Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 54

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is E fnið er fjölbreytt og þegar allt er lagt saman er í blöðunum að finna mikinn fróðleik um sjávarútveg og mannlíf hér á Snæfellsnesi,“ segir Pétur S. Jó- hannsson í Ólafsvík. Út er komið Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2020 og er þetta 28. árangur þess. Pétur stendur að útgáfunni, en blað- ið kom fyrst út árið 1987. Hið næsta kom 1991 og síðan hefur verið óslit- inn þráður í útgáfunni allt frá 1995. Útgáfan skiptir máli „Já, mér finnst alltaf jafn áhugavert að gefa út þetta blað, enda tel ég það skipta máli. Þetta er skemmtilegt verkefni,“ segir Pétur sem hefur átt sæti í sjómannadagsráði í Snæ- fellsbæ í rétt 40 ár. Sama tíma hafa með Pétri setið í ráðinu þeir Jónas Gunnarsson og Björn Erlingur Jónsson, báðir útgerðarmenn í Ólafsvík. Nýir menn við borðið nú eru Illugi Jónasson og Jens Brynj- ólfsson. Hlutverk ráðsins er meðal annars að sjá um framkvæmd sjó- mannadagsins í Snæfellsbæ, en þar eru alltaf hátíðarhöld fyrstu helgina í júní ár hvert. Í sjómannadagsblaðinu nú er hug- vekja eftir fyrrverandi sóknarprest Ólafsvíkinga, sr. Óskar Hafstein Óskarsson, sem nú þjónar í Hruna í uppsveitum Árnessýslu. Þá eru í blaðinu greinar eftir systkinin Berg- lindi og Lárus Sigurð Ásgeirsbörn, sem uppalin eru fædd í Ólafsvík og hafa svo látið að sér kveða í þýðing- armiklum störfum. Berglind hefur undanfarin ár verið sendiherra Ís- lands í Moskvu og Lárus stjórnar stærsta rækjueldi í heimi sem er í Sádi-Arabíu, en þau eru bæði fædd í Ólafsvík, börn Ásgeirs Jóhannes- sonar og Sæunnar Sveinsdóttur. Haraldur Yngvason úr Snæfellsbæ er sjómaður á fiskibát í Hammerfest í Noregi. Hann er tekinn tali og seg- ir meðal annars frá útgerð togarans Ottars Birtings sem hann átti hlut í ásamt fleirum. Körfuboltaþjálfarinn sem varð skipstjóri Af öðru efni í blaðinu má nefna viðtal við Bárð Eyþórsson, fv. körfubolta- mann, sem segir frá því í viðtali hvað varð til þess að hann er orðinn skip- stjóri á einum nýjasta og glæsileg- asta skuttogara landsins, Drangey SK frá Sauðárkróki. Baldur Ágúst Sigþórsson, yfirstýrimaður á Helga- felli, segir frá sínu starfi. Þá er rætt við framkvæmdastjórana Kristínu Vigfúsdóttur í Ólafsvík og Guðmund Smára Guðmundsson í Grundarfirði, en sá síðarnefndi er í starfi hjá G. Run sem starfrækir eina fullkomn- ustu fiskvinnslustöð landsins. Þá segir sagnamaðurinn Hjörtur Valdimarsson frá Skjaldartröð á Hellnum sögur frá æsku sinni þar suður frá. Einnig frá skemmtilegum kynnum sínum við Ólafsvíkinga en hann réð sig á bát í Ólafsvík 1952. Einnig er sagt í máli og myndum frá komu fjögurra glæsilegra skipa til Snæfellsness á síðastliðnu ári, en til- koma þeirra breytir miklu fyrir út- gerðina á svæðinu og færir til nýrrar framtíðar. Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2020 er 88 síður og verður til sölu á Reykjavíkursvæðinu í versluninni Gleraugna Pétri, Garðatorgi 4a í Garðabæ og einnig á Bókakaffi, Norðurbakka 1 í Hafnarfirði. Fjölbreytni og fróðleikur í blaðinu Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar í 28. sinn. Hugvekja, viðtöl og greinar víða úr heim- inum. Pétur hefur setið í sjómannadagsráði í rétt fjörutíu ár. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útgerðin í byggðunum á utanverðu Snæfellsnesi er öflug og af því leiðir að til verða ýmis frásagnaefni og sögur sem skráðar eru og margar hafa einmitt birst í sjómannadagsblaðinu sem svo margir bíða eftir og lesa. Myndin er tekin í Ólafsvík. Pétur Steinar Jóhannsson með blaðið sem var að koma úr prentsmiðju. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is S taðan er ágæt núna en mikl- ar bilanir hafa verið í bátn- um að undanförnu,“ segir Rakel Jóhannsdóttir, sem gerir út Boggu ST-055 frá Hólma- vík. Hún kveðst stefna á að færa sig yfir á Norðurfjörð um miðjan júlí. Rakel segir veiðarnar ekki hafa staðið undir kostnaði undanfarin þrjú ár. „Fyrst fór kælirinn og svo fór vélin. Þetta er búið að vera tals- vert basl,“ útskýrir hún en kveðst hvergi hætt enda nýtur hún sjó- mennskunnar. „Þetta er svo hreinsandi fyrir hugann að fara út á sjó og gott fyr- ir líkamann. Þetta er skemmtilegt, mér finnst það,“ svarar Rakel spurð hvað fái hana á strandveiðarnar. Hún kveðst stunda strandveiðar af áhugamennsku þar sem hún starfar alla jafna í bókhaldi. „Ég hef alist upp við sjóinn og mér hefur alltaf þótt þetta freistandi. Þetta er ekk- ert mál ef þú ert líkamlega hraust- ur.