Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 26

Morgunblaðið - 23.06.2020, Side 26
2. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kópavogsbúinn Valgeir Valgeirsson átti stórleik fyrir HK þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann 3:0-sigur gegn Íslandsmeisturum KR í 2. um- ferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max- deildarinnar, á Meistaravöllum í Vesturbæ á laugardaginn síðasta. Valgeir, sem verður 18 ára gamall í september, skoraði fyrsta mark HK í leiknum gegn KR og lagði upp annað markið fyrir Birki Val Jóns- son. Hann fékk tvö M hjá Morgun- blaðinu fyrir frammistöðu sína. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamall á Valgeir að baki 22 leiki í efstu deild fyrir HK þar sem hann hefur skorað 5 mörk. „Maður bjóst kannski ekki alveg við því að þetta myndi enda 3:0,“ sagði Valgeir við Morgunblaðið. „Við höfðum engu að síður fulla trú á því að við gætum lagt KR að velli, líkt og við gerðum í Kórnum á síðustu leik- tíð þegar við unnum þá 4:1. Við fórum því inn í leikinn með það að markmiði að taka þrjú stig og það gekk eftir. Sigurinn gegn þeim í Kórnum á síðustu leiktíð gaf okkur mikið og það var góð tilfinning að fara inn í leikinn á laugardaginn og vita að við gætum unnið þá.“ Umtal hefur áhrif Valgeir skoraði 3 mörk í tuttugu leikjum í efstu deild síðasta sumar en hann hefur nú þegar skorað 2 mörk í tveimur leikjum í sumar. „Ég er í miklu betra standi núna en á síðustu leiktíð. Ég get verið al- veg hreinskilinn með það að ég bjóst ekki við því að spila jafn mikið og ég gerði síðasta sumar. Ég skoraði þrjú mörk og markmiðið er að gera ennþá betur núna. Ég er búinn að æfa mjög vel í all- an vetur og ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að ég vil komast í atvinnumennsku. Ég stefni þess vegna á það að standa mig vel fyrir HK og fara svo út í atvinnumennsku eftir sumarið, ef allt gengur eftir.“ Valgeir hefur verið mikið á milli tannanna á fólki enda ekki oft sem ungir strákar koma inn í efstu deild af jafn miklum krafti. „Allt umtal hefur áhrif en ég vil samt ekki meina að þetta hafi stigið mér til höfuðs. Ég passa mig og þeg- ar vinir mínir sem dæmi ætla að segja mér frá einhverri umræðu sem hefur skapast í hinum og þessum umfjöllunarþáttum þá einfaldlega hætti ég að hlusta. Ég vil ekki detta í þann gír að ég fari að halda að ég sé allt í einu orðinn besti leikmaður liðsins, því ég vil vera með hausinn rétt skrúfaðan á. Aðrir leikmenn í deildinni vita mun meira um mig núna en í fyrra þegar ég kom inn í deildina sem óskrifað blað. Ég finn það að liðin eru farin að taka fastar á mér og ég virðist eiga auðveldara með að pirra menn núna en á sama tíma í fyrra.“ Valgeir hefur einsett sér það alla tíð að mæta ákveðinn til leiks þegar hann spilar fótbolta. „Alveg frá því að ég var lítill strákur í fótbolta hef ég alltaf mætt alveg brjálaður til leiks í þá leiki sem ég spila. Ég er lítill og léttur miðað við flesta aðra í deildinni og ég þarf þess vegna að vera grimmur inni á vellinum. Ég reyni að láta finna aðeins fyrir mér og ef ég hefði ekki gert það á síðustu leiktíð sem dæmi hefði ég klárlega ekki náð þeim árangri sem ég gerði. Ég mun þess vegna halda áfram að mæta brjálaður til leiks í alla þá leiki sem ég spila. Svo geta menn vonandi fyrirgefið það í leiks- lok þegar dómarinn hefur flautað leikinn af.