Morgunblaðið - 10.07.2020, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2020
✝ Frank NormanBenediktsson
fæddist í Reykjavík
26.janúar 1941.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 22. maí 2020.
Foreldrar hans
voru Benedikt Ey-
þórsson húsgagna-
og skíðasmiður, f.
23. júní 1902, d. 24.
apríl 1992, og Ast-
rid L. Eyþórsson húsmóðir, f.
10. ágúst 1903, d. 18. júní 1993.
Systkini hans voru Björg Jo-
hanne, f. 2. ágúst 1930, d. 25.
sept. 2016, og Jan Eyþór, f. 16.
feb. 1937, d. 29. nóv. 2005. Eig-
inkona Franks er Marie Hovde-
nak, f. 11. sept. 1940. Þau giftu
sig 28. jan.1961. Börn þeirra
eru: 1) Siv Heiða Franksdóttir, f.
20. júní 1961, eiginmaður henn-
ar er Þór Daní-
elsson. Börn þeirra
eru Emil Týr og
Embla Nanna.
2) Freyr, f. 24.
nóv. 1962. Börn
hans eru Hákon
Freyr og Kolbrún
Siv. Móðir þeirra er
Birna Lísa Jens-
dóttir.
3) Eyþór Árni, f.
7. ágúst 1968, son-
ur hans er Frank Norman og
hans móðir er Kristrún Sæ-
björnsdóttir. Eiginkona Eyþórs
er Katrin Sande og þeirra börn
eru Thea Elisabet og Tobias.
Langafabörnin eru tvö, Alex-
andra Lív Kolbrúnardóttir og
Hlynur Pétur Hákonarson.
Útförin fer fram frá Víði-
staðakirkju í dag, 10. júlí 2020,
klukkan 13.
Elsku hjartans pabbi minn,
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þú stofnað hefur síðasta blund
í sælli von um endurfund,
nú englar Drottins undurhljótt
þér yfir vaki – sofðu rótt.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir)
Ég bið góðan Guð og alla hans
engla að vaka yfir mömmu, sem
hefur staðið eins og klettur við hlið
pabba í gegnum lífið og gert hvern
dag betri. Pabbi var endalaust
þakklátur fyrir hana.
Hvíl í friði pabbi minn og takk
fyrir allt.
Þín
Siv.
Nú komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist frammörg
ljúf og falleg saga.
(Höf. ókunnur)
Með þakklæti í huga kveð ég
Frank Norman, góðan og
skemmtilegan vin og félaga sem
hefur alveg frá því við vorum tán-
ingar haft trygglyndið í fyrirrúmi.
Frank var mikill fagurkeri og
meðal annars elskaði hann hrað-
skreið tæki og tól og að gera upp
gamla bíla varð hans sérgrein, en
þeir urðu að eðalvögnum í hans
meðförum. Það var líf og fjör á
rúntinum í gamla daga þegar
Frank var með, hann var alltaf
hress og kátur og það var gott og
gaman að vera í hans félagsskap.
Eftir að við stofnuðum sitt hvort
heimilið, Frank með Marie sinni
og ég með Nonna mínum (en þeir
voru líka æskufélagar), hélst vin-
áttan. Fyrstu búskaparárin voru
samverustundirnar margar,
ferðalög og útilegur með litlu kríl-
unum okkar, svo fluttu þau til
Noregs og við fluttum til Lúxem-
borgar, en öll komum við heim aft-
ur. Þessi kveðjuorð mín eru til að
þakka fyrir liðna tíð, fyrir öll
gömlu og góðu árin, þegar við hitt-
umst nær daglega á heimili hvort
annars í leik og starfi. Ýmislegt
brölluðum við saman og börnin
okkar urðu líka góðir vinir, þetta
voru góð ár með grín og gleði í fyr-
irrúmi og vináttan alltaf söm. Ég
gæti talið upp svo mörg skemmti-
leg atvik og ævintýri, manstu þeg-
ar … og árin liðu og þau fluttu í
Hafnarfjörð og við á Selfoss og
samverustundunum fækkaði,
heilsan tók að daprast eftir því
sem árunum fjölgaði en alltaf var
sama væntumþykjan og vináttan í
fyrirrúmi. Minningarnar geymi ég
í sjóði sem perlur til að orna mér
við um ókomin ár, en í staðinn vil
ég núna að leiðarlokum þakka þér,
Frank minn, fyrir tryggð þína og
vináttu sem þú „big big never fail“
viðhélst í gegnum árin.
