Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 32
Hinni árlegu hátíð HönnunarMars var frestað í vor vegna kórónuveirufaraldursins en mun hefjast á morgun, miðvikudag, og er þetta í tólfta skipti sem sí- vaxandi hönnunarhátíðin er haldin. Að þessu sinni verður boðið upp á um 80 sýningar og 100 viðburði sem að sögn skipuleggjenda teygja sig yfir allt höfuð- borgarsvæðið, frá Seltjarnarnesi, gegnum Hafnartorg, miðbæinn, Skeifuna, Kópavog, upp í Garðabæ, Hafnar- fjörð og Mosfellsbæ. Sjónum er beint að vöruhönnun, fatahönnun, arkitektúr, grafískri hönnun, gullsmíði, ný- sköpun, tækni, sjálfbærni, keramík, textíl og fleiru. HönnunarMars hefst á morgun með um 80 sýningum og 100 viðburðum ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 175. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen úr Fylki, sem er leik- maður 2. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta hjá Morgunblaðinu, segir að Árbæjarliðið ætli sér að láta verkin tala en það hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. „Ég er ekki að segja að við ætlum að vera litla músin sem læðist í toppbaráttunni eða neitt slíkt,“ segir Sólveig sem veit ekki enn þá hve mikið hún getur spilað með Fylkisliðinu í sumar vegna náms í Bandaríkj- unum. »27 Þær ætla að láta verkin tala ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stjórnendur Bílaklúbbs Austur- lands eru að undirbúa þriðju bíla- sýninguna á Reyðarfirði sunnudag- inn 28. júní, en þá verður árlegur hernámsdagur haldinn þar hátíðleg- ur. 100 ár eru frá því að Meyvant Sigurðsson frá Eiði á Seltjarnarnesi ók fyrstur manna yfir Fagradal milli Reyðar- fjarðar og Egils- staða og er verið að reyna að fá eins bíl til að aka í fararbroddi bílalestar sömu leið á hátíðinni. Hernámsdag- urinn á Reyðar- firði er haldinn síðasta sunnu- daginn í júní eða fyrsta sunnudag í júlí til að minnast landtöku breska hersins á Reyðar- firði 1. júlí 1940, fyrir 80 árum. Boð- ið er upp á ýmislegt sem tengist setuliðinu og er hugmyndin að bíla- sýning verði hluti dagskrárinnar í framtíðinni. Brautryðjendur fyrir austan Undanfarin tvö ár hefur Gísli Birgir Gíslason, formaður Bíla- klúbbsins og vélamaður hjá BM Vallá á Reyðarfirði, staðið fyrir bíla- sýningu í bænum með Bíladaga á Akureyri að fyrirmynd. „Við stofn- uðum þennan klúbb í fyrrahaust til að endurvekja bílamenninguna á svæðinu,“ segir hann. „Hér eru margir fornbílar og aðrir merkilegir og skemmtilegir bílar, en eigend- urnir hafa gjarnan verið með þá hver í sínu horni og við viljum ná þeim saman eins og gert hefur verið á Akureyri.“ Gísli stóð fyrir fyrstu bílasýning- unni fyrir tveimur árum en þótti of mikið að standa einn í atinu, fékk fleiri til liðs við sig og félagið var stofnað. „Framtakinu var vel tekið, menn voru tilbúnir að vinna að framgangi félagsins með það að leiðarljósi að koma saman og gera bílana sýnilega öðrum bílaáhuga- mönnum,“ segir hann. Meyvant Sigurðsson hafði tölu- verða reynslu sem bílstjóri þegar hann tók bílpróf vestur á Melum í Reykjavík 8. maí 1918 og fékk öku- skírteini nr. 68. Fyrsta mótorvagn sinn, Ford-T módel, tveggja gíra með skrásetninganúmerinu RE-16, keypti hann af Magnúsi Skaftfelds og ók á honum í prófið. Hann varð ökumaður að atvinnu og stofnaði meðal annars Vörubílastöð Mey- vants. Kaupfélag Héraðsbúa byrjaði að nota vörubíl 1919 og vorið eftir gerði Þorsteinn Jónsson, kaup- félagsstjóri á Reyðarfirði, samning við Meyvant þess efnis að hann tæki að sér aksturinn um sumarið. Hann ók með vörur til bæja á Austurlandi, þar sem akfært var, en vegirnir, sem voru gerðir fyrir hestakerrur, voru lagfærðir þetta sumar. Mey- vant var fyrstur til að aka ýmsa vegi fyrir austan, meðal annars frá Reyðarfirði til Egilsstaða. Hann var því brautryðjandi í orðsins fyllstu merkingu. Á fyrstu bílasýningunni á Reyðar- firði sumarið 2018 voru 50 tæki til sýnis og 70 bílar í fyrra. Gísli segist ekki vita fjöldann í ár en reikna megi með góðri þátttöku. Tækin verða til sýnis og að loknum akstri um þorpið verður ekið yfir Fagradal til Egilsstaða fyrir þá sem vilja. „Við erum að reyna að fá sams konar bíl og Meyvant ók til að fara fyrir bílalestinni,“ segir Gísli. Hann bætir við bíllinn sé í Bolungarvík og ekki sé búið að fjármagna flutning- inn á honum austur. Fyrstur yfir Fagradal Vörubíll Bíll Kaupfélags Héraðsbúa, sem Meyvant ók, var líkur þessum.  Akstur sömu leið og Meyvant frá Eiði ók fyrir 100 árum liður í bílasýningu Bílaklúbbs Austurlands á Reyðarfirði Ljósmynd/Ásgeir Metúsalemsson Úrval Fyrsta bílasýningin Reyðarfirði. Fremst er Chrysler 300 árgerð 1967. Meyvant Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.