Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Breski leikarinn Ian Holm, sem
margir þekkja einkum sem hobbit-
ann Bilbó Baggins í kvikmyndunum
Hringadróttinssögu og Hobbita-
þríleiknum, er látinn 88 ára að aldri.
En auk þess að vera þekktur fyrir
leik í kvikmyndum var Holm einn
dáðasti skapgerðarleikari Breta á
sviði síðustu áratugi, og ekki síst fyrir
rómaða túlkun á persónum eftir
Shakespeare og Harold Pinter. Þótti
hann geta túlkað jöfnum höndum
hina blíðustu karaktera sem þá brjál-
uðustu.
Fyrsta kvikmyndahlutverk Holm
var í The Fixer (1968) og sama ár lék
hann í kvikmyndagerð Peters Hall af
Draumi á Jónsmessunótt. Árið 1981
var hann tilnefndur til Óskars-
verðlauna fyrir hlutverk sitt sem
þjálfarinn í Chariots of Fire. Meðal
annarra kvikmynda sem Holm lék í
má nefna Night Falls on Manhattan
(1996), The Sweet Hereafter (1997),
Joe Gould’s Secret (2000) og margir
minnast hans í hlutverki vélmennis í
Alien (1979) sem Ridley Scott leik-
stýrði. Þá lék hann til að mynda
Napóleon í Time Bandits (1981),
lækni konungs í The Madness of
King George (1994) og föður vísinda-
mannsins í Mary Shelley’s Franken-
stein sem Kenneth Branagh leik-
stýrði. Branagh hefur ausið Holm lofi
fyrir einstaka leiktækni en þeir léku
saman í kvikmyndum og líkti Bra-
nagh þeirri reynslu við að leika tennis
með einhverjum sem væri miklu betri
í íþróttinni; það væri aldrei að vita
hvaðan boltinn bærist en það væri
alltaf spennandi og óvænt.
Holm lék mörg Shakespeare-
hlutverk á sviði á sínum langa ferli en
hvað rómuðust var túlkun hans á Lé
konungi. Breskir leikhúsunnendur
tengja hann þó ekki síst við leikrit
Harolds Pinter sem hann þótti túlka
með meistaralegum hætti. Snemma
sló hann í gegn fyrir leikinn í The
Homecoming en eftir að hafa tekið
sér fimmtán ára hlé frá sviðsleik, sök-
um sviðshræðslu, sneri hann aftur ár-
ið 1993 og þótti túlka aðalpersónu
Moonlight meistaralega. Tveimur ár-
um síðar hlaut Holm Laurence Oli-
vier-verðlaunin fyrir túlkun á Lé.
Sagði hann það að leika Lé vera eins
og að „klífa Everest án súrefnis“.
Leikarinn Ian Holm látinn
AFP
Dáður Ian Holm við frumsýningu
kvikmyndar um Tolkien í fyrra.
Var kunnur sem
hobbitinn Bilbó og
Lér konungur
Spænski rithöfundurinn Carlos Ruiz Zafón er látinn úr
krabbameini, 55 ára að aldri. Hann sendi árið 2001 frá sér
skáldsöguna sem nefnist á íslensku Skuggi vindsins og er
ein söluhæsta spænska skáldsaga allra tíma.
Skuggi vindsins hefur verið þýdd á tugi tungumála og
selst í meira en 15 milljónum eintaka. Samkvæmt The
New York Times hefur aðeins Don Kíkóti eftir Cervantes
selst betur af spænskum skáldsögum. Söguna skrifaði Za-
fón í Kaliforníu þar sem hann var lengi búsettur en hann
lætur hana gerast í fæðingarborg sinni, Barselóna. Er hún
skrifuð sem saga sem gerist í sögu og er víða komið við,
meðal annars í spænsku borgarastyrjöldinni. Skuggi vindsins var fyrsta sag-
an í fjórleiknum „Grafreitur gleymdra bóka“ sem Zafón lauk fyrir fjórum ár-
um með útkomu sögunnar sem nefnist á ensku The Labyrinth of Spirits.
