Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020
Sérkennilegt er að fylgjast meðþví hvernig sumir verkalýðs-
forkólfar nálgast umræður um lífs-
kjarasamningana og setja jafnvel
fram hótanir, sumar undir rós, um
að þeim verði
sagt upp enda
hafi ekki allar
forsendur
þeirra gengið
eftir.
Nú er þaðeflaust
svo að mörg
fyrirtæki
myndu gjarn-
an vilja snúa við klukkunni og
semja aftur vitandi um þær breyttu
forsendur sem þau standa frammi
fyrir en voru ekki þekktar þegar
samningarnir voru gerðir.
Samningarnir skiluðu miklumhækkunum til launamanna,
einkum þeirra sem lægst hafa laun-
in, og miklu meiri hækkunum en at-
vinnulífið stendur undir í dag.
Í grein sem framkvæmdastjóriSamtaka atvinnulífsins skrifaði
á dögunum í Morgunblaðið kom
fram að um 400 milljarða króna
vantaði inn í hagkerfið. Þetta er
gríðarlegt fé og augljóst að ef þessi
staða hefði verið þekkt þegar samið
var hefðu samningar orðið með allt
öðrum hætti. Engar forsendur
hefðu verið fyrir launahækkunum,
umræðan hefði snúist um hvort
lækka ætti laun og þá hve mikið.
En framtíðin var ekki þekkt þáfrekar en nú. Það breytir því
ekki að þegar aðstæður hafa snúist
á haus er sjálfsagt að allir, þar með
taldir forystumenn í verkalýðs-
hreyfingunni, taki mið af því í um-
ræðum um kjaramál dagsins. Menn
komast ekki mikið nær því að hafa
vit eftirá, sem hlýtur að vera eftir-
sóknarvert.
Útfærsla á
eftiráspeki
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Verkfræðistofan Verkís mun sjá um óháða rýni á
hönnun og framkvæmdum vegna Fornebubanen,
stærsta neðanjarðarlestarverkefnis í Noregi í
seinni tíð. Verkefnið er mjög umfangsmikið og er
heildarkostnaður við það rúmlega 16 milljarðar
norskra króna, eða um 225 milljarðar íslenskra
króna. Frá þessu er greint á heimastofu verk-
fræðistofunnar.
Fram kemur að leiðin, sem liggur frá Major-
stuen til Fornebu, verður rúmlega átta kílómetra
löng. Byggðar verða sex lestarstöðvar neðanjarð-
ar sem verða hluti af leiðinni. Hægt verður að
flytja allt að átta þúsund manns á klukkustund, en
ferðatími er áætlaður 12 mínútur. Framkvæmdir
hefjast síðar á þessu ári og er áætlað að hægt verði
að taka lestina í notkun árið 2027.
Með nýju lestarkerfi neðanjarðar er íbúum á
svæðinu gefinn kostur á góðum og skilvirkum
samgöngum. Þá er hægt að draga úr bílaumferð á
vegum og þar af leiðandi mengun. Verkefnið þykir
mikilvægt fyrir framtíðarvöxt Óslóarsvæðisins.
Á næstu sex árum munu að jafnaði 8-10 starfs-
menn Verkís starfa við þetta verkefni.
Falið stórt verkefni í Noregi
Verkís annast óháða
rýni vegna Fornebubanen
Ljósmynd/verkis.is
Fornebulínan Byggðar verða sex nýjar neðan-
jarðarlestarstöðvar á átta km leið frá Majorstuen.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Eliza Reida forsetafrú er meðal ríf-
lega 26 þúsund Íslendinga sem kos-
ið hafa utan kjörfundar í ár. Er það
jafnframt umtalsvert meira en á
sama tíma í fyrra þegar um 20 þús-
und Íslendingar höfðu greitt at-
kvæði. Stærstur hluti atkvæða í ár
kemur frá kjósendum á höfuð-
borgarsvæðinu eða rétt ríflega 20
þúsund.
Forsetafrúin kaus utan kjör-
fundar í Smáralind í gærmorgun
þar sem henni var fylgt eftir af
fjölda ljósmyndara. Hún var í fylgd
sona sinna Sæþórs Peters og Don-
alds Gunnars. Ákvað hún að kjósa
utan kjörfundar til að minna á að
fólk mætti skila atkvæði sínu
snemma. Getur slíkt jafnframt ver-
ið hentugt fyrir einstaklinga sem
eru bundnir eða að heiman á kosn-
ingadeginum sjálfum. Þá verður
sömuleiðis mikið um að vera hjá
forsetafrúnni á laugardag þegar
kosningarnar fara fram.
Forsetafrúin kaus utan
kjörfundar í Smáralind
Morgunblaðið/Hallur Már
Forsetafrú Eliza Reid kaus utan kjörfundar í Smáralind í gær.