Elsku Frank minn, það er mikil
eftirsjá að þér, slæmt að geta ekki
hringt í þig og spjallað í smástund.
Megi góður Guð vera með þér um
alla eilífð. Góða ferð heim, vinur.
Þín vinartryggð var traust og föst og
tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ókunnur)
Elsku Marie mín, við Nonni
sendum þér og fjölskyldu ykkar
okkar dýpstu samúð.
Sigríður J. Guðmunds-
dóttir (Sirrý).
Frank Norman
Benediktsson ✝ Skafti Þórissonfæddist í
Reykjavík 6. sept-
ember 1941. Hann
lést þann 29. júní
2020 á heimili sínu í
Reykjanesbæ.
Foreldrar Skafta
voru Jónína Jó-
hannesdóttir, f.
4.10. 1900, d. 19.10.
1983, og Þórir Run-
ólfsson, f. 9.5. 1909,
d. 4.08. 1989. Systkini Skafta
eru Málfríður Ólafsdóttir, f.
28.03.1921, d. 21.10. 1997, Ingi-
mundur Ólafsson, f. 19.12. 1926,
d. 2.6. 2004, Þórir Þórisson, f.
börn þeirra Margrét Ósk
Heimisdóttir, maki hennar
Gunnar Jón Ólafsson, börn
þeirra Sara Lilja og Ernir Ólaf-
ur, Ásthildur Ósk Karlsdóttir,
sambýlismaður hennar Jóhann
Grétar Jóhannsson, barn þeirra
Hafþór Heiðar, dóttir Jóhanns
úr fyrra sambandi Dagbjört
Lilja og Karen Helga Karls-
dóttir, sambýlismaður hennar
Jóhann Sævar Svavarsson, barn
þeirra Marínó Breki. Einar Þór-
ir Skaftason, f. 26.10. 1966, maki
hans Sjöfn Þórgrímsdóttir, börn
þeirra Fannar Þór Einarsson,
unnusta Bryndís Sunna
Guðmundsdóttir og Skafti Þór
Einarsson.
Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 10. júlí
2020, klukkan 11.
17.10. 1934, d. 2.7
2010, og Rúnar
Þórisson, f. 3.9.
1945.
Skafti kynntist
Einarínu Einars-
dóttur, f. 29.8.
1941, d. 23.1. 2009,
í Vestmanneyjum
1961 og giftist
henni hinn 17.11.
1963, þau bjuggu
lengst af í Keflavík
en síðustu ár sín í Innri-
Njarðvík í Reykjanesbæ. Börn
þeirra eru Jónína Helga Skafta-
dóttir, f. 20.7. 1963, maki henn-
ar Karl Heiðar Brynleifsson,
Fallegur dagur, hlýr og mikil
sól á lofti. Við hjónin fórum í
göngu og nutum veðurblíðunnar.
Þannig hófst þessi dagur sem á
svipstundu breyttist í eitthvað allt
annað en gleði. Við ákváðum að
kíkja á pabba og sjá hvernig hann
hefði það en því miður vorum við
aðeins of sein og komum að pabba
látnum. Pabbi okkar var mikill
orkubolti sem ungur maður og
reyndar fram að andláti. Þetta eru
erfiðir tímar og erfitt að ná að sjá
og skilja svona hluti án þess að
finna fyrir reiði og skilur maður
ekki tilganginn. En lífið gefur og
lífið tekur. Við minnumst hans þó
með bros á vör og minningarnar
eru óteljandi.
Skafti sætti sig í raun aldrei við
að missa Ninnu sína og háði sína
baráttu en hann fékk sér hundinn
Erró sem var mikill félagsskapur
fyrir hann. Við fjölskyldan vitum
að nú eru fagnaðarfundir hjá
Skafta og Ninnu sem eru samein-
uð á nýjan leik. Pabbi okkar var
einstaklega liðtækur maður, hafði
gott auga fyrir fallegum hlutum.
Það sem hann gat gert var með
ólíkindum. Hann starfaði lengst af
sem slökkviliðsmaður á Keflavík-
urflugvelli en áður hafði hann
starfað sem sjómaður og fiskverk-
andi með tengdaföður sínum.
