Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2020 Um leið og ég hef þetta sársaukafulla er- indi langar mig til að leggja áherslu á að mér þykir að vissu leyti vænt um forseta okkar, Guðna Th. Jóhannesson. Það breytir þó ekki því að ég mun aldrei geta fyrirgefið honum nálg- un hans í einu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar fyrr og síðar, málinu sem kennt hefur verið við OP3. Að nokkrum öðrum stórum mistökum frátöldum hefur núver- andi forseti Íslands engu að síður staðið sig vel í að leggja sig í líma við að þjóna ólíkum hópum sam- félagsins. Það kom mér til dæmis á óvart hversu skjótt hann brást við bón minni um að koma á fund hans ásamt förunautum mínum til að vara við samþykkt OP3 og láta í ljós þungar áhyggjur okkar af stöðu lýð- ræðis og tjáningarfrelsis á Íslandi. Þá verð ég forsetanum ævinlega þakklátur fyrir höfðinglegar mót- tökur á Bessastöðum vegna Bessa- staðasunds. Framangreint orkar þó sem al- gjört aukaatriði þegar horft er til afstöðu forsetans til Orkupakka 3 og ekki síst framgöngu og rökstuðnings hans í því máli. Þannig varð Guðna Th. Jóhannes- syni að orði í einu við- tali nýverið að orku- pakkamálið hefði ekki verið vitund erfitt fyrir sig. Í þessum orðum felst bæði lítilsvirðing gagnvart öllum þeim (mögulega meirihluta kjósenda) sem vilja ekki samþykkja innleið- ingu orkupakkanna og viss embættishroki sem forseti Ís- lands ætti alla jafna að vera laus við. Í ljósi þess að æðstu embættis- menn þjóðarinnar hafa í alltof mörg- um tilvikum kosið að hlusta ekki á rödd þjóðarinnar í umdeildum mál- um, skiptir þessi afstaða forsetans meira máli en ella. Forsetinn er í raun síðasta hálmstrá þjóðarinnar til að láta rödd hennar heyrast, að minnsta kosti á meðan ekki hefur verið orðið við bón hennar um lýð- ræðislega stjórnarskrá. En hve oft höfum við kjósendur ekki verið sviknir af fulltrúum lýðræðisins vegna vanefndra kosningaloforða í krafti einræðistilburða í umdeildum málum? Vissulega er ekki löng hefð fyrir djörfum inngripum forseta í störf Alþingis. Vel ígrunduð og staðfest ákvörðun fyrrverandi forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að synja staðfestingu laganna um ríkisábyrgð vegna Icesave markaði þannig þáttaskil í störfum forsetans og skapaði visst fordæmi sem mögulega mætti teygja enn lengra ef því væri að skipta. En hvað sem líður afstöðu forseta Íslands til ým- issa mála hvílir á hans herðum sú skylda að færa skýr rök fyrir af- stöðu sinni í umdeildum málum. Besta dæmið um þetta var orku- pakkamálið sem kom á borð núver- andi forseta, Guðna Th. Jóhannes- sonar, síðastliðið sumar. Að afgreiða umdeilt mál og af slíkri stærðargráðu af léttúð, jafnvel þótt það njóti ríks meirihluta Al- þingis og lýsa því sem ekki erfiðu máli fyrir sig, getur ekki falið í sér mikla virðingu, hvorki gagnvart þeim gígantísku hagsmunum sem um er að ræða né hugsjónum al- mennings sem lét málið sig svo miklu varða. Að afgreiða mál sem var mörgum þúsundum Íslendinga hjartans mál sem ekki erfitt mál, mál sem varð næstum til að kljúfa stærstu stjórnmálahreyfingu Ís- lands – og það án þess að geta nema eins þriðja allra þeirra undirskrifta sem söfnuðust til að mótmæla inn- leiðingu 3ja Orkupakkans – er ekki bara skandall heldur ber vott um dulinn hroka æðsta embættismanns þjóðarinnar. Vissulega er það rétt haft eftir forsetanum að forseta- embættinu hafi aðeins borist 7.500 undirskriftir, en honum láist að minnast þess að áður hafði Orkan