borginni buðu upp á fjölbreytt streymi viðburða fram eftir vori þar til þau fóru í snemmbúið sumarfrí en hyggjast bjóða áhorfendur velkomna fyrr en ella í ágúst. Eðlilega binda margir vonir við að hægt verði að sýna án samkomutakmarkana í haust, því takmarkanirnar setja stórt strik í reikninginn eins og fram kom í fréttaskýringu hér í blaðinu í sein- asta mánuði. Þar kom sem dæmi fram að Borgarleikhúsið hefur vegna samkomubannsins orðið af 40% af miðasölutekjum leikársins á sama tíma og um þriðjungur af sértekjum ársins hjá Þjóðleikhúsinu hefur guf- að upp. Utan úr heimi berast fréttir þess efnis að sum leikhús og sviðs- listastofnanir, sem lokað var í kófinu, verði ekki opnuð aftur fyrr en á nýju ári þar sem of dýrt sé að sýna fyrir hálftómum sölum. 62% verka voru íslensk Frá júní í fyrra og fram í miðjan mars á þessu ári rýndu leiklistar- gagnrýnendur Morgunblaðsins í alls 29 sýningar, en að minnsta kosti níu sýningar sem ætlunin var að fjalla um færast yfir á næsta leikár vegna samkomubannsins. Uppfærslur nýliðins leikárs voru sýndar í Borgarleikhúsinu, Elliðaárdalnum, Gaflaraleikhúsinu, Háskólabíói, Iðnó, Samkomuhúsinu á Akureyri, Tjarnarbíói og Þjóðleikhúsinu. Um 62% þeirra verka sem rýnt var í voru íslensk eða 18 talsins, þar af voru þrjár leikgerðir. Þess ber að vanda að geta að í reynd voru íslensku verk- in örlítið fleiri, því hér er aðeins mið- að við þær sýningar sem gagnrýndar voru í Morgunblaðinu. Sé litið á erlendu verkin var boðið upp á átta verk samin á þessari öld, tvö frá síð- ustu öld og eitt nýklassískt verk. Ef uppfærslur leikársins eru skoð- aðar með kynjagleraugum, líkt og undirrituð hefur gert í uppgjörs- pistlum sínum um áramót síðustu sjö árin, má sjá að hlutur kvenna í hópi leikstjóra og leikskálda er rýrari en áður. Á nýliðnu leikári voru 45% leik- sýninganna, eða samtals 13 upp- færslur, einvörðungu í leikstjórn kvenna, en tveimur sýningum var leikstýrt af fleirum en einum leik- stjóra þar sem konur voru ívið fleiri. Síðustu þrjú árin hefur hlutfall kynja í hópi leikstjóra verið því sem næst jafnt, en hlutur kvenna fór niður í 42% almanaksárið 2016 og 34% árið 2015. Konur færri í hópi höfunda Aðeins 21% sýninga leikársins, eða sex sýningar samtals, byggðist á leiktextum einvörðungu eftir konur, en 24% sýninganna byggðust á leik- textum eftir bæði kyn, alls 36 höf- unda þar sem kynjahlutfallið var næstum jafnt. Af uppgjörspistlum síðustu ára má sjá að hlutfall kvenna í hópi höfunda hefur ekki verið lægra síðan almanaksárið 2015, en þá var það 19%. Hæst fór það hins vegar ár- ið 2016 eða í 40%. Löngum hefur ver- ið á það bent að leikbókmenntir fyrri tíma séu karllægar og því halli yfir- leitt á konur þegar klassísk verk eru fyrirferðarmikil á efnisskránni. Í ljósi þess hversu hátt hlutfall sýndra verka er ný íslensk leikrit ætti að vera auðvelt að tryggja betur jafn- ræði kynjanna þegar kemur að þeim sögum sem sagðar eru. Þegar horft er til íslensku verkanna má sjá að rúm 44% þeirra eru einvörðungu samin af körlum, rúm 22% einvörð- ungu af konum og rúm 33% af blönd- uðum hópum þar sem konur eru ívið fleiri, eða rúm 54%. Sem fyrr er gróskan í íslenskri leikritun mest áberandi í sjálfstæðu senunni þótt stóru atvinnuleikhúsin hafi sótt í sig veðrið þetta leikárið samanborið við síðustu ár. Alls voru 10 af 18 íslenskum verkum ársins frumsýnd hjá sjálfstæðu senunni sem gerir rúmlega 55%, en stóru at- vinnuleikhúsin tvö í borginni sýndu fjórar sýningar hvort þegar sam- starfsverkefni eru ekki talin með. Sé hlutfall kynja í hópi leikstjóra og leikskálda skoðað eftir sýningar- stað má sjá að hjá sjálfstæðum leik- hópum er hlutfall kynjanna hnífjafnt í hópi leikstjóra þegar samstarfs- verkefnin við stóru atvinnuleikhúsin eru ekki talin með. Séu samstarfs- verkefnin hins