“ Hlustar á líkamann Valgeir fór meðal annars til reynslu til Bröndby og AaB í Dan- mörku síðasta haust en hann ítrekar að hann sé meðvitaður um hættuna sem getur fylgt því að æfa of mikið. „Það er mikilvægt að lenda ekki í ofþjálfun, sérstaklega núna, þar sem það er spilað mjög þétt. Þegar mað- ur er ungur og dreymir um atvinnu- mennsku þá er maður duglegur að æfa aukalega sjálfur. Ég er meðvit- aður um að ég þarf að passa mig, sérstaklega eftir síðasta tímabil, þar sem líkaminn sagði mér í þrígang að ég þyrfti að bremsa mig af. Ég er með háleit markmið fyrir framtíðina og tel mig geta farið mjög langt ef ég held mínu striki. Ég þarf að taka þetta skref fyrir skref og vera skynsamur. Ég hef mikla trú á mér en það er líka mikilvægt að passa upp á hausinn og að hann sé alltaf í lagi. Þegar ég fer út þá vil ég fara í lið þar sem ég er í aðalliðinu, ekki í unglingaakademíu, því ég vil æfa og spila með fullorðnum leik- mönnum og Norðurlöndin gætu hentað mjög vel í það,“ bætti Valgeir við en hann missir væntanlega af tveimur næstu leikjum HK í deild- inni eftir að hafa meiðst á öxl í leikn- um við KR. Lítill, léttur og grimmur HK-ingur  Valgeir Valgeirsson átti stórleik gegn Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum Morgunblaðið/Hari Meiddist Valgeir Valgeirsson hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum HK í deildinni en missir væntanlega af tveimur næstu leikjum liðsins. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 England Manchester City – Burnley .................... 5:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Staðan: Liverpool 30 27 2 1 66:21 83 Manch.City 30 20 3 7 76:31 63 Leicester 30 16 6 8 59:29 54 Chelsea 30 15 6 9 53:40 51 Manch.Utd 30 12 10 8 45:31 46 Wolves 30 11 13 6 43:34 46 Sheffield Utd 30 11 11 8 30:28 44 Tottenham 30 11 9 10 48:41 42 Crystal Palace 30 11 9 10 28:32 42 Arsenal 30 9 13 8 41:41 40 Burnley 30 11 6 13 34:45 39 Everton 30 10 8 12 37:46 38 Newcastle 30 10 8 12 28:41 38 Southampton 30 11 4 15 38:52 37 Brighton 30 7 11 12 34:41 32 Watford 30 6 10 14 28:45 28 West Ham 30 7 6 17 35:52 27 Bournemouth 30 7 6 17 29:49 27 Aston Villa 30 7 5 18 35:58 26 Norwich 30 5 6 19 25:55 21 Ítalía Fiorentina – Brescia................................ 1:1  Birkir Bjarnason lék fyrstu 55 mínút- urnar með Brescia. Bologna – Juventus ................................. 0:2  Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna. Staða efstu liða: Juventus 27 21 3 3 52:24 66 Lazio 26 19 5 2 60:23 62 Inter Mílanó 26 17 6 3 51:25 57 Atalanta 26 15 6 5 74:35 51 Roma 26 13 6 7 51:35 45 Napoli 26 11 6 9 41:36 39 Danmörk Fallkeppnin, 1. riðill: Lyngby – OB............................................. 1:2  Frederik Schram sat allan tímann á bekknum hjá Lyngby.  Aron Elís Þrándarson lék ekki með OB vegna meiðsla.  OB 39, SönderjyskE 33, Lyngby 33, Silkeborg 20. Þrjár umferðir eftir. Tvö efri liðin fara í umspil um Evrópusæti, tvö neðri í umspil um fall. Svíþjóð Sirius – Häcken........................................ 2:2  Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik- mannahópi Häcken. B-deild: Brage – Sundsvall.................................... 1:2  Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik- mannahópi Brage. Grikkland Larissa– Volos.......................................... 3:1  Ögmundur Kristinsson lék allan leikinn með Larissa. Úkraína Dynamo Kiev – Kolos Kovalivka ........... 2:1  Árni Vilhjálmsson kom inn á sem vara- maður á 62. mínútu og skoraði mark Kolos. Spánn Villarreal – Sevilla .................................... 2:2 Leganés – Granada .................................. 0:0 Staða efstu liða: Barcelona 30 20 5 5 69:31 65 Real Madrid 30 19 8 3 57:21 65 Sevilla 31 14 11 6 44:32 53 Atlético Madrid 30 13 13 4 38:22 52  Þýskaland Undanúrslit, fyrri leikur: Oldenburg – Alba Berlín .................... 63:92  Martin Hermannsson skoraði 12 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Alba Berlin.  Seinni leikurinn fer fram á morgun, sigurliðið samanlagt fer í úrslit. Spánn Úrslitakeppnin, B-riðill: Zaragoza – Andorra ......................... 