Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 33

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 33
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 33 Þorskur Þorskhnakkar gróft salt sítrónubörkur skorinn í strimla timían svartur pipar Blandið skornum sí- trónuberki, salti, timían og pipar saman, stráið vel yfir þorskinn og látið standa í kæli í 35 mín. Skolið saltið af og setjið í lofttæmi með reykolíu. Eldið „sous vide“ við 55°C í 10 mín. Póserað egg Eldið egg „sous vide“ við 65,5°C í 45 mín. Dillmajones 2 egg soðin í 4 mín. dillolía Maukið eggin með töfra- sprota og bætið dillolíu út í smátt og smátt þar til réttri þykkt er náð. Kryddið með salti og ep- laediki. Perlulaukur 1 poki perlulaukur 200 g eplaedik 200 g sykur 200 g vatn Skrælið og „blanserið“ perlulaukinn, hitið edik- blönduna til að leysa upp sykurinn og hellið yfir. Rúgbrauð Rífið niður frosið rúgbrauð og bakið á 130°C þar til stökkt. Dill-vinaigrette Dillolía safinn af perlulauknum epla-parisienne (litlar epla- kúlur gerðar með par- ísarjárni) jurtir; dilltoppar og kerfilslauf Hrist saman í hlutföllunum tveir hlutar olía á móti ein- um hluta af safa. Saltaður þorskur eldaður í reykolíu „Póserað“ egg, grásleppuhrogn, dillmajones, súrsaður perlu- laukur, rúgbrauðsmylja, jurtir og dill-vinaigrette með eplum AFP Mynd af japönskum súshíkokki að störfum. Það var í gegnum súshíið að Snædís uppgötvaði ástríðu sína fyrir matargerð. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is R ekstur Vinnslustöðvar- innar hf. skilaði hagnaði upp á um 9 milljónir evra, jafnvirði 1,2 milljarða króna, á árinu 2019. Þá nam framlegð samstæðunnar 2,9 milljörðum króna og jókst um 8,4% frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri í evrum talið, að því er fram kemur í færslu á vef Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum. Þá segir að árangurinn hafi náðst þrátt fyrir loðnubrest á síðasta ári og að lítil- fengleg humarvertíð væri ekki svip- ur hjá sjón. „Mikilvæg forsenda góðrar rekstrarniðurstöðu er vel heppnaðar fjárfestingar undanfarinna ára,“ segir í færslunni og er bent á að Vinnslustöðin hefur fjárfest fyrir um 86 milljónir evra eða 11,3 milljarða króna á síðastliðnum fimm árum. Þar af 9,1 milljarð króna í varan- legum rekstrarfjármunum, svo sem Breka VE, nýju uppsjávarfrystihúsi, nýrri frystigeymslu og endurnýjun í skipaflotanum. Félagið er sagt hafa skilað hagn- aði öll ár frá 2000 að einu ári undan- skildu og störf voru 170 árið 2000 en 315 á árinu 2019. Uppgjör félagsins fyrir 2019 var kynnt á aðalfundi þess í síðustu viku og samþykkti aðalfundurinn að hlut- höfum yrðu greiddar 5 milljónir evra, um 750 milljónir króna, í arð vegna ársins 2019. Þá jafngildir arð- urinn 3% ávöxtun á markaðsvirði hlutafjár. „Hliðstætt hlutfall var 1,5% vegna arðgreiðslna fyrir árið 2018.“ Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur fjárfest fyrir 11,3 milljarða króna á und- anförnum fimm árum. Meðal fjárfestinganna var nýr Breki VE. Hagnaður Vinnslustöðv- arinnar 1,2 milljarðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.