Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 41

Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 41
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 41 skeiðið og svo í lokin stóð hann upp og vildi fá að tjá sig. Ég leyfði hon- um það og þá sagði hann: Ég er bú- inn að sjá í hvaða villuvef ég hef ver- ið, því ég hef alltaf sagt að ég hafi ekkert að læra en ég vissi lítið sem ekki neitt,“ rifjar hann upp. „Þetta hefur alltaf verið í mínum huga einn af þessum eftirminnilegu vendi- punktum fyrir þessa menn sem þráuðust við og sáu loks ljósið sem lýsti fyrir þá veginn fram á við.“ Hann telur stjórnvöld hafa gegnt mikilvægu hlutverki í að tryggja ör- yggisfræðslu fyrir sjómenn þar sem þau hafa með lögum og reglugerðum fest hana í sessi. Jafnframt bendir hann á þann feng að Slysavarna- félaginu hafi verið gefin tvö skóla- skip. „Þetta er framlag til öryggis- fræðslu og við fáum styrk frá ríkinu sem er niðurgreiðsla svo að nám- skeiðin geta verið ódýrari fyrir sjó- menn. Stjórnvöld eiga því mjög mik- inn þátt í að efla öryggi sjómanna. Síðan tóku stjórnvöld þau skref að setja á endurmenntunarkröfu í ör- yggisfræðslu fyrir sjómenn og 2003 tók hún gildi. Þá voru engar aðrar þjóðir komnar svo langt. Við vorum á undan öðrum þjóðum að gera kröfu um endurmenntun á fimm ára fresti. Það tók smá tíma að koma mönnum í þá rútínu en nú rúllar þetta í gegn. Menn koma hérna á fimm ára fresti og engin undantekn- ing á því.“ Hann segir samt að ein- hverjir kunni að vera á sjó nokkra daga umfram útgefinn frest vegna aðstæðna en lögskráningarkerfi sem starfrækt er komi í veg fyrir að hægt sé að vera á sjó til að komast hjá námskeiðum. Þrýstingur í samfélaginu Spurður hvort þessi þrjóska og feimni við öryggismálin sé horfin svarar Hilmar því játandi. „Maður heyrir ekkert lengur neitt svoleiðis. Það sem meira er sé ég að þegar birtar eru myndir á þessum sam- félagsmiðlum, eins og Facebook og Twitter, af einhverjum sem er að gera eitthvað sem er ekki alveg í lagi hvað varðar öryggið eru menn alveg strax farnir að benda á það. Þetta segir mér að menn eru miklu meira vakandi yfir þessu. Hér áður fyrr sá ég stundum á samfélagsmiðlum spurt: Hvað haldið þið að Hilmar segi við þessu?“ segir hann og skellir upp úr. „Maður var orðinn hálfgerð grýla, en núna spyrja menn hvers vegna viðkomandi er ekki með hjálm, af hverju ekki í skóm, af hverju ekki svona eða hinsegin. Ef það er ekki í lagi með öryggismálin á einhverri mynd fá þeir athugasemd- ir, það er þessi hugarfarsbreyting sem hefur orðið og sannarlega aukið öryggi hjá okkar mönnum.“ Enn mörg slys Þrátt fyrir að dauðsföllum á sjó hafi fækkað gífurlega á undanförnum ár- um verður talsverður fjöldi skráðra slysa á hverju ári. „Eitt er skráð slys og hitt hverjar afleiðingarnar eru. Við höfum alltaf hvatt til þess að menn tilkynni óhöpp og slys sem þeir verða fyrir vegna þess að af því drögum við ákveðinn lærdóm. Við lærum forvarnir af því hverju aðrir hafa hafa lent í. Það er ekki þar með sagt að öll þessi slys á sjó séu bóta- skyld eða alvarleg. Auðvitað er hvert einasta skys alvarlegt, það er ekki spurning. En ég hef verið í rann- sóknanefnd samgönguslysa frá árinu 1995 og þar hef ég séð alveg gríðarlega breytingu á eðli slysanna og afleiðingum þeirra. Hér áður fyrr sáum við miklu meira af því að sjó- menn yrðu öryrkjar í kjölfar slysa, menn misstu limi og þess háttar. Þetta sér maður varla í dag. Hins vegar höfum við tekið eftir því að það sem hefur verið að gerast og aukist dálítið hjá okkur í rann- sóknum á sjóslysum er að menn sigla á land af því að þeir sofna. Þeir eru orðnir þreyttir og halda sér ekki vakandi og enda uppi í fjöru, sem er háalvarlegt mál.