Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
AF MYNDLIST
María Hilmarsdóttir
majahilmars@gmail.com
Altaristafla meistaranna Simoni
Martini og Lippo Memmi af boðun
Maríu er eitt fallegasta trúarverk
síðmiðalda. Verkið var uppruna-
lega gert sem tafla fyrir altari
Sankti Ansanus, vendardýrlings
Siena, í þverskipi hinnar stórkost-
legu dómkirkju í Siena. Verkið er
stórt og mikilfengið, gyllt og
þokkafullt eins og dýrindisskart-
gripur eða gullsmíði. Enn má sjá
áritun með nöfnum listamannanna
og dagsetningu á viðarparti frá
upprunalega rammanum sem er
nú hluti af hinni endurgerðu um-
gerð frá 19. öld sem innrammar
verkið í dag. Verkið er tempera-
verk og málað á þrjú viðarspjöld –
stórt miðspjald með aðalmynd-
efninu og tveimur minni hliðar-
spjöldum með dýrlingunum Ans-
anusi og (líklegast) Margréti.
Altaristaflan var tekin niður á 18.
öld og í dag hangir hún á Uffizi-
safninu í Flórens.
Á þessum tíma var mikil upp-
hefð á dýrkun og tilbeiðslu á Mar-
íu mey og voru margar kirkjur
sem og mörg trúarverk tileinkuð
henni. Merkileg listaverk voru
gerð fyrir dómkirkjuna í Siena –
þar á meðal aðalaltaristaflan, Ma-
esta, sem máluð var af meistaran-
um Duccio, einum helsta lista-
manni Siena á þessum tíma. Vel
má vera að Martini og Memmi,
sem voru af næstu kynslóð hæfi-
leikaríkra síeneskra listamanna,
hafi lært af Duccio, þar sem áhrif
myndstíls hans eru vel sjáanleg í
meistaraverkinu, Boðun Maríu.
Hér blandast svo fallega sam-
an ný áhrif og gamlar hefðir.
Hægt er að sjá hinar miklu fram-
farir sem fylgdu Giotto og þeirri
byltingu sem list hans ýtti undir í
hinu nákvæma formi blómavasans
með liljunum, sem og gólfinu sem
hann stendur á. Raunsæislegt form
bænabókarinnar í hendi Maríu lýs-
ist upp þegar ljós og skuggar leika
um hálfopnar síðurnar og stóllinn
sem María situr á sýnir dýpt og
rými. En hér er líka haldið fast í
hefðbundna býsanska formgerð
þar sem enn lifa glóðir frá forn-
klassíska stílnum og hinum
franska (gotneska) skrúðstíl þar
sem léttleiki og fínleg form, ásamt
líðandi þokkalegum línum og fal-
legu munstri, eru í fyrirrúmi.
Listamenn í Siena höfnuðu ekki
hinum gömlu miðaldahefðum held-
ur blönduðu saman nýjum og
gömlum straumum.
Skipulagning og hönnun
verksins er snilldarleg. Gylltur
grunnur færir umhverfinu heilaga
tilfinningu og skapar mótsögn við
Einstakt jafnvægi
Einstakt Boðun Maríu eftir Simone Martini og Lippo Memmi, frá árinu 1333. Tempera á viðarspjald með gylltum
bakgrunni. Verkið er 184x168 cm að stærð og er eitt fallegasta trúarverk síðmiðalda, að því er segir í pistli.
form Gabríels og Maríu sem skera
sig frá bakgrunninum. Öllu er rað-
að upp á svo fallegan hátt. Allir
hlutir og öll form hafa sitt hlut-
verk og skipta máli og hver einasti
smáflötur og hvert lítið munstur
eru meistaralega máluð.
Verkið sýnir boðun Maríu,
sem er ein mikilvægasta stund í
kristinni trú. Myndefnið segir frá
augnablikinu þegar erkiengillinn
Gabríel svífur niður frá himnaríki
og færir hinni ungu, saklausu Mar-
íu boðun um að hún sé útvalin til
að fæða son Guðs. Myndefnið sjálft
var engin nýjung og mörg verk
miðalda sýna þessa stund. En hér
er gerð bylting með að blása lífi í
þetta mikilvæga augnablik með
fagurlegum og þokkafullum hreyf-
ingum og svipbrigðum sem færa
efninu léttleika og aukna mann-
lega tilfinningu.
Ef litið er á vængi Gabríels og
möttul hans má sjá að enn er létt
hreyfing í skikkjunni þar sem
bylgjandi línur lyfta henni upp á
við og sýna að engillinn er nýlent-
ur. Fallega mynstraðir vængir
fylla fullkomlega rýmið inn í boga
rammans. Hann heilsar Maríu með
orðunum Ave gratia plena dom-
inus tecum sem renna af vörum
hans og eru árituð yfir myndflöt-
inn þveran og að vörum Maríu. Á
milli þeirra stendur vasinn með
liljum, tákn hreinleika og mey-
dóms Maríu. Fyrir ofan hann undir
miðboganum sést í dúfu, tákn hins
heilaga anda, sem er umkringd há-
englum.
Heilagur Gabríel krýpur fyrir
framan Maríu með ólífugrein í
hendi sér, eins og riddari við hirð
drottningar. En þótt hann birtist í
allri sinni guðdómlegu gylltu feg-
urð er það hið stórkostlega andlit
Maríu sem grípur athygli áhorf-
andans. Henni virðist brugðið og
líkami hennar leitar verndar undir
boganum. Hún dregur bláan mött-
ulinn þétt að sér og á sama tíma er
sem hún hlykkist af hræðslu frá
erkienglinum. Þegar hann ávarpar
hana lítur hún hann hornauga.
