Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 66

Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 AF LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Nýliðið leikár varð sökum kórónu- veirufaraldursins heldur stutt í ann- an endann. Sýningum var snögglega hætt hérlendis 16. mars þegar samkomubannið var sett á. Stóru atvinnuleikhúsin tvö í borginni buðu upp á fjölbreytt streymi viðburða fram eftir vori þar til þau fóru í snemmbúið sumarfrí en hyggjast bjóða áhorfendur velkomna fyrr en ella í ágúst. Eðlilega binda margir vonir við að hægt verði að sýna án samkomutakmarkana í haust, því takmarkanirnar setja stórt strik í reikninginn eins og fram kom í fréttaskýringu hér í blaðinu í sein- asta mánuði. Þar kom sem dæmi fram að Borgarleikhúsið hefur vegna samkomubannsins orðið af 40% af miðasölutekjum leikársins á sama tíma og um þriðjungur af sértekjum ársins hjá Þjóðleikhúsinu hefur guf- að upp. Utan úr heimi berast fréttir þess efnis að sum leikhús og sviðs- listastofnanir, sem lokað var í kófinu, verði ekki opnuð aftur fyrr en á nýju ári þar sem of dýrt sé að sýna fyrir hálftómum sölum. 62% verka voru íslensk Frá júní í fyrra og fram í miðjan mars á þessu ári rýndu leiklistar- gagnrýnendur Morgunblaðsins í alls 29 sýningar, en að minnsta kosti níu sýningar sem ætlunin var að fjalla um færast yfir á næsta leikár vegna samkomubannsins. Uppfærslur nýliðins leikárs voru sýndar í Borgarleikhúsinu, Elliðaárdalnum, Gaflaraleikhúsinu, Háskólabíói, Iðnó, Samkomuhúsinu á Akureyri, Tjarnarbíói og Þjóðleikhúsinu. Um 62% þeirra verka sem rýnt var í voru íslensk eða 18 talsins, þar af voru þrjár leikgerðir. Þess ber að vanda að geta að í reynd voru íslensku verk- in örlítið fleiri, því hér er aðeins mið- að við þær sýningar sem gagnrýndar voru í Morgunblaðinu. Sé litið á erlendu verkin var boðið upp á átta verk samin á þessari öld, tvö frá síð- ustu öld og eitt nýklassískt verk. Ef uppfærslur leikársins eru skoð- aðar með kynjagleraugum, líkt og undirrituð hefur gert í uppgjörs- pistlum sínum um áramót síðustu sjö árin, má sjá að hlutur kvenna í hópi leikstjóra og leikskálda er rýrari en áður. Á nýliðnu leikári voru 45% leik- sýninganna, eða samtals 13 upp- færslur, einvörðungu í leikstjórn kvenna, en tveimur sýningum var leikstýrt af fleirum en einum leik- stjóra þar sem konur voru ívið fleiri. Síðustu þrjú árin hefur hlutfall kynja í hópi leikstjóra verið því sem næst jafnt, en hlutur kvenna fór niður í 42% almanaksárið 2016 og 34% árið 2015. Konur færri í hópi höfunda Aðeins 21% sýninga leikársins, eða sex sýningar samtals, byggðist á leiktextum einvörðungu eftir konur, en 24% sýninganna byggðust á leik- textum eftir bæði kyn, alls 36 höf- unda þar sem kynjahlutfallið var næstum jafnt. Af uppgjörspistlum síðustu ára má sjá að hlutfall kvenna í hópi höfunda hefur ekki verið lægra síðan almanaksárið 2015, en þá var það 19%. Hæst fór það hins vegar ár- ið 2016 eða í 40%. Löngum hefur ver- ið á það bent að leikbókmenntir fyrri tíma séu karllægar og því halli yfir- leitt á konur þegar klassísk verk eru fyrirferðarmikil á efnisskránni. Í ljósi þess hversu hátt hlutfall sýndra verka er ný íslensk leikrit ætti að vera auðvelt að tryggja betur jafn- ræði kynjanna þegar kemur að þeim sögum sem sagðar eru. Þegar horft er til íslensku verkanna má sjá að rúm 44% þeirra eru einvörðungu samin af körlum, rúm 22% einvörð- ungu af konum og rúm 33% af blönd- uðum hópum þar sem konur eru ívið fleiri, eða rúm 54%. Sem fyrr er gróskan í íslenskri leikritun mest áberandi í sjálfstæðu senunni þótt stóru atvinnuleikhúsin hafi sótt í sig veðrið þetta leikárið samanborið við síðustu ár. Alls voru 10 af 18 íslenskum verkum ársins frumsýnd hjá sjálfstæðu senunni sem gerir rúmlega 55%, en stóru at- vinnuleikhúsin tvö í borginni sýndu fjórar sýningar hvort þegar sam- starfsverkefni eru ekki talin með. Sé hlutfall kynja í hópi