okkar fært Alþingi Íslendinga tæp- lega 17.000 undirskriftir og að enn síðar hafi átt sér stað þriðja söfn- unin. Vissulega hefðu mótmælendur þurft að sýna meiri samstöðu og djörfung gegn ofríki þingheims og vissulega hefði þjóðin ekki átt að kjósa fulltrúa sem ekki hlustar á hana. En forsetinn er sá eini sem nýtur þeirra forréttinda að þiggja umboð sitt beint og milliliðalaust frá þjóðinni. Á fundi mínum með sitj- andi forseta, Guðna Th. Jóhannes- syni, fann ég því miður ekki fyrir þeim skilningi sem ég átti von á þrátt fyrir ljúffengar veitingar og snör handtök. Að kalla hóp sem hef- ur djúpar áhyggjur af stöðu lýð- ræðisins og skertu tjáningarfrelsi (eins og birtist á vef forsetaembætt- isins): Áhugafólk um orkumál segir meir en mörg orð. Í skugga þess að margir óttuðust að missa æruna vegna afstöðunnar í orkupakkamálinu og vaxandi skoð- anaþöggunar hefði forsetinn átt að skynja hættuna sem steðjaði að tjáningarfrelsi hins almenna borg- ara og um leið lýðræðinu í landinu og grípa inn í með samtölum við fulltrúakjörna þingmenn í því skyni að brúa gjá þings og þjóðar. Þá hefði hann átt að koma fram fyrir alþjóð með sögulegu ávarpi og færa ítarleg rök fyrir ákvörðun sinni sem tekið væri eftir og hægt væri að vísa til síðar meir. Slík framganga hefði sómt þjóðhöfðingja. Ef til vill hefur Guðni Th. Jóhann- esson komið til móts við fleiri Ís- lendinga en nokkur forseti Íslands- sögunnar með ótöldum heimsóknum á hina ýmsu viðburði og alþýðlegri framkomu, hitt er annað mál að þjóðin þarf nú meir en nokkru sinni fyrr þjóðhöfðingja sem stendur vörð um sjálfstæði landsins og sem um- fram allt svarar kraumandi kalli þjóðar sem krefst í senn sann- gjarnrar uppskeru eigin auðlinda og tilskilinnar lotningar fyrir sínum lýðræðislega arfi. Dulinn hroki forseta Íslands? Eftir Benedikt S. Lafleur » Forsetinn er síðasta hálmstrá þjóðar- innar til að láta rödd hennar heyrast á meðan ekki hefur verið orðið við bón hennar um lýð- ræðislega stjórnarskrá. Benedikt S. Lafleur Höfundur er stuðningsfulltrúi. benediktlafleur@gmail.com Skylduaðild að líf- eyrissjóði hefur lengi verið lögbundin kvöð fyrir alla á vinnu- markaði sem mörgum finnst sjálfsögð for- sjárhyggja af hinu opinbera. Flestar breytingar á laga- umgjörð lífeyrissjóða síðari ár hafa að miklu leyti lotið að fjárfest- ingarheimildum þeirra, opinberu eftirliti með nýtingu þeirra heim- ilda og öðrum tæknilegum þáttum. Hins vegar, hefur lítil áhersla verið lögð á að auðvelda þátttöku hins almenna sjóðfélaga við ákvörðun og eftirlit með rekstri sjóðanna. Hvorki löggjafinn né stjórnir líf- eyrissjóðanna virðast hafa haft áhuga á því að sett séu í lög löngu tímabær úrræði sem gera sjóð- félögum raunverulega kleift að hafa áhrif á stjórnun sjóðanna og veita stjórnum og rekstraraðilum nauð- synlegt aðhald við meðferð þess lífeyris- fjár sem varslað er fyrir almenning. Enn er það fyrirkomulag til dæmis ríkjandi al- mennt að sjóðfélagar þurfa að mæta í eigin persónu eða senda umboðsmann sinn á ársfund sjóðs til að kjósa stjórn hans sem er bersýnilega úrelt og óframkvæmanlegt og raunar al- ger óþarfi nú á tímum. Á tímum Covid-19 er þetta fyrirkomulag bersýnilega óviðeigandi og ófram- kvæmanlegt. Gleggsta dæmið um fáránleika þessa fyrirkomulags er ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðins sem haldinn verður í Silfurbergi í Hörpunni 23. júní. Fundarsalurinn tekur í mesta lagi 600 manns. Í sjóðnum eru hins vegar um 60.000 félagsmenn