Skemmtileg er sagan þegar hann
gekk niður á höfn með Þóri bróð-
ur sínum. Þórir þurfti að losna við
að fara þennan túr vegna þess að
hann var að fara að gifta sig og
þar sem Skafti stóð 14 ára gamall
með skólatöskuna á bakinu ýtti
hann pabba fram eftir að skip-
stjórinn hafði hafnað beiðni hans
um frí. Pabbi fór túrinn en hann
tjáði okkur að hann hefði verið
hræddur mánuði seinna þegar
þeir komu að landi og pabbi hans
stóð á bryggjunni ansi brúna-
þungur. En þetta var upphafið á
sjómennsku hans. Skafti átti góða
ævi, var mikill fjölskyldumaður og
gerði mikið með okkur. Hann
elskaði ferðalög og átti hann á
tímabili hjólhýsi við Laugarvatn
og unni sér vel þar. Skafti var
mikill veiðimaður og landaði
ófáum stórlöxum. Veiðisögurnar
áttu það til að breytast og laxarnir
fleiri og stærri. En svona var faðir
okkar, ástkær og hlýr og vildi allt
fyrir okkur gera.
Skafti var vinamargur maður
og það sem okkur finnst skemmti-
legt er að þeir voru á öllum aldri.
Strákarnir komu svo skemmtilega
að orði að hann væri kallaður af
mörgum faðir allra slökkviliðs-
manna. Skafti hafði mikinn áhuga
á golfi og spilaði bridds með góð-
um félögum og veit ég það að hon-
um virkilega þótti vænt um þessa
stráka og félagsskapinn. En
minningin um góðan dreng lifir og
við skulum halda út í lífið með
kærleikann að vopni og halda
heiðri hans hátt á lofti með að
sýna náunganum virðingu og láta
gott af okkur leiða. Kveðjum þig
elsku pabbi og biðjum þig fyrir
kveðju til mömmu okkar og vitum
að þið eruð saman og vakið yfir
okkur.
Jónína, Einar, Karl, Sjöfn
og fjölskyldur.
Það var enginn einsamall sem
átti Skafta Þórisson að samstarfs-
manni eða vini og mun hann lengi
lifa í minnum okkar slökkviliðs-
manna á Keflavíkurflugvelli.
Skafti Þórisson var þannig
gerður að hann þurfti ekki langar
ræður þegar hann tók til máls því
þá hlustuðu menn. Skafti bjó yfir
þeim skemmtilega hæfileika að
geta sagt frá og mikinn húmor
fyrir öllu, þær eru ófáar sögurnar
úr slökkviliðinu á Keflavíkurflug-
velli sem koma upp í hugann þeg-
ar horft er til baka. Skafti var mik-
ill vinur vina sinna, alltaf tilbúinn
að tala máli þeirra og vinnufélaga,
starfaði lengi sem formaður Fé-
lags slökkviliðsmanna á Keflavík-
urflugvelli og vann þau störf af al-
úð, trausti og virðingu hverju
sinni enda er Skafta best lýst sem
auðmjúkum og góðum manni.
Ég get fullyrt fyrir hönd allra
slökkviliðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli sem Skafta þekktu að
hann var einstakur samstarfs-
maður. Hann tók t.d. mönnum
sem voru að byrja í slökkviliðinu á
Keflavíkurflugvelli ávallt með
opnum örmum, reyndi eftir bestu
getu að koma inn hjá nýjum
mönnum grunnreglunum í starfi
slökkviliðsmannsins og tókst það
vel enda báru allir alltaf virðingu
fyrir honum, hvort sem það var
við spilaborðið að spila bridds eða
því sem hann sagði hverju sinni.
Skafti Þórisson vildi alltaf að
menn vissu hver þeirra réttur
væri og barðist lengi og vel fyrir
réttindum slökkviliðsmanna sem
formaður stéttarfélagsins. Segja
má með fullri virðingu fyrir öllum
öðrum fyrrverandi formönnum
þess félags að Skafta hafi tekist að
landa ansi mörgum stórum kjara-
málum fyrir okkur slökkviliðs-
menn á Keflavíkurflugvelli ein-
göngu vegna þess sem áður hefur
komið fram; hann hafði viðmótið
og kunni að tala við fólk af virð-
ingu þannig að á hann var hlustað.