“ Hann er spurður hvað sé til ráða í þessum efnum, enda sé það ljóst að ekki er fýsilegt að ná hvíld á sjó. „Fólk þarf sannarlega að huga að því þegar lagt er á sjóinn að það gengur ekki að hafa verið vakandi í 10 til 15 tíma og skella sér svo á sjó- inn í aðra 14. Ef það er bara einn maður á, þá er ekkert til skiptanna að fara að sofa eða hvíla sig. Það þarf alltaf að vera einhver sem fylgist með siglingu skipsins,“ segir Hilmar og bendir á að þótt það séu tveir eða fleiri um borð verði allir sem koma að siglingu skips að hafa tilskilin réttindi og því takmarkast möguleiki til þess að skiptast á til að ná hvíld á meðan siglt er. „Þá eru 14 tímarnir nokkuð langur tími. Þú mátt hvorki fljúga flugvél né keyra vörubíl í þennan tíma einn. Þetta er langur tími án hvíldar.“ Í desember síðastliðnum var sam- þykkt á Alþingi frumvarp um að minnka mönnunarkröfur um borð í bátum sem voru yfir 12,5 metrar og voru mörk mönnunarkröfunnar færð upp í 15 metra. Spurður hvort hann telji þessa þróun til þess fallna að draga úr öryggi líkt og sumir hafa haldið fram svarar Hilmar: „Ég ætla bara að benda á að við erum að fá báta upp á land vegna þess að menn eru sofandi við stjórnvölinn. Ef menn ætla að fækka um borð í skip- unum meira en orðið er mun það ástand ekki lagast. Við verðum alltaf að hugsa málið út frá öryggissjón- armiðum og öryggissjónarmiðið hlýtur að vera að menn séu vakandi um borð í skipunum á meðan þeim er siglt. Ef við ætlum að standa vörð um vinnu- og hvíldartímaákvæði sem eru í gildi getum við ekki gert það nema lög og reglur styðji það. Þess vegna þurfum við að huga að því hversu langt við ætlum að fara í því að fækka mönnum um borð, bæði réttindamönnum og öðrum skipverj- um.“ Ekki hættur Hilmar segir öryggismálin aldrei átaksverkefni þar sem um er að ræða viðvarandi verkefni. „Átaks- verkefnum lýkur þegar ákveðnum áfanga er náð en okkar áfanga hjá Slysavarnaskólanum lýkur aldrei. Eins og ég segi þá hef ég aldrei út- skrifað nemanda í þessi 29 ár sem ég er búinn að vera hér, því það er ekki hægt að útskrifast úr öryggismálum. Við verðum alltaf að vera að. […] Við megum ekki gleyma okkur í unnum sigrum. Þótt við höfum náð góðum árangri í banaslysum á sjó megum við ekki hvika frá því að halda uppi öflugu starfi. Það þarf svo lítið til að breyting verði á.“ Það eru spennandi tímar um þess- ar mundir hjá skólanum, að sögn skólastjórans. „Við erum að vinna með slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins að því að koma upp nýju æf- ingasvæði til slökkvistarfa fyrir sjó- menn og slökkviliðið. Þar erum við að fara í umhverfisvænan æfinga- búnað, byggja æfingahús og nota gas til íkveikju. Þetta er gríðarstórt verkefni.“ Auk þess er unnið að því að koma upp hermi eða samlíki sem á að nota til að þjálfunar í siglingu báta og björgunarfara við mismun- andi aðstæður, en herminn fær skól- inn að gjöf í gegnum Tækniskólann. Hilmar kveðst binda miklar vonir við tækið sem hann segir geta skilað mikilli þekkingu til þeirra sem munu nota það. Þá segir hann það draum að fá nýtt skólaskip. „Það er nú ferja sem er að losna fljótlega sem heitir Herj- ólfur, hann gæti hentað vel fyrir okkar starfsemi í stað Sæbjargar, sem var smíðuð 1974. Hún er orðin nokkuð gömul.“ Spurður hvort það sé þrjóska eða ástríða sem hafi haldið honum í starfi við skólann í 29 ár svarar Hilmar að það sé tvímælalaust ástríða. „Fyrir mér er þetta lífsstíll og ég hlakka til hvers einasta dags sem ég mæti í vinnuna. Auðvitað verð ég ekki endalaust í starfi, það er alveg ljóst, en þetta er svo gefandi starf. Þess vegna er ég ekki hættur,“ segir hann og hlær. Ljósmynd/Slysavarnaskóli sjómanna Sæbjörg er skólaskip Slysavarnaskólans. Skólastjórinn bindur vonir við að hægt verði að fá nýtt skólaskip og nefnir meðal annars gamla Herjólf sem einn möguleika. Ljósmynd/Slysavarnaskóli sjómanna Unnið er að því að koma upp nýju æfingasvæði fyrir slökkvistörf. Ljósmynd/Slysavarnaskóli sjómanna Slysavarnaskóli sjómanna er 35 ára á þessu ári og hefur gríðarlegur fjöldi sjómanna sótt skólann. lokið Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.