Sigrún Ástríður Eiríksdóttur hefur þýtt fyrstu þrjár, Skugga vindsins (2005),
Leik engilsins (2009) og Fanga himinsins (2014).
Höfundur Skugga vindsins allur
Carlos Ruiz Zafón
Yfirvöld í Alaska sendu fyrir helgi öfluga
þyrlu að Denali-þjóðgarðinum í óbyggð-
um ríkisins og létu hana hífa upp og flytja
á brott ryðgaða rútu sem er þekkt sem
Fairbanks Bus 142 og öðlaðist frægð
vegna bókarinnar Into the Wild eftir Jon
Krakauer og samnefndrar kvikmyndar
sem Sean Penn leikstýrði 2007.
Bókin fjallar um sanna og harmræna
sögu Christophers McCandless, ungs
manns sem hélt einn inn í skóga Alaska
og svalt í hel í þessari rútu í ágústmánuði
árið 1992. Síðan hefur rútan orðið vinsæll
áfangastaður ævintýrafólks sem reynir
að fara á slóðir McCandless. Tveir ferða-
langar hafa drukknað í nálægu fljóti og þá
hafa björgunarsveitir verið kallar til að
minnsta kosti fimmtán sinnum til að leita
að fólki er stefndi að rútunni.
Rútan er árgerð 1946 og var upphaf-
lega notuð í borginni Fairbanks. Árið
1960 var henni ekið inn í skóg að Stam-
pede-skógarstígnum, þar sem hún var
notuð af verkamönnum sem unnu þar við
slóðagerð, en í kjölfarið var hún yfirgefin.
Yfirvöld ákváðu að fjarlægja rútuna
eftir að seinni göngumaðurinn drukknaði
í fyrra á leið að henni. Ryðguð rútan var
sett á pallbíl og ekið á brott en stjórnend-
ur þjóðgarðarins eru sagðir velta fyrir sér
að gera hana aðgengilega sem safngrip. Í
rútunni var ferðataska sem þeir sem fjar-
lægðu rútuna töldu hafa verið í eigu
McCandless en systir hans neitar því.
Hins vegar kunni að vera í henni dagbæk-
ur sem hún og fleiri hafi skilið þar eftir.
Fjarlægðu rútuna
Varð eftirsótt
eftir Into the Wild
AFP
Flutt Í ljósmynd, sem Þjóðvarðlið Alaska dreifði, má sjá hvar þyrla lyftir
rútunni sem varð fræg vegna örlagasögu Christophers McCandless.
Gítarinn sem bandaríski tónlistar-
maðurinn Kurt Cobain, höfuðpaur
hljómsveitarinnar Nirvana, lék á á
hinum víðkunnu „Unplugged“-
tónleikum MTV-sjónvarpsstöðvar-
innar árið 1993, var sleginn hæst-
bjóðanda á uppboði fyrir sex millj-
ónir dala, um 826 milljónir króna.
Tónleikarnir voru teknir upp
fimm mánuðum áður en Cobain féll
fyrir eigin hendi.
Gítarinn, sem er af tegundinni
Martin D-18E var keyptur af Peter
Freedman, stofnanda Rode-
hljóðnemaverksmiðjunnar og hefur
hærra verð aldrei verið greitt fyrir
gítar á uppboði. Fyrra met var sett
í fyrra þegar fjórar milljónir dala
voru greiddar á góðgerðaruppboði
fyrir gítar sem David Gilmour,
gítarleikari Pink Floyd, átti.
Freedman hyggst ferðast með
gítarinn um heiminn og sýna hann.
Hann sagði þetta hafa verið „ein-
stakt tækifæri til að eignast ein-
stakt hljóðfæri“. Á gítarkassanum
er mynd af umslagi plötu með
hljómsveitinni Poison Idea.
AFP
Verðmætur Gítarinn og gítartaskan.
„Unplugged“-gítar Kurts Cobain
var seldur á uppboði fyrir metfé