Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 27 vinna. Að gera umhverfisvænni ker er hæg- ara sagt en gert og þarf að finna rétta jafn- vægið á milli þess annars vegar að kerin þjóni hlutverki sínu vel, séu sterkbyggð og hafi góða hitaeinangrun, og hins vegar að þau séu gerð úr efnum sem ekki er erfitt að endur- vinna: „Við bjóðum upp á tvenns konar gerðir af kerum. Eldri gerðin er gerð úr pólýetýlen- skel með pólýúretanfyllingu en vandinn er sá að með því að nota tvö ólík efni verður endur- vinnsla flóknari og að auki ekki hægt að end- urvinna pólýúretan svo að ýmist þarf að urða efnið eða brenna. Rétt fyrir aldamótin settum við síðan á markað ker sem nota eingöngu pólýetýlen bæði í skel og fyllingu. Við búum til nk. pólýetýlenfroðu sem veitir ágæta ein- angrun, og þar sem aðeins er notað eitt efni í allt kerið hentar það vel til endurvinnslu en hefur á móti ögn minni hitaeinangrunargetu. Pólýetýlenkerin eru líka þyngri, en á móti kemur að þau eru alla jafna sterkari og end- ingarbetri.“ Næsta áskorun er fólgin í því að nota end- urunnið plast í kerin sjálf en þær reglur gilda um umbúðir matvæla að endurunnið efni má ekki komast í snertingu við matvælin. Gæti endurunnið pólýetýlen þá verið notað í froð- una í hverju keri en nýtt pólýetilín í skelina sem fer þar utan um. Snjallker bæta rekjanleika Í framtíðinni má svo reikna með að plastker muni leika enn stærra hlutverk í tæknivæð- ingu sjávarútvegsins og þeirri miklu áherslu sem lögð er á rekjanleika sjávarafurða. Daði upplýsir að þróun nk. snjallkerja hafi verið í gangi um nokkurt skeið. „Við getum nú þegar boðið upp á ker með strikamerki og örmerki á einum og sama miðanum sem steyptur er inn í kerið,“ segir Daði en skynjarar um borð í skipum, fiskvinnslum og á mörkuðum geta greint örmerkin þráðlaust og þannig rakið ferðalag fisksins í hverju kari. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær kerin okk- ar geta verið í beinu og stöðugu sambandi við gagnagrunn sem heldur utan um þætti á borð við staðsetningu kersins, hitastig og annað slíkt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tvíburakerin hafa gefið góða raun og taka mun minna pláss í flutningum. Við hönnun kera þarf m.a. að tryggja öryggi og styrkleika og góða meðferð á fiskinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.