93:113  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 5 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar hjá Zaragoza.  Staðan: Valencia 4, Real Madrid 4, San Pablo Burgos 4, Gran Canaria 4, Andorra 2, Zaragoza 0.   KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 3. umferð: Hásteinsvöllur: ÍBV – Tindastóll ............. 18 Framvöllur: Fram – ÍR............................. 18 Fagverksv.: Afturelding – Árborg...... 19.15 Eimskipsvöllur: SR – Valur................. 19.15 Egilshöll: Vængir Júpíters – KR ........ 19.15 Vivaldiv.: Grótta – Höttur/Huginn ..... 20.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Kópavogsvöllur: Breiðablik – KR....... 19.15 Würth-völlur: Fylkir – Þróttur R ....... 19.15 Kaplakriki: FH – Selfoss ..................... 19.15 Enski boltinn á Síminn Sport Leicester – Brighton................................. 17 Tottenham – West Ham....................... 19.15 Í KVÖLD! Manchester City vann afar sann- færandi 5:0-sigur á Burnley á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burn- ley vegna meiðsla. Phil Foden og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir City og David Silva komst sömuleiðis á blað. City hefur nú unnið þrjá 5:0-heimasigra á Burnley í röð. Úrslitin þýða að Liverpool getur tryggt sér titilinn á heimavelli City þegar liðin mætast 2. júlí næstkomandi, vinni þau bæði næsta leik. City sýndi Burn- ley enga miskunn AFP Tvenna Phil Foden skoraði tvö mörk fyrir Manchester City. Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Alba Berlín í þýska körfu- boltanum eru komnir með annan fótinn í úrslitaeinvígi um meistara- titilinn eftir sannfærandi 92:63-sigur á Oldenburg í fyrri leik liðanna í undanúrslitum en leikið var í München í gærkvöld. Íslenski lands- liðsmaðurinn átti fínan leik og skor- aði tólf stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Fer síðari leik- urinn fram annað kvöld en saman- lögð úrslit úr tveimur leikjum gilda. Þarf Oldenburg því að vinna upp 29 stiga mun til að fara í úrslit. Martin á leiðinni í úrslitaeinvígi Ljósmynd/Euroleague Úrslit Martin og Alba Berlin eru svo gott sem komin í úrslitaeinvígið. Enginn af þeim 11 leikmönnum sem eru í liði 2. umferðar Pepsi Max- deildar karla í fótbolta hjá Morgunblaðinu var í liði 1. umferðar.  HK á flesta leikmenn í liðinu, þrjá talsins, eftir 3:0 sigurinn á KR-ingum á Meistaravöllum á laugardagskvöldið. Eitt M á liðið féll niður í blaðinu í gær en það fékk Birkir Valur Jónsson.  Aron Bjarki Jósepsson, miðvörður KR, lék sinn 200. deildaleik gegn HK. Af þeim eru 116 fyrir KR í efstu deild en 84 fyrir Völsung í 2. og 3. deild.  Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður ÍA, lék sinn 200. deildaleik gegn FH. Af þeim eru 56 fyrir ÍA, Stjörnuna og Leikni R. í efstu deild, 128 fyrir Leikni R. í 1. deild og 16 fyrir KB í 3. deild.  Steven Lennon úr FH er markahæsti leikmaður deildarinnar eftir tvær umferðir með 3 mörk. Valgeir Valgeirsson, HK, Stefán Teitur Þórðarson, ÍA, og Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA, eru með 2 mörk.  Steven Lennon og Jónatan Ingi Jónsson úr FH og Valgeir Valgeirsson úr HK eru efstir í M-gjöfinni með 3 M hver eftir tvær umferðir. vs@mbl.is Enginn tvisvar í úrvalsliðinu 2. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 3-5-2 Sigurður Hrannar Björnsson HK Jónatan Ingi Jónsson FH Birkir Valur Jónsson HK Damir Muminovic Breiðabliki Mikkel Qvist KA Kaj Leo i Bartalsstovu Val Halldór Orri Björnsson Stjörnunni Þorsteinn Már Ragnarsson Stjörnunni Sigurður Egill Lárusson Val Valgeir Valgeirsson HK Daníel Hafsteinsson FH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.