Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 28

Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 Magnús Guðmundsson magnusg@mbl.is „Eftir að hafa verið hérna í einhvern tíma fór ég að sjá tækifærin sem eru fólgin í Reykjavík út frá stærð borg- arinnar og samfélagi, vegna þess að sem listamaður hafði ég unnið mikið í almannarými,“ segir Alexander Roberts, sem hefur verið annar stjórnenda Reykjavik Dance Festi- val frá 2013 en var nýverið ráðinn leikhússtjóri Rosendal Teater í Þrándheimi. „Ég er búinn að vera hérna síðan 2012 en kom fyrst hingað árið 2008 ásamt Kára Viðarssyni, vini mínum, sem rekur Frystiklefann fyrir vest- an, en þangað kom ég til þess að taka þátt í listahátíðinni Art Fart sem er reyndar liðin undir lok. Hérna kynntist ég sambýlis- og samstarfskonu minni Ásgerði G. Gunnarsdóttur, en saman höfum við stýrt Reykjavik Dance Festival síð- ustu ár og haft gaman af.“ Óhræddur við að spyrja Alexander segir að fyrstu búskap- arárin hafi þau Ásgerður búið í Bretlandi og í Amsterdam en engu að síður alltaf haldið starfssambandi við listamenn á Íslandi. Þegar efna- hagskreppan skall svo á listheim- inum í Amsterdam, sem gerðist í raun ekki fyrr en 2012 þegar fram- lög til lista voru mikil til dregin til baka, hafi þau ákveðið að flytja til Íslands. „Fyrst ætluðum við bara að vera hérna yfir sumarið og á meðal þess sem við gerðum var að fylgjast með Reykjavik Dance Festival. Það kveikti rosalega í mér og þegar Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jó- hannsson báðu okkur um að aðstoða við að stýra næstu hátíð ákváðum við að vera í eitt ár en erum ekki far- in enn.“ Alexander er frá Coventry en hef- ur búið víða um ævina og ungur var hann mikill áhugamaður um tónlist. „Ég var mikið fyrir pönk og læti og áhugi minn á sviðslistum myndaðist hægt og rólega út frá því. Ég er hvorki þjálfaður dansari né leikari en lærði engu að síður sviðslistir en án þess að sérhæfa mig á einn eða annan hátt í einni listgrein. Mögu- lega hefur það gefið mér þann eigin- leika að horfa á heildina, frekar en að líta svo á sem að það sé einhver miðlæg grein innan sviðslistaforms- ins. Ég reyni því að nálgast listina með opnum huga og vera óhræddur við að spyrja spurninga án þess að vera með einhver fyrirframgefin svör í hausnum.“ Forsenda fyrir lifandi senu Reykjavik Dance Festival hefur notið vaxandi vinsælda og velgengni og hefur hátíðin ótvírætt haft mikil áhrif á hversu lífleg og fjölbreytt danssenan er í dag. Alexander segir að fyrsta hátíðin sem þau Ásgerður hafi stýrt árið 2014 hafi notið þess mikla starfs sem þá var þegar búið að vinna og að tímasetningin hafi verið góð. „Við höfðum mjög frjálsar hendur og tækifæri til þess að reyna að tengja saman þarfir listamannanna og borgarbúanna. Markmiðið var að skapa lifandi samræðu þarna á milli. Það er fjöldi spennandi danslista- manna sem hefur komið að hátíðinni með einum eða öðrum hætti og að auki höfum við fengið til okkar frá- bæra áhorfendur sem fjölgar stöð- ugt frá ári til árs. Góðir listamenn og áhorfendur eru auðvitað forsendan fyrir lifandi senu og hvort tveggja er til staðar hér.“ Tækifæri til þroska og lærdóms Þrátt fyrir að starfið við Reykja- vik Dance Festival hafi veitt Alex- ander mikla ánægju og að Ásgerður og börnin þeirra tvö hafi gert Ísland að sínu heimili hafi hann ákveðið að sækja um stöðu leikhússtjóra í Þrándheimi hjá Rosendal Teater. „Það sem hafði hvað mest áhrif á mig var að á síðustu árum hef ég verið að fylgjast með starfi Per An- aniassen, núverandi leikhússtjóra Rosendal. Við höfum verið að mæta á hátíðir hjá honum og hann hjá okkur og það er í raun ekki ýkja langt á milli þeirra hugmyda sem við erum að vinna með. Þetta verkefni er þó stærra í snið- um en Reykjavik Dance Festival og fyrir vikið felur það í sér heilmikla áskorun og þar af leiðandi heilmik- inn lærdóm sem ég er spenntur fyrir að takast á við. Þarna verð ég líka að vinna með listamönnum sem eru um margt ekki ósvipaðir því sem ég hef verið að vinna með hér og svo eru þetta álíka stórar borgir. En það sem freistaði mín fyrst og fremst er að í þessu starfi sé ég tækifæri til þess að halda áfram að þroskast og læra og það er það sem þetta snýst um þegar öllu er á botn- inn hvolft.