vegar talin með hækkar hlutur kvenna í 58%. Hjá Borgarleikhúsinu leikstýrðu konur 36% sýninga þegar samstarfsverk- efnin voru talin með, en án þeirra jókst hlutur kvenna í 43%. Hjá Þjóð- leikhúsinu leikstýrðu konur 38,5% sýninga með samstarfsverkefnum, en án þeirra lækkar hlutur kvenna í 29%. Leikfélag Akureyrar sker sig úr, því allar sýningar leikársins voru í leikstjórn kvenna. Hjá sjálfstæðum leikhópum byggðust 35,7% leiksýninga einvörð- ungu á textum eftir karla, 28,6% á textum kvenna og 35,7% á textum eftir bæði kyn þegar samstarfsverk- efnin við stóru atvinnuleikhúsin voru ekki talin með, en séu þau talin með breytast tölurnar í 37,5% eftir karla og sama hlutfall eftir konur en 25% verkanna voru eftir blandaða höfundahópa. Hjá Borgarleikhúsinu byggðust 60% sýninga á textum eftir karla, 20% eftir konur og 20% eftir blandaða hópa þegar samstarfsverk- efnin voru talin með, en án þeirra breytast tölurnar í 71,4% eftir karla, 14,3% eftir konur og sama hlutfall eftir blandaða hópa. Hjá Þjóðleik- húsinu byggðust 67% sýninga á text- um eftir karla, 11% eftir konur og 22% eftir blandaða hópa þegar sam- starfsverkefnin voru talin með, en án þeirra breytast tölurnar í rúmt 71% eftir karla, rúm 14% eftir konur og sama hlutfall eftir blandaða hópa. Tvær sýningar hjá Leikfélagi Akureyrar voru rýndar á nýliðnu leikári. Samstarfsverkefnið var eftir blandaðan höfundahóp, en hin sýn- ingin eftir karla. Umhverfismálin sett á oddinn Leikárið hófst sem fyrr með fal- legri sumarsýningu Leikhópsins Lottu sem setti umhverfismálin og umburðarlyndi á oddinn í Litlu haf- meyjunni eftir Önnu Bergljótu Thor- arensen í leikstjórn höfundar. Í upp- gjörspistli undirritaðrar um síðustu áramót var sérstaklega minnst á sýn- ingarnar Rocky! eftir Tue Biering í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem Óskabörn ógæfunnar sýndu í Tjarnarbíói; Atómstöðina – endurlit eftir Halldór Laxness Halldórsson og Unu Þorleifsdóttur byggt á skáld- sögu Halldórs Laxness í leikstjórn Unu sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu og Eitur eftir Lot Vekemanns í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur sem sýnd var í Borgarleikhúsinu. Allt voru þetta áhrifamiklar sýningar sem buðu upp á sterkar myndir og bitastæð hlutverk þar sem leikarar fengu notið sín til fulls, allt frá Sveini Ólafi Gunnarssyni í Rocky! og Ebbu Katrínu Finnsdóttur sem Ugla í Atómstöðinni – endurliti til Nínu Daggar Filippusdóttur og Hilmis Snæs Guðnasonar sem ólánsömu hjónanna fyrrverandi í Eitri. Af öðr- um sýningum haustsins sem vert er að minnast á er Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason í góðri leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur hjá Gaflara- leikhúsinu sem var bráðskemmtileg um leið og hún flutti mikilvægan boð- skap um virðingu og vináttu. Afleiðingar misskiptingar Margt gladdi augað á nýju ári. Fyrst ber þar að nefna Engilinn hjá Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Finns Arnars Arnarssonar sem var fallegur minnisvarði um list og hugmynda- fræði Þorvaldar heitins Þorsteins- sonar sem féll frá langt fyrir aldur fram. Í samvinnu við Grétu Kristínu Ómarsdóttur dramatúrg fann Finn- ur skemmtilega leið inn í fjölskrúð- ugt höfundarverk þessa einstaka listamanns. Uppfærsla Borgarleikhússins á Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov í úthugsaðri leikstjórn Brynhildar mennskan felist í mannúðinni, hug- rekkinu, heiðarleikanum og ósér- drægninni fékk gott pláss í fallegri og hugmyndaríkri uppfærslu Borgarleikhússins á ævintýri Carlos Collodi um spýtustrákinn Gosa í leik- stjórn Ágústu Skúladóttur sem samdi einnig leikgerðina í samvinnu við Karl Ágúst Úlfsson og leikhóp- inn. Þrá manneskjunnar eftir að eignast afkvæmi og áskoranirnar sem felast í