Nú er komið að kveðjustund,
kæri félagi og vinur, og viljum við
félagarnir þakka þér fyrir allt það
góða sem þú komst til leiða fyrir
okkur fyrrverandi samstarfs-
menn þína. Fjölskyldu Skafta
flytjum við fyrrverandi samstarfs-
menn hans í Slökkviliðinu á Kefla-
víkurflugvelli einlægar samúðar-
kveðjur.
Komið er að kveðjustund hetju
er létti marga lund.
Þróttmikill á drottins vegi
orðstír góður deyr aldregi.(Sig. Tóm.)
Fyrir hönd stjórnar Félags
slökkviliðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli,
Sigurjón Hafsteinsson.
Skafti Þórisson
✝ Trausti Frið-finnsson fæddist
í Seli á Húsavík 18.
júní 1949. Hann and-
aðist á Landspít-
alanum 29. júní
2020.
Foreldrar hans
voru Friðfinnur
Kristjánsson sjó-
maður, f. 12. októ-
ber 1916 á Húsavík,
d. 8. júlí 1992, og
Sigrún Hannesdóttir húsmóðir,
f. 7. janúar 1920 á Núpstað, d. 1.
júní 1982.
Systkini Trausta eru 1) Ólöf
Friðfinnsdóttir, f. 21. apríl 1946,
maki Guðmundur Ingvar Jóns-
son, f. 7. september 1948, börn
Ólafar eru Sigrún, Björk og
dóttir, f. 17. desember 1979,
maki Benedikt Viðarsson, f. 27.
febrúar 1979. Börn þeirra eru
Kristófer Máni Benediktsson, f.
29. ágúst 2003, og Viðar Breki
Benediktsson, f. 6. febrúar 2007.
Trausti lauk gagnfræðaskóla-
prófi frá Gagnfræðaskóla Húsa-
víkur. Sautján ára gamall fór
hann til sjós og stundaði sjó-
mennsku í yfir 40 ár, lengst af
sem háseti á Sigurði RE. Eftir
sjómennsku starfaði hann hjá
Jarðborunum hér á landi, á
Asóreyjum og í Dóminíka.
Trausti var mikill safnari. Hann
átti tug þúsundir prógramma
sem hann hefur safnað frá unga
aldri. Einnig átti hann eitt
stærsta Elvis Presley-safn sem
vitað er um. Hann átti allt sem
komið hefur út með Elvis Pres-
ley í Ameríku eða um 300 plöt-
ur.
Útför Trausta fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 10.
júlí 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hrannar, og 2)
Hólmfríður K.
Friðfinnsdóttir f. 6.
júní 1955.
Trausti kvæntist
13. desember 1975
Katrínu Gróu Jó-
hannsdóttur, f. 19.
mars 1955. For-
eldrar Katrínar
voru Jóhann
Ingvarsson, f. 29.
september 1923, d.
29. júní 2006, og Ragna Berg-
mann Guðmundsdóttir, f. 29.
október 1933, d. 25. maí 2016.
Börn Trausta og Katrínar eru
1) Ragnar Bergmann Trausta-
son, f. 17. september 1976, maki
Chao Geng f. 24. janúar 1986 og
2) Hólmfríður Sylvía Trausta-
Elsku pabbi.
Þau eru ófá tárin sem runnið
hafa niður kinnarnar undanfarna
daga, minningar streyma um hug-
ann og áður en maður veit af er
pappírinn orðinn rennandi blaut-
ur og ég byrja upp á nýtt að
skrifa.
Ég hef fengið ótal skilaboð frá
vinum og vandamönnum sem eru
að votta samúð og láta alltaf fylgja
með nokkur orð um þig, meistari,
toppmaður, eðaleintak, gull af
manni og síðast en ekki síst trygg-
ur og trúr vinur. Ég er að sjálf-
sögðu sammála öllu þessu en fyrir
mér varstu bestur í að vera pabbi.
Ein góð vinkona sagði við mig
um daginn að hún hefði alla tíð öf-
undað sambandið sem við áttum
enda hef ég alltaf verið pabba-
stelpa út í eitt. Ég nefndi það við
hana að ef hún héldi að ég hefði átt
gott samband við pabba þá ætti
hún bara rétt að ímynda sér
hvernig samband hann átti við
afastrákana sína, þar var pabbi í
essinu sínu, hann sá ekki sólina
fyrir þeim og gerði allt sem hann
gat fyrir þá. Það kom nú stundum
upp sú staða að við foreldrarnir
sögðum nei ef þeir vildu kaupa
eitthvert dót og þá heyrðist í þeim
„við hringjum þá bara í afa“.
