Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 45

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 45
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 45 Ragnar minnir á að mikið sé í húfi fyrir framleiðendur en í tilviki norska laxeldisfyrirtækisins þýddi listeríu- vandinn að félagið fékk að jafnaði tveimur norskum krónum lægra verð fyrir hvert kíló af laxi. „Markaðurinn hafði áttað sig á að ekki væri hægt að stóla á gæði framleiðslunnar og endurspeglaðist það í því verði sem fyrirtækið fékk. Á ársgrundvelli fór þessi seljandi á mis við u.þ.b. 40 til 60 milljónir norskra króna en búnaður D-Tech kostaði aðeins brot af þeirri upphæð,“ útskýrir Ragnar. „Þá er eftir að nefna fjölmörg tilvik þar sem alvarleg örverusmit hafa riðið mat- vælafyrirtækjum að fullu. Orðsporið er eitt það verðmætasta sem mat- vælaframleiðendur eiga.“ Til viðbótar þýðir enn betri sótt- hreinsun að hillulíf matvæla verður lengra. „Í rækjuframleiðslu höfum við séð að talning á örverum á laus- frystri rækju fór úr 2.700 á gramm niður fyrir 400 á gramm, sem jafn- gildir því að varan getur verið einn til tvo daga til viðbótar í kæli verslunar áður en gæði hennar byrja að rýrna.“ Nýjasta viðbótin við vöruframboð D-Tech er að bjóða þokulausnina á leigu til stærri matvælaframleiðenda. „Þá er búnaðurinn, uppsetning hans og allur sótthreinsir innifalinn í mán- aðargjaldi, auk reglulegra eftirlits- heimsókna sérfræðinga D-Tech,“ segir Ragnar. Sótthreinsunarþokan er svo þétt að á meðan hreinsun stendur yfir er skyggni lítið. Þessi aðferð notar mun minna af vatni og hreinsiefnum en hefðbundin þrif og kemst þokan í snertingu við alla yfirborðsfleti. Kveikt er á þokukerfi D-Tech eftir venjuleg þrif og því búið að spúla og skrúbba burt stærri agnir. Ragnar segir ekki þurfa að loftþétta rýmið sem þokan fyllir en æskilegt að lítil sem engin hreyfing sé á loftinu þar inni á meðan sótthreinsun stendur yfir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.