Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020
Rökkurvísir Nú þegar dagurinn ber höfuð og herðar yfir nóttina er vart rökkur að heitið geti. Yfir Skorradal vaka fjöllin með snæbreiður sem enn hafa ekki sýnt á sér teljandi fararsnið.
Eggert
Í fyrri grein minni
um stjórnarfrumvarp
um eignarráð og nýt-
ingu fasteigna, sem nú
liggur fyrir Alþingi,
fjallaði ég um tak-
markanir á landa-
kaupum annarra en ís-
lenskra ríkisborgara
og þeirra sem hafa lög-
heimili hér á landi.
Lýsti ég vonbrigðum
með að horfið hefði verið frá þeirri
stefnu sem mörkuð var í ráðherratíð
minni í innanríkisráðuneytinu að úti-
loka EES-borgara frá landakaupum
hér á landi með því að takmarka rétt
þeirra til fjárfestinga að því marki
að þær teljist nauðsynlegar til að
uppfylla réttinn til frjálsra fólks-
flutninga, staðfesturéttar eða þjón-
ustustarfsemi.
Samkvæmt frumvarpi sem ég
lagði fram og reglugerð sem ég setti
hefði EES-borgari ekki átt rétt til
landakaupa án sérstakrar heimildar
og þó aldrei með vatnsréttindum og
veiðiréttindum.
Hvað viljum við?
Ýmsar þjóðir ganga mun lengra
en Íslendingar hafa gert til tak-
mörkunar á landakaupum annarra
en þeirra sem hafa ríkisfang eða lög-
heimili innan eigin landmæra. Eðli-
legt hefði verið að horfa til slíkra for-
dæma þótt beinast liggi þó við að
sjálfsögðu að spyrja hvað það er sem
við helst viljum, og kanna í fram-
haldinu hvort erlendar
skuldbindingar okkar
gefi svigrúm til að
framfylgja þeim
áherslum og mark-
miðum sem við sjálf
viljum ná fram. Það
væri í senn upplits-
djarft og í anda lýðræð-
is og fullveldis. Þessu
viðhorfi sér því miður
ekki stað í frumvarpi
ríkisstjórnarinnar.
Meginmarkmið
eru skráning og landnýting
Í samantekt í greinargerð um
meginmarkmið stjórnarfrumvarps-
ins segir að það muni „gera stjórn-
völdum betur kleift að móta heild-
stæða stefnu um landnýtingu og
framfylgja þeirri stefnu, auk þess að
útfæra tillögur um frekari endur-
skoðun laga og reglna í málaflokkn-
um. Upplýsingar um land, gæði þess
og eignarhald gegna jafnframt lykil-
hlutverki við mótun opinberrar
stefnu hvort heldur sem er á sviði fé-
lagslegra þátta, efnahagslegra að-
gerða eða málefna umhverfisins.“
Allt er þetta jákvætt og góðra gjalda
vert og eru þessum markmiðum fag-
mannlega gerð skil í frumvarpinu.
Eitt sagt en annað gert
Á skortir hins vegar að lagasmið-
unum hafi verið falið að fylgja eftir
því pólitíska markmiði sem látið hef-
ur verið í veðri vaka í opinberri um-
ræðu að þetta frumvarp snúist um,
nefnilega afgerandi takmörkun á
eignarhaldi auðmanna á landi.
Vissulega er það svo að takmark-
anir er að finna varðandi eignarhald
en svo ævintýraleg eru stærðar-
mörkin að maður þyrfti helst að vera
breskur milljarðamæringur til að
koma auga á þær.
En fyrst nokkur orð um skráning-
arskyldu vegna jarðakaupa. Hún
kemur því aðeins til sögunnar að
kaupandi eigi fyrir fimm eða fleiri
lögbýli eða 1.500 hektara lands eða
meira. Ekki verður annað skilið en
að sá sem á fjögur lögbýli og minna
en 1.500 hektara sé laus allra mála
því aðeins við þessi stærðarmörk er
skylt að leita leyfis fyrir skráningu
frekari eigna.