og er því fyrirsjáanlegt að ekki geta fleiri en 1% af sjóð- félögum mætt á ársfundinn til þess að kjósa sér stjórn. Finnst alþing- ismönnum þetta vera í lagi? Eðli- legast væri að fyrirkomulag um rafrænar kosningar yrði sett í lög svo stjórnir yrðu lausar undan þeim freistnivanda að sporna gegn breytingum, eins og er í dæmi Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem meirihluti stjórnar er sérstakur hagsmunagæsluaðili fyrir um- sjónaraðila hans, Arion banka, sem lítur á sjóðinn sem hluta bankans. Á síðasta ársfundi sjóðins, sem var nokkur hitafundur, lagði stjórnin til að tekið yrði upp rafrænt kosn- ingafyrirkomulag sem var sam- þykkt. Því fyrirkomulagi hefur ekki verið hrint í framkvæmd og verður helst ráðið af því að meiri- hluta stjórnar hafi ekki þótt Covid-19-fárið vera nægjanlegt til- efni til að innleiða rafrænar kosn- ingar. Ef ekki núna hvenær þá, má spyrja! Það er augljóst að ef Frjálsi lífeyrissjóðurinn væri í raun frjáls í höndum sjóðfélaga sinna væri löngu búið að breyta þessu fyrirkomulagi. Nægir að horfa til Lífsverks lífeyrissjóðs sem tók upp rafrænt stjórnarkjör 2014. Þá skortir skýrar heimildir í lög- um fyrir sjóðfélaga til að fá upplýs- ingar sem varða einstakar fjárfest- ingar viðkomandi sjóðs. Undirritaður óskaði til dæmis eftir því við stjórn Frjálsa lífeyrissjóðs- ins og Arion banka að fá þau gögn sem lágu til grundvallar því að sjóðurinn elti bankann og fjárfesti um tólfhundruð milljónir króna í byggingu kísilverksmiðju hins eignarlausa United Silicon í kjölfar þess að fjárfestingin tapaðist. Því var hafnað á þeim forsendum að sjóðfélögum kæmu þær upplýs- ingar ekkert við og héraðsdómur tók undir það og úrskurðaði að sjóðfélagi hefði ekki lögvarða hags- muni að fá slíkar upplýsingar. Ef sjóðfélagi hefur ekki lögvarða hagsmuni af því að fá slíkar upp- lýsingar, hver þá? Að margra mati hafa alþing- ismenn verið með brækurnar a hælunum þegar kemur að rétt- indum sjóðfélaga í lífeyrissjóðum til að hafa raunveruleg áhrif á rekstur sjóðanna. Alþingismenn þurfa að hysja upp um sig bræk- urnar og sýna í verki að þeir láti sig varða hagsmuni almennra sjóð- félaga í lífeyrissjóðum landsins. Það eru jú ekki allir með ríkis- tryggð eftirlaun eins og alþingis- menn og aðrir ríkisstarfsmenn. Eftir Hróbjart Jónatansson »Eðlilegast væri að fyrirkomulag um rafrænar kosningar yrði sett í lög svo stjórnir yrðu lausar undan þeim freistnivanda að sporna gegn breytingum, eins og er í dæmi Frjálsa líf- eyrissjóðsins. Hróbjartur Jónatansson Höfundur er lögmaður og sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Upp með brækurnar alþingismenn! Handleiðsla er gagn- reynd forvörn gegn streitu og kulnun í starfi en einnig brýn- ingartæki fagmannsins til að þróa nýjar hug- myndir eða skerpa á vinnubrögðum. Til að koma í veg fyrir að vinnutengd streita valdi heilsutjóni hjá einstaklingum og kosti fyrirtæki, stofnanir og almanna- tryggingakerfið háar fjárhæðir bæði beint og óbeint er nauðsynlegt að huga enn betur að forvörnum en hingað til hefur verið gert. Hugað er að vinnuumhverfi starfsmanna á margvíslegan hátt. Stillanlegir skrif- borðsstólar og stillanleg borð eru hlutir sem margir þekkja og eru til þess hannaðir að létta álag við vinnu. Að skiptast á að koma með góðgæti með kaffinu eða fara af og til í hópefli eru einnig vel þekktar leiðir til að skapa jákvæða vinnu- staðarmenningu. Sveigjanlegur vinnu- tími og fjölskyldu- stefna eru einnig liðir í að bæta