Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
T
ilkynnt var 24. apríl að skipu-
lagðri dagskrá á sjó-
mannadaginn í Reykjavík og
Hátíð hafsins hefði verið af-
lýst vegna aðstæðna í samfélaginu
sem sköpuðust vegna faraldursins.
Er þetta í fyrsta sinn í áttatíu og tvö
ár sem allri hátíðardagskrá er aflýst í
Reykjavík, en sjómannadagurinn var
fyrst haldinn 1938.
Hálfdan Henrýsson, formaður Sjó-
mannadagsráðs, segir um erfiða
ákvörðun að ræða. „Þetta var leiðin-
legt. Við höfðum samband við al-
mannavarnir og okkur var ráðlagt
þetta. Já, þetta var erfitt.“ Hann
minnir á að þó svo að skemmt-
anahaldi hafi verið aflýst verði sjó-
mannadagurinn í Reykjavík nýttur til
að minnast látinna sjómanna eins og
venja er. „Sem betur fer verður sjó-
mannamessa í Dómkirkjunni, henni
verður útvarpað og hún verður með
hefðbundnum hætti að mestu leyti.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar
lesa úr ritningunni og biskup flytur
þar ræðu. Það hefur alltaf verið
skrúðganga frá safnaðarheimilinu að
Dómkirkjunni, en hún fellur niður.“
Þá verður ekki formleg athöfn við
minningaröldu sjómanna í Fossvogs-
kirkjugarði. „Okkur finnst voðalega
erfitt að gera þetta,“ segir Hálfdan,
sem minnir þó á að fólki sé frjálst að
mæta þangað á sunnudagsmorgni
þrátt fyrir að ekki sé skipulögð dag-
skrá. Hann segir að þrátt fyrir að
skipulag hafi riðlast sé auðvitað hægt
að halda daginn hátíðlegan með vin-
um og fjölskyldu. „Við beinum því til
fólks að það geri það og það getur far-
ið niður á höfn. Þar verða ekki hátíð-
arhöld, en þar verður flaggað og
skreytt eins og við getum gert.“
Einnig verður sjómannadagsblað
Sjómannadagsráðs gefið út.
Enn mikið um slysfarir
Sjómannadagurinn hefur verið nýtt-
ur til þess að minnast látinna sjó-
manna og segir Hálfdan að það sé
fagnaðarefni að andlátum á sjó hafi
fækkað mikið á undanförnum árum.
„Það er einn sem hefur látið lífið á
þessu ári, sjómaðurinn í Vopnafirði.
Við reiknum frá sjómannadegi frá
sjómannadags. Sem betur fer hefur
þetta gjörbreyst með tilkomu slysa-
varnaskóla sjómanna, betri skipa-
kosti og veiðistjórnun sem á mikinn
þátt í því, það er alveg áreiðanlegt að
menn sækja sjóinn allt öðruvísi en
gert var hér áður fyrr.“
Mikilvægt er að styðja við árang-
urinn á sviði öryggi sjómanna, að
sögn hans. „Ég vona að það verði
ekki slegið slöku við í því og heldur
bætt í. Því miður er enn talsvert um
slysfarir á sjó þótt það séu ekki allt
dauðsföll.“
Sýnt skilning
Spurður hvort hann hafi orðið var við
óánægju eða að fólki hafi fundist leitt
að þurfa að sleppa hátíðarhöldum
segir formaðurinn svo ekki vera. „Ég
hef ekki heyrt neinn taka þessu illa.
Þetta er ástand sem við höfum ekki
ráðið við. Það skilja þetta allir og við
erum bara undir sömu sök seldir og
aðrir varðandi hátíðarhöld. Niðri á
höfn hafa um 20 til 40 þúsund manns
komið saman og það væri þvert á all-
ar reglur.
En svo er verið að rýmka þetta í
Dómkirkjunni. Við ræddum við fólkið
þar, sem ætlaði að stýra kirkjuhald-
inu svo að reglum yrði fylgt, en nú
kann að verða breyting þar á.“
Í ljós þess að hátíðarhöld falla nið-
ur á þessu ári finnst blaðamanni
ástæða til þess að spyrja Hálfdan
hvort ekki verði boðið til heljarinnar
veislu á næsta ári. „Jú, við hljótum að
reyna að bæta í,“ segir hann og hlær.
„Ég býst alveg við því og þá verður
engin veira, vonum við. Við stefnum
auðvitað á að ekki verði slegið slöku
við.“
Á hverju ári er boðið í kaffi á
Hrafnistu og hvetur Hálfdan fólk til
að koma og hitta ættingja sína en þó í
samræmi við þær reglur sem í gildi
eru.
Erfið ákvörðun að aflýsa hátíðarhöldum
Það er óhætt að segja
að kórónuveirufarald-
urinn muni setja svip
sinn á sjómannadaginn,
að minnsta kosti í
Reykjavík.
Morgunblaðið/Hari
Fjölmenni hefur mætt á hátíð hafsins í Reykjavík sem haldin hefur verið samhliða sjómannadeginum.