Að jafnaði
Ráðherra ber í leyfisveitingum
sínum einkum „að líta til þess hvort
ráðstöfun fasteignar og áformuð
nýting hennar samrýmist mark-
miðum laganna [] skipulagsáætl-
unum viðkomandi sveitarfélags,
landsskipulagsstefnu og annarri
stefnu stjórnvalda um landnýtingu
eftir því sem við á. Enn fremur skal
ráðherra í þessum efnum líta til þess
hvort áformuð nýting fasteignar sé í
samræmi við stærð, staðsetningu og
ræktunarskilyrði hennar, sem og
gæði og fasteignaréttindi sem fylgja
henni. Þá skal ráðherra líta til þess
hvort ráðstöfun sé fallin til að
styrkja landbúnað og búsetu á við-
komandi svæði, þ.m.t. hvort viðtak-
andi réttar hyggist hafa fasta búsetu
á fasteign eða byggja hana hæfum
ábúanda og þá á hvaða kjörum.“
Þegar svo kemur að heimild ráð-
herra til að hafna eignasöfnun eru
aðrar stærðir uppi á teningnum en
áður eru nefndar. Þegar kaupandi á
fyrir – takið eftir – á fyrir landar-
eign, 10 þúsund hektara eða meira,
skal frekari kaupum „að jafnaði“
hafnað.
En jafnvel þessu er hægt að kom-
ast fram hjá því geti kaupandi sýnt
fram á „að hann hafi sérstaka þörf
fyrir meira landrými vegna fyrir-
hugaðra nota fasteignar“, þarf ráð-
herra að horfa til þess. Hér þekkjum
við stórbrotin áform um verndun
laxastofna og mannlífs í byggðum
landsins!
Ísland húsbænda og hjúa
Ef landkaupandinn sem fyrir á
10.000 hektara lands þykir fullnægja
skipulagsáætlunum ríkis og sveitar-
félaga til að geta keypt enn meira
land til dæmis með því að sannfæra
stjórnvöld um ást sína á náttúru-
vernd og vilja til að varðveita byggð
með leiguliðakerfi á landareignum
sínum, samanber ofangreint, þá er
ráðherra heimilt „að setja skilyrði
sem lúta að efni samnings sem gilda
mun um ábúðina“.
Hér er átt við réttindi og skyldur
húsbænda annars vegar og hjúa hin
vegar.
Smellpassar fyrir þau módel sem
eru að teiknast upp víða á landinu
þar sem auðkýfingar halda laxveiði-
héruðum í byggð með leiguliðum.
Þrjátíu Brúnastaðir
eða tíu Skálholt
Meðalstórar landbúnaðarjarðir í
blómlegum landbúnaðarhéruðum
Eyjafjarðar og á Suðurlandsundir-
lendi eru á milli tvö og fjögur hundr-
uð hektarar. Fræg jörð á Suðurlandi
eru Brúnastaðir. Sú jörð er þrjú
hundruð hektarar og munu því þrjá-
tíu Brúnastaðir rúmast í eignarhaldi
auðkýfings áður en honum skuli „að
jafnaði“ meinuð frekari kaup. Skál-
holt er stór landbúnaðarjörð frá
fornu fari, rúmlega eitt þúsund hekt-
arar. Tíu Skálholt þyrfti til að raska
ró ráðherra svo hann setti upp skoð-
unargleraugu sín varðandi heimild
til kaups og sölu.
Þörf á afgerandi lögum
Ekkert dugir minna að mínu mati
en afgerandi lagasetning sem af-
dráttarlaust bannar eignarhald ein-
staklinga á stórum landsvæðum.
Hér þarf löggjafinn að setja fram-
kvæmdavaldi, hvort sem er til ríkis
eða sveita, stólinn fyrir dyrnar.
Ég þekki það af eigin reynslu
hvernig er að glíma við stundarhags-
muni í Stjórnarráði og sveitar-
félögum þegar auðmenn eru mættir
til að dreifa silfrinu.
Eftir Ögmund
Jónasson »Ekkert dugir minna
að mínu mati en
afgerandi lagasetning
sem afdráttarlaust
bannar eignarhald
einstaklinga á stórum
landsvæðum.
Eftir Ögmund Jónasson
Höfundur er fyrrverandi
innanríkisráðherra.
Ríkisstjórnin reynir ekki
að hefta landakaup auðmanna