“ Fínt ef vélin heldur Hún hvetur fleiri til þess að láta reyna á strandveiðar og segist ekki vita hvers vegna ekki séu fleiri kon- ur meðal strandveiðimanna. „Ætli það sé ekki bara að þeim hafi ekki dottið þetta í hug, það er ekkert vesen á þessu þannig. Fólk er stundum hissa á því að maður sé í þessu og þegar maður kemur nýr tekur maður eftir því að það sé að- eins verið að fylgjast með manni. Og ég er kannski ekki alveg sú fær- asta að snúa bátnum á mjög litlum bletti eða þess háttar,“ segir hún og hlær. „Ég hef keyrt á bryggjuna og bakkað upp í kantinn og ýmislegt svoleiðis, en ég hafði þetta af.“ Rakel segir tvímælalaust gaman að taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur og læra nýja hluti. Þá sé strandveiðikerfið tækifæri fyrir fólk að láta á sjósókn reyna og athuga hvort þetta sé eitthvað sem höfðar til þess. Þrátt fyrir almennt að vera ánægð með kerfið finnst henni tak- markanir á hvaða vikudögum megi veiða vera einkennilegar. „Það er heldur hallærislegt að það megi ekki fara út á sunnudegi ef viðrar betur á mánudegi eða þriðjudegi.“ Spurð hvort hún búist við góðu veðurfari í sumar, segir Rakel svo vera. „Þetta verður bara fínt ef vél- in heldur,“ svarar hún og hlær. Hvergi hætt þrátt fyrir basl Margt getur strítt strandveiðisjómönnum um þessar mundir enda skiptir öllu að allt sé eins og á að vera hvað bát og áhöld varðar. Rakel Jóhannsdóttir gerir út Boggu frá Hólmavík. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is K ristján Þór Júlíusson, sjáv- arútvegs- og landbún- aðarráðherra, hefur stað- fest tillögu Hafrannsókna- stofnunar að nýju áhættumati vegna mögulegrar erfða- blöndunar frá laxeldi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnar- ráðsins. Þar segir að „áhættumat erfðablöndunar er samkvæmt lögum um fiskeldi skilgreint sem mat á því magni frjórra eldislaxa sem strjúka úr eldi í sjó og vænta má að komi í ár þar sem villta laxastofna er að finna og metið er að erfðablöndun eldislax við villta nytjastofna, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða, verði það mikil að tíðni arfgerða villtra stofna breyt- ist og valdi versnandi hæfni stofn- gerða þeirra“. Ný aðferð Hið nýja áhættumat gerir ráð fyrir því að ala megi 106.500 tonn af laxi í sjó mælt í hámarkslífmassa og felur það í sér 20 prósent aukningu á heim- ilu eldi frjórra laxa. Er þetta í sam- ræmi við ráðleggingar Hafrann- sóknastofnunar sem kynntar voru í mars, en ráðleggingarnar byggðust á nýrri aðferð við gerð áhættumats auk þess sem nú sé miðað við heildar- lífmassa en ekki framleiðslumagn. Fyrri áhættumat gerði ráð fyrir að hámarksframleiðslumagn yrði 71 þúsund tonn, yrði fyrra mat upp- reiknað með nýju aðferðinni myndi það gera ráð fyrir að hámarks- lífmassi í sjó yrði 88,75 þúsund tonn en það er það sem þarf til þess að hægt sé að framleiða 71 þúsund tonn. Fram kemur í tilkynningunni að hámarkseldismagn á frjóum laxi verði 64.500 tonn á Vestfjörðum og 42.000 tonn á Austfjörðum. „Á Vest- fjörðum er stærsta breytingin sú að við endurskoðað mat verður leyfilegt að ala 12.000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Jafnframt verður leyfilegt að ala 2.500 tonn í Önundarfirði. Sam- kvæmt hinu staðfesta áhættumati verður eldi ekki stundað nær veiðiám í botni Ísafjarðardjúps en sem nemur línu frá Ögurnesi að Æðey og Hólmasundi. Ef notuð eru 400 gramma seiði má auka hámarks- lífmassa í Ísafjarðardjúpi í 14.000 tonn. Á Austfjörðum verður aukning á hámarkseldi um 60 prósent og kemur sú aukning fram í Fáskrúðs- firði, Reyðarfirði og Seyðisfirði. Í Fá- skrúðsfirði og Reyðarfirði er lagt til að hámarkslífmassi geti orðið 14.000 og 18.000 tonn ef 400 gramma seiði eru sett út í kvíar.“ Morgunblaðið/Eggert Staðfestir nýtt áhættu- mat erfðablöndunar Kristján Þór Júlíusson landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.