“ Markmiðið eitt og hið sama Spurður um hvað það er sem skipti hann sem listamann mestu máli, segir Alexander að það sé eitt og annað. „Allt byrjar þetta með listamanninum; þeim spurningum sem hann varpar fram, hvort þær skipti máli og tali inn í samfélagið sem hann tilheyrir. Þannig að lista- maðurinn er upphafið en við verðum að tengjast fólkinu sem við erum að gera þetta fyrir. Það er lykilatriði. Ég hef áhuga á að koma saman ólíkum einstaklingum og fá þá til þess að búa eitthvað til. Skapa eitt- hvað sem skiptir máli.“ Rosandal-leikhúsið í Þrándheimi býr yfir breiðara verksviði sem leik- hús en danslistahátíð á borð við Reykjavik Dance Festival. Alexand- er segir að Rosendal Teater hafi vissulega ákveðnar skyldur gagn- vart samfélaginu í heild, á borð við það að vera með sýningar fyrir börn og ungmenni en það breyti ekki endilega svo miklu. „Munurinn er helst að þarna er ákveðið fjármagn eyrnamerkt ákveðnum hópum á borð við börn og ungmenni. Hjá Reykjavik Dance Festival skorti aldrei áhuga á því að vera með sýn- ingar fyrir yngri hópana sem við vissulega gerðum. Í raun nálgast ég verkefni fyrir börn og ungmenni ekkert öðruvísi en þau sem eru ætl- uð fullorðnum, enda mikilvægt að vera ekki að setja sig á háan hest gagnvart þeim. Verkefnið er alltaf að átta sig á því hvað skiptir viðkom- andi máli og skapa rými þar sem listamenn og aðrir borgarbúar geta komið saman og unnið saman.“ Tónlistin býr yfir undrakrafti Alexander hefur í sínu starfi verið óhræddur við að nýta sér ólíka miðla sviðslistanna og hann bendir á að tónlistin sé oft það sem bindur allt saman. „Tónlistin býr yfir þeim undrakrafti að geta sameinað fólk. Hún er þráður frá manni til manns. Fyrir vikið gleður það mig mikið að Rosandal Teater hefur lengi fengist við að setja upp tónlistarsýningar. Innan leikhússins er líka fólk sem er vel tengt inn í ólíka sprota tónlistar- flórunnar í borginni og þetta er eitt- hvað sem ég er mjög spenntur fyrir að nýta í leikhúsinu og þá vonandi líka samfélaginu til góðs á komandi tímum.“ Alexander segir að fjölskyldan komi til með að flytjast búferlum í upphafi næsta árs og að það sé þeim mikilvægt að hafa þann tíma til þess að fá aðra til þess að taka við keflinu með ýmis verkefni. Það hafi hins vegar verið undarlegir tímar fyrir sviðslistirnar að undanförnu af völd- um kórónaveirunnar og Alexander segir að það séu margar ólíkar hlið- ar á því máli. „Það er svo sannarlega dálítið skrýtið að vera að flytjast bú- ferlum á milli landa til þess að taka að sér starf sem felst í því að fá fólk til þess að koma saman í afmörkuðu rými. Óvissan sem er fólgin í því verkefni hefur aldrei verið meiri. Önnur hlið málsins er að við erum með afkomu fjölda listamanna í höndunum og það felur í sér ákveðna ábyrgð, bæði gagnvart þeim og samfélaginu að halda þessu gangandi. Svo þurfum við auðvitað að huga að því hvert okkar erindi er innan samfélagsins, vegna þess að það þarf að vera í takti við þetta sama samfélag og eiga við það stöðuga og gefandi samræðu.“ Áhorfendur húsið sjálft Þegar stjórn Rosendal-leikhúss- ins tilkynnti um ráðningu Alexand- ers lagði hún mikla áherslu á hversu skýra sýn henni þætti hann hafa á framtíð hússins. Alexander segir að þetta hafi vissulega glatt hann og að hans hugmyndir leggi fyrst og fremst áherslu á að skapa heimili fyrir listamennina innan leikhússins sem þeir deila með borgarbúum. „Það er hægt að gera þetta eftir ýmsum leiðum en sú sem ég vil fara er að líta ekki á borgarbúa sem gesti hússins heldur húsið sjálft. Mark- miðið er að fólkið sem býr í þessu samfélagi, áhorfendurnir sjálfir, hafi rödd í því sem við erum að gera og séu fyrir tilstilli þeirrar samræðu við listamennina órjúfanlegur hluti af Rosendal Teater.“ Morgunblaðið/Arnþór Sviðslistir „Það er skrýtið að vera að flytjast búferlum til þess að taka að sér starf sem felst í því að fá fólk til þess að koma saman í afmörkuðu rými,“ segir Alexander Roberts, sem tekur við Rosendal Teater á næsta ári. Órjúfanlegur hluti af leikhúsinu  Alexander Roberts, annar af stjórnendum Reykjavik Dance Festival, tekur við Rosendal Teater í Þrándheimi  Hann á von á lærdómsríku og þroskandi verkefni á krefjandi tímum fyrir sviðslistir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.