Þau eru ótal símtölin sem ég
hef fengið frá þér þegar þú þurftir
að láta þýða smá texta fyrir þig
þar sem þú varst að fá skilaboð frá
söfnurum úti um allan heim sem
voru að kaupa af þér íslensk pró-
grömm, leikaramyndir eða spila-
stokka, ég verð að viðurkenna að
stundum var ég alveg orðin þreytt
á því, núna bíð ég og bíð eftir sím-
tali bara til að heyra rödd þína og
skreppa yfir í Arahólana í litla
sæta safnaraherbergið þitt og
hjálpa þér.
Þú verður að fyrirgefa mér en
ég stalst til að lesa í dagbókinni
þinni frá þessu ári, þú hefur haldið
dagbók síðan þú varst ungur
strákur, mögulega les ég eitthvað
af því í framtíðinni en ég sá vel á
skrifum þínum hvað þú varst
stoltur af afastrákunum þínum og
heyrðir í þeim allavega tvisvar í
viku ef ekki oftar og kíktir oft í
heimsókn bara til að sjá þá þótt
það væri bara í gegnum bílrúðuna
á meðan Covid var sem hæst. En
ég las líka í gegnum hana hvað þú
varst orðinn þreyttur á veikindum
þínum, þú kvartaðir aldrei yfir
lyfjameðferðinni sem þú varst í en
fóturinn var að gera þér lífið mjög
leitt.
Nú veit ég að þér líður betur
elsku pabbi minn og ég vænti þess
að þú setjir Always on my mind
með Elvis á fóninn og við stígum
einn dans þegar við hittumst næst
eins og við gerðum svo oft þegar við
hittumst.
Þín,
Sylvía.
Ég kveð þig með söknuði elsku
frændi minn. Þú varst snillingur og
engum líkur. Ég minnist allra
gleðistundanna með þér þar sem
þú reyttir af þér brandarana og
hélst uppi stuðinu með óborganleg-
um uppákomum. Þú sást alltaf
spaugilegu hliðarnar á lífinu en lit-
ríkari persóna er vandfundin. Á
þessum tímapunkti á hverju ári
varstu venjulega að undirbúa þig
fyrir Mærudaga á Húsavík. Und-
irbúningurinn tók yfirleitt tölu-
verðan tíma því þú þurftir að ná að
hitta alla sem þú þekktir, sem voru
fjölmargir. Mér er ofarlega í huga
fyrir fáum árum þegar við hittumst
á Húsavík og þú sagðir okkur að
mæta tímanlega því þú yrðir með
atriði. Atriðið fólst í því að þú
söngst gömul ástarbréf foreldra
þinna með einstökum tilþrifum
þannig að við hin grétum úr hlátri.
Í þessari sömu ferð misstir þú
þrisvar af fari frá Húsavík til
Reykjavíkur því þú varst alltaf
upptekinn að hitta gamla vini þann-
ig að þú endaðir með að taka flug
heim mörgum dögum seinna. Hjá
þér var lífið eitt stórt partí og alltaf
gaman.
Elsku frændi, tilvist þinni er í
þessu lífi er lokið en ég trúi að þér
sé ætlað að vera aðalgleðipinninn
þar sem þú ert núna. Þú varst eng-
um líkur, þitt einstaka lundarfar,
húmor og gleði nær út fyrir allt sem
við hin þekkjum. Það var aldrei
lognmolla í kringum þig. Þú hafðir
einstakt lag á að ná til allra, jafnt
barna sem fullorðinna. Ég kveð þig
með söknuði elsku frændi minn,
sakna samtala okkar og samveru.
Minning þín mun lifa í hjarta
mínu.
Þín frænka,
Björk Baldvinsdóttir.
Trausti
Friðfinnsson
Móðir mín og amma,
JÓNASÍNA ÞÓREY GUÐNADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
30. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hennar.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Geðhjálp.
Njörður Sigurðsson
Björn Húnbogi Birnuson
Guðni Hávarður Guðnason