Andlit hennar sýnir efasemdir
hennar og hún er alls ekki ánægð
með að hafa verið trufluð í lestri á
bænabók sinni og allar hennar
hreyfingar koma þessu svo vel til
skila.
Listmenn frá Siena héldu mun
sterkar í hefðir miðalda en félagar
þeirra frá Flórens. Þó sýnir þetta
verk hvernig þeir fengu innblástur
frá skrautlegum gotneskum stíl
með sínum fínlegu og þokkafullu
línum, löguðu sig að framförum og
nýjungum sem kynntar voru af
Giotto en náðu jafnframt að halda
enn í gamlar hefðir hins tignarlega
en formlega býsanska stíls. Hér
líða falleg form og línur um mynd-
flötinn sem og í dansi og sýna vel
hinar mannlegu hliðar Maríu og
Gabriels. Í þessu merkilega og
óvenjulega verki náðu Martini og
Limmi að skapa einstakt jafnvægi
– að sýna nýjar framfarir í birt-
ingu mannlegra tilfinninga og
hreyfinga aðalpersónanna án þess
að missa heilagleika stundarinnar.
»En hér er gerðbylting með að blása
lífi í þetta mikilvæga
augnablik með fagur-
legum og þokkafullum
hreyfingum og svip-
brigðum sem færa efn-
inu léttleika og aukna
mannlega tilfinningu.
Myndlistarmað-
urinn Snorri Ás-
mundsson segist
verða fjallkona
Reykvíkinga í
dag og að það
verði í fyrsta
sinn sem karl-
maður gegni því
hlutverki. At-
höfnin mun fara
fram í Pósthús-
stræti 13 og hefst hún kl 10.45. Þar
mun fjallkonan Snorri halda erindi
um náttúruvernd, kynþátta-
samruna og kórónupælingar, eins
og því er lýst á Facebook. „Það má
segja að ég hafi látið mig dreyma
um fjallkonuhlutverkið síðan ég af-
salaði mér forsetakandidat hlut-
verkinu fyrir 16 árum, því fjall-
konan gefur oft tóninn og ég hef
því hlutverki að gegna í samtím-
anum að gefa tóninn,“ skrifar
Snorri þar.
Snorri fjallkona
Snorri
Ásmundsson
Tólf verk eru tilnefnd til tónlistar-
verðlauna Norðurlandaráðs 2020
fyrir listrænt gildi sitt og þeirra á
meðal er tónlist Hildar Guðnadótt-
ur við sjónvarpsþættina Chernobyl
og „Lendh“ eftir Veronique Vöku.
Á meðal tilnefninga eru poppplöt-
ur, kvikmyndatónlist, sinfóníur og
konsertar sem eiga rætur í tónlist
frá þremur kynslóðum, að því er
fram kemur í tilkynningu, en til-
kynnt var um tilnefningarnar í
beinu streymi frá London og Kaup-
mannahöfn 16. júní.
Kynnar voru breski tónlistar-
blaðamaðurinn Andrew Mellor og
tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir,
fyrrverandi handhafi verð-
launanna, og sagði Mellor það hafa
verið heiður fyrir hann að fá að
kynna sér verkin sem tilnefnd eru
til tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs í ár. „Það sem sameinar
verkin tólf er tæknilegur agi og
knýjandi þörf fyrir tjáningu í gegn-
um tónlist. Öll tólf verðskulda þau
að fá víðtæka hlustun og við von-
umst til að geta stuðlað að því með
þessari útsendingu,“ sagði Mellor
m.a. við þetta tækifæri.
Úr röðum Dana eru tilnefnd
verkin „Songs of Doubt“ eftir Niels
Rønsholdt og „Symphony II for
Sampler and Chamber Orchestra“
eftir Den Sorte Skole og Karsten
Fundal. Finnsku verkin eru „Lake“
eftir 3TM og píanókonsertinn
„Konsertto neljäsosasävelaskelpia-
nolle ja kamariorkesterille“ eftir
Sampo Haapamäki. Fyrir hönd
Færeyja er tilnefnt verkið „VÍN“
eftir Janus Rasmussen og fulltrúi
Grænlands er Rasmus Lyberth með
verkið „Inuunerup oqarfigaanga /
Livet skal leves på ny“. Norsku
verkin eru „Lyriske stykker“ eftir
Ørjan Matre og „Theory of the Sub-
ject“ eftir Trond Reinholdtsen og
þau sænsku „Honey“ eftir Robyn og
„Acanthes“ eftir Andreu Tarrodi.
Dómnefnd skipuð fulltrúum frá
löndunum tilnefndi verkin tólf til
tónlistarverðlaunanna og verður
tilkynnt um verðlaunahafa 27.
október á verðlaunahátíð í Reykja-
vík í tengslum við þing Norður-
landaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur
verðlaunagripinn Norðurljós og
350 þúsund danskar krónur.
Tónlistarverðlaun Norðurlanda-
ráðs voru veitt í fyrsta sinn árið
1965 og er þeim er ætlað að vekja
athygli á tónlistarsköpun og tónlist-
arflutningi sem telst hafa mikið list-
rænt gildi, eins og segir í tilkynn-
ingu og eru verðlaunin til skiptis
veitt annars vegar núlifandi tón-
skáldi og hins vegar tónlistarhópi
eða -flytjanda. Í ár renna verðlaun-
in til tónskálds.
Tilnefndar Hildur og Veronique Vaka.
Hildur og Veron-
ique tilnefndar
Ljósmynd/Silvia Gentili