Sjómannadagsráð var stofnað
25. nóvember 1937. Það sinnir í
dag velferðarmálum sjómanna og
er jafnframt leiðandi aðili í öldr-
unarþjónustu á landinu. Ásamt
dótturfélögum sínum; Hrafnistu,
Naustavör, Happdrætti DAS og
Laugarásbíói, veitir Sjó-
mannadagsráð á annað þúsund
manns í fimm sveitarfélögum
daglega öldrunarþjónustu. Frá
stofnun Sjómannadagsráðs til
dagsins í dag hafa 1.328 sjómenn
farist við störf sín og er sjó-
mannadagurinn meðal annars til-
einkaður minningu þeirra.
Sjómannadagsráð
höfuðborgarsvæðisins hefur allt
frá árinu 1938 staðið að skipu-
lagðri dagskrá á sjómannadaginn
með minningarathöfn um drukkn-
aða sjómenn, skrúðgöngu að
Dómkirkjunni, þar sem árleg sjó-
mannamessa fer fram auk heiðr-
unar sjómanna. Aldrei fyrr í sögu
Sjómannadagsráðs hafa þessir
viðburðir fallið niður.
Áralöng
hefð
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Hálfdan Henrýsson, formaður Sjómannadagsráðs, vonar að fólk haldi daginn hátíðlegan þótt engin skipulögð dagskrá sé að þessu sinni.
Morgunblaðið/Hari
Eins og fram hefur komið hefur skipulögð
dagskrá hátíðarhalda aldrei verið blásin af
með sama hætti og nú í sögu sjómannadags-
ins. Það hefur þó gerst í sögu dagsins að
heimsviðburðir samtímans hafi sett svip sinn
á hátíðarhöldin.
Þann 2. júní árið 1940 átti að halda sjó-
mannadaginn í Reykjavík í þriðja sinn, en
þrátt fyrir að hátíðarhöld væru samkvæmt
dagskrá voru fáir togarasjómenn í landi á
þessum tíma. Tæpum mánuði fyrr, 10. maí,
hafði seinni heimsstyrjöldin borist til Íslands
með hernámi Breta en aðstæður í heiminum
voru strembnar og var mikilvægt að togarar
og verslunarskip héldu áfram að sækja sjó-
inn til þess að sjá landinu fyrir nauðsynjum.
Talið er að 159 til 229 Íslendingar hafi lát-
ist á stríðsárunum af orsökum sem tengja
má stríðinu. Af þeim 159 dauðsföllum sem
vitað er að komu til vegna hernaðaraðgerða
eru 110 sem má rekja til árása kafbáta á ís-
lensk skip eða skip sem voru í þjónustu ís-
lenskra fyrirtækja.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 2. júní
1940 segir: Þegar sjómennirnir völdu sinn
hátíðisdag, varð fyrsti sunnudagur í júní-
mánuði fyrir valinu. Þessi dagur var valinn
með tilliti til þess, að þá væru flest fiskiskip í
höfn. Vetrarvertíð var liðin, en síldveiði ekki
byrjuð. Hefir verið svo þá tvo Sjómanna-
daga, sem hér hafa verið haldnir, að nálega
allur togaraflotinn hefir legið í höfn. Þeir og
áhafnir þeirra settu svip sinn á Sjó-
mannadaginn.
Nú verða fáir eða engir togarar í höfn á
Sjómannadaginn. Verður þess vegna allt
annar blær yfir hátíðarhöldum í dag en áður.
Togararnir eru ýmist á veiðum eða í förum
milli landa. Sjómennirnir eru að gegna
skyldustörfum í þágu lands og þjóðar.
En þótt blærinn verði annar yfir Sjó-
mannadeginum í dag en undanfarið, mun
dagurinn verða óskiftur hátíðisdagur allra
bæjarbúa. Vitundin um það, að margir sjó-
menn eru nú fjarverandi vegna skyldustarf-
anna, ætti ekki að verða til þess að draga úr
þátttöku almennings í hátíðahöldunum. Við
vitum öll, hver þessi skyldustörf eru. Við vit-
um, að það eru íslensku sjómennirnir, sem
hafa lagt líf sitt í hættu undanfarna mánuði,
eftir að hinn ægilegi hildarleikur braust út.
Íslenska þjóðin væri illa á vegi stödd nú, ef
enginn sjómaður hefði fengist til að fara um
borð í skipin, sem hafa siglt um hættusvæðin
og fært þjóðinni lífsbjörg. Þetta er skyldu-
starf sjómannsins í dag. Öll íslenska þjóðin
þakkar í dag hinni dugmiklu sjómannastétt
fyrir hennar starf, og forsjóninni fyrir það,
hversu vel og giftusamlega hefir tekist.
[…]
Öll þjóðin sameinast í dag í þakklæti, virð-
ingu og lotningu til sjómanna.
Heimsstyrjöldin setti svip á sjómannadaginn