Morgunblaðið - 06.06.2020, Page 27

Morgunblaðið - 06.06.2020, Page 27
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 27 vinna. Að gera umhverfisvænni ker er hæg- ara sagt en gert og þarf að finna rétta jafn- vægið á milli þess annars vegar að kerin þjóni hlutverki sínu vel, séu sterkbyggð og hafi góða hitaeinangrun, og hins vegar að þau séu gerð úr efnum sem ekki er erfitt að endur- vinna: „Við bjóðum upp á tvenns konar gerðir af kerum. Eldri gerðin er gerð úr pólýetýlen- skel með pólýúretanfyllingu en vandinn er sá að með því að nota tvö ólík efni verður endur- vinnsla flóknari og að auki ekki hægt að end- urvinna pólýúretan svo að ýmist þarf að urða efnið eða brenna. Rétt fyrir aldamótin settum við síðan á markað ker sem nota eingöngu pólýetýlen bæði í skel og fyllingu. Við búum til nk. pólýetýlenfroðu sem veitir ágæta ein- angrun, og þar sem aðeins er notað eitt efni í allt kerið hentar það vel til endurvinnslu en hefur á móti ögn minni hitaeinangrunargetu. Pólýetýlenkerin eru líka þyngri, en á móti kemur að þau eru alla jafna sterkari og end- ingarbetri.“ Næsta áskorun er fólgin í því að nota end- urunnið plast í kerin sjálf en þær reglur gilda um umbúðir matvæla að endurunnið efni má ekki komast í snertingu við matvælin. Gæti endurunnið pólýetýlen þá verið notað í froð- una í hverju keri en nýtt pólýetilín í skelina sem fer þar utan um. Snjallker bæta rekjanleika Í framtíðinni má svo reikna með að plastker muni leika enn stærra hlutverk í tæknivæð- ingu sjávarútvegsins og þeirri miklu áherslu sem lögð er á rekjanleika sjávarafurða. Daði upplýsir að þróun nk. snjallkerja hafi verið í gangi um nokkurt skeið. „Við getum nú þegar boðið upp á ker með strikamerki og örmerki á einum og sama miðanum sem steyptur er inn í kerið,“ segir Daði en skynjarar um borð í skipum, fiskvinnslum og á mörkuðum geta greint örmerkin þráðlaust og þannig rakið ferðalag fisksins í hverju kari. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær kerin okk- ar geta verið í beinu og stöðugu sambandi við gagnagrunn sem heldur utan um þætti á borð við staðsetningu kersins, hitastig og annað slíkt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tvíburakerin hafa gefið góða raun og taka mun minna pláss í flutningum. Við hönnun kera þarf m.a. að tryggja öryggi og styrkleika og góða meðferð á fiskinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.