leikstjóra og leikskálda skoðað eftir sýningar- stað má sjá að hjá sjálfstæðum leik- hópum er hlutfall kynjanna hnífjafnt í hópi leikstjóra þegar samstarfs- verkefnin við stóru atvinnuleikhúsin eru ekki talin með. Séu samstarfs- verkefnin hins vegar talin með hækkar hlutur kvenna í 58%. Hjá Borgarleikhúsinu leikstýrðu konur 36% sýninga þegar samstarfsverk- efnin voru talin með, en án þeirra jókst hlutur kvenna í 43%. Hjá Þjóð- leikhúsinu leikstýrðu konur 38,5% sýninga með samstarfsverkefnum, en án þeirra lækkar hlutur kvenna í 29%. Leikfélag Akureyrar sker sig úr, því allar sýningar leikársins voru í leikstjórn kvenna. Hjá sjálfstæðum leikhópum byggðust 35,7% leiksýninga einvörð- ungu á textum eftir karla, 28,6% á textum kvenna og 35,7% á textum eftir bæði kyn þegar samstarfsverk- efnin við stóru atvinnuleikhúsin voru ekki talin með, en séu þau talin með breytast tölurnar í 37,5% eftir karla og sama hlutfall eftir konur en 25% verkanna voru eftir blandaða höfundahópa. Hjá Borgarleikhúsinu byggðust 60% sýninga á textum eftir karla, 20% eftir konur og 20% eftir blandaða hópa þegar samstarfsverk- efnin voru talin með, en án þeirra breytast tölurnar í 71,4% eftir karla, 14,3% eftir konur og sama hlutfall eftir blandaða hópa. Hjá Þjóðleik- húsinu byggðust 67% sýninga á text- um eftir karla, 11% eftir konur og 22% eftir blandaða hópa þegar sam- starfsverkefnin voru talin með, en án þeirra breytast tölurnar í rúmt 71% eftir karla, rúm 14% eftir konur og sama hlutfall eftir blandaða hópa. Tvær sýningar hjá Leikfélagi Akureyrar voru rýndar á nýliðnu leikári. Samstarfsverkefnið var eftir blandaðan höfundahóp, en hin sýn- ingin eftir karla. Umhverfismálin sett á oddinn Leikárið hófst sem fyrr með fal- legri sumarsýningu Leikhópsins Lottu sem setti umhverfismálin og umburðarlyndi á oddinn í Litlu haf- meyjunni eftir Önnu Bergljótu Thor- arensen í leikstjórn höfundar. Í upp- gjörspistli undirritaðrar um síðustu áramót var sérstaklega minnst á sýn- ingarnar Rocky! eftir Tue Biering í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem Óskabörn ógæfunnar sýndu í Tjarnarbíói; Atómstöðina – endurlit eftir Halldór Laxness Halldórsson og Unu Þorleifsdóttur byggt á skáld- sögu Halldórs Laxness í leikstjórn Unu sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu og Eitur eftir Lot Vekemanns í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur sem sýnd var í Borgarleikhúsinu. Allt voru þetta áhrifamiklar sýningar sem buðu upp á sterkar myndir og bitastæð hlutverk þar sem leikarar fengu notið sín til fulls, allt frá Sveini Ólafi Gunnarssyni í Rocky! og Ebbu Katrínu Finnsdóttur sem Ugla í Atómstöðinni – endurliti til Nínu Daggar Filippusdóttur og Hilmis Snæs Guðnasonar sem ólánsömu hjónanna fyrrverandi í Eitri. Af öðr- um sýningum haustsins sem vert er að minnast á er Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason í góðri leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur hjá Gaflara- leikhúsinu sem var bráðskemmtileg um leið og hún flutti mikilvægan boð- skap um virðingu og vináttu. Afleiðingar misskiptingar Margt gladdi augað á nýju ári. Fyrst ber þar að nefna Engilinn hjá Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Finns Arnars Arnarssonar sem var fallegur minnisvarði um list og hugmynda- fræði Þorvaldar heitins Þorsteins- sonar sem féll frá langt fyrir aldur fram. Í samvinnu við Grétu Kristínu Ómarsdóttur dramatúrg fann Finn- ur skemmtilega leið inn í fjölskrúð- ugt höfundarverk þessa einstaka listamanns. Uppfærsla Borgarleikhússins á Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov í úthugsaðri leikstjórn Brynhildar mennskan felist í mannúðinni, hug- rekkinu, heiðarleikanum og ósér- drægninni fékk gott pláss í fallegri og hugmyndaríkri uppfærslu Borgarleikhússins á ævintýri Carlos Collodi um spýtustrákinn Gosa í leik- stjórn Ágústu Skúladóttur sem samdi einnig leikgerðina í samvinnu