Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020
75 ára Lára er Ólafs-
firðingur en býr í
Reykjavík. Hún vann í
38 ár hjá Halldóri Jóns-
syni heildverslun og
síðan hjá Áskirkju.
Maki: Ómar Freyr
Þórisson, f. 1947, vél-
virki og fyrrverandi leigubílstjóri hjá
Hreyfli.
Börn: Petrea Aðalheiður, f. 1973, og Óm-
ar Örn, f. 1984. Barnabörnin eru Mikael
Viktor Magnason, Anna Lára Magnadótt-
ir og Viktor Freyr Ómarsson.
Foreldrar: Axel Pétursson, f. 1912, d.
1959, sjómaður í Ólafsfirði, og Petrea
Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, f. 1908, d.
2008, húsmóðir í Ólafsfirði.
Lára Sigurbjörg
Axelsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér finnst álagið í vinnunni vera
orðið fullmikið. Haltu áfram og einbeittu
þér að því sem er framundan á veginum.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu óttann ekki hindra þig í að ná
takmarki þínu. Reyndu ekki að skerast úr
leik heldur leggðu þig allan fram.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Viljirðu leita í einveruna skaltu
láta það eftir þér og vertu ekkert að afsaka
þig fyrir öðrum. Brostu og líttu frekar á já-
kvæðu hliðarnar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Miklar annir eru hjá þér þessa
stundina. Taktu vinnuna aðeins minna al-
varlega og einbeittu þér að því að hugsa vel
um viðskiptavini þína, skjólstæðinga og
vini.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nýstárlegar hugmyndir um bætta
heilsu freista þín. Gefðu þér tíma til að
melta hlutina. Sýndu því áhuga, þakkaðu
fyrir þig og brostu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er hollt að setjast niður af og til
og velta fyrir sér, hvað maður vill fá út úr
lífinu, bæði í leik og starfi. Losaðu um og
þú munt sjá að lífið er þess virði að taka
einhverja áhættu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hógværð er góður kostur en þú mátt
samt ekki láta fólk misnota góðvild þína.
Leyfðu sjálfri þér að eiga það.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það sem þú kallar dekur finnst
öðrum nauðsynlegt viðhald. Hugsaðu þig
vel um áður en þú undirritar eitthvað.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú munt njóta þess að versla
fyrir heimilið eða fjölskyldumeðlimi í dag.
Rétt takmark sogar þig til sín eins og
segull.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fátt er dýrmætara í lífinu en að
eiga góða vini svo leggðu þig fram um að
halda þeim. Hafðu það í huga nú þegar þú
tekst á við þetta mikilvæga verkefni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það getur reynst erfitt að snúa
blaðinu við þegar deilur um viðkvæm mál-
efni hafa farið úr böndunum. Oft veltir lítil
þúfa þungu hlassi svo það er best að hafa
allt á hreinu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Valmöguleikar þínir eru miklir, djúp-
ir og háir. Taktu því vel eftir og reyndu að
skilja kjarnann frá hisminu.
L
ilja Skarphéðinsdóttir er
fædd 23. júní 1950 á
Húsavík og ólst þar
upp í stórum systk-
inahópi. „Ég á góðar
minningar úr æskunni. Ég var í
sveit sem barn í Hvammi í Þistilfirði
hjá móðurbróður mínum Birni og
konu hans Hönnu. Ég byrjaði
fermingarsumarið að vinna í frysti-
húsinu og fór síðar að vinna í vefn-
aðarvörudeild kaupfélagsins. Ég
veitti síðar forstöðu fyrsta dagheim-
ilinu sem rekið var á Húsavík frá
haustinu 1970, þá tvítug að aldri,
gegndi því starfi til 1973.“
Lilja gekk í Barna- og Gagn-
fræðaskóla Húsavíkur og tók síðar
ljósmæðrapróf frá Ljósmæðraskóla
Íslands 29. september 1979.
Lilja hefur unnið sem ljósmóðir
við Sjúkrahús Húsavíkur, nú Heil-
brigðisstofnun Norðurlands í rúm
40 ár. „Ég stimplaði mig formlega
út 16. júní síðastliðinn en á kannski
eftir að leysa af. Síðustu tólf árin
höfum við sinnt mæðraeftirliti og
ungbarnaeftirliti á Húsavík en börn-
in fæðast ekki lengur hjá okkur.“
Lilja er í kvenfélagi Húsavíkur til
50 ára, Kirkjukór Húsavíkurkirkju
og Sólseturskórnum sem er kór
eldri borgara á Húsavík og er einnig
formaður Félags eldri borgara á
Húsavík og nágrennis. „Þetta er
mjög virkt og gott 300 manna félag.