foreldrahlutverkinu voru til umfjöllunar í hinni frábæru sýn- ingu Mæður eftir Önnu Bro, Juliu Lahme, Mette Marie Lei Lange, Christinu Sederqvist og íslenska leikhópinn í vandaðri leikstjórn Álf- rúnar Örnólfsdóttur sem Leikhóp- urinn Pinklar sýndi í Iðnó. Finna sköpun sinni farveg Leikárinu lauk með sprengikrafti þegar Borgarleikhúsið rétt náði að frumsýna söngleikinn Níu líf eftir Ólaf Egil Egilsson áður en sam- komubannið brast á og dyrum var skellt í lás. Í leikstjórn höfundar er ævi og tónlist Bubba Morthens miðl- að af miklu listfengi og hallar ekki á neinn þótt magnaðri túlkun Halldóru Geirharðsdóttur á Egó-Bubba sé sérstaklega hrósað. Boðskapur verksins um mikilvægi þess að þol- endur kynferðisofbeldis læri að fyrir- gefa sjálfum sér á því miður enn fullt erindi, en vonandi getum við öll vakn- að með sól að morgni. Spennandi verður að sjá hvað síðastnefndu sýn- ingarnar tvær uppskera þegar Grím- an verður afhent að ári, en vegna kófsins færast þær yfir á næsta verð- launaár. Eitt af því sem kóf síðustu mánaða hefur kennt okkur er hversu mikil- vægar listirnar eru manneskjunni. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með listafólki finna sköpun sinni far- veg með aðstoð nútímatækni og þakkarvert hversu gjafmilt það hefur verið í sköpun sinni. Eins frábær og tæknin er nær hún samt aldrei til fulls að miðla þeim töfrum sem skapast geta í leikhúsinu í samneytinu og nálægðinni við bæði listafólk og aðra áhorfendur. Það er því tilhlökkunar- efni að mega sækja leikhúsin aftur heim frá og með ágúst. Ljósið í myrkrinu Ljósmynd/Hörður Sveinsson Sterk Ebba Katrín Finnsdóttir sem Ugla í Atómstöðinni – endurliti. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Bomba Halldóra Geirharðsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson í Níu lífum. Ljósmyndun/Grímur Bjarnason og Bjarni Grímsson Gosi Spýtustrákurinn Gosi minnir okkur á að mennskan felst í mannúðinni. »Eins frábær ogtæknin er nær hún samt aldrei til fulls að miðla þeim töfrum sem skapast geta í leikhús- inu í samneytinu og ná- lægðinni við bæði lista- fólk og aðra áhorfendur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mæður Leikhópurinn Pinklar fjallaði um glímuna við nýtt hlutverk. Guðjónsdóttur var kröftug. Skýr lestur hennar á verkinu, frábær leikaravinna, hárnákvæm tempó- skipti, nærvera þögulla persóna og skemmtileg nýting á beinu ávarpi beintengdi leikritið við samtímann í umfjöllun sinni um umhverfisvernd og misskiptingu auðs. Sterk um- hverfisvitund sveif einnig yfir upp- færslu sviðslistahópsins Marmara- barna á Eyðum í Þjóðleikhúsinu. Með áhrifamiklum myndum voru áhorfendur minntir á þann vatns- skort sem hluti jarðarbúa glímir við meðan aðrir eru að drukkna í plasti og afleiðingum misskiptingar. Peningar og tilraunir til að koma þeim undan skatti með skattaskjóls- fléttu var leiðarstefið í rannsóknar- sýningunni Skattsvik Development Group sem sviðslistahópurinn Ást og karókí sýndi undir merkjum tilraunaverkefnisins Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu. Þessi nýi vett- vangur fyrir unga sviðshöfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref lofar góðu og verður forvitnilegt að fylgj- ast með framhaldinu. Tyrfingur Tyrfingsson minnti á hversu gott leikskáld hann er í upp- færslu Borgarleikhússins á Helgi Þór rofnar í leikstjórn Stefáns Jóns- sonar. Með aðstoð sótsvarts húmors skrifar Tyrfingur af djúpu innsæi um skelfilegar afleiðingar ofbeldis í nán- um samböndum. Meðan enn hefur ekki tekist að útrýma vanrækslu, markaleysi og stjórnsemi er okkur nauðsynlegt að hafa leikskáld sem beinir kastljósinu að meinsemdinni á sama tíma og hann minnir okkur á ljósið sem leynist í sérhverri mann- eskju. Boðskapurinn þess efnis að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.