við Karl Ágúst Úlfsson og leikhóp- inn. Þrá manneskjunnar eftir að eignast afkvæmi og áskoranirnar sem felast í foreldrahlutverkinu voru til umfjöllunar í hinni frábæru sýn- ingu Mæður eftir Önnu Bro, Juliu Lahme, Mette Marie Lei Lange, Christinu Sederqvist og íslenska leikhópinn í vandaðri leikstjórn Álf- rúnar Örnólfsdóttur sem Leikhóp- urinn Pinklar sýndi í Iðnó. Finna sköpun sinni farveg Leikárinu lauk með sprengikrafti þegar Borgarleikhúsið rétt náði að frumsýna söngleikinn Níu líf eftir Ólaf Egil Egilsson áður en sam- komubannið brast á og dyrum var skellt í lás. Í leikstjórn höfundar er ævi og tónlist Bubba Morthens miðl- að af miklu listfengi og hallar ekki á neinn þótt magnaðri túlkun Halldóru Geirharðsdóttur á Egó-Bubba sé sérstaklega hrósað. Boðskapur verksins um mikilvægi þess að þol- endur kynferðisofbeldis læri að fyrir- gefa sjálfum sér á því miður enn fullt erindi, en vonandi getum við öll vakn- að með sól að morgni. Spennandi verður að sjá hvað síðastnefndu sýn- ingarnar tvær uppskera þegar Grím- an verður afhent að ári, en vegna kófsins færast þær yfir á næsta verð- launaár. Eitt af því sem kóf síðustu mánaða hefur kennt okkur er hversu mikil- vægar listirnar eru manneskjunni. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með listafólki finna sköpun sinni far- veg með aðstoð nútímatækni og þakkarvert hversu gjafmilt það hefur verið í sköpun sinni. Eins frábær og tæknin er nær hún samt aldrei til fulls að miðla þeim töfrum sem skapast geta í leikhúsinu í samneytinu og nálægðinni við bæði listafólk og aðra áhorfendur. Það er því tilhlökkunar- efni að mega sækja leikhúsin aftur heim frá og með ágúst. Ljósið í myrkrinu Ljósmynd/Hörður Sveinsson Sterk Ebba Katrín Finnsdóttir sem Ugla í Atómstöðinni – endurliti. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Bomba Halldóra Geirharðsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson í Níu lífum. Ljósmyndun/Grímur Bjarnason og Bjarni Grímsson Gosi Spýtustrákurinn Gosi minnir okkur á að mennskan felst í mannúðinni. »Eins frábær ogtæknin er nær hún samt aldrei til fulls að miðla þeim töfrum sem skapast geta í leikhús- inu í samneytinu og ná- lægðinni við bæði lista- fólk og aðra áhorfendur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mæður Leikhópurinn Pinklar fjallaði um glímuna við nýtt hlutverk. Guðjónsdóttur var kröftug. Skýr lestur hennar á verkinu, frábær leikaravinna, hárnákvæm tempó- skipti, nærvera þögulla persóna og skemmtileg nýting á beinu ávarpi beintengdi leikritið við samtímann í umfjöllun sinni um umhverfisvernd og misskiptingu auðs. Sterk um- hverfisvitund sveif einnig yfir upp- færslu sviðslistahópsins Marmara- barna á Eyðum í Þjóðleikhúsinu. Með áhrifamiklum myndum voru áhorfendur minntir á þann vatns- skort sem hluti jarðarbúa glímir við meðan aðrir eru að drukkna í plasti og afleiðingum misskiptingar. Peningar og tilraunir til að koma þeim undan skatti með skattaskjóls- fléttu var leiðarstefið í rannsóknar- sýningunni Skattsvik Development Group sem sviðslistahópurinn Ást og karókí sýndi undir merkjum tilraunaverkefnisins Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu. Þessi nýi vett- vangur fyrir unga sviðshöfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref lofar góðu og verður forvitnilegt að fylgj- ast með framhaldinu. Tyrfingur Tyrfingsson minnti á hversu gott leikskáld hann er í upp- færslu Borgarleikhússins á Helgi Þór rofnar í leikstjórn Stefáns Jóns- sonar. Með aðstoð sótsvarts húmors skrifar Tyrfingur af djúpu innsæi um skelfilegar afleiðingar ofbeldis í nán- um samböndum. Meðan enn hefur ekki tekist að útrýma vanrækslu, markaleysi og stjórnsemi er okkur nauðsynlegt að hafa leikskáld sem beinir kastljósinu að meinsemdinni á sama tíma og hann minnir okkur á ljósið sem leynist í sérhverri mann- eskju. Boðskapurinn þess efnis að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.