Við eigum gott félagsheimili sem
heitir Hlynur. Það er opið flesta
virka dag og þar eru ýmar uppá-
komur haldnar.“ Lilja sat í bæjar-
stjórn Húsavíkur 1990-1994, en
hafði verið varabæjarfulltrúi áður
og hún hefur sinnt ýmsum nefndar-
störfum fyrir bæjarfélagið. „Svo sat
ég einn bæjarstjórnarfund í fyrra
sem varamaður, ég var í 7. sæti á
listanum og hélt ég yrði alveg laus
við að sitja bæjarstjórnarfundi.
Félagsmálin taka eiginlega allan
tímann minn,“ segir Lilja spurð út í
áhugamálin. „En auðvitað eru það
fjölskyldan og vinir sem ég sinni
mest. Ég á átta barnabörn í Noregi
og er því búin að leggja mikið til
Noregs. Ég fer þangað einu sinni
eða oftar á ári að heimsækja þau og
börnin mín.“
Fjölskylda
Eiginmaður Lilju var Eymundur
Kristjánsson, f. 12.10. 1945, d. 18.12.
2018, bifvélavirki, vélstjóri, öku-
kennari og vörubílstjóri. Foreldrar
hans voru hjónin Sólveig Indriða-
dóttir frá Ytra Fjalli í Aðaldal, f.
13.5. 1910, d. 16.9. 2000 og Kristján
Halldórsson, f. 10.8. 1884 á Syðri-
Brekkum, d. 21.11. 1957, bændur á
Syðri-Brekkum á Langanesi.
Börn Lilju og Eymundar: 1)
Kristján Eymundsson, f. 1.2. 1969,
framkvæmdastjóri og eigandi bygg-
ingafyrirtækisins FaktaBygg, bú-
settur í Stavanger í Noregi, kona
hans er Marian Knudsvik, fram-
kvæmdastjóri Magu Design í Stav-
anger. Börn þeirra eru Lilja Rún, f.
12.5. 1995, Helga Björg, f. 4.8. 1998,
Kaja, f. 11.3. 2005, Freyr, f. 1.8.
2009 og Frida Sofie, f. 14.5. 2011; 2)
Ásta Eir Eymundsdóttir, f. 18.7.
Lilja Skarphéðinsdóttir ljósmóðir – 70 ára
Við Laxá í Aðaldal Lilja með maríulaxinn í Hólmavaði.
„Ég kann greinilega betur að halda á ungabarni en laxi.“
Hefur lagt mikið til Noregs
17. maí Ásta Eir, Lilja og Kristján á þjóðhátíðardegi Norðmanna í fyrra.
Ljósmóðir Lilja í heimavitjun að vigta nýjan Þingeying.
50 ára Guðmundur er
Eyrbekkingur en býr á
Selfossi. Hann er vél-
smíðameistari frá Fjöl-
brautaskóla Suður-
lands og vinnur á
Vélaverkstæði Þóris.
Maki: Valgerður
Soffía Gísladóttir, f. 1971, bókari og rekur
ferðaþjónustufyrirtækið RPC.
Börn: Gísli Jóhannes, f. 1991 og Svan-
hildur, f. 1993. Barnabörn eru Árný Ósk
og Rebekka Sól Gísladætur, og Valgerður
Sara Friðriksdóttir.
Foreldrar: Grétar Óskarsson, f. 1949,
vann hjá Vegagerðinni, og Svanhildur
Guðmundsdóttir, f. 1949, húsmóðir. Þau
eru búsett á Eyrarbakka.
Guðmundur Stefán
Grétarsson
Til hamingju með daginn
Hella Viktoría Mist Al-
marsdóttir fæddist 23. júní
2019 á Selfossi og á því eins
árs afmæli í dag. Hún vó 3.180
g og var 50,5 cm löng. For-
eldrar hennar eru Almar
Magnússon og Ína Karen
Markúsdóttir.
Nýr borgari