vinnuumhverfi og gera starfsmönnum auðveldara að sam- ræma vinnu og einkalíf. Þrátt fyrir ýmiss konar stuðning, bæði tækni- legan og sálfélagslegan, þá er það staðreynd að á hverju ári hverfur fólk af vinnumarkaði vegna streitu og kulnunar. Langvarandi streita hefur ekki bara starfstengd áhrif heldur einnig á einkalíf starfsmanna og almenna getu til að fást við lífið og tilveruna. Ingibjörg H. Jóns- dóttir hjá Streiturannsóknarstofnun Svíþjóðar hefur bent á að kynja- munur er ekki á hvort konur eða karlar upplifi streitu. Ef aðstæður á vinnustað eru ófullnægjandi þá breytir engu hvort það er karl eða kona í starfinu en svo virðist sem vinnuaðstæður kvennastétta (t.d. kennara, hjúkrunarfræðinga og fé- lagsráðgjafa) séu með þeim hætti að heilsu þeirra stafi ógn af og sjúkra- sjóðir óðum að tæmast. Nýlega fékk ég sjálfvirkan tölvu- póst frá póstkerfinu sem ég nota þar sem mér var bent á nýjan valmögu- leika til að skipuleggja vinnudaginn minn betur með því að taka frá allt að tveimur tímum á dag í „focus time“, þ.e. að taka frá tíma daglega til að einbeita mér að þeim málum sem eru mikilvægust hverju sinni. Í handleiðslu gerum við það sama, tökum frá tíma (allt frá vikulega upp í mánaðarlega) þar sem við ígrund- um og ræðum á faglegan hátt með sérfræðingi (sérmenntuðum hand- leiðara) um vinnuna, málin sem við erum að fást við, samskipti og hvernig okkur líður í vinnunni. Rannsóknir á handleiðslu sýna að hún eykur starfsánægju, stöðuleika í starfsmannahaldi, skipulögð vinnu- brögð, ábyrgðarkennd, árangur í starfi og tryggð við vinnustað, að unnið sé eftir gildum og mark- miðum. Rannsóknir sýna einnig að ígrundunarþátturinn ásamt sjálfu handleiðslusambandinu eru vernd- andi þættir en handleiðsla leiðir einnig til betri árangursmælinga og hæfni starfsmanna, aukinnar ánægju í þjónustukönnunum, færri kvartana og valdeflingar bæði til handleiðsluþega og þeirra sem hann þjónustar. Nokkrar tegundir eru til af handleiðslu (s.s. einstaklings- handleiðsla, hóphandleiðsla, teymis- handleiðsla, stjórnunarhandleiðsla, fjarhandleiðsla o.fl.) og þarf að meta hverju sinni hvaða tegund hentar best. Matið þarf að byggjast á fag- legum forsendum en ekki efnahags- legum eða skorti á tíma. Handleiðsla ætti að vera jafn sjálfsögð sem verndandi þáttur á sviði félagslegrar vinnuverndar og til að tryggja gæði þjónustu og góð- ur skrifboðsstóll eða stillanleg skrif- borð eru til að tryggja rétta líkams- beitingu í vinnunni. Vika handleiðslunnar er haldin hátíðleg hér á Íslandi 22.-26. júní og áherslan í ár er á skilaboð til al- mennings og að nýta rafræna miðlun vegna takmarkana á samkomum. Nýtt efni verður birt daglega á heimasíðu félagsins (handleidsla.is) sem og á Facebook-síðunni Handís. Að lokum óska ég Handleiðslu- félagi Íslands til hamingju með 20 ára afmælið 23. júní og vonast til að sjá sem flesta sem láta félagslega vinnuvernd sig varða á ráðstefnu fé- lagsins sem frestað hefur verið fram í maí árið 2021 sökum alheimsfarald- urs. Handleiðsla er sjálfsagður hlutur í nútíma starfsumhverfi Eftir Sveindísi Önnu Jóhanns- dóttur »Rannsóknir á hand- leiðslu sýna að hún eykur starfsánægju, stöðuleika í starfs- mannahaldi, skipulögð vinnubrögð, ábyrgð- arkennd, árangur í starfi og tryggð við vinnustað, að unnið sé eftir gildum og markmiðum.Sveindís Anna Jóhannsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og handleiðari. sveindis@felagsradgjafinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.